Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
3a
Kanadískur sjónvarpsþáttur um orma í þorski:
Ekkert „ormafár“ í
uppsiglingu í Kanada
- segir Peter Rehak, umsjónarmaður þáttarins
TUTTUGU mínútna langur sjón-
varpsþáttur um seli og orma í
þorski var sýndur í kanadísku
sjónvarpsstöðinni CTV á sunnu-
dagskvöldið og- er áætlað að milli
1-3 milljón manns hafi horft á.
hann. Peter Rehak, umsjónar-
maður þáttarins, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að það hefði
verið tekið skýrt fram í þættinum
að nær engar likur væru á þvi
að menn sýktust vegna orma í
þorski og engin merki væru um~
að ótti við fiskneyslu hefði gripið
um sig meðal almennings. Hann
sagði einnig að þátturinn hefði
ekki á nokkurn hátt verið svipað-
ur þýska sjónvarpsþættinum sem
olli verðhruni á karfa á Þýska-
landsmarkaði síðastliðið haust.
Þátturinn verður ekki sýndur í
Bandaríkjunum.
Þátturinn var hluti af klukku-
stundarlöngum fréttaskýringaþætti
sjónvarpsstöðvarinnar CTV, og var
honum sjónvarpað um allt Kanada.
Þar var sagt að nokkur aukning
hefði orðið á ormasýkingu í þorski
undanfarin ár og rætt um hvaða
áhrif selir kynnu að hafa haft á
þessa þróun.
Að sögn Peters Rehaks var það
tekið fram oftar en einu sinni að
ormurinn dræpist við frystingu og
suðu og því væ'ri nær útilokað að
fólki stafaði nokkur hætta af hon-
um. Tilgangur þáttarins hefði enda
verið sá að varpa ljósi á deilur um
það hvort drepa ætti seli til að
minnka þann kostnað sem fisk-
vinnslan hefur af ormahreinsun, en
ekki að ræða um hugsanlega sýk-
ingu hjá fólki.
Hann sagði að kanadískir fisk-
framleiðendur hefðu haft nokkrar
áhyggjur fyrirfram vegna þáttarins,
en þeir hefðu engar athugasemdir
gert eftir þáttinn, enda hefði mynd-
um af ormunum í fiskinum ekki
verið slegið sérstaklega upp til að
hræða fólk, eins og í þýska sjón-
varpsþættinum. Enginn hefði
hringt í sjónvarpsstöðina vegna
málsins, og þó áð bréf vegna þáttar-
ins kynnu enn að berast væri óhætt
að fullyrða að engin hræðsla við
fiskneyslu hefði gripið um sig í
Kanada.
Dr. Richard Botta, yfírmaður
gæðaeftirlits hjá Fiskmati ríkisins
á Nýfundnalandi, sagði að þátturinn
hefði verið málefnalegur og ekki
nálægt því eins slæmur og þýski
sjónvarpsþátturinn, sem hann sá í
haust er hann var við störf á vegum
Rannsóknarstofnunar Fiskiðnaðar-
ins hér á íslandi.
Þátturinn verður hugsanlega
sýndur aftur í sumar hjá CTV, og
þá breyttur í samræmi við þróun
mála, sagði Peter Rehak, en ekki
stendur til að sýna hann í Banda-
ríkjunum eða neins staðar annars
staðar.
þessu máli og sæist það best á
niðurstöðu síðasta ársþings LH
og hann benti einnig á að á fundi
hjá Fáki nýlega um málið hafi
aðeins mætt um 20 manns, sem
sýnir best áhuga almennings á
þessu. Að öðru leyti vildi hann
ekki tjá sig um málið.
Jón Ólafur Sigfusson formaður
Léttis á Akureyri sagði þessa af-
stöðu Hrings mjög eðlilega þar
sem stjóm LH stakk bréfi þeirra
undir stól og virti þá ekki svars.
