Morgunblaðið - 21.02.1988, Page 35

Morgunblaðið - 21.02.1988, Page 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 Htargi Útgefandi mtttaMfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Hlutabréfa- markaður Um langt árabil hafa tölu- verðar umræður verið um nauðsyn þess að koma á fót hlutabréfamarkaði hérlendis. Það var þó fyrst fyrir um aldarfjórð- ungi, sem þær umræður urðu markvissar, þegar Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, núverandi alþingis- maður, hóf baráttu fyrir stofnun almenningshlutafélaga. Þótt miklar umræður yrðu um þau á þeim tíma og ýmsar tilraunir gerðar í því sambandi, náði hug- myndin um almenn hlutabréfa- viðskipti með þátttöku almenn- ings ekki nægilegri fótfestu, sennilega vegna skattalaga. Spamaður í formi hlutabréfa- kaupa var ekki jafn fýsilegur kostur og t.d. kaup á spariskír- teinum ríkissjóðs. Að vísu höfðu íslendingar snemma á öldinni stofnað Eimskipafélag Islands með almennri hlutabréfasölu hér og meðal íslendinga vestan hafs. En vel má vera, að reynslan af þeirri hlutabréfaeign fram á allra síðustu ár hafi ekki ýtt undir áhuga fólks á að festa fé í hluta- bréfum. Nú fer hins vegar ekki á milli mála, að aukinn áhugi er á að koma á fót reglulegum hluta- bréfaviðskiptum. í þeim félögum, þar sem hlutabréfaeign hefur verið nokkuð almenn, svo sem Eimskipafélagi íslands, Flugleið- um, Iðnaðarbankanum og Verzl- unarbankanum, svo að dæmi séu nefnd, hefur verið lögð rík áherzla á það seinni árin að gæta betur hagsmuna hluthafa en áður tíðkaðist og jafnframt er nær daglega birt skráning á verði hlutabréfa í nokkrum fyrirtækj- um í Morgunblaðinu, frá tveimur aðilum, sem annast kaup og sölu hlutabréfa. A aðalfundi Verzlunarráðs ís- lands fyrir nokkrum dögum, flutti dr. Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, ræðu, þar sem hann íjallaði um hlutabréfaviðskipti. Hann minnti á, að sú breyting til aukins fijálsræðis, sem orðið hefði á lánsQármarkaðnum síðustu árin, væri ein mikilvæg- asta breyting, sem orðið hefði á efnahagskerfi okkar íslendinga í tvo áratugi. Hann benti einnig á, að nú væri að vaxa úr grasi ný kynslóð íslendinga, sem hefði sérhæft sig í viðskiptum á þessu sviði. Þá ræddi dr. Jóhannes um ástæður þess, að takmarkaður áhugi hefur verið hjá fyrirtækjum á hlutabréfaviðskiptum og sagði: „Ég tel vafalaust, að þessa nei- kvæðu afstöðu megi að verulegu leyti rekja til þess ástands, sem ríkt hefur á Qármagnsmarkaðn- um hér á landi um áratuga skeið. í vaxtamálum var stefna stjóm- valda lengi sú, að reyna að halda vöxtum sem lægstum, þrátt fyrir mikla og þráláta verðbólgu, þannig að vextir voru að jafnaði neikvæðir, sérstaklega á áttunda áratugnum. Við þau skilyrði var að sjálfsögðu hagstæðara fyrir fyrirtæki að fjármagna sem stærstan hluta af eignum sínum og rekstri með lánsfé og njóta þannig þess verðbólgugróða, sem því fylgdi.“ Seðlabankastjórinn fjallaði síðan um gjörbreytt viðhorf vegna hárra vaxta umfram verð- bólgu og sagði: „Bæði frá af- komusjónarmiði og vegna áhættu, verða fyrirtæki nú að stilla lánsfjámotkun sinni í hóf og leggja aukna áherzlu á trausta eiginljárstöðu og sama sjónarmið hlýtur einnig að endurspeglast í afstöðu lánastofnana, sem verða við þessar aðstæður að krefjast betri trygginga og meira öryggis í formi hærra eiginfjárhlutfalls þeirra fyrirtækja, sem þær skipta við. Þegar svo er komið, er hætt við því, að mörg fyrirtæki eigi aðeins þeirra tveggja kosta völ að auka eigið fé'sitt með hluta- Úárútboði eða takmarka rekstur sinn og vöxt við það, sem eigið fé þeirra leyfír." Það hefur lengi tíðkazt að heija atvinnurekstur hér án þess að verulegt eigið fé sé til staðar í rekstrinum. Þetta er m.a. skýr- ingin á þeim eilífa vanda, sem