Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 Margir seinir að skiLa skatt- skýrslunum FRESTUR til að skila skatt- skýrslum til skattstjóra rann út á miðnætti síðastliðnu. Að sögn Gests Steinþórssonar skattstjóra, höfðu færri skilað inn skýrslum í gær, miðað við fyrii ár. Bjóst hann við að margar skýrslur kæmu ekki til skila fyrr en með kvöldinu eða jafnvel ekki fyrr en liðið væri á nóttina. Gestur sagði að fjölmargir ieit- uðu ráða um hvemig fylla bæri út skattskýrsluna að þessu sinni. „Annars gilda nánast sömu reglur og undanfarin ár, en eitthvað virð- ist vera um að fólk hafí talið að ekki ætti að skila inn skýrslum í ár, þrátt fyrir þann áróður sem rekinn hefur verið," sagði Gestur. Bíðröð við lúgu Skattstofunnar í gærkvöldi. Morgunblaðið/Bjami Menntamálaráðherra um takmarkanir í tannlæknadeild: Nauðsynlegt að mál- ið verði endurskoðað Þegar of margir nemendur í tann- læknadeild segir deildarforsetinn „ÞETTA ER mjög harkaleg að- gerð að minu mati og ég tel nauð- synlegt að Háskólinn taki þetta mál tO endurskoðunar," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra er Morg- unblaðið innti hann álits á þvi að hlutkesti var varpað til að ákveða hvaða nemendur fá að halda áfram námi á fyrsta ári i tannlæknadeild. Þegar úrslit prófa hjá nemendum á fyrsta ári í tannlæknadeild lágu fyrir síðastliðinn föstudag kom í ljós að níu nemendur höfðu staðist próf- in. Þrír nemendur, sem höfnuðu í f 6., 7. og 8. sæti, voru með sömu einkunn. Fyrir ári var ákveðið að taka sjö nemendur inn í tannlækna- deildina á þessu ári og samkvæmt reglugerð á að varpa hlutkesti um sæti ef sú staða kemur upp að tveir eða fleiri nemendur hafa hlotið sömu einkunn og velja þarf á milli þeirra. Voru nemendumir þrír látn- ir varpa hlutkesti á föstudaginn eftir að úrslit úr prófínu voru kunn og fær sá sem lægstu töluna hlaut á teningnum ekki að halda áfram náminu. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra telur að ein- faldasta lausnin f þessu máli sé sú að leyfa þessum þremur nemendum IWoicBjmhlaþib í dag öllum að halda áfram náminu. Guðjón Axelsson deildarforseti tannlæknadeildar sagði að það væri sama hvaða aðferð væri notuð, allt- af væri hægt að fínna eitthvað ranglátt við hana. Nemendur væru þegar of margir í tannlæknadeild og ef þeim yrði fjölgað enn fengi hver nemandi minni tíma til þjálfun- ar á æfingastofu fyrir tannlækna- nema og þar af leiðandi verri menntun. í máli Guðjóns kom fram að dæmi eru þess að fleiri nemend- ur hafi verið teknir inn. Eitt árið voru t.d. níu nemendur teknir inn og annað ár fímmtán, þá sam- kvæmt úrskurði ráðherra. „Við erum að reyna að hafa nám- ið hér sambærilegt tannlæknanámi á hinum Norðurlöndunum," sagði Guðjón. „Okkur var falið að hanna tannlæknaskóla fyrir ákveðinn fjölda nemenda á ári. Ef skólinn er hannaður fyrir tuttugu nemend- ur, getum við ekki tekið inn tuttugu og fímrn." Er Guðjón var spurður hvað væri til ráða hjá nemandanum sem ekki komst inn, sagði hann að hann geti innritað sig aftur í deildiria næsta ár og farið aftur í samkeppn- isprófíð, alveg eins og nemandinn sem hafnaði í níunda sæti, en hann náði líka prófínu. íslendingur verkefnisstjóri Sam- einuðu þjóðanna í Líbanon: Mannræningjar hindra að hann geti hafið störf JAVIER Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipaði nýlega Ragn- ar Guðmundsson yfirmann