Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
Don Giovanni
slær í gegn
__________________Tónlist_______________________
Jón Ásgeirsson
Söngvarar
DonGiovanni ............. Kristinn Sigmundsson
Leporeilo ............... Bergþór Pálsson
Donna Anna .............. Ólöf Kolbrún Harðardóttir
Donna Elvira ............ Elin Ósk Óskarsdóttir
Zerlina ............... Sigríður Gröndal
Don Ottavio ........... Gunnar Guðbjörnsson
Masetto og Höfuðsmaður '. Viðar Gunnarsson
Kór og hljómsveit íslensku óperunnar
Stjórnandi .............. Anthony Hose
Leikstjóri ............ Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar .. Una Collins
Það er ekki í lítið ráðist að færa
upp Don Giovanni eftir Mozart, því
trúlega er verkið, sönglega séð,
meðal erfiðustu óperuverka tón-
bókmenntanna. Mozart og textahöf-
undurinn Da Ponte sögðu verkið
vera „gleðileik" og æ síðan hafa
menn deilt um gerð verksins og
hvemig það skuli flokkað. Eins og
óperan var uppfærð í Gamla bíó sl.
föstudagskvöld hefur forskrift Moz-
arts verið látin halda sér, þar sem
blandað er saman gamansemi er
einkennir „buffa“ óperur og tilfinn-
, ingaátökum, sem ekki gerast áhrifa-
meiri í sorgarleikjum.
Niðúrlag óperannar hefur frá
upphafi verið eins konar „anti-
klimax" en þessum leikrænt vand-
ræðalega eftirmála hefur á síðari
áram oft verið sleppt, því leiknum
er lokið, þegar örlög herra Jóhanns
era ráðin. Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstjóri velur verkinu að enda á
þessum eftirmála en fullgerir við
gamansemina með því að láta Don
Giovanni rísa upp frá helju við niður-
lagshljóma verksins, liklega til að
leggja áherslu á að enn sé að finna
á meðal vor menn eins og herra
Jóhann, en samt sem áður, að allt
hafí þetta þó verið i gamni gert,
eins og vera ber í „opera buffa“.
Leikstjóm Þórhildar er mjög góð,
svo og leikmynd og búningar Unu
Collins, sem allt fellur svo saman í
eina skemmtilega mynd i samvirku
samstarfi þeirra er undirbjuggu og
æfðu verkið til uppsetningar. Hlut-
verk kórsins i þessu meistaraverki
Mozarts er frekar lítið en það sem
hann lagði til sýningarinnar var vel
gert. Hljómsveitin var ágæt en sá
sem stjómaði og hélt uppi spenn-
unni í verkinu með miklum glæsi-
brag var hljómsveitarstjórinn Anth-
ony Hose.
Það sem einkenndi uppfærsluna
alla var öryggi svo að þessi erfiða
ópera varð leikandi létt og skemmti-
leg áheymar. Þrátt fyrir að mörgum
sé tamt að gera samanburð á
minnsta óperahúsi í heimi og ópera-
húsum stórborganna, er heldur ekki
Viðar Gunnarsson, Elín Ósk
Óskarsdóttir, Ólöf Kolbrún
Harðardóttir og Gunnar Guð-
björnsson.
rétt að afsaka illa gerða hluti með
því að benda á lélega aðstöðu. En
hvað á þá að segja þegar vel tekst
til, hvað þá við frábæram árangri.
Ópera er margslungið fyrirbæri og
byggir á samvirku átaki fjölda aðila
og fyrir undirritaðan var þessi upp-
færsla áhrifamikil upplifun.
Allir söngvaramir stóðu sig með
prýði. Ólöf Kolbrún Harðardóttir
(Donna Anna) og Eitn Ósk Óskars-
dóttir (Donna Elvira) sungu sín erf-
iðu hlutverk mjög vel og þrátt fyrir
nokkuð hljómlitla rödd vann Sigríð-
ur Gröndal (Zerlina) á og náði í
aríunni til Masetto að gera þessa
ístöðulausu sveitastúlku að innilegri
og elskulegri persónu.
