Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
59^
Schuster hetja Barcelona
Bemd Schuster og Gary Lineker
voru hetjur Barcelona í gær-
kvöldi þegar félagið lagði nágrana-
liðið Espanol að velli, 3:2. Lineker
skoraði mark með skalla fyrstu
mín. leiksins - hans fyrsta mark
síðan 20. desember. Schuster skor-
aði hin tvö mörkin - fyrst beint
úr aukaspymu á 27. mín. og síðan
úr vítaspymu sex mín. seinna. Se-
bastian Losada og Daninn John
Lauridsen skoruðu mörk Espanol.
Real Madrid lagði Zaragossa að
velli, 2:1. Manuel Sanchis og Fran-
cisco skomðu mörkin, en í milli-
tiðinni skoraði Umguay-maðurinn
Ruben Sosa fyrir gestina.
Marcos Alonso og Julio Salinas
skomðu mörk Atletico Madrid, 2:1,
gegn Logrones. Real Madrid er efst
á Spáni með 38 stig og næst kem-
ur Atletico Madrid með 32. Real
Sociedad, sem lagði Las Palmas að
velli, 3:2, er með 31 stig og þá
kemur Atlitico Bilbao með 27 stig.
Félagið tapaði, 1:2, á útivelli gegn
Celta í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Bjami
Árni Friðlelfsson sést hér vera búinn að bijótast í gegnum vöm Stjömunn-
ar. Síðan hafnaði knötturinn í netinu.
mmm w m Morgunblaðið/Árni Sæberg
Olympiufarar
Ólympíulið Islands I alpagreinum ásamt þjálfara og fararstjóra heldur utan til
Calgary í dag. Þau era frá vinstri: Hreggviður Jónsson, formaður Skíðasam-
bands íslands, Helmut Maier, landsliðsþjálfari, Guðrún H. Kristjánsdóttir frá
Akureyri sem keppir í svigi og stórsvigi og Daníel Hilmarsson frá Dalvík sem
keppir í alpatvíkeppni, svigi og stórsvigi. Einar Ólafsson skíðagöngumaður frá
Isafirði og þjálfari hans, Mats Westerlund, héldu utan í síðustu viku. Vetra-
rólympíuleikamir verða setti á laugarardaginn.
Uppselt á fjóra leiki
Nú þegar hafa 706 þúsund mið-
ar verið seldir á 15 leiki í úrsli-
takeppni Evrópumótsins í knatt-
spymu sem fram fer í Vestur-
Þýskalandi í júní í sumar. Aldrei
hefur verið jafn mikill áhugi fyrir
keppninni og hafa nú selst 47 þús:
und miðar að meðaltali á leik. í
Frakklandi 1984 seldust samtals
599,655 miðar að meðaltali 39.977
á hvem leik.
Nú er uppset á fjóra leiki, opnunar-
leikinn Vestur-Þýskalandi — Ítalía,
Danmörk — Spánn, Vestur-Þýska-
land — Danmörk og úrslitaleikinn
sem fram fer 25. júní.
írar, sem era nýliðar í keppninni,
hafa farið fram á að fá 53 þúsund
miða á leiki sína.
SUND / AUSTUR-ÞYSKALAND
„Þreytulegt sund
hjá Eðvarði"
-sagði Friðrik Ólafsson, sundþjálfari
EÐVARÐ Þór Edvardsson
náði sér ekki á strík á sfðari
degi sundmótsins f Austur-
Berlín. Hann hafnaði í 16.
sœti í undanriðlum og 8. sœti
í B-úrslitum.
Það gekk bara illa. Það verður
að segjast eins og er og við
ætlum ekkert að neita því,“ sagði
Friðrik Ólafsson þjálfari Eðvarðs
í samtaii við Morgunblaðið í gær.
„Þetta var frekar þreytulegt sund
og greinilegt að honum gengur
illa að ná sér á strik í 50 metra
braut eftir að hafa einungis synt
í 25 metra braut í hálft ár.
Hann byijaði vel og fyrstu 100
metramir vora góðir, en svo gekk
honum illa að fá súrefni og eftir
það fór sundið í vaskinn. Það
hefur kannski haft sitt að segja
að við reyndum að skipta um
sundstíl og það gekk ekki nógu
vel.“
Eðvarð heldur nú til Bonn þar sem
hann tekur þátt í mjög sterku
móti. Þar er keppt í 25 metra
laug og meirihluti keppenda á
mótinu í A-Berlín keppir einnig í
Bonn.
„Það leggst vel i okkur, enda í
25 metra braut. Það er betra fyr-
ir Eðvarð því hann æfir í 25 metra
brauL
En við erum ákveðnir i að bæta
okkur og ég held að við getum
verið bjartsýnir."
Víkingar stungu
Stjömuna aff á
lokakaflanum
EFTIR frekar jafnan leik stungu
Víkingar lið Stjörnunar hrein-
lega af og þegar leiknum lauk
munaði 7 mörkum. Vfkingar
voru sterkari aðilinn í leiknum
og þá sérstaklega í sfðari hálf-
leiknum.
Leikurinn var langt frá því að
vera vel leikinn. Víkingar virt-
ust áhugalausir þar til í síðari hálf-
leik, og Stjömumenn vantaði trú á
að þeir gætu unnið
Víking.
Jafnt var á öllum
tölum fram undir lok
fyrri hálfleiks en
Víkingar vora oftast fyrri til að
skora.