Aðspurður kvað hann ekki hægt
að líta á þessa ákvörðun Hrings
sem beinan stuðning við Létti,
Funa og Þráin heldur bæri fyrst
og fremst að líta á þetta sem
áminningu á stjóm samtakanna
og vinnubrögð hennar og undir-
strikaði vél þá óánægju sem ríkti
innan LH. „Ef menn hins vegar
settu þessa ákvörðun Hrings í
beint samhengi við ágreining um
val á landsmótsstað mætti líta á
þetta sem óbeinan eða móralskan
stuðning. Það vekur líka athygli
að fyrsta félagið sem ákveður
úrsögn skuli ekki eiga beinan hlut
að máli í þessari deilu. Það má
ljóst vera að spumingin stendur
ekki lengur um hvort LH sé að
liðast í sundur heldur hvenær það
gerist. Búast má við að þrjú félög
bætist fljótlega í hópinn og það
veit enginn fyrirfram hve mörg
munu fylgja á eftir. Eftir að menn
heyrðu af nýjasta afreki stjómar-
innar, það er brottrekstri ritnefnd-
ar Hestsins okkar, má búast við
að fleiri bætist í hóp þeirra sem
ekki telja ástæðu til að vera innan
samtakanna," sagði Jón Ólafur
að lokum.
Hafnfirskir unglingar
skemmta í Bæjarbíói
Unglingaleikhúsið frumsýndi í
gær þriggja skóla skemmtun í
Bæjarbíói i Hafnarfirði. Skemmt-
unin er á vegum Æskulýðsráðs
Hafnarfjarðar og komu nemendur
úr Víðistaðaskóla, Öldutúnsskóla
Surtsey:
Athugasemd
Undirritaður viU gera athuga-
semd við grein. dr. Sturlu Frið-
rikssonar i Morgunblaðinu 10. fe-
brúar sl. Fjörukálið er samkvæmt
flórubók Agústar H. Bjamasonar
einær jurt en bláliljan fjölær.
Fræ jurta, einærra sem fjölærra,
spíra ekki ávallt vorið eftir þroskun.
Taki kraftmikil brimalda fræ getur
það vaxið upp i sömu fjörunni eftir
flóðamörkum. Með ólíkindum er hvað
gróður komst upp um þykka gjósku
Heklu frá 1980. Lesið skýrslumar
um sjálfsgræðslu Surtseyjar. Væri
ekki rétt að friðlýsa pyngju skatt-
greiðenda fyrir visindarannsóknum
eins og þessum?
Bjami Valdimarsson,
Leimbakka, Landsveit.
og Lækjarskóla fram og sýndu
stutta leikþætti auk annarra at-
riða. Tvær sýningar vom í gær
og sú þriðja og síðasta verður í
dag kl. 17.
Salurinn var setinn að tveimur
þriðju hlutum þegar blaðamann bar
að garði og ríkti mikí stemmning.
Þetta er í þriðja skipti sem skemmt-
un af þessu tagi er haldin og að
sögn Gísla Ásgeirssonar, kennara og
annars umsjónarmanna skemmtun-
arinnar, voru krakkamir afar án-
ægðir með hana. Hún hefði einnig
gengið mun betur en í fyrri tvö skipt-
in enda væri að komast hefð á þriggja
skóla skemmtun.
Hann sagði þetta tvímælalaust
auka samskiptin milli skólanna, sem
væri af hinu góða. „Þessi skemmtun
er dæmi um hvað góður vilji og kraft-
ur fær áorkað. Krakkamir lifa lengi
á að taka þátt í þessu og koma fram,
þó ekki sé nema í fáeinar mínútur.
Ég held líka að þau læri miklu meira
á þessu en af bókum. Þetta eru að
langstærstum hluta til ágætiskrakk-
ar og uppblástur fjölmiðla á sprengj-
ulátum á þrettándanum er til
skammar. Skemmtunin gefur mun
sannari mynd af Hafnfirskum æsku-
lýð en ólæti á þrettándanum."
