Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 59 HANDKNATTLEIKUR/HEIMSBIKARKEPPNIN I SVIÞJOÐ Ekkert stöðvar Islend inga í slíkum ham Gerðu út um leikinn gegn Júgóslövum á níu mínútum og sigraði sanngjamt með þremur mörkum í frábærum leik ÞEGAR14 mínútur voru til leiksloka jafnaði Alfreð Gísla- son 16:16 f leik íslendinga og Júgóslava í heimsbikarkeppn- inni í handknattleik í gœrkvöldi. Júgóslavar höfðu leitt allan leikinn, en okkar strákar, sem höfðu leikið mjög vel, skiptu yfir í óstöðvandi gír, skoruðu fimm mörk í röð á nœstu níu mínútum án þess að Júgóslöv- um tækist að svara fyrir sig og gerðu út um leikinn. I slíkum ham er íslemska liðið óstöðv- andi og þriggja marka sigur var sanngjam. Viðureignin var mjög skemmtileg og minnti f mörgu á leik liðanna í Prilep i Júgóslavíu í fyrrasumar. Liðin léku frábæran handknattleik, hraðan og harðan, en íslenska liðið var betra á flestum ef ekki öllum sviðum. Leikurinn fór fram í Örebro og eins og gegn Austur-Þjóðverj- um var íslenska liðið vel stutt af fjölmörgum löndum búsettum í Svíþjóð. Og þó langt hafi verið fyrir suma að fara hafa þeir örugglega ekki séð eftir þvi. “Ekki aftur" sagði einn, þegar við- ureignin hafði staðið yfir í rúmar fimm mínútur og staðan 3:0 fyrir Júgóslava — sama byijun og gegn Austur-Þjóðveijum. Einar hafði varið eitt skot giæsilega á þessum tíma og nú sagði hann hingað og Steinþór Guðbjartsson skrifar fráSviþjóð ekki lengra og varði víti frá Portn- er. Innan tveggja mínútna náði íslenska liðið loks að jafna og eftir það var nær jafnt á öllum tölum út hálfleikinn. Einar varði eins og hetja, vamarleikurinn var góður, en Júgóslavar léku mest upp á að skapa færi hægra megin í vöm ís- lendinga og skomðu ýmist þaðan eða eftir hraðaupphlaup. Sóknar- leikur íslenska liðsins var eins og hann gerist bestur, ef undanskildar em fyrstu fimm mínútumar, en það ísland—Júgóslavía 23 : 20 Heimsbikarkeppnin f Svfþjóð. Mið- vikudaginn 13. janúar 1988 f Örebro. Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 6:8, 8:8, 9:9, 10:10, 11:13, 12:14, 13:15, 15:15, 15:16, 21:16, 21:19, 22:19, 22:20,23:20. Mörk Islands: Alfreð Gfslason 6, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Páll Ólafsson 3, Kristján Arason 3, Sig- urður Gunnarsson 3/1, Karl Þráins- son 2, Guðmundur Guðmundsson og Valdimar Grfmsson 1 mark hvor. Varin skot: Einar Þorvarðarson 11/1. Utan vallar: 10 mfnútur. Mörk Júgósiava: Mile Isakovic 7/1, Vesí'lin Vujovic 5/1, Zlatan Saracevic 3, Portner 3 og Memic Muhamed 2 mörk. Varin skot: Pasic 11/2. Utan vallar: 16 mfnútur. Áhorfendur: 1100 (40 f slendingar). Dómarar: Kent Blademo og Axel Wester frá Svfþjóð og dæmdu vel. Menn leiksins: Alfreð Gfslason, ís- landi og Isakovic, Júgóslavfu. var samt alltaf seinna til að skora. Okkar menn fengu mörg tækifæri til að ná forystunni í fyrri hálfleik og sama má segja um fyrri helming þess seinni. En forystan var í aug- sýn og þegar Alfreð jafnaði 16:16 með þrumuskoti, var ekki aftur snúið. í kjölfarið fylgdu fimm glæsi- leg íslensk mörk og fímm mínútur til leiksloka. Þetta voru frábærar íslenskar míriútur — Júgóslavar höfðu mætt oflörium sínum. Nokkurt fum og fát greip íslenska liðið í þessari stöðu, Júgóslavar nýttu sér mistök mótheijanna, minnkuðu muninn f tvö mörk og þijár mínútur til leiksloka. Leikur- inn æstist utan vallar, en íslenska liðið hélt ró sinni, Sigurður skoraði sitt §órða þrumumark og rúm mínúta eftir. Júgóslavar svöruðu strax, íslendingar misstu knöttinn og mótheijamir brunuðu upp með