Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 6

Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Geturðu verið topplaus? small á hugan- um úr auglýsingu í útvarpinu eins og loftsteinn og myndaði gárur í hugskoti, sem ekki hafði stillt á enskuhlustun. Þetta er góð spuming? eins og viðmælendumir segja. Það ku vera afleitt að vanta topp- stykkið, hvort sem það hefur verið höggvið af eða er orðið óvirkt af brúkunarleysi. Ekki síst í landi þar sem allir vilja vera tryggðir gegn gáfum og gáfnaskorti, eins og Ami Bergmann lætur Bjöm kennara orða það í bók sinni „Með kveðju frá Dublin". Enda söguhetjan sú dæmi gerður íslendingur, þótt lítt botni hann í því sem er að gerast í umheiminum. Og hvemig viljum við þá tryggja okkur? Líklega með því að hafa próf upp á að toppstykkið sé í lagi. Dugi gáfumar ekki í prófin má allt- af laga prófín og skólana að gáfunum og getunni, ekki satt? Enda ekkert varið í prófgráðu sem ekki er á háskólastigi. Engin kúnst að laga það heldur. Bara gera alla skóla að háskólum. Er ekki líka verið að gera átak til þess? Þarf ekkert endilega að breyta þeim til þess. Háskóla- gráða er til margra hluta nytsamleg, getur a.m.k. hækkað launin í landi þar sem fund- ið er það snjallræði að laun hækki sjálf- krafa með háskólaprófgráðu, burt séð frá hæfni og getu. Þetta er semsagt að kom- ast í snjallt aðlögunarkerfi. Em þá ekki allir harla ánægðir? En margt er skrýtið í kýrhausnum. Er það t.d.ekki skrýtið í landi þar sem enginn er maður með mönnum nema hann fái stúdentspróf og fari í háskóla, þar sem bömin em næstum talin mislukkuð ef þau Iæra ekki annað en hagnýtt handverk, þar er handverkið í hugum flestra betri launa veit en hugverkið. Herma ekki blaðafrétt- ir nú að kaupmáttaraukning iðnaðar- manna hafí orðið miklu meiri en annarra á þensluárinu síðasta, þegar markaðurinn, framboð og eftirspum, þ.e. viðhorf okkar allra, mælir verðmætið. Ég færði þetta í spjalli í tal við hálærð- an lækni nýlega. Samkvæmt hans reynslu virðist sjúklingurinn meta mest að hann geri eitthvert sjáanlegt handverk. Ef hann t.d. skrifar lyfseðil, spyrja menn óðara hvað þeir eigi að borga. En nýti læknirinn langt nám sitt og reynslu til þess að hlusta, greina sjúkdóminn og útskýra fýrir sjúkl- ingnum hvað er að og hvemig hann geti bmgðist við og hvað varast eða tekur sér góðan tíma til þess að segja af nærfæmi og reynsluþekkingu hvemig ástatt er með hann, þá virðist ekki tilfinning fyrir að meta það til greiðslu. Hugverkið og þekk- ingin ein dugir ekki til þess, ef ekki fylgir eitthvað verklegt. Aðgerðin eða handverk- ið er aftur á móti launavert. Gætu þessi viðhorf ekki verið ein ástæða þess að ís- lendingar nota meira lyf en flestar þjóðir aðrar? Sumir segja okkur til óbóta. Og að læknar geta illa gefíð sér tíma til að miðla sjúklingnum af þekkingu sinni og vitneskju? Það er í samræmi við viðhorfin í landinu, að taka áþreifanlega aðgerð fram yfír hugverk. Verk svonefndra handiðnaðarmanna viljum við fúslega greiða fyrir og meta til peninga, ekki aðeins verkið sjálft, heldur líka tímá hans, til dæmis ríflegan ferð- atíma á staðinn. Nám þeirra er samt minna metið í hugum foreldra og aðstandenda sem vilja unglingunum vel. Er þetta ekki dulítið skondinn tvískinnungur? Orðið tvískinnungur, sem virðist svo ríkjandi í okkar samfélagi, táknar víst líka í íslensku hálfvelgja. Kannski við köllum þetta bara hundak- únstir, a.m.k. leiðir tvískinnungurinn eða hálfvelgjan oft til furðulegustu uppákoma. Orðin læknir og greiðslur hafa nú lent í gáruhringiðunni í kollinum. Slær saman og minna á læknamálið sem nú ber hæst í blöðum og virðist snúast um það hvort skattborgurum verði gert gegn um