Fækkun í Landssambandi hestamannafélaga:
Hringfur á Dalvík
samþykkir úrsögn
Valdimar Kristinsson
SAMÞYKKT var á aðalfundi
hestamannafélagsins Hrings á
Dalvík, nú í vikunni, að félagið
segði sig úr Landssambandi
hestamannafélaga. Var tillag-
an um úrsögnina samþykkt með
öUum greiddum atkvæðum en
nokkrir sátu hjá.
Ástæðuna fyrir úrsögninni má,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, rekja til afgreiðslu bréfs,
sem Hringur sendi stjóm samtak-
anna sl. sumar. Þar lýsti félagið
yfir áhyggjum með það ástand
sem var að skapast innan samtak-
anna vegna ákvörðunar stjómar
um val á landsmótsstað sl. sum-
ar. Hvöttu Hringsmenn stjóm LH
til að koma norður og reyna að
leysa þennan ágreining fyrir árs-
þingið sem haldið var í endaðan
október. Ræddi stjóm LH efni
bréfsins lítillega á einum fundi en
ekkert var bókað um það fyrr en
tveimur fundum seinna sam-
kvæmt ósk eins stjómarmanns.
Síðar getur formaður LH, Leifur
Jóhannesson, þess í ársskýrslu
stjómarinnar að bréfið hafi orðið
til þess að stjómin ákvað að fara
með þetta mál inn á þingið, en í
bréfinu hafi verið óskað eftir því
að stjómin reyndi að leysa málið
áður en til þingsins kæmi. Telja
Hringsmenn þessa afgreiðslu al-
gjörlega óviðunandi og hreint og
beint móðgandi, eins og heimild-
armaður Morgunblaðsins orðaði
það. Bréfi þessu mun aldrei hafa
verið svarað af hálfu stjómar LH.
Athygli vekur að Hringur skuli
ríða á vaðið með úrsögn en þijú
félög í Eyjafírði, Léttir, Funi og
Þráinn, höfðu lýst yfir að tillaga
um úrsögn kæmi fram á aðalfund-
um félaganna, sem verða haldnir
nú í febrúar. Engin slík yfirlýsing
hafði komið frá Hring þótt vitað
væri að ýmsir einstakiingar innan
félagsins væm hlynntir úrsögn.
Stjómarmenn Hrings höfðu
ákveðið að láta ekkert hafa eftir
sér um úrsögnina fyrr en stjóm
LH hefði verið kynnt málið. Þegar
Leifur Kr. Jóhannesson, formaður
LH, var inntur álits á þessari
ákvörðun Hrings sagðist hann
ekki hafa heyrt um þessa sam-
þykkt en gat þess að ef menn
vildu .ekki vera í félagsskap og
hlíta lýðræðislegum vinnubrögð-
um væri ekkert við því að segja.
Leifur fullyrti að það væri mikill
meirihluti sem styddi stjóm LH í
Búast má við fjölmenni í Bláfjöllum á öskudag ef viðrar til skiðaiðk-
ana, en þá fer þar fram skiðamót grunnskóla.
0
Iþrótta- og tómstundaráð:
Skíðamót og ösku-
dagsskemmtun
íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavikur stendur fyrir
skemmtun á Tjörninni á ösku-
dag, miðvikudaginn 17. febrúar.
Börn og unglingar sem vilja
koma fram á skemmtuninni geta
látið skrá sig á skrifstofu ráðsins
fyrir morgundaginn. Skíðamót
grunnskóla, fyrir ungmenni á
aldrinum 10 til 15 ára, verður
haldið í Bláfjöllum á öskudag.
Þeir sem ætla á skiði þá ættu að
hugleiða hverju þeir klæðast, því
að jafnframt verður „furðufata-
skiðagallasamkeppni" i Bláfjöll-
um.
