Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 Sameinuðu þjóðirnar: Norðurlöndin o g afvopnun Eftír Mikael Bjerrum NORRÆNA samvinnan innan Sameinuðu þjóðanna hefur í mörgum tilvikum reynst sér- lega vel. í mörgum málaflokk- um er talað um samnorrænt frumkvæði, samnorrænt álit og samnorræna atkvæðagreiðslu. Einn málaflokkur markast þó af óeiningu Norðurlandanna og sker sig þannig sérstaklega úr, en það eru öryggismálin. Anders Ferm, sendiherra Svíþjóðar hjá Sameinuðu þjóðun- um, leggur þó áherslu á að þessi óeining takmarkist aðeins við ein- stök mál: Við skulum ekki mikla muninn á viðhorfum Norðurlanda á þessu sviði fyrir okkur. Öll vilja þau afvopnun og ’slökun. Þótt stefnur þeirra séu mismunandi á nokkrum sviðum öryggismála er litið á þau sem smáþjóðir sem sækjast eftir friði og slökun og forðast þá ævin- týramennsku sem stórveldin hafi sýnt. Einingin Þetta álit Anders Ferms virðist hafa við rök að styðjast þegar rætt er við starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem ekki eru frá Norður- löndunum. Þeir leggja sérstaka áherslu á framlag Norðurland- anna til ýmiskonar rannsókna á sviði afvopnunar. Þá er einkum bent á samnorrænt starf að baki svonefndrar Thorsson-skýrslu, sem er nefnd eftir Svíanum Inga Thorsson. Perez de Cuellar, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur talað um skýrsluna sem yfírgrips- mesta verkið sem unnið hafí verið á sviði afvopnunar. Háttsettir heimildarmenn frá þeirri deild Sameinuðu þjóðanna sem fæst við afvopnunarmál halda því fram að Norðurlöndin séu mjög virk í afvopnunarumræð- unni, en benda um leið á að þau hafí mismunandi viðhorf til ein- stakra tillagna. Óeiningin Ef atkvæðagreiðslur í allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna eru athugaðar kemur í ljós að Norður- löndin greiða atkvæði samhljóða í 72.9% tilvika. í þeim tilvikum sem Norðurlöndin eru ekki ein- huga er oftast um tillögur um öryggismál að ræða. Hans G. Andersen, sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, er þeirrar skoðunar að þessi óeining eigi sér eðlilegar skýringar, og hann vísar til þess að Svíþjóð og Finnland eru hlutlaus lönd, en Island, Nor- egur og Danmörk í NATO. Athyglisvert er að atkvæða- greiðslumar bera ekki aðeins vott um mismunandi viðhorf Norður- landa, heldur er einnig um mismunandi viðhorf norrænu NATO-landanna þriggja að ræða. Það er mjög sjaldgæft að NATO-löndin þijú greiði ekki at- kvæði samhljóða, segir Ole Bierring, sendiherra Danmerkur hjá Sameinuðu þjóðunum, og hann bætir við: Þegar við Danir höfum greitt atkvæði á annan veg en Norð- menn og íslendingar er það vegna dagskipunar þjóðþingsins frá 3. maí, en hún hefur fært Dani ijær þeim sameiginlegu bandalags- sjónarmiðum, sem til að mynda Norðmenn hafa. Ekki er þó aðeins rætt um að Danir sýni sjálfstæði við atkvæða- greiðslur. ísland hefur, hvað ýmsar afvopnunartillögur varðar, staðið mjög sér meðal Norður- landanna. Norrænir heimildar- menn innan Sameinuðu þjóðanna benda á að á tímabili hafí ríkt óvissa um afstöðu Islendinga til einstakra mála á afvopnunarsvið- inu, ert nú líti út fyrir að samhengi sé aftur komið í stefnu þeirra. Viðræður landanna Fulltrúar norrænu NATO-land- anna þriggja ræða öryggismál í svonefndum Barton-hópi, sem samanstendur af fulltrúum NATO-landanna, auk Ástralíu, Nýja Sjálands og Japans. Lögð er áhersla á að Barton-hópurinn sé óformlegur og þar þurfí menn ekki endilega að vera sammála, heldur fari þar fram upplýsinga- skipti. Gag-nrýni á Svíþjóð Áður hefur talsvert verið gagn- rýnt að Svíar láti ekki fulltrúum annarra Norðurlanda upplýsingar í té um sænskt frumkvæði í af- vopnunarmálum. Það gekk svo langt