markvörðinn Velic fremstan í flokki. En kapp er best með forsjá, íslendingar náðu knettinum, fram á Guðmund, sem rak knöttinn á undan sér að auðu markinu, stökk inn f teiginn og skoraði af öryggi! Bæði liðin léku mjög vel og besta dómarapar Svíþjóðar stóð sig með prýði. Okkar menn léku allir vel í vöm og sókn, en Alfreð var kosinn besti maður liðsins. Júgóslavar þurfa ekki að skammast sín fyrir leikinn, þeir voru góðir, en mættu ofjörium sínum. Isokovic og Vujovic vom bestir, en Einar átti erfitt með skotin frá Saracevic. Það er stórkostlegt að sigra Júgó- Hvað sögðu þeir? Steinþór Guðbjartsson skrifar fráSviþjóð Bogdan Kowalczyk „Þetta var mjög góður leikur hjá báðum liðum, en við vomm betri og sigmðum sanngjamt. Sóknar- leikurinn var nú eðlilegur, vömin góð eins og gegn Austur-Þjóðveijum og Einar enn einu sinni frábær í mark- inu. Einbeitingin var í lagi, en með eðlilegum leik síðustu mínútumar hefðum við haldið fimm marka forskotinu og jafnvel sigrað með meiri mun. Sigurinn var sætur, en það erfið- asta er eftir og nú er hvorki staður né stund til að fagna. Liðið hefur oft átt slæman leik, síðan góðan og þá slæman. Ég er hræddur við leikinn gegn Dönum og ef við höld- um ekki einbeitingunni allan leikinn getur farið illa.“ Þorgils Óttar Mathiesen „Þetta var allt annað en gegn Aust- ur-Þjóðveijum — leikimir vom eins og svart og hvitt. Við lékum af eðlilegri getu og hana réðu Júgósla- var hreinlega ekki við. Sigurinn hefur samt enga þýðingu ef illa fer gegn Dönum og því verðum við að leika okkar leik, halda áfram á sömu braut“ Guðmundur Guðmundsson „Síðasta mark leiksins er það skemmtilegasta sem ég hef skorað á ævinni. Mér leið dásamlega í loft- inu og naut þess að sjá boltann þenja út netið — og markvörðurinn víðs §arri. Ég er rosalega ánægður með leikinn og sigurínn, en ég spáði þessu reyndar í Morgunblaðinu fyr- ir leikinn. En Danir em næstir og sá leikur skiptir öllu nú.“ Alfreð Gísiason „Við tókum mistökin frá leiknum gegn Austur-Þjóðveijum alvarlega, lærðum af þeim og einsettum okkur að láta þau ekki koma fyrir í þess- um leik. Sóknarleikurinn var enda markvissari og beittari." Péll Ólafsson „Ég fékk sparkið í mig á réttum tfma, Siggi Gunn fór inná í staðinn, var óstöðvandi og sýndi stórleik. Það skiptast á skin og skúrir í þessu eins og öðm, en nú vomm við sólar- rnegin." Slgurður Gunnarsson „Við getum verið mjög ánægðir með leikinn og stigin. Þetta var leikur í betri kantinum og morgu- næfingin skilaði sér augljóslega. Hlutimir gengu núna upp, en við megum ekki gleyma leiknum gegn Dönum og f raun getum við enn hafriað í hvaða sæti sem er.“ Einar Þorvarðarson „Svona eiga leikir að vera. Það er mikið auðveldara að standa sig vel í markinu, þegar vömin er traust og þegar sóknin gengur upp á sama tíma, er gaman að lifa. Við verðum að ná okkur niður á jörðina, því leikurinn við Dani verður erfiður." Kristjén Arason „Við settumst niður eftir leikinn gegn Austur-Þjóðveijum og fómm yfír mistökin. Allir vom óánægðir með sóknina og við ætluðum að gera betur gegn Júgóslövum. En leikurinn við Dani verður erfiður, því þeir em til alls líklegir. Við stefnum að sigri og vonum að við leikum um fyrsta eða þriðja sætið." Valdimar Grfmsson „Það er mjög erfitt að eiga við Isokovic, sem er besti homamaður í heimi, en ég missti hann aðeins einu sinni innfyrir og er því sæmi- lega ánægður með minn hlut. Sigurinn var glæsilegur og sann- gjam, en þrátt fyrir það getum við háfnað f hvaða sæti sem er.