Morgunblaðið - 11.02.1988, Page 23

Morgunblaðið - 11.02.1988, Page 23
____________________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 Valkostur í líf- eyrissparnaði eftír Val Blomsterberg Tilefni þessarar greinar er hin mikla umræða um stöðu lífeyrssjóð- anna í landinu, en þó sérstaklega grein Sigurðar P. Guðnasonar í Morgunblaðinu þann 9. febrúar síðastliðinn. Þar varpar hann fram þeirri hugmynd að mynda sérstakan skylduspamað í stað lífeyrissjóða og tryggja þannig væntanlegum lífeyrisþegum örugga ávöxtun á lífeyrisspamaði sínum, enda muni misvitrir pólitíkusar ekki fá að vera með puttana í þessari framtíðarsýn landsmanna. Hugmynd Sigurðar er reyndar ekki alveg ný af nálinni, en engu að síður góð og gild, ekki síst vegna hólfaskiptingarinnar sem á sér stað í fjármagnskerfí okkar þar sem húsnæðiskerfíð er sett i eitt hólfíð, lífeyriskerfíð í annað, bankar í það þriðja o.s.frv. Síðan er fjármagn flutt á milli hólfa eftir pólitískum geðþótta hveiju sinni og menn vita aldrei á hveiju þeir eiga næst von. Það hefur oft verið á það bent, eink- um af aðilum hins frjálsa peninga- markaðar, að það beri að fella niður þessa hólfaskiptingu sem til staðar er á peningamarkaðnum og tryggja þannig eðlilegt flæði milli spamaðar og fjárfestingar. Því beri að láta þennan markað stýrast af markaðs- lögmálinu eins og annan fijálsan markað og aðstoða frekar beint þá sem á því þurfa að halda. Með þessu móti er komist hjá því að vera sífellt að byggja upp einhver skammtíma- kerfí sem jafnan eru spmngin og kolfallin um sig sjálf. Og hver skyldi svo borga brúsann þegar upp er staðið? Hvað varðar tillöguna um að menn leggi inn á sinn sérreikning, þá er það valkostur sem hefur ver- ið til ‘staðar um árabil, en því miður aðeins fáir hafa getað nýtt sér, en það er Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Hann er séreignarsjóður og viður- kenndur af fjármálaráðuneytinu sem lífeyrissjóður og ávaxtar inn- eign sjóðsfélaga í traustum og arð- bæmm verðbréfum sem tryggir þeim góða afkomu þegar þeir láta af störfum, einkum vegna þess hversu margföldunaráhrif svo hárra vaxta em sterk á svo löngum tíma eins og Sigurður benti réttilega á með töflu sinni. Fijálsi lífeyrissjóð- urinn hefur því miður aðeins verið opinn þeim sem ekki hafa verið lög- bundnir í aðra lífeyrissjóði, þá aðal- lega atvinnurekendur, og þeim sem hafa viljað greiða umfram það sem þeim ber að greiða í sinn lögbundna sjóð, til þess að tryggja sér hærri lífeyri. Hins vegar gleymir Sigurður að minnast á þá staðreynd að stór hluti hefðbundinna lífeyrisgreiðslna fer í tryggingar og velji menn aðrar leiðir þurfa þeir að tiyggja sig sér- staklega fyrir þeim áföllum sem þeir kunna að verða fyrir meðan þeir em að byggja upp spamað sinri. Það er ekkert óeðlilegt við það að menn séu orðnir uggandi um afkomu sína þegar þeir láta af störf- um og hafa loks tíma til að njóta lífsins, þegar þeir horfa upp á það að það fé, sem þeir em búnir að leggja skilvíslega af hendi alla ævi, „Það er því kominn tími til að þeim, sem gert er að leggja í lífeyris- sparnað, sé fundin var- anleg lausn sem ekki er hægt að hrifsa svo glatt af þeim með nýj- um ráðherrum.“ er orðið sáralítils virði m.a. vegna pólitísks hringlandaháttar. Og þó svo að þeim verði lofað einhveiju nýju og betra hólfí í hinu miðstýrða fjármagnskerfi, hafa þeir enga tfyggingu fyrir því að ekki verði látið flæða úr því yfír í eitthvert annað hólf í framtíðinni. Það er því kominn tími til að þeim, sem gert er að leggja í lífeyrissparnað, sé fundin varanleg lausn sem ekki er hægt að hrifsa svo glatt af þeim með nýjum ráðhermm. Það væri til bóta að launþegar hefðu frjálsara val um leiðir til að tryggja sér góðan lífeyri þegar þeir 23 Valur Blomsterberg láta af störfum. Þar til slík upp- stokkun hefur átt sér stað þurfa menn að tryggja sér sjálfír nógu góða afkomu. Höfundur er markaðsfræðingw lyi Fjárfestingarfélagi ísiands og ráðgjafi lyá Frjálsa lífeyrissjóðn- um. Fagmenn í trésmíði og tréiðnaði þekkja góðan efnivið og hjá Timburlandi eigum við ávallt fyrirliggjandi ofnþurrkaðan harðvið af flestum tegundum í hæsta gæðaflokki. Timburland er ungt fyrirtæki sem byggir á gömlum merg, sérhæft í innflutningi á kjörviði, spóni og límtrésplötum úr ýmsum viðartegundum. Gagnger þekking á söluvöru okkar skilar sér milliliðalaust til viðskiptavina. 111 ofgreiðslu slrax: Abakkí Hnota Askur Ösp Beyki - Ijóst og rautt Ramín Eik - Ijós og rauð Oregon fura Mahóní Tekk Dl flMlH Smiöjuvegi 11 í húsi Efnissölunnar. ■ MaW10wM Símar 46699 og 45400. vm EIGIIM flLLTAF VIII J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.