Morgunblaðið - 11.02.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.02.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 15 Fjórir útlendir Myndlist Bragi Ásgeirsson Á efri hæð Nýlistasafnsins hefur verið komið fyrir nokkrum myndum eftir flóra útlenda listamenn, sem hafa getið sér nokkurn orðstír í sýn- ingarsölum álfunnar. Þessi sýning naumhyggjunnar, hvað umfang hrærir, er í raun heilar fjórar einkasýningar starfsbræð- ranna í hinu þekkta alþjóðlega gall- eríi Ganginum á Rekagranda 8 og eru tvær þeirra meira að segja unnar sérstaklega fyrir það. Jafnvel munu hinar trúlega hugsaðar fyrir Ganginn og valdar í samræmi við það. Forsvarsmenn Nýlistasafnsins munu ekki hafa getað hugsað til þess ógrátandi, að sýningar þessar hyrfu úr landi án þess að vera einn- ig settar upp í húsakynnum þess, til að enn fleiri fengju að njóta þeirra og búa til úr þeim öllum fjórum eina „góða“ sýningu, eins og það heitir í sýningarskrá. í smæð minni viðurkenni ég það fúslega, að ég á ákaflega erfítt með að skilja það, að gæði og listrænt innihald myndverka markist aðallega af því, að viðkomandi séu útlending- ar. En það gæti maður einna helst ætlað að skoðun þessara fjögurra einkasýninga lokinni. Sjálfur er ég svo gamaldags að álíta, að það sé nokkur broddur í máltækinu gamla: „Ef að lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi.“ Að öllu gamni slepptu þá þykir mér þessi sýning nokkuð rýr í roðinu og fljót- skoðuð, þó að ég fortaki allsendis ekki, að hér séu góðir og gildir lista- menn á ferð. Allt, sem þama er ver- ið að sýna, kemur manni'kunnuglega fyrir sjónir og hér er spumingin ein- ungis, hve lengi tekst að halda út- lendingum í trú um, að hér uppi á íslandi viti menn ekki haus né sporð á því, sem er að gerast í listum í útlandinu. Láta þá álíta, að hve lítið sem þeir senda hingað af verkum sínum séu þeir komnir í fótspor trú- boða og landkönnuða f myrkviðum þekkingarleysisins. Að ein mynd, sé hún útlend, hafí ósjálfrátt 10 sinnum meira listrænt vægi en innlend. Einhvem tíma munu þeir þó upp- götva, að íbúar þessa hijáða og ein- angraða lands em betur að sér og listþyrstari almennt en í nokkm öðm landi álfunnar og sennilega heimsins líka. Það er hvorki sýningin sjálf né einstakar myndir, sem verða mér til- efni þessara hugleiðinga heldur það, að hér er verið að auglýsa stórt sam- sýningu fjögurra þekktra útlendra listamanna, og maður býst við um- fangsmeiri sýning en getur að líta á staðnum, svo vægt sé tekið til orða. Af hveiju mátti ekki hið rétta koma fram — þetta, að á efri hæð Nýlistasafnsins gæti að líta örfáar myndir eftir flóra þekkta útlenda listamenn? Hér er hvorki um að ræða fjórar einkasýningar né samsýningu, svo sem menn skilgreina hugtökin, en ákaflega rislága og misvísandi kynningu. Hér komu útlendingamir fjórir hvergi nærri, en þeir em Alan Johnston, Franz Graf, Jussi Kivi og Wolfgang Stengl — nema að vera kunni, að þeim fínnist ávinning- ur í því að hafa sýnt í salarkynnum safns lifandi lista — The Living Art Museum — sem gæti einnig gefíð ókunnugum til kynna, að öll önnur myndlist á íslandi sé úrelt og dauð. Kannski væri eðlilegast að auglýsa sýningar sem slfkar f einkamáladálki gulu pressunnar, enda er almenning- ur löngu hættur að mæta á vett- vang. Og slíkt háttalag á listavett- vangi á allnokkum þátt í minnkandi aðsókn á listsýningar almennt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.