Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 59^ Schuster hetja Barcelona Bemd Schuster og Gary Lineker voru hetjur Barcelona í gær- kvöldi þegar félagið lagði nágrana- liðið Espanol að velli, 3:2. Lineker skoraði mark með skalla fyrstu mín. leiksins - hans fyrsta mark síðan 20. desember. Schuster skor- aði hin tvö mörkin - fyrst beint úr aukaspymu á 27. mín. og síðan úr vítaspymu sex mín. seinna. Se- bastian Losada og Daninn John Lauridsen skoruðu mörk Espanol. Real Madrid lagði Zaragossa að velli, 2:1. Manuel Sanchis og Fran- cisco skomðu mörkin, en í milli- tiðinni skoraði Umguay-maðurinn Ruben Sosa fyrir gestina. Marcos Alonso og Julio Salinas skomðu mörk Atletico Madrid, 2:1, gegn Logrones. Real Madrid er efst á Spáni með 38 stig og næst kem- ur Atletico Madrid með 32. Real Sociedad, sem lagði Las Palmas að velli, 3:2, er með 31 stig og þá kemur Atlitico Bilbao með 27 stig. Félagið tapaði, 1:2, á útivelli gegn Celta í gærkvöldi. Morgunblaðið/Bjami Árni Friðlelfsson sést hér vera búinn að bijótast í gegnum vöm Stjömunn- ar. Síðan hafnaði knötturinn í netinu. mmm w m Morgunblaðið/Árni Sæberg Olympiufarar Ólympíulið Islands I alpagreinum ásamt þjálfara og fararstjóra heldur utan til Calgary í dag. Þau era frá vinstri: Hreggviður Jónsson, formaður Skíðasam- bands íslands, Helmut Maier, landsliðsþjálfari, Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri sem keppir í svigi og stórsvigi og Daníel Hilmarsson frá Dalvík sem keppir í alpatvíkeppni, svigi og stórsvigi. Einar Ólafsson skíðagöngumaður frá Isafirði og þjálfari hans, Mats Westerlund, héldu utan í síðustu viku. Vetra- rólympíuleikamir verða setti á laugarardaginn. Uppselt á fjóra leiki Nú þegar hafa 706 þúsund mið- ar verið seldir á 15 leiki í úrsli- takeppni Evrópumótsins í knatt- spymu sem fram fer í Vestur- Þýskalandi í júní í sumar. Aldrei hefur verið jafn mikill áhugi fyrir keppninni og hafa nú selst 47 þús: und miðar að meðaltali á leik. í Frakklandi 1984 seldust samtals 599,655 miðar að meðaltali 39.977 á hvem leik. Nú er uppset á fjóra leiki, opnunar- leikinn Vestur-Þýskalandi — Ítalía, Danmörk — Spánn, Vestur-Þýska- land — Danmörk og úrslitaleikinn sem fram fer 25. júní. írar, sem era nýliðar í keppninni, hafa farið fram á að fá 53 þúsund miða á leiki sína. SUND / AUSTUR-ÞYSKALAND „Þreytulegt sund hjá Eðvarði" -sagði Friðrik Ólafsson, sundþjálfari EÐVARÐ Þór Edvardsson náði sér ekki á strík á sfðari degi sundmótsins f Austur- Berlín. Hann hafnaði í 16. sœti í undanriðlum og 8. sœti í B-úrslitum. Það gekk bara illa. Það verður að segjast eins og er og við ætlum ekkert að neita því,“ sagði Friðrik Ólafsson þjálfari Eðvarðs í samtaii við Morgunblaðið í gær. „Þetta var frekar þreytulegt sund og greinilegt að honum gengur illa að ná sér á strik í 50 metra braut eftir að hafa einungis synt í 25 metra braut í hálft ár. Hann byijaði vel og fyrstu 100 metramir vora góðir, en svo gekk honum illa að fá súrefni og eftir það fór sundið í vaskinn. Það hefur kannski haft sitt að segja að við reyndum að skipta um sundstíl og það gekk ekki nógu vel.“ Eðvarð heldur nú til Bonn þar sem hann tekur þátt í mjög sterku móti. Þar er keppt í 25 metra laug og meirihluti keppenda á mótinu í A-Berlín keppir einnig í Bonn. „Það leggst vel i okkur, enda í 25 metra braut. Það er betra fyr- ir Eðvarð því hann æfir í 25 metra brauL En við erum ákveðnir i að bæta okkur og ég held að við getum verið bjartsýnir." Víkingar stungu Stjömuna aff á lokakaflanum EFTIR frekar jafnan leik stungu Víkingar lið Stjörnunar hrein- lega af og þegar leiknum lauk munaði 7 mörkum. Vfkingar voru sterkari aðilinn í leiknum og þá sérstaklega í sfðari hálf- leiknum. Leikurinn var langt frá því að vera vel leikinn. Víkingar virt- ust áhugalausir þar til í síðari hálf- leik, og Stjömumenn vantaði trú á að þeir gætu unnið Víking. Jafnt var á öllum tölum fram undir lok fyrri hálfleiks en Víkingar vora oftast fyrri til að skora. Víkingar náðu undirtökunum í upp- hafí sfðari hálfleiks og héldu þeim