Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 29

Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 29 Morgunblaðið/ól.K.M. Á fundi með utanríkismálanefnd. Carrington lávarður sat formlegan fund með utanrikismálanefnd Alþingis í Ráðherrabústaðnum. Á myndinni eru frá vinstri: Kjartan Jóhannsson, Eyjólfur K. Jónsson, formaður utanrikismálanefndar, Carrington lávarður, Jón Kristjánsson, Ragnhildur Helgadóttir, Hjör- leifur Guttormsson, Hreggviður Jónsson og Kristin Einarsdóttir/ Carrington snýr sér að sölu listaverka CARRINGTON lávarður, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, ræddi í gær við Vigdísi Finnbogadótt- ur, forseta íslands, Þorstein Pálsson, forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, ut- anríkisráðherra, og utanríkis- málanefnd undir formennsku Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Erindi lávarðarins og eigin- konu hans Ionu hingað að þessu sinni er að kveðja, þar sem Carrington lætur af störfum framkvæmdastjóra NATO nú í sumar. Tekur hann við starfi stjórnarform- anns í Christie’s, alþjóðlegu listaverkasölunni. í samtali við Morgunblaðið sagðist Carrington ekki vera alveg ókunnugur í heimi listanna, hann hefði til dæmis um nokkurt árabil verið formaður í fulltrúaráði Vic- toriu og Alberts safnsins í Bret- landi. Hann hlakkaði til að takast á við starfíð hjá Christie’s, sem hann myndi sinna daglega. „Ég í pólitík aftur? Hvað erindi á maður á mínum aldri í pólitík?" Á þennan veg svaraði Carrington spumingu um það, hvort hann myndi aftur hefja afskipti af breskum stjóm- málum, þegar hann snýr til heima- lands síns, en hann er nú 68 ára. Hann hóf stjómmálaafskipti fyrir fjörutíu árum og var aðstoðarráð- herra á sjötta áratugnum í ýmsum ráðuneytum en hóf snemma af- skipti af vamar- og utanríkismál- um. 1964 til 1970 var hann for- ystumaður íhaldsflokksins í stjómarandstöðu í lávarðadeild breska þingsins. Hann var form- aður Ihaldsflokksins 1972-74. Þegar Margaret Thatcher mynd- aði ríkissijóm 1979 varð hann utanríkisráðherra og gegndi því sta'rfi til 1982, þegar hann sagði af sér vegna Falklandseyjastríðs- ins, tveimur ámm síðar, 1984, varð hann framkvæmdastjóri Atl- Morgunblaðið/Ámi Sæberg lona Carrington og lávarðurinn eigmaður hennar í heimsókn á Bessa- stöðum hjá forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Morgunblaðið/BAR Carrington lávarður f utanrfkisráðuneytinu. Á myndinni eru frá vinstri Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri, Carrington lávarður, Steingrimur Her- mannsson, utanrfkisráðherra, Einar Benediktsson, sendiherra. antshafsbandalagsins. Hann erfði lávarðstignina og sagðist nú geta farið í lávarðadeildina og látið gamminn geisa, ef sér þætti mik- ið liggja við og nauðsynlegt að veita þeim ráð, er stæðu við stjóm- völinn. Carrington lávarður fer til allra 16 aðildarlanda NATO áður en hann lætur af störfum og kveður stjómvöld í höfuðborgunum. ís- land er fyrsta landið sem hjónin heimsækja í þessu skyni en með þeim í förinni voru starfsmaður af einkaskrifstofu framkvæmda- stjórans í Briissel og einkaritari hans. Komu þau hingað í þotu, sem John Galvin, hershöfðingi yfirmaður Evrópuherstjómar NATO, hefur til umráða. Ozal og Papandreou í Davos: Arangur fundaríns framar öllum vonum Kenneth Mackenzie, The Observer FUNDUR Turguts Ozals, for- sætisráðherra Tyrklands, og Andreasar Papandreous, for- sætisráðherra Grikklands, f Davos í Sviss í lok janúar mark- aði tímamót i samskiptum þess- ara þjóða á margan hátt. Að áliti efasemdarmanna er af- rakstur fundarins of mikill til að vera sannfærandi og heimskulegt að gleðjast um of á þessu stigi málsins. Stað- reyndin er einfaldlega sú að þessir tveir ráðherrar hittust í Davos í Sviss og fóru þaðan með algjörlega njjar hugmynd- ir hvor um annars vandamál. Vináttan sem tókst með þeim var einstök og í tyrknesku dag- blaði segir að „ef þessir menn hafa ekki myndað persónuleg vináttutengsl sfn á milli þá eru þeir einstakir leikarar". í samkomulagi sem þeir Ozal og Papandreou gerðu á fundinum í Davos er þess meðal annars getið að þeir hafí orðið ásáttir um að hittast einu sinni á ári um óákveðinn tíma. Minnir þetta á samkomulag De Gaulles og Aden- auers árið 1962. Einnig urðu þeir ásáttir um að láta koma fyrir sér- stakri símalínu milli Aþenu og Ankara svo þeir geti með sem minnstri fyrirhöfn talast við. Er talið að með því sé verið að reyna að koma í veg fyrir að skapist hættuástand líkt og