Morgunblaðið - 21.02.1988, Page 9

Morgunblaðið - 21.02.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 9 HUGVEKJA Þekkjum við ekki öll freisting una? Hvemig hún kemur til okkar svo „lævís og lipur" í allskonar gervum. Hún knýr dyra við allar mögulegar og ómögulegar að- stæður og virðir engin vé, lætur ekkert í friði og herjar stöðugt á, ævinlega með auknum þunga ef undan henni er látið. Stóm freistingamar sem bjóða boðorðunum 10 birginn em auð- þekkjanlegar en hinar freisting- amar sem koma til okkar smjað- randi em verri viðskiptis. Þá er alltaf boðin svo góð vöm: Við gemm það, þó það bijóti lög, af því allir gera það. Við höldum á lofti gróusögu í nafni þess að við séum gamansöm. Við ýkjum frá- sögn á kostnað annarra í nafni þess að við séum svo góð að segja frá. Við hagræðum okkur í vil ýmist með því að vera þröngsýn í nafni gamalla venja eða þá að við tökum upp á nýjum háttum í nafni þéss að við séum svo frjáls- lynd. Og ef við gemm eitthvað rangt er hugurinn óðar tilbúinn að setja fram afsakanimar sem hagræða hlutum og kringum- stæðum okkur í vil. Næstum það fyrsta sem við munum eftir er freistingin. Kök- umar og sælgætið heima. Nei, nei, ekki ég, var svarið þegar pabbi eða mamma spurðu hver tók. Og sfðan þegar farið var í búð, þá var ef til vill einum bijóst- sykurmola bætt við. Svona jókst þetta. Síðan var það ef til vill síga- retta í leynum, vínglas síðar og svo unglingsárin með öllum út- skýringum og svo mörgu öðm. Bijóstsykurmolinn í byijun gat orðið að meiru, jafnvel ástríðu til að hnupla í búðum, sem fylgir viðkomandi alla ævi. Afsökunin heima fyrir gagnvart öllu sem kom fyrir, gat orðið að fylginaut, þannig að viðkomandi var ætíð tilbúinn að grípa til ósanninda til að reyna að bjarga sér frá óþæg- indum og fyrsta sígarettan og vínglasið gat leitt til flötra, sem viðkomandi hefði svo gjaman vilj- að vera laus úr. Þannig em þessar freistingar sem við hugleiðum á þessum fyrsta sunnudegi í föstu. Frá hebr- esku og grísku merkir orðið freist- ing; erfiði eða reynsla. Freisting er þannig barátta sem er háð í hugarheimi einstaklingsins. Þar eiga átökin sér fyrst stað. Þar er uppgjörsstundin lifuð sem ákveð- ur framkvæmd. Þar eigast við hin góðu og illu öfl, samvizkan og freistingin. Við getum ekki skil- greint nákvæmlega hvað sam- vizka er, en áreiðanlega er hún einhverskonar geymd hugans varðandi allar leiðbeiningar um það sem rétt er. Hún flytur vöm sína gagnvart freistingunni, en lögmái hennar er, að sigri hún, talar hún skýrar næst, en tapi hún hins vegar, verður rödd hennar veikari. Frá ævafomu var fastan tími sjálfsprófunar og iðmnar, ætluð sem undirbúningstími að dymbil- viku, þar sem uppgjörið mikla átti sér stað með krossfestingu. í samræmi við þetta er þessi sunnu- ■ 1. sd. í jostu. Mt. 4; 1.-11. dagur helgaður baráttu Jesú við freistingamar þijár sem mættu honum í eyðimörkinni. Fyrsta freistingin að breyta steinum í brauð höfðar til þess að hagnast á óheiðarlegan hátt. Ritað er: „Maðurinn lifír ekki á brauði einu saman, heldur á sér- hveiju orði, sem fram gengur af Guðs munni.“ Við lifum ekki á efnahagslegum gæðum eingöngu, sem geta þjónað líkama okkar og nautnum, heldur því sem sálinni tilheyrir, hinum andlegu verð- mætum, sem em ósýnileg og eilíf. Orð Guðs var Jesús Kristur, líf hans og líf okkar, bæn hans og bæn okkar. Önnur freistingin að kasta sér niður af þakbrún musterisins og iata engla Guðs bera sig á höndum höfðar til þeirrar freistingar að bjóða hættum birginn. Gera eitt- hvað sem við vitum að er rangt, en treysta á að það bjargist ein- hvem veginn. Þriðja freistingin um að allt sé falt ef Satan sé tilbeðinn höfðar til þess að við týnum Guði mitt í lífsgæðakapphlaupinu og eign- umst á þeirri stundu guð hins dauða efnisheims. Þá sagði Jesús: „Vík burt Satan, því að ritað er: Drottinn, Guð þinn átt þú að til- biðja og þjóna honum einum." Freistingamar sem mættu Jesú em sömu freistingamar og mæta okkur, freistingar sem koma til okkar í svo mörgum gervum, við svo margbreytilegar aðstæður, en eitt er þeim öllum sammerkt: Þær em alltaf erfiðar viðfangs og við þurfum svo oft að reyna hinn súra beizkleika þeirra, samvizku- bitið gagnvart því að hafa fallið. Hann einn sigraði freistingam- ar, en við föllum. Hann sýndi okkur hina erfíðu leið þjáningar- innar til sigurs, sem segir okkur að enginn sigur vinnst án liaráttu, enginn fullkomnun vinnst án sig- urs á mörgum freistingum og að stærstu sigramir og jafnframt þeir erfiðustu vinnast eingöngu í hugarheimi okkar. Þar er orrust- an háð. Þar er ákveðið hvomm þú fylgir, Jesú eða Satan. Það er enginn annar valkostur til. VORN GEGN VERDBOIGU KJARABRÉF - Ávöxtun: 12 - 14% umfram verðbólgu TEKJUBRÉF - Ávöxtun : 12 - 14% umfram verðbólgu MARKBRÉF - Ávöxtun: 13 - 16% umfram verðbólgu BANKABRÉF - Ávöxtun: 9 - 10% umfram verðbólgu SPARISKÍRTEINI - Ávöxtun: 7,2 - 8,5% umfram verðbólgu ú e VAXTAKJORIN I DAG Hér að ofan geturðu séð hvernig vaxtakjörin eru í dag. Þess ber þó að gæta að tölurnar eru birtar án tillits til sölulauna eða innlausnargjalds. Fjárfestingarfélagið er alltaf reiðubúið til þess að veita þér upplýsingar um bestu kosti verðbréfamarkaðsins hverju sinni. TALAÐU VID OKKUR Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins eru alltaf til viðtals í Kringlunni og í Hafnarstræti 7. Þeir veita þér góð ráð um ávöxtun peninganna þinna, innlausn spari- skírtcina, kaup og sölu verðbréfa, gengi verðbréfa, aðstoð við fjárfestingar og annað sem þú þarft að vita. í dag er nauðsynlegt að nýta sér aðstoð þeirra sem þekkja markaðinn. Símsvarinn okkar er í vinnu allan sólar- hringinn. Hann veitir þér upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa. SÍMANÚMER SÍMSVARANS ER 28506 HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, 0 (91) Tólf ár í fararbroddi! FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK, S (91) 689700 GENG119. FEBRÚAR KJARABRÉF 2.663 TEKJUBRÉF 1.363 MARKBRÉF 1.377 FJÖLÞJÓÐABRÉF 1.268

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.