Skemmtunin á Tjörninni hefst
klukkan 11 á öskudag, nema ísinn
hafi bráðnað. Þá verður sviðsvagn
borgarinnar, ásamt hluta af hljóð-
kerfi hennar, staðsettur á tjamar-
bakkanum við Vonarstræti og ung-
ir skemmtikraftar sýna listir sínar.
Allir krakkar sem áhuga hafa á að
skemmta ættu að hafa samband
við skrifstofu Iþrótta- og tómstund-
aráðs í síma 622215, fyrir föstudag-
inn 12. febrúar.
Minna má á að skautasvellið á
Ijöminni hefur sjaldan verið betra
en einmitt núna og er því upplagt
að hafa skautana með á skemmtun-
ina. Hestamenn úr íþróttadeild Fáks
koma á Tjömina klukkan tvö á reið-
skjótum sínum og slá „köttinn“ úr
tunnunni.
Bláfjallanefnd, í samvinnu við
Iþrótta- og tómstundaráð, stendur
fyrir skíðamóti grunnskólanema í
Suðurgili í Bláfjöllum á öskudag.
Um er að ræða einstaklings-
keppni,svigbrautir með ýmsum
þrautum verða lagðar og tekinn
verður tími keppenda. Keppt verður
í fjórum flokkum, eftir kynjum og
aldri þátttakenda. I fyrsta og öðrum
flokki eru þrettán til fimmtán ára
unglingar, en efri flokkana tvo
skipa keppendur á aldrinum tíu til
tólf ára.
Skráning keppenda fer fram á
skrifstofum skólanna og á móts-
stað. Þátttökugjald er 100 krónur
fyrir hvem einstakling og greiðist
á mótsstað. Keppendur eiga að
mæta við Bláfjallaskála klukkan
11.30. Hver skóli hefur leyfi til að
senda tíu nemendur til keppni í
hveijum aldursflokki, en mótið er
ætlað grunnskólanemendum af höf-
uðborgarsvæðinu og Suðumesjum.
Það verður fleira á seyði í Blá-
fjöllum á öskudag. Skíðamenn í
furðufötum slá „skíðastafaköttinn"
úr tunnunni, svifdrekamenn og
Snjallir skíðamenn sýna hvað í þeim
býr. Þeir sem vilja taka þátt í furðu-
fatakeppninni á skíðum þurfa að-
eins að renna sér fram hjá dóm-
nefnd, sem skipuð er fulltrúum Blá- »•
fjallanefndar, klukkan þijú.
Verðlaunaafhendingar verða
líklega um klukkan fimm við Blá-
fjallaskála. Afhentir verða verð-
launapeningar og hver flokkur fær
farandbikar. Ef fresta þarf mótinu
vegna veðurs verða sendar tilkynn-
ingar um það í morgunútvarpi
klukkan níu á öskudag.
Leiðrétting
í GREIN dr. Magna Guðmunds-
sonar „Lánskjaravísitalan og
verðlagsþróunin" í Morgun-
blaðinu i gær (10. fébr.) féll <
niður hluti tveggja setninga.
Rétt er lesmálið svona:
„Með öðmm orðum, maðurinn
hefir á fimm árum borgað meira
en upphaflega lánið og skuldar þó
að þeim tíma liðnum rúmlega þre-
falda þá fjárhæð. Eftir önnur fimm
ár væri staða hans orðin vonlaus,
nema annaðhvort kæmi til hrika-
leg launahækkun, sem atvinnu-
reksturinn ber ekki, eða snögg
hjöðnun verðbólgu, sem ekki er
að vænta, meðan lánskjaravísital-
an sjálf er helzta hreyfiafl hennar.
Enn hraðari skuldauppsöfnun átti
sér í reynd stað hjá íbúðareigend-
um á fyrra helmingi þessa áratug-
ar, einkum 1982—83.“.
Blaðið biðst velvirðingar á þess-
um mistökum.
KOPAVOGSBUAR !
STÓRBÆTT ÞJÓNUSTA
OPIÐ KL. 08.00-20.00.
MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA
VISA
9
NÓATÚN
HAMRABORG
E