þró- unar- og endurreisnarstarfs sem fram fer á vegum Sþ i Líbanon. Ragnar mun hafa að- setur í Beirút en töf verður á því að hann'hefji störf þar sem óttast er _um öryggi hans í landinu. Öfgamenn halda nú tveimur Norðurlandabúum, starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, í gíslingu í Líbanon og þrátt fyrir ákafar tilraunir hefur enn ekki tekist að fá þá leysta úr haldi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur Ragnar verið við störf í Kabúl, höfuðborg Afganist- ans, að undanfömu á vegum Þró- unarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú á leið til höfuðstöðv- anna í New York, þar sem hann mun dveljast þar til ekki þykir ástæða til að óttast um öryggi hans í Beirút. Fjórir vopnaðir menn rændu tveimur starfsmönnum Hjálpar- stoftiunar Sameinuðu þjóðanna, Jan Stening frá Svíþjóð og Will- iam Jörgensen frá Noregi, $ Sídon í suðurhluta Líbanons á föstudag. Samkvæmt fréttum Reuters- fréttastofunnar slitnaði upp úr viðræðum við mannræningjana í gær en bæði norskir og sænskir sendimenn eru konmir til landsins til að freista þess að fá mennina leysta úr haldi. Rúmlega 85.000 Palestfnumenn sem hafast við í flóttamannabúðum í Suður- Líbanon tóku þátt í allsheijarverk- falli sem boðað var til í gær til að mótmæla ráninu. Ragnar Guðmundsson Ragnar Guðmundsson hefur verið starfsmaður Sameinuðu þjóðanna um 20 ára skeið. Hann starfaði áður við Menningarmála- stoftiun Sþ (UNESCO) og var meðal annars ráðunautur á þvf sviði í Suðaustur-Asíu með aðset- ur í Bangkok í Thailandi. Þann 3. desember var ákveðið á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna að heíja sérstakt átak til endurreisn- ar Líbanons vegna þess alvarlega ástands sem þar hefur ríkt á und- afömum árum. Mun Ragnar sijóma þessu verkefni og meðal annars hafa umsjón með því að hjálpargögn berist til þurfandi íbúa landsins. Þá er unnið að því að samræma þróunarstarf á veg- um samtakanna í Líbanon og mun Ragnar að öllum lfkindum einnig starfa á því sviði. Tillaga á Bandaríkjaþingi um refsiaðgerðir vegna hvalveiða: Leggjumst ekki gegn breyt- ingum á vísindanefndinni — segir talsmaður bandaríska þingmannsins Donalds Bonkers , m JBorfluabla&ib VIÐSKIPnAIVINNUIJF -^rB Viðskiptin uni 190 , ____ milljótiir i sl. Ari -g njíUJ Um 650-700 milljóiui hHgmiður Tokjunmrnú tun tiiX)ndlj. kr. BLAÐ B DONALD Bonker, þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem lagt hefur fram þingsálykt- unartillögu um refsiaðgerðir gegn þeim þjóðiun sem fara ekki að tilmælum Alþjóðahvalveiði- ráðsins, telur að viðræður Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra og fulltrúa stjómvalda í Bandaríkjunum sýni vilja ís- lendinga til að starfa áfram inn- an ráðsins. Mike Murray, tals- maður Bonkers, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tillaga þingmannsins virtist hafa verið misskilin hérlendis. Hún beindist ekki gegn íslendingum og íslensk stjómvöld þyrftu ekki að hafa áhyggjur af henni héldu þau áfram aðild sinni að Alþjóðahval- veiðiráðinu og virtu tilmæli þess. „Viðræðumar sem nú fara fram í Washington miða að því að bæta skipulag og starfshætti vísinda- nefndar hvalveiðiráðsins í samræmi við samkomulag ríkjanna þar að lútandi frá því í fyrra," sagði Mike Murray. „Donald Bonker er þeirrar skoðunar að hvalveiðar sem ganga þvert gegn samþykktum ráðsins séu ótækar