Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 „Ég ^il foí 6vo hátt lön,oA pai nægi fyrír 5kuIdu^Llm./, TM R*g. U.S. Pat Off. —all hghts reswved ° 1987 Los Angetes Times Syndicata Þetta er svo sannarlega Opnaðu maður. Ég ætla jólastemmningar-hola? að gefa þér enn eitt tæki- færi! HÖGNI HREKKVÍSI „\>AP ER FUKPULEQT HWAP SFJÁLApA BlNA ■ QETUR 'QEKTAIEÐ EINNI HARN'AI-! " H Erfitt að ná sambandi við Sj ónvarpsbingóið Ó.G. hringdi: „Ég bý úti á landi og ætlaði að taka þátt í bingóinu á Stöð 2 sl. mánudag. Ég var með bingó og reyndi að hringja en náði ekki sambandi. Þá reyndi ég að hringja í gegn um símstöðina en þar var mér sagt að mjög ólíklegt væri að ég næði sambandi. Er þetta bingó aðeins fyrir þá sem búa á Reykjavíkursvæðinu en ekki fyrir okkur sem búum úti á landi?" Frábær þréttánda- skemmtun Heimilismaður á Grund - hringdi: „Það er föst venja hér á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kveðja jólin á þréttándanum með skemmtun fyrir heimilisfólkið. Er þá t.d. dansað í kring um jólatré og haldin ríkuleg kaffiveisla. En það sem gerir fjölbreytnina í þessa skemmtun er að nokkrir ágætir listamenn hafa komið austan úr bæ til að skemmta okkur. Svo var og á síðasta þréttánda. Þá komu t.d. Grettir Bjömsson harmóníku- leikari og tríó hans og léku fyrir okkur. Leikaramir Gunnar Ey- jólfsson og Baldvin Halldórsson lásu upp. Elfsabet Eiríksdóttir óperusöngkona söng einsöng, undirleikari var Selma Guð- munds- dóttir og skólakór Kársnesskóla söng. Sjaldan gera listamenn þjóðarinnar meira góðverk en þeg- ar þeir koma á dvalar- og hjúk- mnarheimili til að skemmta heimilisfólkinu þar því að margt af þessu fólki kemst ekki út í borgina til að hlýða á þá. Vil ég því fyrir hönd heimilisfólksins hér á Gmnd færa þessu ágæta lista- fólki okkar bestu þakkir fyrir komuna." Kona týndi gleraugum Á laugardaginn var, 9. þ.m., varð kona fyrir því óhappi að detta á Vegamótastígnum. Við fallið missti hún gleraugun sín sem vom ný. Hér er um að ræða tvískipt gleraugu. í síma 22845 eða 11847 er finnanda gefnar nánari uppl. og fundarlaunum er heitið. Þessir hringdu . . . Hafið kettina innií ljósaskiptunum Fuglavinur hringdi: „Ég vil biðja fólk að hafa ketti sína inni í ljósaskiptunum. Þá leita smáfuglar sér ætis og er það hen- tugasti tíminn til að gefa þeim. Ég gef fuglunum úti á flöt hjá mér en oft fer svo að þá kemur köttur, sest upp á vegg og stygg- ir fuglana. Ég vona að kattaeig- endur athugi þetta og reyni að hafa kettina sína inni á þessum tíma.“ Veski Svart kvenveski tapaðist í eða við Hótel Borgames sl. sunnudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 93-12058. Víkverji skrifar Kunningi Víkverja utan af landi hafði orð á því á dögunum að það væri hreint ekki sama hvar menn byggju á þessu blessaða landi. Að þessu sinni var hann ekki með húshitunarkostnað, vonda malar- vegi eða vetrareinangrun í huga eins oft er þegar rætt er um mis- munun landsmanna. Heldur fannst manninum ófært að verð á áfengi væri snöggtum dýrara fyrir flesta landsbyggðarmenn en fyrir þá sem búa þar sem útsölur Áfengisverzl- unarinnar eru. Hann sagði að á sama tíma og kaupmenn kepptust við að hafa verð á vörum sínum sem næst því er gerist í þéttbýlinu hugsaði einka- verzlun ríkisins ekki um þetta. Póstur og sími tæki sitt fyrir að flytja vöruna og fannst manninum óréttlátt að eitt ríkisfyrirtæki fítn- aði á flutningi fyrir annað á kostnað landsbyggðarfólks. Maðurinn sagði flutningskostnað fara eftir vigt og sem dæmi nefndi hann að fyrir jólin hefði hann pant- að fjórar léttvínsflöskur hjá ÁTVR. Þegar vínið var komið í hús hafði Póstur og sími fengið um 500 krón- ur fyrir flutninginn og hver flaska því hækkað um liðlega 100 krónur frá uppgefnu útsöluverði. XXX Lítið eftirlit virðist haft með því hversu gamlir þeir viðskipta- vinir eru sem fá keypt vín á matsölustöðum. í vikunni heyrði Víkveiji dæmi um þijár stúlkur sem héldu upp á 16 ára afmæli einnar úr hópnum með því að fá sér austur- lenzkan mat á huggulegum stað. Þær báðu um. hvftvínsflösku með matnum og fengu hana án þess að um nokkur skilríki væri beðið. Sú elzta í hópnum er 17 ára, sú yngsta 15 ára. XXX Inýlegu tölublaði Sjómanna- blaðsins Víkings er að finna viðtal við Eggert Gíslason, þann landskunna aflaskipstjóra. Eggert kemur víða við í spjallinu, ræðir um aflamenn- og skip, drauma og happatölur, kvóta og tæki. En tæk- in eru ekki allt og í samtalinu segir Eggert meðal annars að galdurinn við að fiska sé að stórum hluta „að lesa náttúruna og lifa sig inní það sem maður er að gera“. Á öðrum stað segir hann: „Ég notaði svo vísbendingar frá náttúr- unni til að finna síldina og þá var það aðallega fuglinn. Mínir fuglar voru múkkinn, gargandi kríur og óðinshanar og sveimandi svart- bakur hátt í lofti. Þetta voru síldar- fuglamir mínir. Svo voru aðrir fuglar sem ekki voru síldarfuglar, svo sem rita og svartfugl. Þeir sælqa í sandsfli. En lífíð er ekki bara fískur. Egg- ert er mikill íþróttaáhugamaður og að lokum lítil saga af þeim vett- vangi: „Ég var einu sinni að veiðum hér austur á Selvogsbanka og sigldi í land til að sjá landsleik milli ís- lands og Danmerkur. Þegar við svo komum í Höllina var allt uppselt. Ég sagði að mér þætti það helvíti hart að vera búinn að sigla austan af Selvogsbanka í land til að sjá leikinn en komast svo ekki inn. Vinur minn einn sem var dyravörð- ur hvíslaði að mér að koma bakdyramegin og ég sá leikinn. Það var verst að Islendingar töpuðu honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.