Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 43 Starfsemi Hana-nú komin í fullan gang A vegTim Tómstundaráðs Kópavogs starfar frístundahóp- urinn Hana-nú sem er félag Kópavogsbúa, 50 ára og eldri. Upphaflega var starfsemin bundin við stutt ferðalög og nátt- úruskoðun en nú er eitthvað um að vera 3 til 4 sinnum í viku hverri. Fimm sjálfstæðir klúbbar eru nú starfandi á vegum Hana-nú; nátt- úruskoðunarklúbbur, tónlistar- klúbbur, bókmenntaklúbbur, gönguklúbbur og ættfræðiklúbbur. Einnig má nefna Kleinukvöld fé- lagsins sem haldin eru síðasta mánudag hvers mánaðar yfir vetr- artímann. Á dagskrá félagsins á nýbyrjuðu ári kennir ýmissa grasa; farið verð- ur í gönguferð hvem laugardag kl. 10 árdegis og er lagt upp frá Digra- nesvegi 12 í Kópavogi. Fyrsta Kleinukvöld félagsins verður mánu- daginn 25. janúar að Fannborg 1 kl. 20. Þá má nefna fund bók- menntaklúbbsins þann 27. janúar. Gestur kvöldsins verður að þessu sinni Thor Vilhjálmsson sem ræðir um bókina „Hús andanna“ eftir Isabel Allende. Tónlistarklúbburinn verður með fund 3. febrúar og mun Kristín Stefánsdóttir blokkflautu- leikari kynna hljóðfærið. Þriðjudag- inn 16. febrúar verður farið á sýningu á „Vesalingunum" í Þjóð- leikhúsið. Engin félagsgjöld eru greidd og er öllum Kópavogsbúum, 50 ára og eldri, velkomið að taka þátt í starf- semi félagsins. Kristniboðshátíð- á vegum KFUK Kristniboðshátíð verður haldin í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg í Reykjavík föstudag- inn 15. janúar og hefst hún kl. 20.30. Hátíðin er haldin á vegum Kristniboðsflokks KFUK. Flestir þeirra, sem starfað hafa á vegum Kristniboðssambandsins í Afríku og eru heima, koma fram á hátíðinni, sumir í þjóðbúningum frá Afríku og tala á tungu þeirra sem þeir hafa starfað hjá. Þá syngja telpur á Afríkumáli og eftit verður til samskota til starfsins. í lok dag- skrárinnar flytur Skúli Svavarsson, formaður Kristniboðssambandsins, hugvekju. Um þessar mundir eru tvenn kristniboðshjón á vegum Kristni- boðssambandsins í Pókot-héraði í V-Kenýu. Þau vinna þar einkum að boðun og fræðslu. Á svæðinu hafa risið nokkrir skólar fyrir fé frá íslandi og á starfssvæði Islending- anna hafa myndast fimm kristnir söfnuðir, sá síðasti var stofnaður á jóladag. Auk þeirra gera ung hjón ráð fyrir að fara öðru sinni til Eþíópíu síðar á þessu ári. Kristni- boðið er kostað af gjafafé og er Nýlega var fimmti kristniboðs- söfnuðurinn stofnaður á starfs- svæði íslendinga meðal Pókot-manna í Vestur-Kenýu. fjárhagsáætlun þessa árs á níundu milljón króna. Kristniboðshátíðin er öllum opin og hefst eins og áður segir kl. 20.30 á föstudagskvöldið. Morgunblaðið/Einar Falur Ný fótaað- gerðastofa OPNUÐ hefur verið fótaað- gerðastofa á 2. hæð í verslunar- miðstöðinni Miðbæ 91 sem er á Laugavegi 91 í Reykjavík. Eigandi stofunnar er Guðrún Ruth Ámason fótasérfræðingur. Á stofunni er boðið upp á alhliða fóta- snyrtingu og fótaaðgerðir. Guðrún Ruth Árnason fótasér- fræðingur á stofu sinni. lest seldu s hagstætt ÚTILÍF Glæsibæ, simi 82922. jK T A verðfrálVI ■ UnfWiV/vvj Örfáum bflum óráðstafað á þessu frábæra verði. Gréiðslukjör við allra hæfi. VERTU SAMFERÐA CITROEN Lágmúla 5, sími 681555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.