Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 Komið aftan að sveitarfélögunum eftir Hjörleif Guttormsson Frumvarp til laga um breyt- ingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem nú liggur fyr- ir Alþingi, felur í sér slæma meðferð á þörfu máli. Þar er löggjafinn að koma aftan að sveitarfélögum og fleiri aðilum, bæði hvað varðar fjármálaleg samskipti og einstök verkefni. Frumvarp þetta er af talsmönn- um ríkisstjómarinnar sagt vera byggt á áliti tveggja stjómskipaðra nefnda, sem luku störfum sl. vor. í þeim áttu einvörðungu sæti sveit- arstjómarmenn og embættismenn af höfuðborgarsvæðinu, en engir fulltrúar af landsbyggðinni og úr fámennari sveitarfélögum. Alit nefndanna barst sveitarstjómar- mönnum síðsumars 1987, en aðeins fáar sveitarstjómir hafa tekið það til umræðu. Þessi mál hafa því lítið verið athuguð í einstökum sveitar- stjómum, sem búa sem kunnugt er við afar ólíkar aðstæður. Eínlitur pakki Fmmvarpið tekur heldur ekki á tillögum nefndanna í heild, heldur eru þar teknir út úr nokkrir mála- flokkar, og sagt að um sé að ræða fyrri áfanga af tveimur í tilfærslu verkefna. I þessum áfanga er um að ræða málefni fatlaðra, íþrótta- mál, félagsheimili og æskulýðsmál, dagvistarheimili, tónlistarskólar, byggðasöfn, landshafnir og vatns- veitur. Af þessum verkefnum em það aðeins málefni fatlaðra, sem leggja á til ríkisins. Hinir mála- flokkamir, stofnkostnaður og rekstur, eiga að færast yfir á sveit- arfélögin. Létta á af ríkinu öllum flárhagslegum skuldbindingum í því 'sambandi, nema hvað gert er ráð fyrir einhveiju framlagi ríkisins í íþróttasjóð. Þetta er þannig all einlitur pakki, þar sem ríkið kemur fram í gervi skömmtunarstjórans. Það eitt út af fyrir sig ætti að fá sveitarfélögin til að staldra við og huga að sínum hagsmunum. Hveijir söfnuðu í pakkann? í athugasemdum með fmmvarp- inu er þess getið, að frumvarpið sé „samið um forgöngu ríkisstjómar- innar. í fmmvarpinu em sameinað- ar tillögur tveggja hópa. Ákvæði I,—IX. kafla em samin af fulltrúum menntamálaráðuneytis, félags- málaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og fjárlaga- og hagsýslustofnunar“. Þetta em kaflamir um verkefnatil- flutninginn. „Ákvæði X. kafla (um íjármálaþáttinn — innskot H.G.) og bráðabirgðaákvæði em í meginat- riðum byggð á tillögum nefndar sem félagsmálaráðherra skipaði. í þeirri nefnd vom Indriði H. Þorláks- son, skrifstofustjóri tilnefndur af fjármálaráðherra, Jón G. Tómas- son, borgarritari, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofustjóri, tilnefndur af félags- málaráðherra." Við samningu frumvarpsins eru það þannig eingöngu fulltrú- ar ríkisvaldsins sem halda á penna, nema Jón G. Tómasson. Hann gerði hins vegar með bréfi til félagsmálaráðherra sérstaka at- hugasemd við málsmeðferð, þar sem hann taldi að „þessi vinnubrögð jaðri við fölsun." Byijað á öfugnm enda í athugasemdum með fmmvarp- inu og af máli talsmanna þess á Alþingi hefur mátt ráða, að hér yrði um slétt skipti að ræða í fjár- hagslegu tilliti. Vísað er til breyt- inga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem er einn liðurinn í þessum „bandormi" ríkisstjómar- innar. Samkvæmt þeim á að stofna tvær nýjar deildir við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, svokallaða sérdeild og uppgjörsdeild. Um hina fyrri fegir’ í fmmvarpinu (28. grein): „Úr sérdeild sjóðsins skal greiða framlög til jöfnunar milli sveitarfé- laga vegna aukins kostnaðar þeirra í Igolfar breytinga á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga frá ársbyijun 