Víkingar náðu undirtökunum í upp-
hafí sfðari hálfleiks og héldu þeim
svo til allan tímann. Stjömumenn
náðu þó að bíta frá sér en það var
aðeins um tíma.
SkúliUnnar
Sveinsson
skrifar
Stjömumenn vora klaufar í lokin,
töpuðu knettinum trekk í trekk og
það nýttu leikreyndir Víkingar sér
og skoruðu mikið úr hraðaupp-
hlaupum.
Einar Einarsson hélt Stjömunni á
floti í fyrri hálfleik með frábærum
leik. Hann sendi hveija sendinguna
af fætur annari inná línuna og
stjómaði leik liðsins vel. Stjaman
skoraði 8 mörk af línunni í leiknum.
Sigmar Þröstur varði vel og Haf-
steinn lék einnig ágætlega en þetta
var ekki dagur Gylfa Birgissonar.
Kristján Sigmundsson varði vel frá
honum, meðal annars víti, og þess
á milli skaut Gylfí í markstangimar.
Hjá Víkingum varði Kristján vel
framan af og Sigurður eftir að hann
kom í markið um miðjan síðari hálf-
leik. Bjarki var lunkinn að vanda
að skora úr hominu og Sigurður
Gunnarsson skoraði falleg mörk.
Karl var rekinn af velli fyrir gróft
HANDBOLTI / BIKARKEPPNI HSI
Blikar unnu á Selfossi
Breiðablik sigraði lið Selfoss, 25:21, í bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi
á Selfossi. Þetta var síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar.
Staðan í leikhléi var 13:9 fyrir Blikana. Þeir höfðu sem sagt náð fjög-
urra marka forskoti í fyrri hálfleik og héldu því. Aðalsteinn Jónsson
var markahæstur Kópavogsbúanna með 7 mörk, Hans Guðmundsson
og Svafar Magnússon gerðu 4 hvor. Hjá Selfyssingum vora Magnús
Sigurðsson og Siguijón Bjamason markahæstir með 5 mörk hvor.
brot í síðari hálflleik.
Víkingar eiga að geta leikið betur
en í gær, þeir virtust of kæralausir
og sóknarlotur þeirra voru oft mjög
langar og gæti það verið vegna
væntanlegs Evrópuleiks við ZSKA
Moskvu sem verður á næstunni.
Stj. - Víkingur
: 29
íþróttahúsið Digranesi, 1. deild karla,
miðvikudaginn 10. febrúar 1988.
Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 5:4, 7:7,
8:10, 10:10, 11:13, 13:14, 13:17,
16:20, 18:21, 21:22, 21:25, 22:29.
Mörk Stjörnunnan Hafsteinn Braga-
son 6, Skúli Gunnsteinsson 5, Her-
mundur Sigmundsson 5, Siguijón Guð-
mundsson 3, Einar Einarsson 2, Hilm-
ar Hjaltason 1.
Varin skot: Sigmar Þ.röstur óskars-
son 14/1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Möríc Víkings: Sigurður Gunnarsson
8/2, Bjarki Sigurðsson 6, Árni Frið-
leifsson 5, Karl Þráinsson 4, Guðmund-
ur Guðmundsson 2, Einar Jóhannesson
2, Hilmar Sigurgíslason 1, Sigurður
Ragnarsson 1/1.
Varin skot: Kristján Sigmundsson
10/1, Sigurður Jensson 6/1.
Utan vallan 10 mínútur.
Dómarar: Óli P. Ólsen og Gunnlaugur
Hjálmarsson og dœmdu þokkalega vel.
FOLK
HANDBOLTI / 1. DEILD KARLA
■ MÓNAKÓ er nú á keppnis-
ferðalagi í Englandi. Félagið lagði
Newcastle að velli, 2:1, í gær-
kvöldi, en tapaði, 0:3, fyrir Aston
Villa á mánudaginn.
■ TORÍNÓ og Napolí gerðu
jafntefli, 1:1, í fyrri leik liðanna í
8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppn-
innar í gærkvöldi. Sampdoría lagði
Ascoli að- velli, 4:2. Inter MUanó
vann sigur, 2:1, yfir Empoli og
Avellino og Juventus gerðu jafn-
tefli, 1:1.
■ PIRMIN Zurbriggea náði
besta tímanum á fyrstu æfíngunni
í Mount Allen-branbrautinn í Calg-
ary í gær. Hann var meira en
hálfri sekúndu á undan næsta
manni. „Þessi braut á mjög vel við
mig,“ sagði Zurbriggen. Landi
hans, Daniel Mahrer, varð annar
og Vestur-Þjóðveijinn Markus
Wasmeier þriðji. Brankeppnin fer
fram á sunnudaginn.
I FRANK Rikjaard einn af lyk-
ilmönnum í liði Ajax, sem sigraði
í UEFA-bikarnum í fyfra, skrifaði
í gær undir samning við Sporting
Lissabon í Portúgal. Rikjaard
hefur reyndar ekki leikið knatt-
spymu í rúma fimm mánuði, eða
síðan í september. Þá neitaði hann
að skrifa undir nýjan samning við
Ajax í kjölarið á rifrildi við Johan
Cruyff. Hann mun líklega spila
sinn fyrsta leik með Sporting á
laugardag.
í kvöld
í kvöld er einn leikur í úrvals-
deildinni í körfuknattleik.
Grindavík og ÍBK mætast í
íþróttahúsinu í Grindavík og
hefst leikurinn kl. 20.
KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNIN
KNATTSPYRNA / SPÁNN