Viðar Gunnarsson fer með tvö
hlutverk, höfuðsmanninn og Mas-
etto og syngur og leikur bæði hlut-
verkin vel. Þeir sem slógu í gegn
vora Gunnar Guðbjömsson (Don
Ottavio), Bergþór Pálsson (Lepor-
ello) og Kristinn Sigmundsson (Don
Giovanni).
Gunnar er rétt rúmlega tvitugur
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson.
Bergþór Pálsson og Kristinn Sigmundsson.
og á margt eftir að læra en er þeg-
ar orðinn nokkuð slyngur söngvari
og auk þess fæddur með „gull-
barka". Elergþór Pálsson sló í gegn
með frábæram leik og söng og vora
sum atriðin, þar sem hann og Krist-
inn Sigmundsson áttust við, hreint
frábær. Kristinn er glæsilegur og
áhrifamikill ! hlutverki Don Gio-
vanni og vinnur þessi stórkostlegi
söngvari hér mikinn listasigur.
Undirritaður vill ekki nota orð,
eins og kraftaverk eða undur, um
það að hægt sé að færa upp eins
glæsilega sýningu og uppfærslan á
Don Giovanni er, heldur leggja
áherslu á að við íslendingar eigum
hóp af góðum og einnig efnilegum
söngvuram, sem era til alls vísir.
íslenska óperan hefur snúið sögunni
svo við, að það sem var næsta
óhugsandi fyrir nokkram áram, er
ekki lengur aðeins mögulegt heldur
hefur það verið gert með glæsibrag.
íslendingar
flykkjast
til okkar
- segja spænskir ferðamálafrömuðir
Ferðaskrifstofan Útsýn gengst fyrir ferðamarkaði & Broadway
{ dag, sunnudag. Af því tilefni eru komnir hingað til lands nokkrir
erlendir fulltrúar ferðaskrifstofa og hótela til að kynna það sem
þeir hafa upp á að bjóða. Fulltrúamir koma frá Portúgal og Kýpur
en flestir þeirra koma frá Spáni, þangað sem leiðir þúsunda sól-
þyrstra íslendinga hafa iegið svo áratugum skiptir. Blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi við fjóra ferðamálafrömuði frá Suður-
Spáni, þá José Moreno fjármálastjóra, Benal Beach og Minerva
Jupiter, Jaques de Paep, aðstoðarsölustjóra Timor-hótelkeðjunnar,
Miguel Rodriguez, framkvæmdastjóra Castillo Santa Clara og Jose
M. SalHana de la Calle, framkvæmdaatjóra Suður-Spánardeildar
ferðaskrifstofunnar Marsans Intemational sem er umboðsaðili Út-
sýnar á Spáni.
Þeir vora fyrst spurðir hver væri
ástæðan fyrir dvöl þeirra hér? „Mik-
il aukning ferðamanna frá íslandi
hefur verið á síðustu tveimur áram
og við komum hingað í þeirri von
að við getum aukið þann straum
enn frekar,“ sagði de Paep. „Við
komum til að sýna íslendingum
hvað við höfúm upp á að bjóða, því
ef við gætum þess ekki að kynna
okkur, þá verðum við undir á mark-
aðnum. Stórir hópar íslendinga
koma til Spánar ár hvert, það er
þvi ekki nema sanngjamt að við
komum hingað að minnsta kosti
einu sinni á ári. Síðustu fjögur ár
hefur alltaf einhver frá okkur farið
til íslands. Svona ferðir gefa okkur
betri skilning á viðskiptavinum okk-
ar og við munum eiga auðveldar
með að uppfylla kröfur þeirra."
