Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 35 Viðskiptaráðherra vill grísja lagaskógínn; Frumvarp um að fella niður 116 lög og allnokkur lagaákvæði að auki Jón Signrðsson, viðskiptaráð- herra, mælti i gær i neðri deild Alþingis fyrir frumvarpi til laga um brottfall ýmissa laga á sviði viðskiptamála. Frumvarpið kveð- ur meðal annars á um brottfall 116 laga um löggilta verzlunar- staði, brottfall ýmissa laga- ákvæða um verzlunarlóðir og að auki um niðurfellingu laga um fiskifulltrúa á Spáni (frá 1925) og um ráðstafanir vegna við- skiptasamnings við Breta (frá 1933). Fyrsta frumvarpsgreinin kveður á um að niður falli önnur málsgrein 9. greinar laga nr. 41/1968 um verzlunaratvinnu. Þriðja málsgrein 9. greinar, sem verður 2. máls- grein, hljóði svo: „Leyfi til verzlun- ar fyrir landið allt veitir leyfishafa rétt til smásöluverzlunar utan lög- sagnarumdæmis þar sem leyfí er gefið út. Lögreglustjóra á þeim stað er verzlun á að reka hveiju sinni er heimilt að takmarka leyfíð við verzlun með vörutegundir sem ekki er verzlað með í því lögsagnarum- dæmi.“ Viðskiptaráðherra sagði að lög þau, sem lagt væri til að fella nið- ur, væru af tvennum toga: 1) Lög sem búið væri að framkvæma (ein- notalög, eins og t.d. lög um ráðstöf- un gengishagnaðar 1967), 2) lög, sem að formi til væru í fullu gildi, en væru ekki framkvæmd. Ráðherra sagði að grisjun laga, brottfall úreltra laga, hafi verið rætt í ríkisstjórn. Hvert ráðuneyti muni kanna þau lög, er heyri til þess sviði, og vinna frumvarp um gfrisjun, eftir því sem ástæður standi til. En það er síðan löggjafinn, Al- þingi, sem hefur síðasta orðið. Leiðrétting í frásögn af umræðum um vaxta- mál á þingsíðu Morgunblaðsins í gær var Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, ranglega sagður Ólafsson. Morgunblaðið biður Höskuld velvirðingar á þessum mistökum. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, Arni Gunnarsson (A/Ne) og Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra. Stj órnarfumvarp um framhaldsskóla: Þingmenn Borgaraflokks: Persónuaf- sláttur hækki í 19.360 kr. „ALÞINGI ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa þegar frumvarp um hækkun persónu- afsláttar við álagningu tekju- skatts upp í 19.360 krónur á mánuði. Jafnframt verði teknar upp launabætur, þannig að ónýt^- ur persónuafláttur verði greidd- ur úr ríkissjóði til launþega." Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar um launabætur sem Að- alheiður Bjarnfreðsdóttir og flórir aðrir þingmenn Borgaraflokks hafa lagt fram á Alþingi. í greinargerð segir m.a.: „Þessi þingsályktunartillaga gengur út á það að skattleysismörk fyrir ein- staklinga verði hækkuð upp í 55.000 krónur á mánuði miðað við 1. janúar 1988 og þeir sem tekjur hafa undir þeim mörkum og sitja eftir með ónýttan persónuafslátt fái hann greiddan sem bætur úr ríkis- sjóði, þeim mun hærri upphæð sem launin eru lægri.“ Ríkið greiði rekstrarkostnað Byggingarkostnaður: 60% ríkisins, 40% viðkomandi sveitarfélags MMnCI Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, lagði i gær fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um framhaldsskóla, nokkuð breytt frá fumvarpi sem lagt var fram á síðastliðnu þingi. Helztu einkenni frumvarpsins eru m.a.: ★ Ríkið greiði allan rekstrarkostn- að. ★ Byggingarkostnaður: 60% ríkis- ins en 40% í hlut viðkomandi sveit- arfélags eða sveitarfélaga. ★ Hver skóli verði sjálfstæð rekstrareining. Ríkissjóður greiði laun fyrir kennslu, stjómun og próf- dæmingu beint. Annan rekstrar- kostnað greiði ríkissjóður ársfjórð- ungslega, fyrirfram. Sú meginregla gildi að sama framlag komi á hvern nemanda, hvar sem er á landinu, með heimild til sérgreinds framlags Stefán Valgeirsson í þingræðu: Formaður Framsóknarflokksins sýni siðferðilegan styrkleika og segi sig úr ríkisstjórninni „Miðað við hvernig þetta hefur gengið til þá hvarflar ekki að mér né öðrum i sam- tökunum að ég fari úr bank- aráði Búnaðarbankans. En ég bendi þeim á það, sem þarna ráða, að auðvitað geta þeir losnað við mig með þvi að breyta lögum. Þá gera þeir það.