Morgunblaðið - 11.02.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 11.02.1988, Síða 60
- .S-*m FERSKLEIKI ÞÉGAR MESTÁ REYNIR ftgtmfeliifttfe Pykkvakejat Þar vex sem vel er sáð! FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Is á land við Sauðanes Siglufirði. JSHRÖNGL rak á fjörur á Sauðanesi fyrir utan Siglufjörð í gær og töluverður hafís er á siglingaleið þar fyrir utan. Sigluvík kom í gær til Siglu- Qarðar, en komu skipsins var flýtt vegna hafíssins. Vírar voru strengdir við löndunarbryggjur á Siglufírði og ýmislegt fleira gert til að búa sig undir komu hafíssins. Matthías Breyting á reglum um björg- unarbáta Samgönguráðherra hefur breytt reglum um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmibjörg- ,unarbáta og hafa breytingarnar fyrst og fremst áhrif á ný skip og minnstu skipin. Nú er gerð krafa um að minni skip en 24 metrar að lengd skuli búin að minnsta kosti einum björgunar- báti sem byijar að blásast upp um leið og hann losnar, hvort sem báturinn er losaður með handafli eða sjálfvirkt. Þá skal allur búnaður, sem sótt er um viðurkenningu á, fara i sérstaka prófun. Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóri, sagði að frá 1981 hefðu verið í gildi reglur um sjósetningar- búnað björgunarbáta. „Á stærri skipum hefur víða verið gengið þannig frá, að björgunarbátar blás- ast upp um leið og þeir losna," sagði Magnús. „Sú hefur hins veg- ar ekki alltaf verið raunin með smærri báta og nú var ákveðið að setja sömu reglu um þá, í ljósi feng- innar reynslu. Þá var einnig ákveð- ið að aílur búnaður skyldi fara í sérstaka prófun. Á sínum tíma var að sjálfsögðu allur sleppibúnaður prófaður, en hann var lögleiddur eftir skamman reynslutíma og það hafa komið upp galiar, sem útgerð- ir hafa þurft að bæta. Þess vegna er því sett núna ákvæði um ítar- lega prófun búnaðar, sem óskað er eftir viðurkenningu á.“ Reglur þessar öðlast gildi 1. mars næstkomandi vegna nýrra skipa, en eldri skip undir 50 brúttó- lestum eiga að fullnægja ákvæðun- um við árlega skoðun á næsta ári, 1989. Morgunblaðið/RAX Það varð heldur rýr eftirtekja eftir erfiðan dag hjá aðstandendum fiskeldisfélagsins Strandar i gær. Eins og sést á myndinni flýt- ur fiskur dauður í kvínni og háfurinn fór hálftómur milli kvíar og skips. Aðeins tókst að slátra litlum hluta EKKI TÓKST, eins og til hafði staðið, að slátra öllum matfiski kvíaeldisfyrirtækjanna Strand- ar hf. og Hvammsvíkurstöðvar Laxalóns hf. i Hvalfirði í gær. Starfsmenn Strandar reyndu með aðstoð Skímis Ak 16 að háfa fískinn úr kvíunum en gekk lítið enda aðstæður allar hinar erfíð- ustu. Norðaustan stinningskaldi var í Hvalfirði og stóðu menn í kröpuðum sjó í hné. Fiskur náðist úr einni kvínni en hliðarskrúfa Skímis reif stórt gat á aðra og náðust einungis um það bil 3 tonn um borð í bátinn. Laxinn þoldi illa þegar hreyfíng kom á vatnið, og drápust margir fískanna áður en tókst að blóðga þá. í Hvammsvík gátu menn ekk- ert aðhafst í gær vegna lagnað- aríss. Þó tókst að komast á báti út að kvíunum undir kvöld og bijóta vök á eina. Þar undir var lifandi regnbogasilungur sem tók fóður og synti um. Alls eru 70-80 tonn af regnbogasilungi í Hvammsvík. Stjóm Laxalóns fundaði seint í gærkvöldi um vandann og sagði Ólafur Skúla- son, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, að rætt hefði verið um hvort reynt yrði að slátra fískinum við hinar erfíðu aðstæður eða hvort beðið yrði fram yfír kuldakastið og séð til hvort hluti físksins lifði af. „Ef svo fer ættum við að geta ræktað hér upp sterkan stofn," sagði Ólafur. Nýjar kröfur Verkamannasambandsins: Yfir 20% beinar hækkanir auk viðamikilla breytingu Öraunhæfar kröfur segir framkvæmdasljóri VSÍ Formannafundur Verka- mannasambands íslands sam- þykkti samhljóða á fundi í gær tillögur um breytingar á kjara- samningum. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að frá og með 1. febrúar hækki laun um 2.000 krónur svo og hlutfallslegri hækkun launatengdra liða samn- ingsins. Þá er gert ráð fyrir 3% hækkun 1. maí, 1. ágúst, 1. októb- er og I. febrúar 1989. Samkvæmt þessum tillögum er gert ráð fyrir liðlega 20% beinum hækkunum á Nýir kaupendur að land- inu í Smárahvammi HAGKAUP, Byggingavöru- verzlun Kópavogs og Fijáls verslun eru meðal þeirra fyrir- tækja sem hyggjast festa sér einn þriðja af þeim 25 hektur- um úr landi Smárahvamms i Kópavogi, sem Samband íslenskra samvinnufélaga bauð i fyrir rúmum fjórum mánuð- um, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Allt frá því að Sambandið iagði fram kauptilboð sitt hefur bæjar- stjóm Kópavogs verið að kanna hvort bæjarfélagið, sem á for- kaupsrétt að landinu, ætti að nýta sér hann. „Málin standa þannig nú að Kópavogsbær mun að öllum líkindum nýta sér forkaupsréttinn að landinu og selja til annarra," sagði Jón Ásbergsson forstjóri Hagkaups. „Hagkaup er einn af nokkrum aðilum sem éru væntan- legir kaupendur að landinu." laun á samningstímanum, sem miðað er við að gildi til 15. febrú- ar 1989. Að auki fela tillögurnar í sér starfsaldurshækkanir til þeirra félaga i VMSÍ sem ekki búa við þær fyrir og miðast þær hækkanir við 1 ár, 3 ár, 5 ár, 7 ár og 9 ár, og nema hæst 20% eftir 9 ár. Áhersla er lögð á að fá í samninga ýmis atriði sem önnur félög hafa fengið, en VMSÍ ekki. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að við fyrstu sýn virtist sér hér vera um að ræða óraunhæfar kröfur. „Mér finnast svona jólatré á þorra dálítið an- kannaleg, því það sér hvert manns- bam að þetta er með öllu óraun- hæft. Annars eigum við eftir að skoða þetta nánar og það tekur liklega nokkra daga að reikna þetta ofan í kjölinn, þetta eru svo viðamikl- ar breytingar," sagði Þórarinn. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, sagði að einhugur hefði ríkt á fundi VMSÍ og það væri samstilltur hópur sem nú gengi til samninga, gagnstætt því sem verið hefði. Guðmundur kvaðst á þessu stigi ekki vilja gefar neinar yfirlýsingar um aðgerðir ef vinnu- veitendur höfnuðu þessum kröfum, en sagðist búast við hörðum samn- ingaviðræðum, sem vissulega gætu stefnt út í bein átök ef samningar drægjust á langinn. Guðmundur sagði að boðað hefði verið til Dags- brúnarfundar í dag, þar sem tillög- umar verða kynntar og jafnframt leitað eftir verkfallsheimild. Fyrsti samningafundur fulltrúa vinnuveitenda og iðnverkafólks var haldinn í gær. Að sögn Guðmundar Þ. Jónssonar, formanns Landssam- bands iðnverkafólks, lögðu hvorir aðilar um sig fram hugmyndir sínar varðandi komandi kjarasamninga, en í þeim efnum leggur iðnverkafólk áherslu á að tryggja kaupmátt launa þannig að lágmarksviðmiðun verði sú að kaupmáttur verði ekki lakari en á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.