Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
Ófeigur m & strandstað við Hafnamesvita. Þorlákshöfn í baksýn.
skorðuðu þeir sig til þess að standa
veltinginn á bátnum þegar öldumar
skullu á honum og köstuðu honum
til. Þeir voru allan timann með brú-
ardymar opnar stjómborðsmegin
sem var hlémegin á bátnum.
Það hríktí hrikalega í
„Það hrikti hrikalega í bátnum
og það voru miklir skruðningar
þegar hann barðist til,“ sagði Hauk-
ur Sölvason, fyrsti vélstjóri, en við
gátum verið rólegir í brúnni. Við
settum í gang loftkælda ljósavél og
hún gekk alveg þar til um tíu tnínút-
um áður en þyrlan kom. Við rædd-
um saman í brúnni um það hvemig
við ætum að standa að björgun-
inni. Óskar stýrimaður var nýbúinn
að vera á björgunaræfingu og gat
lagt á ráðin til dæmis um það hvem-
ig menn ættu að ganga frá þyrluól-
inni,“ sagði Haukur.
Þyrlan er ómetanleg
„Menn tóku þetta skynsamlega
og við ræddum um aðstæðumar
okkar á milli. Það var gött að heyra
að þyrluflugmennimir sögðu að við
hefðum brugðist óaðfinnanlega við
þegar kom að hífingu enda gekk
Morgunbíaðið/Ámi Steberg
það fljótt fyrir sig,“ sagði Óskar
Friðriksson stýrimaður.
„Það er gott dæmi í þessu,“ sagði
Óskar ennfremur, „hvað þyrlan er
gott tæki. Hún gat tekið okkur
beint upp. Ef við hefðum þurft að
fara í stól í land hefði báturinn
getað oltið eða kastast til og þá
komið slaki á línuna og menn farið
í kaf. Þetta sýnir að þyrlan er ómet-
anleg. Það var líka ákaflega traust-
vekjandi að sjá björgunarmennina
á fjörukambinum og vita af þeim í
viðbragðsstöðu."
Óskar stýrimaður og Haukur 1.
vélstjóri hafa báðir lent í slæmum
ströndum áður. Óskar var á Sæ-
björgu sem strandaði í Homafirði
og Haukur á Stakk sem strandaði
við Sólheimasand.
Þetta fór eins vel og
hugsast gat
„Það voru gífurlegir skruðningar
þegar báturinn fór uppí en við vor-
um aldrei í neinni hættu," sagði
Ægir Ármannsson skipstjóri á
Ófeigi III. „Það fyrsta sem ég skip-
aði strákunum var að fara í björg-
unarvesti. Við vorum allir afturí, í
brúnni og eldhúsinu, vorum nýbún-
ir að ræsa og áttum stutt eftir í
höfnina þegar þetta gerðist.
Það fór ágætlega um okkur í
bátnum. Það voru auðvitað mikil
högg þegar öldumar skullu á hon-
um. Annars átti maður von á meiri
höggum, en við skorðuðum okkur
í ganginum og köstuðumst því lítið
til.
Það leið mjög stuttur tími frá
því. við sendum kallið þar til þyrlan
kom og. við urðum líka fljótlega
varir við björgunarsveitarmennina
á fjörukambinum.
Við töldum ekki ráðlegt að fara
í stólinn og óskuðum eftir aðstoð
þyrlunnar við að komast í land og
það hvarflaði aldrei að okkur að við
kæmumst það ekki. Það var ekki
þorandi að senda menn upp á brúna
til að skorða stóiinn betur, það hefði
stefnt þeim í hættu og við vorum
aldrei neinni hættu í bátnum. Þegar
við fórum út þá skýldi brúin okkur
og það var ekki svo mikill sjór þar
sem við vorum.
Við fórum yfir alla þætti með
Óskari stýrimanni, sem var búinn
að vera á námskeiði, hvemig ætti
að athafna sig og komast í þyrl-
una. Maður er auðvitað feginn að
þetta er búið og gott að vera kom-
inn í land og heyra í fjölskyldunni.
Þetta fór eins vel og hægt er að
hugsa sér og ég vil koma á fram-
færi þökkum til björgunarmanna
sem vom mjög fljótir á staðinn og
þeim fórst allt mjög vel úr hendi,“
sagði Ægir Ármannsson skipstjóri
á öfeigi III.
