Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 54

Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 „Ég ^il foí 6vo hátt lön,oA pai nægi fyrír 5kuIdu^Llm./, TM R*g. U.S. Pat Off. —all hghts reswved ° 1987 Los Angetes Times Syndicata Þetta er svo sannarlega Opnaðu maður. Ég ætla jólastemmningar-hola? að gefa þér enn eitt tæki- færi! HÖGNI HREKKVÍSI „\>AP ER FUKPULEQT HWAP SFJÁLApA BlNA ■ QETUR 'QEKTAIEÐ EINNI HARN'AI-! " H Erfitt að ná sambandi við Sj ónvarpsbingóið Ó.G. hringdi: „Ég bý úti á landi og ætlaði að taka þátt í bingóinu á Stöð 2 sl. mánudag. Ég var með bingó og reyndi að hringja en náði ekki sambandi. Þá reyndi ég að hringja í gegn um símstöðina en þar var mér sagt að mjög ólíklegt væri að ég næði sambandi. Er þetta bingó aðeins fyrir þá sem búa á Reykjavíkursvæðinu en ekki fyrir okkur sem búum úti á landi?" Frábær þréttánda- skemmtun Heimilismaður á Grund - hringdi: „Það er föst venja hér á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kveðja jólin á þréttándanum með skemmtun fyrir heimilisfólkið. Er þá t.d. dansað í kring um jólatré og haldin ríkuleg kaffiveisla. En það sem gerir fjölbreytnina í þessa skemmtun er að nokkrir ágætir listamenn hafa komið austan úr bæ til að skemmta okkur. Svo var og á síðasta þréttánda. Þá komu t.d. Grettir Bjömsson harmóníku- leikari og tríó hans og léku fyrir okkur. Leikaramir Gunnar Ey- jólfsson og Baldvin Halldórsson lásu upp. Elfsabet Eiríksdóttir óperusöngkona söng einsöng, undirleikari var Selma Guð- munds- dóttir og skólakór Kársnesskóla söng. Sjaldan gera listamenn þjóðarinnar meira góðverk en þeg- ar þeir koma á dvalar- og hjúk- mnarheimili til að skemmta heimilisfólkinu þar því að margt af þessu fólki kemst ekki út í borgina til að hlýða á þá. Vil ég því fyrir hönd heimilisfólksins hér á Gmnd færa þessu ágæta lista- fólki okkar bestu þakkir fyrir komuna." Kona týndi gleraugum Á laugardaginn var, 9. þ.m., varð kona fyrir því óhappi að detta á Vegamótastígnum. Við fallið missti hún gleraugun sín sem vom ný. Hér er um að ræða tvískipt gleraugu. í síma 22845 eða 11847 er finnanda gefnar nánari uppl. og fundarlaunum er heitið. Þessir hringdu . . . Hafið kettina innií ljósaskiptunum Fuglavinur hringdi: „Ég vil biðja fólk að hafa ketti sína inni í ljósaskiptunum. Þá leita smáfuglar sér ætis og er það hen- tugasti tíminn til að gefa þeim. Ég gef fuglunum úti á flöt hjá mér en oft fer svo að þá kemur köttur, sest upp á vegg og stygg- ir fuglana. Ég vona að kattaeig- endur athugi þetta og reyni að hafa kettina sína inni á þessum tíma.“ Veski Svart kvenveski tapaðist í eða við Hótel Borgames sl. sunnudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 93-12058. Víkverji skrifar Kunningi Víkverja utan af landi hafði orð á því á dögunum að það væri hreint ekki sama hvar menn byggju á þessu blessaða landi. Að þessu sinni var hann ekki með húshitunarkostnað, vonda malar- vegi eða vetrareinangrun í huga eins oft er þegar rætt er um mis- munun landsmanna. Heldur fannst manninum ófært að verð á áfengi væri snöggtum dýrara fyrir flesta landsbyggðarmenn en fyrir þá sem búa þar sem útsölur Áfengisverzl- unarinnar eru. Hann sagði að á sama tíma og kaupmenn kepptust við að hafa verð á vörum sínum sem næst því er gerist í þéttbýlinu hugsaði einka- verzlun ríkisins ekki um þetta. Póstur og sími tæki sitt fyrir að flytja vöruna og fannst manninum óréttlátt að eitt ríkisfyrirtæki fítn- aði á flutningi fyrir annað á kostnað landsbyggðarfólks. Maðurinn sagði flutningskostnað fara eftir vigt og sem dæmi nefndi hann að fyrir jólin hefði hann pant- að fjórar léttvínsflöskur hjá ÁTVR. Þegar vínið var komið í hús hafði Póstur og sími fengið um 500 krón- ur fyrir flutninginn og hver flaska því hækkað um liðlega 100 krónur frá uppgefnu útsöluverði. XXX Lítið eftirlit virðist haft með því hversu gamlir þeir viðskipta- vinir eru sem fá keypt vín á matsölustöðum. í vikunni heyrði Víkveiji dæmi um þijár stúlkur sem héldu upp á 16 ára afmæli einnar úr hópnum með því að fá sér austur- lenzkan mat á huggulegum stað. Þær báðu um. hvftvínsflösku með matnum og fengu hana án þess að um nokkur skilríki væri beðið. Sú elzta í hópnum er 17 ára, sú yngsta 15 ára. XXX Inýlegu tölublaði Sjómanna- blaðsins Víkings er að finna viðtal við Eggert Gíslason, þann landskunna aflaskipstjóra. Eggert kemur víða við í spjallinu, ræðir um aflamenn- og skip, drauma og happatölur, kvóta og tæki. En tæk- in eru ekki allt og í samtalinu segir Eggert meðal annars að galdurinn við að fiska sé að stórum hluta „að lesa náttúruna og lifa sig inní það sem maður er að gera“. Á öðrum stað segir hann: „Ég notaði svo vísbendingar frá náttúr- unni til að finna síldina og þá var það aðallega fuglinn. Mínir fuglar voru múkkinn, gargandi kríur og óðinshanar og sveimandi svart- bakur hátt í lofti. Þetta voru síldar- fuglamir mínir. Svo voru aðrir fuglar sem ekki voru síldarfuglar, svo sem rita og svartfugl. Þeir sælqa í sandsfli. En lífíð er ekki bara fískur. Egg- ert er mikill íþróttaáhugamaður og að lokum lítil saga af þeim vett- vangi: „Ég var einu sinni að veiðum hér austur á Selvogsbanka og sigldi í land til að sjá landsleik milli ís- lands og Danmerkur. Þegar við svo komum í Höllina var allt uppselt. Ég sagði að mér þætti það helvíti hart að vera búinn að sigla austan af Selvogsbanka í land til að sjá leikinn en komast svo ekki inn. Vinur minn einn sem var dyravörð- ur hvíslaði að mér að koma bakdyramegin og ég sá leikinn. Það var verst að Islendingar töpuðu honum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.