árið_ 1985 að utanríkisráð- herrar Islands, Noregs og Danmerkur gagnrýndu Svíþjóð opinberlega, og þessi gagnrýni hefur haft nokkrar breytingar í för með sér. Ole Bierring segir:.Gagnrýnin varð þess valdandi að sendiherrar Norðurlandanna hófu viðræður um afvopnunarmál, ekki endilega til þess að verða sammála, heldur 'í það minnsta til að koma í veg fyrir óvænt atvik sem þessi. Við- ræðumar fara mjög óformlega fram og hafa gefíð mjög góða raun. Eftir fráfall Olafs Palme hefur lítið verið um sænskt frumkvæði í afvopnunarmálum. Norrænir heimildarmenn innan Sameinuðu þjóðanna segja að Svíar hafí ekki lengur mikla þörf fyrir að halda fram sérmálum sínum. Kjarnorkuvopnalaust íwæði Norðurlöndin ræða þannig ör- yggismál innan Sameinuðu þjóðanna og þar á meðal hefur verið rætt um möguleikann á kjamorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. í riti Sameinuðu þjóðanna, Afvopnun 1948-85, kemur eftirfarandi fram: „Mis- munandi viðhorf ríkisstjóma Norðurlandanna hafa hingað til komið í veg fyrir að náðst hafi áþreifanlegur árangur í viðræðum um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum." Á sama tíma hefur verið lögð síðasta hönd á samning um kjam- orkuvopnalaust svæði á_ Suður- Kyrrahafi, sem nær yfir Ástralíu, Nýja Sjáland og nokkur smáríki á Kyrrahafí. Samningurinn hefur verið nefndur „Rarotonga-sátt- rnálinn" og má líkja honum við samninga um Suður-Ameríku og Suður-heimsskautið sem þegar hafa verið gerðir. Þannig hefur því verið lýst yfír að mjög stór hluti heimsins sé kjamorkuvopna- laus. Háttsettir heimildarmenn innan afvopnunardeildar Samein- uðu þjóðanna benda þó á að engin trygging sé fyrir því að samning- amir verði virtir. Norrænir heimildarmenn innan Sameinuðu þjóðanna segja að það sé ekki auðvelt að ræða um Norð- urlöndin sem kjamorkulaust svæði þegar þau hafí engin raun- veruleg áhrif á gang málsins, og þeir vísa til þess að slíkt svæði hafí takmarkað gildi án trygging- ar stórveldanna. Háttsettir heim- ildarmenn innan Sameinuðu þjóðanna em svartsýnir á að stór- veldin vilji, eins og málum er nú háttað, leggja fram slíka trygg- ingu. Framtíðarmögnleikar Á ráðstefnu, sem haldin var í ágúst 1987 undir yfirskriftinni „Afvopnun og þróun“, lögðu Norðurlöndin fram samnorræna álitsgerð og sýndu þar einingu um gmndvallarsjónarmið. Hátt- settir heimildarmenn í afvopnun- ardeild Sameinuðu þjóðanna benda ennfremur á fmmkvæði Norðurlandanna, á hemaðarlega þýðingu þeirra og hefðbundin sameiginleg sjónarmið. Um leið leggja þeir áherslu á að væm Norðurlöndin eins einhuga um þennan málaflokk og til að mynda um kynþáttamál, gætu þau gegnt mjög stóm hlutverki við að brúa bilið milli austurs og vesturs. Þeir segja að það sé ekki af tilviljun að þegar talað sé um afvopnun sé einnig minnst á Helsinki-sátt- málann, á ráðstefnuna í Stokk- hólmi og á leiðtogafundinn í Reykjavík. Norðurlöndin njóti vel- vildar beggja stórveldanna. Höfundur starfar sem upp- Iýsingafulltrúi hjá Norræna félaginu í Danmörku. Frá fundi um afvopnunarmál i allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ - ÁSTMLÚ 24 daga afmælisveisla I tilefni af 200 ára afmæli Ástralíu og opnunar Heimssýningarinnar í Bris- bane, efnum við til sérstakrar hópferðar til Ástralíu. Ferðast verður vítt og breitt um landið og skoðað það markverðasta sem þar er að finna. Sydney - Alice Springs - Ayers Rock - Cairns - Hamiltoneyjar - Brisbane. Aðeins lúxushótel - Fjöldi skoðunarferða innifalinn. Fararstjórlnn Sigurður Ásgeirsson er búinn að fara til Ástralíu og sjá um að allur aðbúnaður sé fyrsta flokks. snnn FERÐASKRIFSTOFAN ALLRA VAL Suðurgötu 7, sími 624040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.