Morgunblaðið - 11.02.1988, Page 54

Morgunblaðið - 11.02.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR H. FEBRÚAR 1988 * Ast er... ... að vera ánægð með það sem maður sér. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights rasarved © 1987 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Hefði ég ekki þig til að tala við væri ég genginn af göflunum ... HÖGNI HREKKVtSI Draumarnir geta hjálp- að okkur Of stórar pakkningar Til Velvakanda Roskin frænka mín bað mig að vekja athygli á því að roskin hjón og þeir sem búa einir eigi í erfiðleik- um með innkaup því að pakkningar séu oft svo stórar. Hún nefndi sem dæmi að gott væri að geta keypt undanrennu og súrmjólk í minni pakkningum en einum lítra. Yfir- leitt er hægt að kaupa sundurskor- in brauð, þ.e. hálf brauð, en ekki ef um kúmenbrauð er að ræða. Frænka mín hefur hvergi getað fengið keypt hálft kúmenbrauð. Heilt kúmenbrauð er of stór skammtur fyrir hana í einu, og hún hefur ekki frystikistu til umráða. Og hún spyr einnig hvort nokkur von sé til að á markaðinn komi sýrð undanrenna. Frænka Kæri Velvakandi Mig langar til að segja nokkur orð um drauma. Ég lít á drauma okkar fyrst og fremst sem dulbúin skilaboð til okkar. Undirmeðvitund okkar, sem er miklu framsýnni og ég vil segja gáfaðri en dagvitund okkar, notar þessa aðferð til þess að vara okkur við því sem hún telur óæskilegt fyrir okkur. Að sjálfsögðu getur ýmislegt blandast inn í drauma okkar sem næmi fyrir einu og öðru. Góðir draumar eru allir þeir draumar sem geta hjálpað okkur á einn eða annan hátt. Þess vegna vil ég mótmæla því að gerðar séu eins konar grýlur úr þeim mannanöfnum sem drey- mandanum þykir hörð undir tönn eins og mér þótti bera á í annars góðri minningabók sem út kom fyrir jólin. Verum þakklát fyrir leiðbeiningamar í draumum okk- ar. Sköpum okkur ekki grýlunöfn. I.S. Svar við fyrirspurn um hárvandamál Til Velvakanda. í Velvakanda 6. febrúar er leið er spurt hvort aðferð sé til sem fær hárið til að vaxa betur. Ekki kemur fram hvort spurt er vegna líflauss hárs, blettaskalla, hárloss, hægvax- andi hárs eða einhvers annars hár- vandamáls. Hver svo sem ástæðan er fyrir spumingunni þykir mér ljúft að benda á hárþjónustu Heilsulín- unnar, Laugavegi 28. Hjá Heilsulín- unni er orkuflæði líkamans jafnað með vægum rafstraumi á hendur, háls og höfuð. Síðan eru örvefir byggðir upp með rafmagnsnuddi á höfuðið. Að lokum er hársekkjunum gefin orka með köldum leysergeisl- um. Þetta er algjörlega sársauka- laust en gefur þess í stað þægilega slökun. Meðferðartíminn hjá Heilsulín- unni er frá u.þ.b. þremur korterum upp r" tæpan _ klukkutíma. Hann kostar 890 kr. Arangur kemur strax í ljós eftir annan til þriðja tíma. Ný hár byija að myndast þar sem skalli var og vaxa með þreföldum hraða. Þar sem hár eru fyrir vex það einnig hraðar, jafnframt því sem það verður glansmeira, þéttara og líflegra. Algengt er að grá hár fái upprunalegan lit, jafnvel þó ein- hveijir áratugir séu frá því að það gránaði. Flasa og exem hverfa. Þar sem hárvandamál eru nokk- uð algeng en viðkvæmt mál, sér- staklega hjá börnum og konum, þykir mér rétt að láta símanúmer Heilsulínunnar fylgja með, ef ósvar- aðar spumingar hafa kviknað. Sími Heilsulínunnar er 11275. Jens Guðmundsson Yíkverji skrifar Fyrir skömmu rakti Víkveiji frá- sögn kunningja síns, sem hafði fengið skemmda flík úr hreinsun. Eftir miklar málalengingar, fyrir- höfn og tímatap fékkst flíkin bætt með samkomulagi viðkomandi verzlunar og efnalaugar. Litlu síðar kom fram í frétt í Morgunblaðinu, að kvörtunum til Neytendasamtakanna vegna fatn- aðar og vefnaðarvöru hefði fjölgað mjög. Þar var um að ræða dæmi hliðstæð því, sem Víkveiji rakti í dálki sínum, en einnig var um að ræða, að_ hlutimir hefðu eyðilagzt í þvotti. I þessari frétt hvatti tals- maður Neytendasamtakanna fólk til þess að fara fram á skriflega yfirlýsingu frá seljanda, ef vörunni fylgdi hvorki efnislýsing né lýsing á meðferð við þvott eða hreinsun. Hefði kunningi Víkveija, sem frá var sagt, haft slíkt plagg í höndun- um, hefði það væntanlega sparað honum þá miklu fyrirhöfn, sem hann hafði af því að ná fram rétti sínum. xxx Og meira um fatnað. Víkurfrétt- ir segja svo frá í „molum“ sínum undir fyrirsögninni: „Glas- gow — timburmenn": „Nokkuð ljóst er, að afleiðingar af tíðum Glasgow-ferðum eru ekki bara sjokk, þegar greiðslukorta- reikningamir komu inn um bréfal- úguna. Þessi mikli gróði, sem hús- mæður og aðrir héldu sig sjá, hvarf við fyrstu sýn, ef marka má fréttir frá kaupmönnum hér á Suðumesj- um og víðar. Nú streyma til þeirra Glasgow-farar með „of lítinn leður- jakka", „of stórar buxur“ eða hrein- lega föt, sem enginn vildi, þegar heim var komið — og vilja fá versl- animar til að selja fyrir sig vaming- inn eða kaupa hann og þá auðvitað á Glasgow-prís! Verslanir héma hafa að vonum ekki tekið þessum tilboðum fegins hendi heldur af- þakkað þessi „góðu“ boð og glott út í annað." xxx Víkveiji fylgist spenntur með spumingaþætti rikissjónvarps- Liðsmenn bresku pönksveitar- innar SSS virðast lausir við al- gengasta hárvandamálið, það er skalla. ins: „Hvað heldurðu?", sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum. Þessir þættir eru einstaklega fjörugir og á stjómandinn Ómar Ragnarsson sinn þátt í því, að ógleymdum dómara og stigaverði, en mótleikarar þeirra í hópi hagyrð- inga og keppenda leggja þeim líka mjög gott lið. Ýmsar uppákomur í hita og hraða leiksins eru hreint óborganleg skemmtan. í síðasta þætti leiddu saman hesta sína keppendur úr Reykjavík og Hafnarfirði. Þar kom, að Hafn- firðingar gerðu athugasemd við eina spumingu, sem Reykvíkingar svöruðu. Sögðu Hafnfírðingar spuminguna ranga, en umsjónar- menn brugðu við hart og sögðu það ekki skipta máli, því svar Reyk- víkinga hefði verið rétt! Það deilir náttúrlega enginn við slíka dómara! Og þótt þættimir hafí verið skemmtilegir til þessa þá hlýtur keppnin að verða ennþá meira spennandi þegar þáttakendur þurfa fyrst að átta sig á þessu tvíræða eðli spuminganna. En hvað skyldu hagyrðingamir segja um þetta?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.