Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANUAR 1988 5 Gildandi reglur um flugelda til endur- skoðunar Dómsmálaráðuneytið hyggst taka til endurskoðunar gildandi reglur um innflutning, sölu og meðferð flugelda í kjölfar tívolíbombuslysanna sem urðu um áramótin, að sögn Þorsteins Geirs- sonar ráðuneytisstjóra. Ný reglugerð er nú í smíðum á grundvelli gildandi laga og sagði Þorsteinn að vandlega yrði kannað hvaða gerðir flugelda og blysa sem nú eru á markaði gætu talist hættu- legar í meðförum og hverjar ekki. Þorsteinn kvaðst meðal annars hafa haldið fund með sprengjusérfræðing- um Landhelgisgæslunnar og fengið þeirra álit á þeim vamingi sem hér væri á markaði. „Við ætlum að fara nákvæmlega yflr allan pakkann og fullvissa okkur um að ekkert það sem talist getur hættulegt almenningi verði hér á markaði þegar næsta „vertíð" hefst," sagði Þorsteinn Geirsson. Að sögn Þorsteins eru nú teknar að berast til ráðuneytisins yfirlits- skýrslur frá lögregluembættum víðs vegar um landið þar sem greint er frá óhöppum sem hlutust af notkun flugelda um áramótin. Þorsteinn sagði að enn ættu eftir að berast gögn frá mörgum stöðum en ljóst væri að víða um land hefðu orðið óhöpp í tengslum við flugelda. Mörg þeirra hefðu verið minniháttar og ekki verið greint frá þeim í flölmiðl- um. Dýrara að fara í sund HÆKKUN á aðgangseyri ( sund- staði Reykjavíkur tók gildi ( gær. Einstakir miðar fullorðinna hækka úr 50 kronum ( 60, og ein- stakir miðar barna úr 25 króntun i 30. Jafnframt er hafin sala á árskortum sem gilda á alla sund- staði borgarinnar, og veita veru- legan afslátt frá almennum aðgangseyri að sundstöðum. Einnig er hafln sala sérstakra fyr- irtækjakorta sem henta vel fyrirtækj- um og stofnunum sem hvetja vilja starfsmenn sína til líkamsræktar og heilsubótar. Fyrirtækjakort með 30 miðum munu kosta 1400 krónur, en árskort fullorðinna kosta 8000 krón- ur, og árskort bama 3000 krónur. Af öðrum hækkunum má nefna að einstakir miðar í gufubað hækka úr 110 krónum í 130 krónur, leiga á handklæði og sundfatnaði hækkar úr 65 krónum í 80 krónur, sundæ- fingar fullorðinna hækka úr 165 krónum í 200 krónur, og sundæfíng- ar bama úr 110 krónum í 130 krónur. Minna selt af hrossa- kjöti 1987 SALA á hrossakjöti virðist heldur hafa dregist saman á siðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Komnar eru skýrslur út nóvem- bermánuð og var salan þá orðin 657 tonn, sem er um 30 tonnum minna en á sama tima árið áður. Hrossakjötssalan náði hámarki í nóvember, þegar tæp 88 tonn vom seld, en aðra mánuði var salan á bilinu 44 til 70 tonn. Allt árið 1986 seldust 723 tonn af hrossakjöti á landinu. Lhicago! Ævintýraleg skammdegissveifla frá kr. 21.222,- 4 eða 5 dagar í hinni óviðjafnanlegu Chicago gefa þér sannarlega nóg til að hugsa um - hvort sem þú vilt njóta lista- og menningarlífs, nætur- og skemmtanalífs eða gerast viðskiptavinur einhverra hinna ævintýralegu verslana sem hafa upp á fleira að bjóða en þig hefur nokkru sinni dreymt um. Líttu snöggvast á gengisskráninguna í dagblöðunum og sjáðu hvað verðið á dollarnum er hagstætt - einmitt núna. Verðdæmi 1: 3 nætur - frá sunnudegi til miðvikudags. Verð frá kr. 21.222* á mann, miðað við flug og gistingu á 2ja manna herbergi á Days Inn. Verðdæmi 2: 4 nætur - frá miðvikudegi til sunnudags. Verð frá kr. 22.554** á mann, miðað við flug og gistingu á 2ja manna herbergi á Days Inn. Hafi þig einhverntíma dreymt um að sveifla þér til Ameríku þá er tækifærið núna. Beint flug til BOSTON, NEW YORK, ORLANDO og WASHINGTON auk CHICAGO. FLUGLEIÐIR —fyrír þíg- * Morgunverður og flugvallarskattur eru ekki innifaldir í verði. ** Þessi verðdæmi eru í gildi til febrúadoka. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofumar. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími 25 100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.