Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
33
Götumar í gömlu miðborginni em víða ekki nema 2 m breiðar. Þar
er þó búið og víða leynast lúxusbúðir. Bílastæði hafa verið gerð
undir gömlu borginni.
Það er gaman að gægjast inn i húsagarðana í gömlu borginni, þar
sem viða leynast skrautlegar hallir frá 17. og 18. öld með þeirra
tíma skreytingum í steini og járni.
í Alsír yfír á ströndina á móti og
settust að sem næst fyrri heim-
kynnum sínum. Þessi öra fólksfjölg-
un hefur vitanlega valdið miklu
umróti og erfíðleikum, sem þarf að
mæta.
„Við erum að gera upp gömlu
borgina og gera hana lífvænlega,
um leið og við byggjum þá nýju í
beinum tengslum við hana“, útskýr-
ir Dugrand.„Þetta er borg í örari
vexti en nokkur önnur borg í
Frakklandi og það er einmitt grösk-
an og vöxturinn sem hafa gert
okkur fært að ráðast í svona stór
verkefni. An fjölgunar engin stækk-
un. En þrátt fyrir þessa fjölgun var
hér enginn iðnaður, nema IBM, sem
hefur hér stærsta iðnfyrirtæki sitt
í Evrópu. Því er atvinnuleysi nokk-
urt, þótt þessi borg hafí skapað
6000 atvinnutækifæri á undanföm-
um 3 árum eða fleiri atvinnutæki-
færi á skömmum tíma en nokkur
önnur frönsk borg. Það nægir þó
ekki, því fólk heldur áfram að
streyma hingað, iðulega þannig að
annað hjónanna hefur tryggt sér
vinnu en hitt er atvinnulaust, enda
dregur hið milda loftslag hér við
Miðjarðarhafíð að. Við þurfum
lengri aðlögunartíma. Það eru þó
ekki gömlu iðngreinamar sem við
einblínum á, heldur leggjum við
alla áhersluna á nýiðnaðinn og erum
komnir vel af stað. Við erum að
koma upp þrenns konar iðngrein-
um, sem eiga við nútímann.
Nýiðnaður
fyrir framtíðina
Þama á M.Dugrand í fyrsta lagi
við rannsóknir og tækni í sambandi
við læknis- og lyfjafræði. En í Mont-
pellier er einn elsti læknaskóli í
heimi sem starfað hefur samfellt
frá 12. öld og þar starfa nú fjöl-
margir prófessorar, frægir fýrir
rannsóknir sínar og þar eru stað-
settar fjölmargar rannsóknastofn-
anir fyrir einstaka sjúkdóma eða
sérhæfðar læknisfræðilegar rann-
sóknir. Norðvestan við borgina
hefur verið lagt 150 ha land undir
hverfí, sem nefnist Parc Euromedi-
cine, og er ætlað að draga að hvers
kyns lyfjaframleiðslu. Einkanlega
eru fyrirtækin sem þama setjast
að í sambandi við læknisfræði- og
líffræðideildir háskólans og stóm
háskólasjúkrahúsin. Fyrirtækin 60,
sem þegar era þar, veita 3000
manns vinnu. Arkitekt þessa hverf-
is er Claude Vasconi. Á árinu 1988
eiga að verða komnar þarna allar
nauðsynlegustu þjónustustofnanir
fyrir hverfið.
í öðra lagi stefna yfírvöld í Mont-
pellier á gagna- og upplýsingatækni
og era markvisst að búa örtölvu-
tækninni, róbótaiðnaði og öllu slíku
aðstöðu. Það er lykillinn að framtíð-
inni, segir Dugrand:„Við höfum
síðan. 1984 efnt til sýninga á slíkri
tækni hér við vaxandi vinsældir.
Hér mætum við þessari ögrun 21.
NÝ ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA
Bretland:
ÞREP
H
r
ENDURSKOÐUN
BCKHALD - RÁÐGJÖF
SKIPMOt-Tl 506 - 10S REVKJAVIK
SIMI 680077
ÞORSTEINN RAGNARSSON, REYNIR RAGNARSS0N . PÉTUR 6UD6JARTSS0N
ALBERT L. ALBERTSSON
RANNVEIG VÍGLUNDSDÓTTIR
POSTBOX 231
212 GARÐABÆR
ICELAND.
Barnshafandi
konur
Barnsburðarbelti og bómullarnærbuxur
fyrirliggjandi í öllum stærðum.
Útsölustaðir:
Holtsapótek
Amaró, Akureyri
Lísa, Keflavík
Borgarapótek
Póstverslun, upplýsingar s: 91 -51957
Enginn fékkst
til að gerast
þjónn Breta-
drottningar
Lundúnum, Reuter.
BRESK blöð greindu frá þvf í
vikunni að starfsmannastjóri
Elfsabetar Bretadrottningar ætti
í vandræðum með að finna þjón-
ustufólk. Verst gengi að finna
þjón, sem þyrfti helst að vera
rúmlega tvítugur, vel til fara,
hundavinur, og vera viljugnr að
hneigja sig og beygja þegar það
ætti við.
Auglýst var eftir slfkum þjóni í
vinnumiðlun í Kings Lynn, nærri
einu af sveitasetram drottningar-
innar, en enginn þeirra 150 atvinnu-
lausu manna á aldrinum 19 til 24
ára, sem eru á skrá hjá miðluninni,
fékkst til að sækja um starfíð.
Launin sem í boði era þykja þó
betri en gengur og gerist fyrir slík
störf í Bretlandi, um 5.500 pund
(360.000 ísl. krónur) á ári, frítt
fæði, húsnæði og vinnuföt. „Ég
gæti misst úr súpuskál yfír höfuðið
á einhverjum, og ég er ákafiega
lítið gefínn fyrir að fægja gler-
muni. Ég held ég láti þetta því eiga
sig,“ sagði 21 árs gamall atvinnu-
leysingi við fréttamenn.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Hressingardvöl í 5 daga
- frá sunnudegi til föstudags.
Hálft fæði innifalið.
HOTEl
ÖDK.
HVERAGERÐI
Ivjánari upplýsingar í síma 99-4700.
Velkomin á Hótel Örk.
Verö aöeins
Tilbod óskast
í Cadillac Eldorado Biarritz árgerð ’79 og Ford Bronco Ranger
XLT (tjónabifreið), árgerð ’79, ásamt öðrum bifreiðum, er verða
sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
Sala varnarliðseigna.