1988. Greiðslur þessar skulu inntar af hendi samkvæmt reglugerð, sem félagsmálaráð- herra setur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. í reglugerð- inni skal m.a. kveðið á um nánari skilyrði fyrir greiðslum úr sérdeild sjóðsins." Ekki hafa verið lögð fyr- ir drög að nefndri reglugerð, aðeins hugmyndir sem ekkert stjómvald hefur tekið afstöðu til. í athugasemdum með fmmvarp- inu „er taliðað um 200 m. kr. útgjöld færist frá ríki til sveitarfé- laga en sveitarfélögunum em jafnframt tryggðar auknar tekjur- með meiri framlögum frá Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga". Þessi huggun við sveitarfélögin er fólgin í því að dregið er úr skerðingu ríkis- valdsins á Jöfnunarsjóðnum, sem Hjörleifur Guttormsson „Þetta er þannig all ein- litur pakki, þar sem ríkið kemur fram í g’ervi skömmtunar- stjórans. Það eitt út af fyrir sig ætti að fá sveitarfélögin til að staldra við og huga að sínum hagsmunum.“ nemur „allt að 100 milljónum króna til greiðslna til sérdeildar" á árinu 1988. Eftir sem áður er Jöfnun- arsjóðurinn skertur verulega. í athugasemdum með fmmvarpinu er þó ekki hikað við að staðhæfa um fjárhagsþáttinn, að „niðurstöð- ur þessara athugana Fjármála- nefndar benda til að fjárhagur sveitarfélaganna muni fremur styrkjast við verkefnaflutning og breyttar úthlutunarreglur Jöfnun- arsjóðs og er þá miðað við að fjárveitingar til sjóðsins verði í sam- ræmi við ákvæði laga um tekju- stofna sveitarfélaga"! Óljóst uppgjör Uppgjörsdeild við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga „skal á ámnum 1988 til og með 1991 greiða sve.itarfélög- um og félagasamtökum framlög vegna áfallinna skuldbindinga ríkis- sjóðs er rætur 'eiga að rekja til framkvæmda við árslok 1987 við félagsheimili, íþróttamannvirki og dagheimili. Við mat á áföllnum skuldbindingum ríkissjóðs í þessu sambandi skal miða við reglur um kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs í þess- um framkvæmdum er giltu til ársloka 1987. Greiðslum úr upp- gjörsdeild skal skipt af fjárveitinga- nefnd milli þeirra sveitarfélaga og félagasamtaka sem hér um ræðir, að fengnum tillögum viðkomandi ráðuneytis". (28. grein, b-liður.) Við þetta er margt að athuga. Samkvæmt athugasemdum með frumvarpinu „er talið“ að „áætluð skuld ríkissjóðs" vegna þessa upp- gjörs „verði rúmlega 400 milljónir króna“. „Stefnt er að því að þessi skuld verði gerð upp með ríkis- framlagi á næstu fjórum árum ... eftir þvi sem fé er veitt til þess í gegnum uppgjörsdeild Jöfnun- arsjóðsins". Ekkert heildstætt yfirlit liggur fyrir um þetta uppgjör og aðeins hafa verið nefndar slumptölur, áætlaðar af ríkinu. Samt er í ákvæði til bráðabirgða í frumvarp- inu gert ráð fyrir fastri upphæð, 100 milljónum króna, sem færa skal til uppgjörsdeildar Jöfnunar- sjóðsins í þessu skyni. Engin trygging er samkvæmt lögunum ALLSKONAR KRAKKAR og allskonar úr Vertu með í skemmtilegri keppni allra krakka, 6-11 og 12-16 ára. Teiknaðu eða búðu til líkan af úri eins og þér dettur í hug og þú getur unnið ferð til Sviss eða nýtt armbandsúr. Aðalverðlaunin verða ekki kynnt fyrr en í lokakeppninni í Sviss, þegar keppt er til úrslita milli allra Norðurlandanna. Hjá úrsmiðnum þínum færðu bækling með r nánari upplýsingum um keppnina. Best er að byrja strax - því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Tillögur þurfa að vera komnar til úrsmiðsins eða í næsta Iðnaðarbanka fyrir 6. febrúar 1988. Mundu að merkja tillöguna vel. 1927-1987 URSMIÐAFELAG ISLANDS © Iðnaðarbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.