“ Þannig svaraði Stefán Val- geirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, ummælum Steingríms Her- mannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, á . baksíðu Morgunblaðsins í gær. Þar sagði Steingrímur að Stefán Valgeirs- son, sem kjörinn var sem fulltrúi Framsóknarflokksins í banka- ráðið, „sýndi siðferðilegan styrk ef hann segði sig úr bankaráð- inu“, kominn í önnur stjóm- málasamtök. Hver sagði að Róm væri að brenna og að fjármagnsmarkað- urinn væri ófreskja, þegar hann var að lýsa efnahagsástandi, sem núv.erandi ríkisstjóm ber pólitíska ábyrgð á, ráðherrar Framsóknarflokksins ekkert síður en aðrir? Teldist það ekki til siðferðilegs styrks ef formað- ur Framsóknarflokksins fylgdi þessum orðum sínum eftir með því að segja sig úr ríkisstjóm- inni? Þetta vóru efnisatriði úr þing- ræðu Stefáns Valgeirssonar þar sem hann víkur að viðtali Morg- unblaðsins við Steingrím Her- mannsson í gær. Stefán Guðmundsson (F/Nv) og Stefán Valgeirsson (SJF/Ne). ef sérstakar aðstæður ríkja. ★ Nám verði skipulagt í náms- áföngum og skal hver áfangi skil- greindur og metinn til eininga í námsskrá er menntamálaráðuneyt- ið setur. Skólanefnd skal starfa við hvem skóla (sem er nýmæli). Hlutdeild sveitarfélaga og heimamanna að stjómun skólanna verði í formi að- ildar að skólanefndum. Þær skulu skipaðar þremur til fimm fulltrúum eftir skólategund og fjölda rekstrar- aðilá. Skólanefndir ákveða skipulag náms og námsframboð ásamt skóla- meistara. Skólanefnd gerir §ár- hagsáætlun í samræmi við íjárlög og ber ábyrgð á að henni sé fram- fylgt. Skólameistari stjómar dag- legum rekstri skóla og er jafnframt framkvæmdastjóri skólanefndar. ★ Þar sem nauðsynlegt er að reka heimavist greiðir ríkissjóður kostn- að við umsjón, tækja- og rekstrar- búnað húsnæðis. Sérstakan rekstr- arkostnað heimavistar og mötu- neytis greiði nemendur. ★ Samvinnuskólinn og Verzlunar- skóli Islands starfi áfram á sama grundvelli og áður. Menntamála-" ráðherra hafi heimild til að sam- þykkja kostnaðarþátttöku við einkaskóla á framhaldsskólastigi. ★ Framhaldsskólum verði heimilt að annast menntun fullorðinna á þeim námsbrautum er skólinn starf- rækir, svo og að stofna til sér- stakra namskeiða (öldungadeilda). Skulu nemendur greiða sem næst þriðjungi kennslulauna. Einnig verði framhaldsskólum heimilað að efna til eftirmenntunamámskeiða. ★ Tryggt verði samstarf við at- vinnulífið í iðnnámi með Iðn- fræðsluráði, og í sjávarútvegsgrein- um með Fræðsluráði sjávarútvegs- ins, sem verða til ráðuneytis um skipulag námsins og kennslueftirlit. * Frumvarpið felur í sér rammalög- gjöf sem tekur til náms á fram- haldsskólastigi og undirbýr nem- éndur undir nám í sérskólum, há- skólum og störf í atvinnulífinu. STUTTAR ÞINGFRETTIR Enginn fundur var í efri deild Alþingis í gær, annan daginn í röð. Fjögur máíl vóru á dagskrá neðri deildar: 1) Brottfall ýmissa laga á sviði viðskiptamála, 2) Frumvarp allsheijarnefndar um aðför, sem afgreitt var til efri deildar, 3) Frumvarp Eggerts Haukdal um lánskjör og ávöxtun sparifjár, framhald fyrstu um- ræðu, 4) Frumvarp þingmanna kvennalista um Almannatrygg- ingar (fargjöld sjúklinga). * * * Ingi Bjöm Albertsson (B/Rvk) spyr menntamálaráðherra hvort hann hyggist stuðla að því að Rás 2 verði seld og starfsemi hennar hætt. * * * Sami þingmaður spyr hvað Stöð 2 greiði fyrir afnot af dreifikerfi Pósts og síma, sem og hvort öðrum aðilum, sem hyggja kunni á rekstur sjónvarpsstöðvar, standi kerfið til boðá á sömu kjörum. * * * Sami þingmaður spyr hvort ljár- málaráðherra hafi í huga að notfæra nýfengna heimild til að endurgreiða erlendum ferðamönnum söluskatt er þeir hverfi af landi brott. UOSRITUNARVELAR omRon AFGREIÐSLUKASSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.