Trygg- ingarstofnun að greiða læknareikninga óséða, án upplýsandi fylgiskjala. í frönsku blaði sá ég í haust slíka reikninga án sjáan- legra „fylgiskjala" - að vísu ekki frá læknum - kallaða sjálfstætt listaverk. Þá flokkun má kannski til sanns vegar færa. Slíkir reikningar eru að minnsta kosti hugverk. Kannski framúrstefnuverk. Og sagan leggur aldrei strax rétt mat á fram- úrstefnuverkin. Þau eru vísast miskilin! Eru gerfíreikningar svosem nokkuð til að gera veður af, nú á tímum gerfimennsku og þess óekta, sem ekkert stendur á bak við? Þegar eftirlíkingar eru hærra metnar og betur borgaðar en það sem ekta er. Þegar í tísku er að glæsipíur skreyti sig fremur með selstsemgulli og föskum stein- um en ekta skargripum? Eru reikningamir þá svosem nokkuð annað en listaverk? Þeir krefjast ímyndunarafls höfundar og útsjónarsemi, vel virtra hæfíleika á þessum erfíðu tímum, þegar enginn má vera að því að bíða eftir að græða peninga eða vinna fyrir þeim. Og hugurinn rásar í allar áttir. Læknar upplýsa að umbeðin fylgiskjöl séu trúnað- armál læknisins og sjúklingsins. Enginn megi sjá þau nema einn læknir, sem sjúkl- ingurinn trúir fyrir líkama sínum - og stundum sálu sinni. Þetta verður dulítið illskiljanlegt þeim sem sendir eru milli lækna og inn á spítala. Maður hafði ekki áttað sig á því að slíkt fagfólk beri sig ekki saman. Hélt að slík samráð væru bara til bóta. Er það ekki það sem verið er að segja, úr því hættulegt er að annar læknir - frá Tryggingarstofnun - sjái læknaskýrslur. Og hvað um læknaritar- ana, skrifa þeir blindandi? Nú á tölvuöld er auðvitað óþarfí, ef trúnaðurinn við læknirinn einn er svona áríðandi - sem hér er ekki verið að rengja - að hafa þama millilið. Eins fljótlegt fyrir læknirinn að skrifa skýrsluna beint inn á tölvuna eins og að lesa hana inn á band eða skrifa uppkast handa læknaritaranum, svo hann geti komið henni á sinn stað í tölvunni. Verði niðurstaðan sú að enginn megi sjá læknaskýrslu, ekki einu sinni svarinn trún- aðareiði, nema einn læknir, þá hlýtur landlæknir líka að krefjast þess að læknar skrifí sjálfír sjúkraskýrslumar inn á tölvur og það tölvur með Iokuðum lykli, sem við- komandi læknir einn getur haft aðgang að. Eða hvað? Er ekki bansettur tvískinn- ungurinn kominn þama líka? Svona getur hugurinn í manneskju, sem ekki er enn topplaus, reikað út og suður - og flækst í eintómum tvískinnungi. Og svarið við spumingunni í útvarpsauglýsingunni fyrr- nefndu „Geturðu verið topplaus?" verður æ óljósara. Er þá ekki bara til trafala það sem segir í vísunni : Við erum sá þáttur þróunar sem þvinguð urðum til hugsunar PH/ABS Tannlæknastofan mfn er flutt að Hamraborg 11, Kóp. Tímapantanir í síma 641122 mánud.-fimmtud. frá kl. 9.00-4.00, föstud. frá kl. 9.00-12.00. Sif Matthíasdóttir, tannlæknir. Atvinnuhúsnæði Mjög bjart og gott húsnæði fyrir margs- konar atvinnustarfsemi í húsi Framtíðar, til leigu. Boðið er upp á smærri eða stærri einingar. Geymslurými með innakstursdyrum í kjall- ara fyrir hendi. Upplýsingar í síma 685100. INNFLUTNINGS- FYRIRTÆKI í miðborginni ertil sölu. Fyrirtækið ervel staðsett, góð aðstaða, góð velta og miklir möguleikar fyrir samhent fólk. Hagstæður leigusamningur. Góð kjör. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „F - 4468“ fyrir 12.febrúarnk. Bátur og hús Til sölu er 8 tonna bátur í toppstandi. Veiðarfæri fyrir línu, net og skak fylgja. Einnig fylgir hús ca 80 fm steinsnar frá höfninni. Eignirnar eru í Ólafsvík. Upplýsingar í síma 93-61291 á daginn og 93-61311 á kvöldin. Engin útborgun - Engir vextir Kynntu þér sértilboð okkar Vörumarkaðurinnhf Kringlunni, sími 685440. TÖLVUPRENTARAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.