í mars á síðasta ári þegar lá við styrjöld milli landanna vegna ágreinings um nýtingu jarðefna á hafsbotni á Eyjahafi. Deilan leystist vegna þess að NATO-ríki þrýstu á tyrkn- eSk stjórnvöld sem kölluðu heim rannskóknarleiðangur sinn á Eyjahafi. Tvær nefndir fjalla um deilumál ríkjanna Samkomulagið gengur að mörgu leyti lengra en björtustu vonir stóðu til. Auk símalínunnar er gert ráð fyrir að tvær sérstak- lega skipaðar nefndir fjalli um samskipti þjóðanna tveggja. Onn- ur nefndanna á að kanna hugsan- lega samvinnu þjóðanna á sviði efnahagsmála og á sviði félags- og menningarmála. Það, sem talið er markverðast af því sem þess- ari nefnd er ætlað að fram- kvæma, er að lagt er til í sam- komulaginu að kennslubókum í sögu verði breytt í hvoru landi fyrir sig og á þann veg verði reynt að uppræta rótgróið hatur milli Grikkja og Tyrkja. Verði þessar breytingar á sögubókum að veru- leika verður það að teljast ein- stakt. Hin nefndin sem setja á á lagg- imar mun fást við töluvert erfið- ari verkefni. Henni er ætlað að fjalla um þann ágreining milli landanna sem oft hefur næstum leitt til stytjaldar milli þeirra. Nefndinni er ætlað að skila tillög- um að lausn þessara ágreinings- efna. Efst á verkefnalista þessar- ar nefndar verður lausn deilunnar um Eyjahafs-landgrunnið og nýt- ingu olíu og annarra jarðefna á hafsbotni í Eyjahafi. , Annað sem hefur valdið snörp- um deilum er Kýpur-deilan. Ekki er gert ráð fyrir því að nefndin geti komið með lausn deilunnar í náinni framtíð, en málið verður til umræðu og má því búast við að hægt verði að ganga frá lausn hennar eftir nokkur ár, þegar jarðvegurinn hefur verið nægilega undirbúinn. Allar líkur eru á að ef vinátta leiðtoganna tveggja verður með þeim hætti sem nú lítur út fyrir getur vel hugsast að þeir hafi á fundinum í Davos tekið fyrsta skrefið í átt að lausn Kýpur-deilunnar. Papandreou kemur áóvart Áður en Papadreou lagði af stað til fundar við Ozal í Davos var gert ráð fyrir því að hann myndi þrýsta á Ozal um tilslökun í Eyjahafs-málinu og um framtíð Kýpur. Grikkir vilja að deilan um Eyjahaf verði lögð fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag þar sem þeir gera ráð fyrir að vinna málið. Papandreou telur enn að eina lausnin á Kýpur-deilunni sé að tyrkneskar hersveitir, sem verið hafa þar síðan eftir innrásina árið 1974, hverfi þaðan. Raunar hefur Papandreou í mörg ár sagt að hann myndi ekki ræða við Ozal fyrr en hersveitir Tyrkja væru famar frá Kýpur. Þessu skilyrði var ýtt til hliðar á fundinum í Davos og er ástæðan talin vera sú að Tyrkir létu undan þrýstingi NATO-ríkjanna í mars á síðasta ári og því hafi Papandreou talið að nú væri komið að honum að sýna samningsvilja. Forsætisráð- herramir ræddu bæði Eyjahafs- málið og Kýpur-deiluna án þess að slægi í brýnu og ákváðu sín á milli að láta ekki þessi gömlu deiluefni spilla fundinum. Hver er tilgangnr fundarins i Davos? Þegar á heildina er litið virðist Ozal hafa haft meira út úr fundin- um en Papandreou og samkomu- laginu sem gert var á fundinum hefur verið vel tekið í Tyrklandi. Ozal hefur þó varað aðstoðamienn sína við því að að tala um sigur Tyrkja á fundinum. Tyrkneskir stjómmálaskýrendur hafa gengið svo langt að hrósa Papandreou í dagblöðum, en óhugsandi er að slíkt hefði gerst fyrir fáeinum vik- um. Margir hafa velt fyrir sér hvers végna þeir Turgut Ozal og Andre- as Papandreou hafi ákveðið að bijóta odd af oflæti sínu nú og gera þetta samkomulag sín á milli. Stjómmálaskýrendur hafa haldið því fram að tilgangur þeirra með fundinum sé að komast á spjöld sögunnar sem upphafs- menn grísk-tyrkneska samkomu- lagsins. Ef þetta væri í raun það sem Papandreou sækist eftir væri það mikil stefnubreyting hjá hon- um gagnvart Tyrkjum. En ferill hans hefur einkennst af stefnu- breytingum. Grunsemdir hafa vaknað um að Grikkir og Tyrkir séu að bind- ast samtökum til að geta staðið gegn stórveldunum í austri og vestri, en hin nýja vinátta milli leiðtoganna tveggja hefur ekki ennþá leitt til stofnunar sam- bands. Stofnun tveggja þjóða bandalags gæti hugsast ef ekki væri um Tyrki og Grikki að ræða, óvináttan þar á milli á sér dýpri rætur en svo að einn fundur for- sætisráðherranna nægi til að uppræta hana. Næsti fundur þeirra Pap- andreous og Ozals verður í Bmss- el í næsta mánuði. Eftir þann fund mun Ozal fara til Aþenu annaðhvort í apríl eða maí, sem verður sögulegur atburður. L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.