Þetta var redding í land
f samtali við Pál Halldórsson
þyrluflugstjóra sagði hann að þetta
hefði gengið vel, verið tiltölulega
auðvelt verk og flokkaðist varla
undir björgun. Þetta hefði verið
meira redding í land. „Þetta var
hálfgerður „Saga class flutningur,"
sagði Páll og brosti.
Aðstæður innn við fjörukambinn
vom orðnar erfiðar þegar björgun
var lokið. Þá var komið þar mikið
vatn og erfítt að fara um á bílum.
Björgunasveitarmenn drógu þá bíla
upp sem stungust á nefíð í pytti
og leiðbeindu öðmm yfír flóðið, en
í aðfalli á stómm straumi flæðir
þama mikið vatn.
Sig. Jóns. Arni Johnsen, Jón
H. Sigm.
„Tókum þetta skynsam-
lega og ræddum aðstæður“
Stórstreymt var og háflóð þegar Ófeigur III strandaði og barðist til í fjörunni
Selfossi, Þorlákshöfn.
„Við vorum aldrei í neinni hættu
í bátnum,“ sagði Ægir Ármanns-
son skipstjóri á Ófeigi III frá
Vestmannaeyjum sem strandaði
á sjötta timanum í gærmorgun
rétt vestan við Sporið fram und-
an Hafnarnesvita hjá Þorláks-
höfn. Þyrla Landhelgisgæslunn-
ar flutti áhöfnina, fjóra menn, í
land og allir voru komnir í hús
nm áttaleytið. Björgunarsveit
Þorlákshafnar kom strax á
strandstað, kom línu út i bátinn
og björgunarstól. Skipveijar
ákváðu að nota frekar þyrluna
við að komast í land þar sem
nokkrum erfiðleikum var bundið
að komast i björgunarstólinn.
Þyrlan, sem var kominn yfír bát-
inn um um sjöleytið, flutti mennina
í land í tveimur ferðum og gekk
það mjög vel. Skipverjar fóru siðan
með flugvél frá Selfossi til Vest-
mannaeyja um tíuleytið.
Erindi Ófeigs III til Þorláks-
hafnar var að sækja skipverja þar,
Björgvin Ármannsson netamann,
og síðan var fyrirhugað að fara á
kolaveiðar.
Ófeigur III liggur mjög ofarlega
í flörunni því stærstur straumur var
þegar hann strandaði. Mjög stutt
var því útí bátinn frá fjörukambin-
um. Þegar báturinn strandaði var
nýbúið að ræsa mannskapinn og
skipverjar voru staddir í eldhúsinu
og í brú sem eru sambyggð.
Skömmu eftir strandið drap vélin á
sér því skrúfan hefur að öllum
líkindum rekist harkalega í. Bátur-
inn barðist til í urðinni og færðist
til undan öldunni og var það ástæð-
an fyrir því að ákveðið var að taka
þyrluna.
Kojan var komin hálf í sjó
Mjög fljótlega eftir að bátinn tók
niðri var kominn sjór í vélarrúmið
og orðið ófært þar niðri. „Kojan
mín var komin hálf í sjó þegar þyrl-
an fór í loftið frá Reykjavík. Maður
hefur aldrei lent í svona og það fór
margt í gegnum hugann. Maður
hugsar um sitt daglega líf í þessum
aðstæðum og er þakklátur hvemig
fór.“ sagði Kristján Þorsteinsson
matsveinn.
Skipveijar voru ailtaf f sambandi
við land í gegnum síma og talstöð.
Þeir komu sér fyrir í brúnni og
settu á sig bjorgunarvesti en það
kom aldrei neinn sjór í brúna. Þar
Áhöfnin á Ófegi III komin í land í Þorlákshöfn í gærmorgun. Frá vinstri Kristján Þorsteinsson mat-
sveinn, Ægir Armannsson skipstjóri, Haukur Sölvason fyrsti vélstjóri og Óskar Friðriksson stýrimað-
ur. Lengst til hægri er Árni Johnsen blaðamaður Morgunblaðsins.
Leikhúsið Frú Emilía:
Kontrabassaleikar-
inn er hámenntaður
- en getur ekki notað menntunina
FRÚ EMILÍA er lítið leikhús og ungt, sýnir nú sitt annað stykki í
bakhúsi við Laugaveg 55 í Reykjavík. Það er leikritið „Kontrabass-
inn“, eftir Patrick Stiskind. Fyrsta sýning leikhússins var „Mercedes'
og var sýnd f Hlaðvarpanum. „Kontrabassinn“ er gamansöm sorgar-
saga og fjallar um erfiðleika kontrabassaleikara við að sætta sig við
hlutverk sitt f lffinu.
