Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
NÝ RANNSÓKNASTOFA KRABBAMEINSFÉLAGSINS:
Helg'a M. Ögmundsdóttir forstöðumaður hinnar nýju rannsókna-
stofu Krabbameinsfélagsins. Myndirnar tók Jóhannes Long.
Íslendíngar
Hér er Helga með tveimur samstarfsmönnum, Pétri B. Júliussyni læknanema og Jórunni Ey-
fjörð erfðafræðingi.
hafa áhuga á rannsóknum
og eru sérlega hjálplegir
— segirHelgaM.
Ögmundsdóttir
fórstöðumaður
Rannsóknastofa
Krabbameinsfélags íslands
í sameinda- og frumulíf-
fræði hefur tekið til starfa
og er hún sú fyrsta og eina
sinnar tegundar hérlendis.
Þessi rannsóknastofa er
frábrugðin öðrum rann-
sóknastofum innan heil-
brigðiskerfisins að því leyti
að þarna verður ekki um
að ræða neinar þjónustu-
rannsóknir fyrir spítalana
heldur er henni eingöngu
ætlað að stunda vísindar-
annsóknir tengdar krabba-
rneini. Forstöðumaður er
Helga M. Ögmundsdóttir,
sérfræðingur í ónæmis-
fræði og hún er spurð í
hveiju þessi munur sé eink-
um fólginn:
„Rannsóknastofa sem hefur
ekki ákveðnar þjónustuskyldur
gefur allt önnur tækifæri en sú
sem er bundin af þeim, þær draga
óhjákvæmilega úr möguleikum til
vísindastarfa. Við eigum að ein-
beita okkur að grunnrannsóknum
á krabbameini og rannsóknastofa
sem þessi á sér margar hliðstæður
erlendis þar sem styrktarfélög
krabbameinsfélaga reka svipaða
starfsemi.
En jafnframt því sem við höfum
engum þjónustuskyldum að gegna
missum við af tekjumöguleikum.
Þess vegna stendur Krabbameins-
félagið straum af kostnaði við
reksturinn að minnsta kosti fyrst
í stað en nú er verið að leita til
landsmanna um stuðning um leið
og við opnum rannsóknastofuna
formlega."
Auðveld samvmna
við almenning
Árið 1986 ákvað stjóm Krabba-
meinsfélagsins að koma þessari
rannsóknastofu á fót og var hlut-
afé er safnaðist í þjóðarátaki gegn
krabbameini varið til þess. Is-
lenskir aðalverktakar gáfu fé til
tækjakaupa og Kvenfélagið
Hringurinn hefur lfka komið þar
við sögu. Helga Ögmundsdóttir
réðst til Krabbameinsfélagsins á
síðasta ári og hóf að undirbúa
starfsemina. Hún hófst að nokkru
leyti seint á síðasta ári en tæki
hafa þó verið að berast fram á
þennan dag og við opnun nú telst
hún fullbúin. Auk forstöðumanns
starfa þama tveir meinatæknar í
hálfu starfi, einn sameinda-
líffræðingur og Iæknanemi við
B.Sc. verkefni.
— Hvers konar krabbameins-
rannsóknir er einkum hægt að
stunda hér?
„Það em rannsóknir sem
byggjast á upplýsingum góðrar
krabbameinsskrár og athugunum
á sýnum úr fólki en á íslandi er
mjög auðvelt að eiga samvinnu
við almenning. Við munum á
næstunni einkum beina kröftun-
um að ýmsum atriðum varðandi
brjóstakrabbamein. Til þess liggja
ýmsar ástæður. Bijóstakrabba-
mein er algengasta krabbameinið
á íslandi og í nágrannalöndum
okkar. Hjá Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands hafa
um árabil verið stundaðar viða-
miklar ættarrannsóknir á bijósta-
krabbameini og þar er að finna
óendanlegar upplýsingar sem við
getum fært okkur í nyt. Það er
mjög líklegt að við getum lært
eitthvað um hugsanlegan þátt
erfða í bijóstakrabbameini með
rannsóknum á sýnum frá fólki af
ættum sem virðast hafa hærri
tíðni bijóstakrabbameins en al-
mennt gerist. Við slíkar rannsókn-
ir er beitt aðferðum sameinda-
erfðafræðinnar til þess að kanna
tiltekna erfðavísa.
Af öðrum toga eru rannsóknir
sem nýlega hafa leitt í ljós að
bandvefsfrumur sýna ákaflega
undarlega og óeðlilega hegðun í
sjúklingum með bijóstakrabba-
mein. Þessi hegðun frumanna er
eðlileg á fósturskeiði en ekki hjá
fullorðnu fólki. Þegar við rannsök-
um sjúklinga vitum við aldrei
hvort frumuhegðunin er afleiðing
af gangi sjúkdómsins og þama
koma því til sögunnar ættingjam-
ir. Með því að fá sýni frá þeim er
ef til vill hægt að komast að hvort
þessi undarlega frumuhegðun er
fyrir hendi hjá þeim og hvenær
hún hefst.
Við höfum átt samvinnu við
rannsóknastofur í Manchester og
Kaupmannahöfn um þetta verk-
efni og snýr það bæði að aðferðum
við ræktanir og samvinnu um
rannsóknir á hugsanlegum ættar-
tengslum."
Eigum að nota
sérstöðu okkar
— Hvers konar áhrif myndi
frekari vitneskja geta haft varð-
andi sjúklinga með bijóstakrabba-
mein?