en leggst ekki gegn því ef gera þarf breytingar á vísinda- nefndinni til að treysta tilmæli þess,“ bætti hann við. Talsmaðurinn sagði það ánægjulegt að íslending- ar stefndu ekki að því að kljúfa sig frá hvalveiðiráðinu og sagði að við- ræður Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra og Williams Veritys, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, hefðu greinilega verið málefnalegar og uppbyggilegar. Halldór Ásgrímsson hitti Donald Bonker að máli á þriðjudag. Tals- maðurinn sagði Halldór hafa skýrt Bonker frá sjónarmiðum íslendinga í þessu máli og hefði verið fróðlegt að kynnast þeim. „Halldór Ás- grímsson nefndi sérstaklega vilja lslendinga til að kanna hvaða áhrif hvalastofnar hafa á lífríki sjávar og fískistoftia f nágrenni landsins," sagði Murray. Sagði hann Halldór einnig hafa lagt áherslu á að íslend- ingar litu ekki eingöngu til hvalveið- anna sjálfra í þessu viðfangi heldur væri um að ræða sjálfsákvörðunar- rétt hverrar þjóðar í eigin málum. Ráðherrann tjáði okkur einnig að Islendingar væru almennt þeirrar skoðunar að utanaðkomandi þrýst- ingur í því skyni að hefta hvalveið- ar landsmanna gætu orðið til þess að skaða vináttu íslendinga og ann- arra vestrænna þjóða," sagði tals- maðurinn. Murray sagði þingmanninn skilja og virða sjónarmið íslendinga. Hins vegar væru öll aðildarríki Alþjóða- hvalveiðiráðsins skuldbundin til að virða tilmæli og samþykktir þess oghefði Bonker lagt á þetta áherslu á fundinum með Halldóri Ásgríms- syni. Vitað væri að tilteknir hvala- stoftiar væru í útrýmingarhættu og því væri þörf á alþjóðlegu átaki til að koma í veg fyrir að svo illa færi. „Það er ekki við hæfí að ákveðin ríki hefji sig upp yfír alþjóðlegar samþykktir og okkur þykir sérlega ánægjulegt að íslendingar hafa sýnt vilja til að starfa áfram innan ramma Alþjóðahvalveiðiráðsins," sagði Murray. Talsmaðurinn minnti á að ríkis- stjómir íslands og Bandaríkjanna hefðu á síðasta ári náð um það samkomulagi að vinna að breyting- um á starfsháttum og skipulagi vísindaneftidar Alþjóðahvalveiði- ráðsins. ítrekaði hann að þingmað- urinn legðist ekki á þessari stundu gegn breytingum á vísindanefnd- inni reyndust þær nauðsynlegar og minnti á að Halldór Ásgrímsson og bandarískir ráðamenn hefðu orðið ásáttir um að hvor þjóðin kynnti tillögur sínar í þessu viðfangi innan 30 daga. Sagði hann að Bonker og skoðanabræður hans hygðust bíða og sjá hver niðurstaðan yrði áður en þeir tælqu afstöðu til málsins. Aðspurður kvaðst Murray eiga von á að tillaga Bonkers um refsiað- gerðir gegn þeim þjóðum, sem neita að virða samþykktir um hvalveiðar, yrði að líkindum tekin til umræðu í fulltrúadeildinni eftir sex til átta vikur. Sagði hann að þingsályktun- artillagan væri enn til meðferðar í undimefndum. „Ég vil árétta að tillögunni er ekki beint gegn íslend- ingum eða öðrum tilteknum ríkjum. í henni segir að beita beri þau ríki refsiaðgerðum sem bijóta gegn stefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Is- lendingar hafa ekki gefið til kynna að þeir hyggist segja sig úr ráðinu eða bijóta gegn samþykktum þess. Raunar eru þeir að reyna að starfa innan ráðsins og að ná fram breyt- ingum á vísindaneftidinni. Verði raunin þessi þurfa íslendingar ekki að hafa áhyggjur af tillögu þing- mannsins," sagði talsmaðurinn að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.