Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
57
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA
Fram tryggði
stöðu sína
Ein umferð var spiluð í 1. deild
kvenna i gærkvöldi. Toppliðin
Fram og FH áttust við og sigr-
aði Fram 16:13. Þá spiluðu
Valur og Haukar og lauk leikn-
um með jafntefli 13:13. Stjarn-
an sigraði Þrótt í miklum mar-
kaleik 42:21. Að lokum spiluðu
Víkingur og KR og lauk leiknum
með sigri Víkings
Framliðið er nú komið með aðra
hönd á íslandsmeistarabikarinn
eftir góðan sigur á FH. Liðið hefur
6 stiga forskot á Val sem er í öðru
sæti.
Katrín FH-stúlkumar byrj-
Fríöríksen uðu af krafti og
skrifar komust í 5:2. Þá
kom slæmur kafli
hjá þeim og Framliðið náði að snúa
stöðunni sér í hag fyrir leikhlé en
þá höfðu þær skorað 7 mörk gegn
6 hjá FH.
Framstúlkumar skomðu svo 2
fyrstu mörkin í seinni hálfleik og
hleyptu FH-liðinu ekki nærri sér
eftir það. Mestur var munurinn 6
mörk en FH átti 3 síðustu mörk
leiksins og endaði leikurinn því
16:13 fyrir Fram.
Mörk FH:Eva Baldursdóttir 4, Inga Einars-
dóttir 3, Helga Sigurðardóttir og Hildur
Harðardóttir 2 mörk hvor, Rut Baldurs-
dóttir 2/1.
Mörk Fram:Guðríður Guðjjónsdottir 8/4,
Oddný Sigsteinsdóttir, Jóhanna Halldórs-
dóttir og Ingunn Bemótusdóttir 2 mörk
hver, Margrét Blöndal og Ama Steinsen
eitt mark hvor.
Valur - Haukar 13:13
Valur og Haukar gerðu jafntefli í
tilþrifalitlum leik þar sem afspymu-
lélegir dómarar voru í aðalhlutverk-
um frá upphafí til enda.
Valsliðið byijaði betur, en þegar líða
tók á hálfleikinn komust Hauka-
stúlkumar meira inn í leikinn og
náðu að jafna rétt fyrir hlé. Þar
var Margrét Theódórsdottir að verki
með gott skot beint úr aukakasti
eftir að leiktfminn var búinn. Staðan
í leikhléi var 7:7.
Valsstúlkumar leiddu leikinn í
seinni hálfleik. Þær voru yfirleitt
einu til tveimur mörkum yfír, en
Haukaliðið var ekki á því að hleypa
þeim lengra frá sér. Þegar um 2
mínútur voru til leiksloka var stað-
an 13:12 fyrir Val. Þá var einni
Haukastúlku vikið af leikvelli. Vals-
liðið náði ekki að notfæra sér það
■til að tryggja sigurinn. Haukar náðu
boltanum og á lokasekúndunum
skoraði Margrét Theódórsdottir
jöfnunarmark Hauka úr vítakasti.
Leikurinn endaði því sem fyrr segir
með jafntefli 13:13.
Bæði liðin vom mistæk í leik sínum,
en þó vom dómaramir þeir sem flest
mistökin gerðu. Sem betur fer vom
þau á báða bóga og komu ekki ver
niður á öðm hvorU liðinu. Vonandi
líður langt þar til undirrituð verður
aftur vitni að slíkri sem dómgæslu
sem þeir Vigfús Þorsteinsson og
Steinþór Baldursson sýndu að þessu
sinni.
Mörk Vals: Ema Lúðvfksdóttir 5/2, Guðrún
Kristjánsdóttir 4, Katrín Friðriksen 2,
Guðný Guðjónsdóttir og Kristin Amþórs-
dóttir eitt mark hvor.
Mörk Hauka: Margrét Theódórsdóttir 8/4,
Elva Guðmundsdóttir 2, Halldóra Mathie-
sen, Steinunn Þorsteinsdóttir og Ragnhildur
Júliusdóttir eitt mark hvor.
Stjaman - Þróttur 42:21
Stjaman vann stóran sigur á botn-
liði Þróttar í Digranesi. Lokatölum-
ar urðu 42:21 eftir að staðan í leik-
hléi hafði verið 20:11.
Eins og tölumar gefa til kynna var
sóknarleikurinn í hávegum hafður
en minni áhersla lögð á vamarspil
og markvörslu.
Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Stephen-
sen 9/4, Guðný Gunnsteinsdóttir 8, Helga
Sigmundsdóttir 8/3, Drffa Gunnarsdóttir,
Herdis Sigurbergsdóttir og Ásta Óskars-
dóttir 4 mörk hver, Hmnd Grétarsdóttir 3
og Guðný Guðnadóttir og Ásta Kristjáns-
dóttir eitt mark hvor.
Mörk Þróttar: Marfa Ingimundardóttir og
íris Ingvadóttir 5 mörk hvor, Ágústa Sig-
urðardóttir 4, Kristín Pétursdóttir og Drffa
Helgadottir 3 mörk hvor, Ema Reynisdóttir
eitt mark.
Vfklngur - KR 22:1 B
Sigur Víkings var aldrei í hættu.
Þær vom yfir í leikhléi 12:6, en
KR-liðið kom frískara til leiks eftir
hlé. Þær náðu að minnka muninn
aðeins og lauk leiknum með sigri
Víkings 22:19.
Markahæstar hjá Víking vom þær
Svava Baldvinsdóttir og Jóna
Bjamadóttir með 5 mörk hvor. Sig-
urborg Sigþórsdóttir skoraði mest
fyrir KR að venju eða 8/4.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Erfid vika
hjáPétri
og félögum
PÉTUR Guðmundsson og fé-
lagar hjá San Antonio Spurs
hafa ekki haft mikinn tíma til
að slaka & í þessari viku. Þeir
mættu Denver í fyrrakvöld, en
töpuðu stórt, 136:108. í gær
mættu þeir svo Boston og leika
loks gegn Lakers á morgun.
Þetta var mjög slæmur leikur
gegn Denver. Við áttum tvo
góða fjórðunga, 1. og 3., en í 2. og
4. gekk ekkert upp,“ sagði Pétur í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Ég fékk Htið að vera með og kom
ekki inn á fyrr en á síðustu mínút-
unum þegar úrslitin vom ráðin og
skoraði þrjú stig.
Við eigum svo erfíða leiki fyrir
höndum gegn Boston og Lakers,
tveimur sterkustu liðum deildarinn-
ar. Að vísu eigum við báða leikina
á heimavelli, en það verður mjög
erfitt.
Ég er nokkuð bjartsýnn á að ég fái
að leika meira með gegn Boston,
enda em þeir með mjög hávaxið
lið. Þeir töpuðu gegn Houston I gær
[fyrradag], 120:129, Larry Bird
skoraði þó 44 stig. Það er því ör-.
uggt að þeir að þeir ætla sér sigur
í San Antonio.
Það verður að minnsta kosti gaman
að spila gegn þessum liðum og það
verður án efa góð stemmning í
höllinni í San Antonio, enda þegar
uppselt í 16.000 sæti.“
Morgunblaðió/Bjarni
Jóhanna Halldórsdóttlr úr Fram sést hér fiska vítakast í leiknum gegn FH
í gærkvöldi.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Man. Utd. lagði
Derby að velli
MANCHESTER United sigraði
Derby, 2:1, í 1. deild ensku
knattspyrnunnar í gærkvöldi
og komst þar með í 2. sæti
deildarinnar. Norman Whit-
eside kom United yfir á 70.
mínútu og Gordon Strachan
bætti öðru marki við áður en
Ted McMinn minnkaði muninn
fyrir Derby.
Oxford og Luton skildu jöfn,
1:1, í undanúrslitum enska
deildarbikarsins í gærkvöldi. Þetta
var fyrri leikur liðanna, en síðari
' AP
Pétur Guðmundsson sést hér f
lelk með Ssn Antonlo.
Frá
BobHennessy
iEnglandi
leikurinn fer fram á
gervigrasinu hjá Lu-
ton. Mark Stean
náði forystunni fyrir
Luton á 41. mínútu
en Dan Sounders jafnaði úr víti í
upphafi seinni hálfleiks. Hann mis-
notaði síðan vítaspymu á 75.
mínútu.
Einn leikur fór fram í 3. umferð
skosku bikarkeppninnar S gær-
kvöldi. Glasgow Rangers sigraði
Raith Rovers, 4:1. Ian Durrant
skoraði tvö mör, Mark Walters og
Alli McCoist eitt mark hvor fyrir
Rangers. Rangers mætir Dunferml-
ine í 4. umferð.
KNATTSPYRNA
Dregið
íriðla
Igær var dregið í riðla í
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spymu. NIu lið taka þátt í mót-
inu í meistarafiokki karla, en
mótið hefst um 20. mars.
A-riðill: Valur, Víkingur, Þrótt-
ur, Fylkir og Leiknir.