“ Milan Isakovic „Þetta var mjög góður leikur, en við gerðum of mörg mistök, bæði sem lið og sem einstaklingar. Okkar helsta vandamál núna er það sama og hjá íslenska liðinu — samæfíng- una vantar. Eiiis held ég að sumir séu ekki í nægjanlegri leikæfingu. Eins og hjá Islendingum skiptast of oft á sigrar og töp, góðir leikir og slæmir. Við áttum ekki slæman dag, en gerðum of mörg mistök og því fór svona, en íslenska liðið var lfka betra og sigur þess sanngjam. En við stefnum að sigri gegn aust- ur-þjóðveijum og vonum að við verðum efstir í riðlinum á marka- hlutfalli." Abas Arsianaglc „Ég sagði við þig fyrir leikinn að hann yrði erfíður og sú varð á raun- in. Baráttan var mikil, íslenska liðið gafst aldrei upp og var betra að þessu sinni. Við gerðum of mörg mistök, en hvers vegna veit ég ekki. Kannski þreyta, kannski vantar samæfingu eða eitthvað annað. En styrkleiki fslenska liðsins felst í frá- bærri vöm og góðri markvörslu og þegar sóknin gengur einnig upp er ekki að sökum að spyija." ■ slava, ekki síst á stórmóti sem þessu. En úrslitin sýna enn einu sinni að allir geta sigrað alla í keppni þeirra bestu og því ber að varast sigurvímu. Menn mega ekki ofmetnast, heldur vera jarðbundnir, þvi Danir era sýnd veiði en ekki*f gefin og eftir leikinn gegn þeim í kvöld skýrist fyrst um hvaða sæti fslenska liðið leikur í keppninni. JUfrcA Qluson átti stórleik gegn Júgóslövum, sem áttu erfitt með að hemja hann. Alfreð skoraði sex mörk. W0RLD CUP 12-17 Jan.1988 ■ FORRÁÐAMENN íslenska landsliðsins era ekki ánægðir með það að þurfa að ferðast til og frá keppnisstöðum f langferðabifreið með andstæðingum sínum. Óþol- andi loft var f bifteiðinni í gær, þar sem leikmenn Júgóslavíu reykja mikið. Var fnykurinn óþolandi. í dag veiður farið 160 km - til Mot- ala. Forráðamenn landsliðsins hafa óskað eftir að fá sérstaka bifreið fyrir islenska landsliðið, þannig að það verði ekki í sömu bifreið og Danir. Ungverjar hafa Svíar hafa ekki unnið Ungveija í 15 ár og það var engin brejd- ing þar á í gærkvöldi. Ungveijar sigraðu 22:17 eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 9:6. Ungveijar léku nyög harúan vamarieik og markvöröur þeirra, Laszlo Hoffmann, varði frábœrlega, alls 19 skot þar af 3 vftaköst. Svíar áttu aldrei möguleika eftir að Ungj- veijar komust f 12:6 f upphafi seinni hálfleiks. Til marks um hve Ungveijar léku fast voru þcir utanvallar í 16 mfnútur en Svfar f fjórar. Magnus Wislander var markahæstur Svía með 6 mörk. Peter Jerpar kom nastur með mörk. Stórskytta þeirra, Björn Jilsen, skoraði aðeins 1 mark og það úr vftakastí. Casjla Marosi var markahæstur Ungvcija með 7 mörk. Janos Gyurka kom næstur með 5 mörk og Cjasol Lehel gerði 4 mörk. Stallone gaf tóninn Sylvester Stallone leikur í myndinni Over the Top vöru- bílsstjóra, sem fer til Las Vegas til að taka þátt í heimsmeistara- keppninni 1 sjómanni. Hann leggur hvern keppandann á eftir öðram að velli og keppir til úrslita við ram nokkum, sem hefúr ekki tapað i þessari vinsælu íþrótt í fiinm ár. En' Stallone tekst það og hann fagnar innilega með syni sínum í lok myndarinnar. Frá Eskilstuna til Örebro er rúm- lega klukkustundar akstur. ís- lenska landsliðið og það júgóslavneska fóra saman í rútu og horfðu á fyrmefnda mynd á leiðinni. Allir virtust mjög spennt- ir og enginn fór úr rútunni í Örebro fyrr en myndin var búin. Þá varð ónefhdum manni að orði að hún væri fyrirboði þess sem koma skyldi, heimsmeistaramir yrðu lagðir að velli — og það reyndust orð að sönnu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.