Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 18

Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 Komið aftan að sveitarfélögunum eftir Hjörleif Guttormsson Frumvarp til laga um breyt- ingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem nú liggur fyr- ir Alþingi, felur í sér slæma meðferð á þörfu máli. Þar er löggjafinn að koma aftan að sveitarfélögum og fleiri aðilum, bæði hvað varðar fjármálaleg samskipti og einstök verkefni. Frumvarp þetta er af talsmönn- um ríkisstjómarinnar sagt vera byggt á áliti tveggja stjómskipaðra nefnda, sem luku störfum sl. vor. í þeim áttu einvörðungu sæti sveit- arstjómarmenn og embættismenn af höfuðborgarsvæðinu, en engir fulltrúar af landsbyggðinni og úr fámennari sveitarfélögum. Alit nefndanna barst sveitarstjómar- mönnum síðsumars 1987, en aðeins fáar sveitarstjómir hafa tekið það til umræðu. Þessi mál hafa því lítið verið athuguð í einstökum sveitar- stjómum, sem búa sem kunnugt er við afar ólíkar aðstæður. Eínlitur pakki Fmmvarpið tekur heldur ekki á tillögum nefndanna í heild, heldur eru þar teknir út úr nokkrir mála- flokkar, og sagt að um sé að ræða fyrri áfanga af tveimur í tilfærslu verkefna. I þessum áfanga er um að ræða málefni fatlaðra, íþrótta- mál, félagsheimili og æskulýðsmál, dagvistarheimili, tónlistarskólar, byggðasöfn, landshafnir og vatns- veitur. Af þessum verkefnum em það aðeins málefni fatlaðra, sem leggja á til ríkisins. Hinir mála- flokkamir, stofnkostnaður og rekstur, eiga að færast yfir á sveit- arfélögin. Létta á af ríkinu öllum flárhagslegum skuldbindingum í því 'sambandi, nema hvað gert er ráð fyrir einhveiju framlagi ríkisins í íþróttasjóð. Þetta er þannig all einlitur pakki, þar sem ríkið kemur fram í gervi skömmtunarstjórans. Það eitt út af fyrir sig ætti að fá sveitarfélögin til að staldra við og huga að sínum hagsmunum. Hveijir söfnuðu í pakkann? í athugasemdum með fmmvarp- inu er þess getið, að frumvarpið sé „samið um forgöngu ríkisstjómar- innar. í fmmvarpinu em sameinað- ar tillögur tveggja hópa. Ákvæði I,—IX. kafla em samin af fulltrúum menntamálaráðuneytis, félags- málaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og fjárlaga- og hagsýslustofnunar“. Þetta em kaflamir um verkefnatil- flutninginn. „Ákvæði X. kafla (um íjármálaþáttinn — innskot H.G.) og bráðabirgðaákvæði em í meginat- riðum byggð á tillögum nefndar sem félagsmálaráðherra skipaði. í þeirri nefnd vom Indriði H. Þorláks- son, skrifstofustjóri tilnefndur af fjármálaráðherra, Jón G. Tómas- son, borgarritari, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofustjóri, tilnefndur af félags- málaráðherra." Við samningu frumvarpsins eru það þannig eingöngu fulltrú- ar ríkisvaldsins sem halda á penna, nema Jón G. Tómasson. Hann gerði hins vegar með bréfi til félagsmálaráðherra sérstaka at- hugasemd við málsmeðferð, þar sem hann taldi að „þessi vinnubrögð jaðri við fölsun." Byijað á öfugnm enda í athugasemdum með fmmvarp- inu og af máli talsmanna þess á Alþingi hefur mátt ráða, að hér yrði um slétt skipti að ræða í fjár- hagslegu tilliti. Vísað er til breyt- inga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem er einn liðurinn í þessum „bandormi" ríkisstjómar- innar. Samkvæmt þeim á að stofna tvær nýjar deildir við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, svokallaða sérdeild og uppgjörsdeild. Um hina fyrri fegir’ í fmmvarpinu (28. grein): „Úr sérdeild sjóðsins skal greiða framlög til jöfnunar milli sveitarfé- laga vegna aukins kostnaðar þeirra í Igolfar breytinga á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga frá ársbyijun 1988. Greiðslur þessar skulu inntar af hendi samkvæmt reglugerð, sem félagsmálaráð- herra setur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. í reglugerð- inni skal m.a. kveðið á um nánari skilyrði fyrir greiðslum úr sérdeild sjóðsins." Ekki hafa verið lögð fyr- ir drög að nefndri reglugerð, aðeins hugmyndir sem ekkert stjómvald hefur tekið afstöðu til. í athugasemdum með fmmvarp- inu „er taliðað um 200 m. kr. útgjöld færist frá ríki til sveitarfé- laga en sveitarfélögunum em jafnframt tryggðar auknar tekjur- með meiri framlögum frá Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga". Þessi huggun við sveitarfélögin er fólgin í því að dregið er úr skerðingu ríkis- valdsins á Jöfnunarsjóðnum, sem Hjörleifur Guttormsson „Þetta er þannig all ein- litur pakki, þar sem ríkið kemur fram í g’ervi skömmtunar- stjórans. Það eitt út af fyrir sig ætti að fá sveitarfélögin til að staldra við og huga að sínum hagsmunum.“ nemur „allt að 100 milljónum króna til greiðslna til sérdeildar" á árinu 1988. Eftir sem áður er Jöfnun- arsjóðurinn skertur verulega. í athugasemdum með fmmvarpinu er þó ekki hikað við að staðhæfa um fjárhagsþáttinn, að „niðurstöð- ur þessara athugana Fjármála- nefndar benda til að fjárhagur sveitarfélaganna muni fremur styrkjast við verkefnaflutning og breyttar úthlutunarreglur Jöfnun- arsjóðs og er þá miðað við að fjárveitingar til sjóðsins verði í sam- ræmi við ákvæði laga um tekju- stofna sveitarfélaga"! Óljóst uppgjör Uppgjörsdeild við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga „skal á ámnum 1988 til og með 1991 greiða sve.itarfélög- um og félagasamtökum framlög vegna áfallinna skuldbindinga ríkis- sjóðs er rætur 'eiga að rekja til framkvæmda við árslok 1987 við félagsheimili, íþróttamannvirki og dagheimili. Við mat á áföllnum skuldbindingum ríkissjóðs í þessu sambandi skal miða við reglur um kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs í þess- um framkvæmdum er giltu til ársloka 1987. Greiðslum úr upp- gjörsdeild skal skipt af fjárveitinga- nefnd milli þeirra sveitarfélaga og félagasamtaka sem hér um ræðir, að fengnum tillögum viðkomandi ráðuneytis". (28. grein, b-liður.) Við þetta er margt að athuga. Samkvæmt athugasemdum með frumvarpinu „er talið“ að „áætluð skuld ríkissjóðs" vegna þessa upp- gjörs „verði rúmlega 400 milljónir króna“. „Stefnt er að því að þessi skuld verði gerð upp með ríkis- framlagi á næstu fjórum árum ... eftir þvi sem fé er veitt til þess í gegnum uppgjörsdeild Jöfnun- arsjóðsins". Ekkert heildstætt yfirlit liggur fyrir um þetta uppgjör og aðeins hafa verið nefndar slumptölur, áætlaðar af ríkinu. Samt er í ákvæði til bráðabirgða í frumvarp- inu gert ráð fyrir fastri upphæð, 100 milljónum króna, sem færa skal til uppgjörsdeildar Jöfnunar- sjóðsins í þessu skyni. Engin trygging er samkvæmt lögunum ALLSKONAR KRAKKAR og allskonar úr Vertu með í skemmtilegri keppni allra krakka, 6-11 og 12-16 ára. Teiknaðu eða búðu til líkan af úri eins og þér dettur í hug og þú getur unnið ferð til Sviss eða nýtt armbandsúr. Aðalverðlaunin verða ekki kynnt fyrr en í lokakeppninni í Sviss, þegar keppt er til úrslita milli allra Norðurlandanna. Hjá úrsmiðnum þínum færðu bækling með r nánari upplýsingum um keppnina. Best er að byrja strax - því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Tillögur þurfa að vera komnar til úrsmiðsins eða í næsta Iðnaðarbanka fyrir 6. febrúar 1988. Mundu að merkja tillöguna vel. 1927-1987 URSMIÐAFELAG ISLANDS © Iðnaðarbankinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.