B-riðUl: KR, Fram, ÍR og Ár-
mann.
Einnig var dregið í riðla í 1.
flokki. Þar leika Fylkir, Þróttur,
Fram, Valur, KR og Víkingur (
A-riðli, en í B-riðli eru Skotfélag
Reylqavíkur, ÍR, Ármann,
Víkveiji, Leiknir og Árvakur.
Agaámp
FOLK
■ FRANK Upton, þjálfari
Keflvíkinga í knattspymu, starfar
nú sem þjálfari Rotherham í 'Eng-
landi um stundarsakir. Upton var
fenginn til félagsins eftir að Nor-
man Hunter var rekinn.
■ GRÉTAR Einarsson og Gest-
ur Gylfason, leikmenn Keflavík-
urliðsins em nú við æfíngar hjá
Rotherham. Þeir léku með varaliði
félagsins gegn Newcastle nú í vik-
unnu og stóðu sig vel. Forráðamenn
Rotherham voru mjög ánægðir
með Gest og höfðu á orði að gott
væri að fá hann til liðsins. „Nei,
þið komið ekki nálægt mínum leik-
manni," sagði Upton þá.
I HAFT var eftir hollenska
knattspymumanninum kunna Jo-
han Cruyff í gær, í spánska dag-
blaðinu El Períodico, að hann hefði
ákveðið að taka tilboði Barcelona
um að gerast þjálfari þess. Sögu-
sagnir þess efnis hafa verið á kreiki
að undanfömu, en forráðamenn
félagsins hafa ekki viljað staðfesta
þær — og gerðu það ekki frekar í
gær en áður.
■ CHRISTINE Wachtel frá
Austur-Þýskalandi setti í gær-
kvöldi heimsmet í 800 m hlaupi
innanhúss á móti í Tórínó á Ítalíu.
Wachtel hljóp vegalengdina á
1.57,64 mín. Gamla metið átti Olga
Vakhrushova, Sovétríkjunumm,
en það var 1.58,4 mín., sett 16.
febrúar 1987.
■ ATLIM. Bjarnason varð sig-
urvegari í stigamótum Billiard-
sambandsins og tryggði hann sér
þar með annan farseðilinn á Evr-
ópumeistaramótið í Hollandi, sem
fer fram í maí. Atli M. fékk 203.12
stig út úr fímm stigamótum. Brynj-
ar Valdimarsson varð næstur á
blaði með 174.60 stig. Ásgeir Guð-
bjartsson var með 156.03 stig og
Tómas Marteinsson með 120.65
stig.
■ TÓMAS Marteinsson frá
Keflavík náði mjög góðum árangri
á fimmta stigamótinu í knattborðs-
leik - þegar hann lagði Brynjar
Valdimarsson að velli. Tómas,
sem vann sigur, 3:0, náði 66, 63
og 51 stigum í stuði í leikjunum
þremur.
■ BRASILÍSKA knattspyrnufé-
lagið Fortazeza er nú í miklum
fjárhagserfiðleikum. Það hefur einn
harður stuðningsmaður félagsins
ekki þolað. Hinn 30 ára Manuel
Martins. Hann setti auglýsingu í
dagblað nú í vikunni, sem hljóðaði
þannig: „Hver er tilbúinn að kaupa
af mér annað nýrað?" Hann fékk
strax kr. 330 þús. tilboð. Peningana
sem hann fær fyrir nýrað ætlar
hann að láta renna til félags síns.
Þegar Manuel var spurður hvort
það borgaði sig að fóma öðru nýr-
anu, sagði hann: „Ég get lifað með
annað nýrað. Aftur á móti gæti ég
ekki lifað áfram ef félagið mitt
verður lagt niður."
■ SIGURÐUR Valur Halldórs-
son, körfuknattleiksdómari, er
hættur við að hætta. Hann verður
því áfram FIBA-dómari — með
alþjóðleg réttindi.
■ PÓLVERJAR unnu sigur,
3:1, yfir ísraelsmönnum í vináttu-
landsleik í knattspymu í Tel Aviv
I gær. 5 þúsund áhorfendur sáu
Ronnie Rosenthal skora fyrst fyrir
heimamenn, en Kubicki, Prusik
og Kosecki svöruðu fyrir Pólverja.
knattspyrnudeildar Víkings verður haldinn fimmtu-
daginn 18. febrúar 1988 og hefst kl. 20.00 í
félagsheimilinu á Hæðargarði.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Mætum vel og sýnum málefnum félagsins áhuga.