„Ef það kemur á daginn að
hægt er að benda á einhveijar
frumubreytingar eða erfðaþætti
hjá ákveðnum hópi sem leiða
kynnu til bijóstakrabbameins þá
er hugsanlegt að unnt væri að
finna snemma þá einstaklinga
sem trúlega er hættara en öðmm
við bijóstakrabbameini og fylgjast
sérstaklega með þeim. En ég vil
undirstrika að þetta er ekki vitað
ennþá. Þessi vitneskja er svo ný-
lega komin fram og frumurækt-
animar eru seinlegar þannig að
það líða vafalaust tvö ár eða svo
þar til við getum fullyrt nokkuð
frekar í þessu sambandi. Þetta
er gott dæmi um það hvað þessi
rannsóknastofa getur gert í þess-
um málum — verkefni sem enginn
annar aðili hefði getað unnið hér-
lendis."
— En er ekki bara hægt að fá
þetta gert hjá öflugum stofnunum
erlendis?
„Ekki nema að takmörkuðu
leyti. Stórþjóðimar hafa ekki eins
auðveldan aðgang að almenningi
eins og lítið samfélag. Hér er
auðvelt að ná sambandi við fólk,
það hefur áhuga á rannsóknum
og hefur rejmst okkur sérlega
hjálplegt. Ég tel að við náum
mestum árangri með því að hafa
ákveðið frumkvæði sjálf en leita
samstarfs við erlenda aðila sem
vinna að svipuðum rannsóknum,
og læra af þeim aðferðir ef því
er að skipta. Við eigum hiklaust
að nýta okkur þessar sérstöku
aðstæður okkar og einbeita okkur
að rannsóknum á sjúkdómum og
hugsanlegu ættgengi en leyfa
öðmm að stunda ræktanir á æxl-
um í músum eða aðrar tilraunir
sem gera má hvar sem er.“
Þá nefnir Helga annað rann-
sóknaverkefni sem byijað er að
vinna að:
„Það er eiginlega framhald
rannsókna sem ég hef áður unnið
að á virkni svokallaðra dráps-
fruma í illkynja sjúkdómum, í
• þessu tilviki sjúklinga með merg-
frumuæxli. Hjá allmörgum þess-
ara sjúklinga finnst skert virkni
drápsfruma þótt fjöldi þeirra sé
eðlilegur og þetta ætlum við einn-
ig að skoða í fjölskyldum sjúkling-
anna og fá líka samanburð við
sjúklinga með annars konar
krabbamein.
Nýrbanki
Á rannsóknastofunni verður
einnig komið upp sérstökum
banka sem Helga segir nánar frá:
„Þetta er svokallaður lífsýna-
banki. Við munum safna blóði úr
einstaklingum úr ættum þar sem
bijóstakrabbamein er óvenju al-
gengt og þetta gerum við eftir
ábendingu frá Krabbameins-
skránni. Þarna safnast smám
saman skipulegur efniviður sem
nota má til prófunar til dæmis
þegar menn uppgötva þá erfðav-
ísa eða erfðagalla sem telja má
hugsanlegt að tengist bijósta-
krabbameini. Einnig verður safn-
að hvítum blóðkomum á breiðari
grundvelli án tillits til ákveðins
sjúkdóms og með þessu móti verð-
ur til safn af sýnum úr lifandi
vef. Svona bankar hafa fyrir löngu
sannað gildi sitt og áður en eigin-
leg notkun þessa efniviðar hefst
verða settar reglur um hana.“
Matvörukarfa verðlagsstofnunar:
Mismunandi vörumerki en sama vörutegund
VEGNA verðkönnunar Verð-
lagsstofnunar, þar sem sett er
saman karfa með matvörum
ætluð fjögurra manna fjöl-
skyldu í þijá daga, leitaði Morg-
unblaðið upplýsinga um hvaða
aðferðum er beitti við verðút-
reikniga og hvaða vörutegundir
eru í körfunni.
Að sögn Guðmundar Sigurðsson-
ar hjá Verðlagsstofnun, er vörun-
um gefið vægi eftir þyngd og skrá
verðgæslumenn niður verð á öllum
tegundum innan hvers vöruflokks.
Verðið er síðan umreiknað miðað
við þyngd og ódýrasta varan sett
í eina körfu en sú dýrasta í aðra.
Það eru þvf mismunandi vörumerki
en sama vörutegund í körfunum.
Valdar eru 40 vörutegundir í
hvora körfú, það er: 1,2 kg ýsufl-
ök, 2 kg lambalæri, 0,6 kg kinda-
bjúgu, 0,2 kg kindakæfa, 0,1 kg
spægipylsa, 6 ltr mjólk, 4 ds yóg-
urt (0,72 kg), 0,5 kg smjör, 0,25
kg 26% fastur ostur, 1 ltr súkkulað-
iís, 1 ds grænmetissalat, 0,3 kg
tómatar, 0,3 kg matlaukur, 0,3 kg
kínakál, 1 kg kartöflur, 0,7 kg
franskar kartöflur, 0,6 kg epli, 0,25
kg kíví, 1,5 stk heilhveitibrauð,
sneitt, 1,5 stk þriggjakomabrauð,
sneitt, 0,375 kg komfleks, 0,2 kg
kókómalt, 0,05 kg kakó, 0,185 kg
túnfiskur, 0,106 kg sardínur, 0,45
kg grænar baunir, 0,3 kg fryst
grænmeti, 0,275 kg rauðkál, 0,2
kg hveiti, 0,85 kg blandaðir ávext-
ir, 0,1 kg tómatsósa, 1 pk pakka-
súpa, sveppasúpa, 0,25 kg kaffí,
hálfur pakki tekex, 0,250 kg majo-
nes, 0,1 kg átsúkkulaði, hreint, 2
ltr kók, 1,5 ltr pilsner, 1 ltr jarða-
beijagrautur, 1 ltr hreinn app-
elsínusafi.