Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 47 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Hin aldna kempa Jón: „Hvílíkir voðatímar sem við lifum á, ekkert nema verðbótga, morð og íþróttamet. “ Er von honum þyki nóg um. Hann leggur að jöfnu, blessaður, þessa þrjá spennuþætti sem eru forgangsfréttir blaða og sjónvarps dag eftir dag, árin í gegn, rétt eins og aðrir tilburðir í þjóðfélaginu séu ekki athygli verðir. Að sjálfsögðu vitum við betur. Það er því ánægjulegt að geta bent á, að þessa daga er á markaðnum frábær- lega góður línufiskur, sem reyndar er ekki gefinn, en hann er bragðgóður. Jafnvel hinir kræsnustu borða með bestu lyst: Smálúðu úr Bugtinni með sítrónu- chive-sósu 900 g smálúða (3 flök), 1 egg, 4 msk. af hvoru, hveiti og brauðmylsnu, salt. Sósan: l'/2 bolli vatn, */2 púrra söxuð (V2 bolli), 1 lárviðarlauf, 5 piparkom, heil, 1 ten. kjúklingakraftur, 1 ten. fisk-kraftur. 3 msk. hveiti, 3 msk. smjörlíki, 1 bolli sósusoð, V4 bolli undanrenna, 1 matsk. chives, 1 sítróna (safinn), salt og pipar. 1. Smálúðuflökin má roðfletta. Þau eru skorin í sundur eftir endilöngu og eru stærri stykkin* skorin í sundur á ská. 2. Eggið er þeytt í sundur með 1 msk. af vatni. Blandað er saman hveiti og brauðmylsnu og salti. Smjörlíki er hitað á pönnu. Fiskstykkj- unum er velt upp úr hveitimylsnunni og síðan upp úr egginu og þá á ný upp úr hveitimylsnunni. Fiskurinn fær þannig þéttan hjúp. 3. Fiskurinn er síðan steiktur við meðalhita í 5 mínútur á hvorri hlið og á hann þá að hafa fengið fallegan gullinn hjúp. Sósan: 1. Sett er saman í pott vatn, söxuð púrra, piparkom, lárviðarlauf brotið í sundur, fisk- og kjúklingakraftur. 2. Suðan er látin koma upp, lok er sett á pottinn og er sósuefnið látið krauma við meðalhita í 30 mínútur. Grænmetið er sfað frá. 3. Smjörlíkið er brætt í potti, hveit- inu er bætt út í og er það síðan hrært út með grænmetissoðinu. Undanrennu er bætt út f sósuna þar til hún er orð- in hæfílega þykk. 4. Safa úr V2—1 sítrónu er bætt út í sósuna ásamt salti og 1 msk. af chives (eða graslauk), 1 sftróna gefur sterkt sítrónubragð. 5. Sósan er látin krauma í nokkrar mínútur. Hún er borin fram með físk- inum og soðnum kartöflum, eða það sem betra er — útbúin em: Kryddgtjón: 2 msk. smjörlíki, 1 lítill laukur, saxaður, 1 bolli gijón, 2 bollar vatn, 1 lárviðarblað, brotið í sundur, 1 msk. worcestershire-sósa, 1 ten. kjúklingakraftur. 1. Smjörlíkið er brætt í potti og er saxaður laukurinn látinn krauma í feitinni á meðan hann er að mýkjast upp. 2. Gijónin eru sett f pottinn með lauknum ásamt vatni, lárviðarblaði brotnu í sundur, worcestershire-sósu og kjúklingakrafti. Lok er sett yfir pottinn og eru gijónin soðin í 15 mfnútur. Gijónin eru síðan borin fram með fiski úr „Bugtinni". Njótið vel. Ný snyrtistofa í Kópavogi SNYRTISTOFAN Rós hefur ver- ið opnuð að Engihjalla 8 í Kópavogi. Eigendur stofunnar eru Ingibjörg Gunnarsdóttir og Katrín Karlsdótt- ir, báðar snyrtifræðingar. A stofunni er lögð áhersla á góða þjónustu og alhliða snyrtingu, segir í fréttatilkynningu, auk þess sem boðið er upp á litgreiningu. Unnið er með snyrtivörur frá Clarins, Monteil og Dior. Ingibjörg Gunnarsdóttir og Katrín Karlsdóttir eigendur snyrtistofunnar Rós í Kópavogi. Gallerí Borg: Sjö konu- myndir ANNA S. Gunnlaugsdóttir sýnir í Galleri Borg sjö konumyndir í sjö daga, frá 14.-20. janúar. Anna er fædd 1957 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974-78 og einnig 1981 við auglýsingadeild skólans. Veturinn 1978-79 dvaldi hún í París og nam við listaskóla þar. Sýningin opnar í dag, 14. jan- úar, og lýkur 20. janúar. Sýningin er opin virka daga kl. 10.00-18.00 og um helgina kl. 14.00-18.00. SKILÐ LAUNAMÐUM í tœka 10 Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila nú sem endranær. Síðasti skiladagur er KENNITALA ÍSTAÐ NAFNNÚMERS í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu bæði launamanna og launagreiðenda. RSK RIKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.