Leikstjóri „Kontrabassans" er
Guðjón P. Pedersen, Morgunblaðið
ræddi við hann um sýninguna og
leikhúsið.
„Við höfum nú um sinn hreiðrað
um okkur héma, f þessu bakhúsi.
Þetta er lftið leikhús og lftil sýning,
en húsnæði hentar okkur vel. Salur-
inn tekur 50 manns og hér getur
sýningin orðið náin, eins og við séum
stödd f stofunni heima hjá kontrabas-
saleikaranum. Við vildum hafa það
þannig, hafa nálægð eins og við
værum stödd heima hjá einhveiju
góðu fólki“, sagði Guðjón. „Þetta
verk er eins konar „tragikómedía",
hélt Guðjón áfram,„ það er hægt að
lfta á þetta sem tragískt líf, að vera
kontrabassaleikari. Ef hann vill ekki
spila jass, eins og þessi, þá er lítið
eftir þar sem kontrabassinn er í aðal-
hlutverkinu, litlir möguleikar á að
komast f fremstu röðina. Það er að-
eins eitt hljóðfæri aftar, pákan, en
samt fær hún athygli eins og ein-
leikshljóðfæri. Kontrabassinn fær
nær aldrei þá athygli. Leikurinn ger-
ist á einu sfðdegi, áður en bassaleik-
arinn fer í kjólfötin til þess að spila
með hljómsveitinni og hann er að
gera upp stöðu sína“, sagði Guðjón.
Og hann heldur áfram: „Ég held
að allir hugsi einhvem tfma í lífi sínu,
„Er ég á réttri hillu f lffinu í dag?“,
ætluðu ef til vill að verða eitthvað
annað eins og kontrabassaleikarinn
í þessu verki, hann ætlaði að verða
básúnuleikari og hefði þá vafalaust
komist í sviðsljósið. Hann er há-
menntaður, en getur ekki notað
menntunina, þvf að enginn kallar
eftir henni. Hvað erum við að mennta
okkur á svo mörgum sviðum sem svo
engin þörf er fyrir? Auðvitað er bas-
saleikarinn afbrýðisamur. Hann hef-
ur mikla menntun en lág laun. Á
meðan er einhver skrifstofublók með
fín laun, en eins og kontrabassaleik-
arinn segir „hann hefur ekkert lært!“
Guðjón segir síðan meira frá raun-
um þessa manns, hann er ástfanginn
og það er vonlaus ást. Hún er sópran-
söngkona og ávallt f skærasta ljós-
Ámi Pétur Guðjónsson í hlut-
verki hins hámenntaða kontra-
bassaleikara.
inu. Hann veit aðeins um tvö verk,
sem hafa verið skrifuð fyrir kontra-
bassa og sópran, hann er dæmdur
til þess að vera i skugganum og
hann veit að hún mun aldrei taka
eftir honum.
Við spytjum Guðjón um leikhúsið
og hann segist vera bjartsýnn á,
framhaldið. „Við höfum hugsað okk-
ur að halda áfram, draumurinn er
að komast f stærra húsnæði, þar sem
hægt er að gera tilraunir og þau
verk sem okkur langar að setja upp
krefjast þess. Við þurfum ekki mik-
ið, Qóra veggi og hita í húsinu. Hér
er aðstaða góð fyrir þetta verk, en
þetta er auðvitað ekki til frambúðar.
Aðsókn hefur yfirleitt verið góð hjá
litlu leikhópunum, fólk virðist hafa
áhuga á að fara að sjá hitt og þetta.
Hins vegar er svo mikið sem við eig-
um eftir að kynna, margir ungir og
athyglisverðir höfundar. En, um leið
og við erum bjartsýn, verðum við að
vera þolinmóð, leikhúsrekstur er dýr,
jafnvel fyrir svona litla sýningu eins
og þessa.. Við höfum engan styrk
fengið til sýningarinnar og meðal
annars þess vegna völdum við litla
sýningu að þessu sinni, stærri verkin
koma síðar þegar okkur vex fiskur
um hrygg“, sagði Guðjón P. Pedersen
að lokum.
Þátttakendur í uppfærslu leik-
hússins Frú Emilíu á „Kontrabassan-
um“ eru Ami Pétur Guðjónsson, sem
leikur kontrabassaleikarann, Guðjón
P Pedersen er leikstjóri, Guðný B
Richards sér um leikmynd og bún-
inga. Hafliði Amgrímsson og Kjartan
óskarsson þýddu verkið.