Saldana segist vera kominn til að
kynna Spán; „segja fólki hvað þar
sé að finna ef það hefur ekki komið
þangað og þeim sem hafa komið
ætlum við að kynna þær breytingar
sem eiga sér stað. Þá á ég við
skemmtanir, framfarir og betram-
bætur á götum, ströndinni og bygg-
ingum. Árið 1987 komu líklega um
50%-60% fleiri ferðamenn til Spánar
en árið þar á undan og við vonumst
til þess að þessi aukning haldi áfram
þó hún verði ekki í alveg sama
mæli og árið á undan.“
Þeir lýstu allir yfir vilja til að
auka straum (slenskra ferðamanna
enn frekar og þá ! samvinnu við
Útsýn, sem er eini íslenski aðilinn
sem skiptir við þá. „Ég þekkti vel
til Útsýnar áður en við hófiim sam-
starfið. Fyrirtækið er vel þekkt
meðal þeirra sem starfa að ferða-
málum á Spáni,“ segir Moreno og
de Paep bætir því við að samstarfið
við Útsýn hafi verið n\jög ánægju-
legt og engin þörf sé á að Qölga
íslenskum viðskiptaaðilum að svo
stöddu. íslenskir ferðamenn eru um
10% til 20% gesta á hótelunum, 10%
á Benal Beach, 20% á Santa Clara
og 15% á Timor, „Útsýnarfarþegar
Miguel Rodriguez
HorgunbUðið/Árai Sœbcrg
Hópurinn frá Suður-Spáni samankominn ásamt fulltrúum Útsýnar; f.v.: José Moreno, Carlos Mej-
ias, Miguel Rodriguez, Florinda Ponsetti, José M. Saldana, Ingólfur Guðbrandsson, Jaques de Paep
og Andri Ingólfsson.
Jose Moreno
José M. Saldana
Jaques de Paep
vora fyrstu gestir hótelsins og hafa
ekki yfirgefíð okkur síðan. Þeir era
nú um 15% gesta á sumrin sem er
mjög hátt hlutfall miðað við smæð
þjóðarinnar," segir de Paep.
Hvemig ætla þeir að auka ferða-
mannastrauminn? „Við teljum að
ein besta leiðin til að höfða til ferða-
manna sé að hafa mjög flölbreytta
fþrótta- og útivistardagskrá. Ferða-
menn era mjög mikilvægir fyrir
efnahag okkar svo þetta skiptir
miklu," segir Moreno.
Hvað hafa þeir um íslenska ferða-
menn að segja? „Ég þarf ekki að
fara til íslands til að komast að þvf
að íslendingar era vingjamlegir. Og
ég held að Islendingum falli Ifka vel
við Spánverja," segir Moreno og
Rodriguez tekur undir það, „Islend-
ingar hafa gist hjá okkur frá byij-
un. Þeir era mjög þægilegir gestir,
ekki 8Íkvartandi og það fer lítið fyr-
ir þeirn." Saldana segir fslenska
ferðamenn n\jög sérstaka. Þeir nýti
sér vel þá þjónustu sem bjóðist á
Spáni. „Við teljum þá því góða fjár-
festingu, alls ólfka Bretunum sem
flykkjast til okkar á ári hveiju.“
Fjöldi íslendinga hefur gist hótel-
in sem þeir félagar kynna, flest öll
frá opnun og þau era þeim þvf að
góðu kunn. En er ekki kominn tfmi
til að snúa straumnum við?
„Við eram nýbyijaðir að kynna
fsland á Spáni og höfum verið með
íslandsferðir en þær hafa ekki geng-
ið sem skyldi. Við ætlum okkur að
halda áfram og munum kynna ís-
land í tengslum við önnur Norður-
lönd, eða þá Skotland.
Ástæðumar fyrir því að illa geng-
ur að selja Spánveijum íslands-
ferðir era fyrst og fremst tvær;
hversu dýrar þær era og hversu lítið
menn vita um ísland. Við verðum
að gera átak í að kynna það. Veðr-
ið er engin hindran þvf hingað koma
menn til að sjá ósnortna náttúra,
njóta hreina loftsins og vatnsins,
kynnast einhveiju nýju,“ segir Sald-
ana frá Marsans en ferðaskrifstofan
er sú elsta á Spáni, var stofnuð
árið 1914 og hefur átt samstarf við
Útsýn f rúm 20 ár.
Þeir félagar munu svara fyrir-
spumum ferðaþyrstra íslendinga á
ferðamarkaðnum á Broadway og
þar geta menn kynnt sér enn frekar
það sem er f boði.