svo til allan tímann. Stjömumenn náðu þó að bíta frá sér en það var aðeins um tíma. SkúliUnnar Sveinsson skrifar Stjömumenn vora klaufar í lokin, töpuðu knettinum trekk í trekk og það nýttu leikreyndir Víkingar sér og skoruðu mikið úr hraðaupp- hlaupum. Einar Einarsson hélt Stjömunni á floti í fyrri hálfleik með frábærum leik. Hann sendi hveija sendinguna af fætur annari inná línuna og stjómaði leik liðsins vel. Stjaman skoraði 8 mörk af línunni í leiknum. Sigmar Þröstur varði vel og Haf- steinn lék einnig ágætlega en þetta var ekki dagur Gylfa Birgissonar. Kristján Sigmundsson varði vel frá honum, meðal annars víti, og þess á milli skaut Gylfí í markstangimar. Hjá Víkingum varði Kristján vel framan af og Sigurður eftir að hann kom í markið um miðjan síðari hálf- leik. Bjarki var lunkinn að vanda að skora úr hominu og Sigurður Gunnarsson skoraði falleg mörk. Karl var rekinn af velli fyrir gróft HANDBOLTI / BIKARKEPPNI HSI Blikar unnu á Selfossi Breiðablik sigraði lið Selfoss, 25:21, í bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi á Selfossi. Þetta var síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar. Staðan í leikhléi var 13:9 fyrir Blikana. Þeir höfðu sem sagt náð fjög- urra marka forskoti í fyrri hálfleik og héldu því. Aðalsteinn Jónsson var markahæstur Kópavogsbúanna með 7 mörk, Hans Guðmundsson og Svafar Magnússon gerðu 4 hvor. Hjá Selfyssingum vora Magnús Sigurðsson og Siguijón Bjamason markahæstir með 5 mörk hvor. brot í síðari hálflleik. Víkingar eiga að geta leikið betur en í gær, þeir virtust of kæralausir og sóknarlotur þeirra voru oft mjög langar og gæti það verið vegna væntanlegs Evrópuleiks við ZSKA Moskvu sem verður á næstunni. Stj. - Víkingur : 29 íþróttahúsið Digranesi, 1. deild karla, miðvikudaginn 10. febrúar 1988. Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 5:4, 7:7, 8:10, 10:10, 11:13, 13:14, 13:17, 16:20, 18:21, 21:22, 21:25, 22:29. Mörk Stjörnunnan Hafsteinn Braga- son 6, Skúli Gunnsteinsson 5, Her- mundur Sigmundsson 5, Siguijón Guð- mundsson 3, Einar Einarsson 2, Hilm- ar Hjaltason 1. Varin skot: Sigmar Þ.röstur óskars- son 14/1. Utan vallar: 6 mínútur. Möríc Víkings: Sigurður Gunnarsson 8/2, Bjarki Sigurðsson 6, Árni Frið- leifsson 5, Karl Þráinsson 4, Guðmund- ur Guðmundsson 2, Einar Jóhannesson 2, Hilmar Sigurgíslason 1, Sigurður Ragnarsson 1/1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 10/1, Sigurður Jensson 6/1. Utan vallan 10 mínútur. Dómarar: Óli P. Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson og dœmdu þokkalega vel. FOLK HANDBOLTI / 1. DEILD KARLA ■ MÓNAKÓ er nú á keppnis- ferðalagi í Englandi. Félagið lagði Newcastle að velli, 2:1, í gær- kvöldi, en tapaði, 0:3, fyrir Aston Villa á mánudaginn. ■ TORÍNÓ og Napolí gerðu jafntefli, 1:1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppn- innar í gærkvöldi. Sampdoría lagði Ascoli að- velli, 4:2. Inter MUanó vann sigur, 2:1, yfir Empoli og Avellino og Juventus gerðu jafn- tefli, 1:1. ■ PIRMIN Zurbriggea náði besta tímanum á fyrstu æfíngunni í Mount Allen-branbrautinn í Calg- ary í gær. Hann var meira en hálfri sekúndu á undan næsta manni. „Þessi braut á mjög vel við mig,“ sagði Zurbriggen. Landi hans, Daniel Mahrer, varð annar og Vestur-Þjóðveijinn Markus Wasmeier þriðji. Brankeppnin fer fram á sunnudaginn. I FRANK Rikjaard einn af lyk- ilmönnum í liði Ajax, sem sigraði í UEFA-bikarnum í fyfra, skrifaði í gær undir samning við Sporting Lissabon í Portúgal. Rikjaard hefur reyndar ekki leikið knatt- spymu í rúma fimm mánuði, eða síðan í september. Þá neitaði hann að skrifa undir nýjan samning við Ajax í kjölarið á rifrildi við Johan Cruyff. Hann mun líklega spila sinn fyrsta leik með Sporting á laugardag. í kvöld í kvöld er einn leikur í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Grindavík og ÍBK mætast í íþróttahúsinu í Grindavík og hefst leikurinn kl. 20. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNIN KNATTSPYRNA / SPÁNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.