við er að fást í íslenzku atvinnu- lífí. Þetta gekk meðan vextir voru neikvæðir en nú þegar þeir eru jákvæðir, er ekki lengur hægt að halda fyrirtækjum gangandi með skynsamlegum hætti með því að byggja fyrst og fremst á lánsfé. Þess vegna skiptir höfuð- máli að takast megi að koma hér á viðskiptum með hlutabréf og að útboð á hlutafé verði ríkur þáttur í uppbyggingu fyrirtækja í framtíðinni. Til þess að svo megi verða, þarf spamaður í formi hluta^ár a.m.k. að sitja við sama borð og annars konar spamaður. Raunar lýsti Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda, þeirri skoðun sinni á aðalfundi Verzlun- arráðsins, að það þyrfti að ívilna spamaði í formi hlutafjárkaupa umfram önnur spamaðarform til þess að takast mætti að koma þessum viðskiptum á rekspöl. Jóhannes Nordal lýsti þeirri skoðun sinni á fyrmefndum fundi, að þáttaskil yrðu í hluta- bréfaviðskiptum á þessu ári með margvíslegum aðgerðum, sem nú er unnið að. Ef vel tekst til getur það orðið til þess að hleypa nýju lífí í íslenzkt atvinnulíf. Það eru ár og dagar síðan jafn þungt hefur verið í forráðamönnum frysti- húsa og nú um þessar mundir. Þeir hafa miklar áhyggjur af rekstri fyrir- tækja sinna og telja ein- sýnt, að þau þoli ekki það háa gengi, sem nú er á krónunni. Þetta kom vel í ljós á tveimur fundum, sem frystihúsamenn héldu fyrir nokkrum dögum á Akureyri og í Hafnarfírði og slíkur fundur hófst einnig á ísafírði fyrir hádegi í dag, laugardag. í ályktun Akureyrarfundarins sagði m.a.: „Halli á vinnslunni 10 til 15% þýðir stöðvun á rekstri innan örskamms tíma. Vaxandi framleiðslu- og íjármagnskostn- aður og kröfur um meiri útgjöld, sem þeg- ar eru til umræðu milli aðila vinnumarkað- arins, auka enn á vandann án þess að vit- að sé um nokkra hækkun á framleiðslu- tekjum. Fundurinn telur megin forsendu áframhaldandi reksturs, að fijáls verð- myndun ráði verðlagi gjaldeyris, sem fyrir framleiðsluvörumar fæst. Bent skal á, að aðrar atvinnugreinar þjóðfélagsins velta sínum kostnaðarhækkunum beint út í verð- lagið. Þar sem stefna stjómvalda er að framboð og eftirspum ráði verðmyndun, verða allir að sitja við sama borð, sem hafa á hendi atvinnustarfsemi." Þeir, sem sóttu fundinn í Hafnarfirði muna ekki slíka reiði í röðum fískverk- enda, sem þar kom fram. í ályktun þess fundar sagði m.a.: „Á meðan starfsfóik fískvinnslufyrirtækja sækir á um hækkun launa sinna, er staða fyrirtækjanna svo aum, að stöðvun blasir við. Vakin er at- hygli á, að þrátt fyrir fastgengisstefnu og raunhækkun íslenzku krónunnar á síðustu tveimur árum, þá er samt bullandi verð- bólga í landinu, sem nemur tugum pró- senta. Það er yfírlýst stefna stjómvalda, að fijáls verðmyndun skuli ríkja á íslandi. Fiskvinnslan gerir þá sanngimiskröfu til stjómvalda að fá að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar um fijálsa verð- myndun tekna sinna.... Það er krafa fundarins að jafnframt ýmsum nauðsyn- legum efnahagsaðgerðum til að slá á þenslu og koma á stöðugleika, verði nú þegar framkvæmd leiðrétting á gengi krónunnar og hún skráð í samræmi við efnahagslegar forsendur og viðskiptalgör þjóðarinnar. Einnig er það krafa fundar- ins, að í framhaldi verði tekin upp fijáls verðmyndun á gjaldeyri. Verði ekkert að gert, mun fískvinnslan í nauðvöm grípa til þeirra ráða, sem þarf.“ Það er mat þeirra, sem bezt þekkja til, að sá þungi, sem felst í þessum ályktunum geti m.a. komið fram í því, að það verði erfítt að fá fulltrúa fískvinnslunnar til þess að skrifa undir hugsanlega kjara- samninga, þótt verkalýðssamtökin verði tilbúin til þess og að margir fískverkendur telji það betri kost, að frystihúsin loki en að þau verði áfram rekin með tapi. Góðærið og f iskvinnslan Sú var tíðin, að fískvinnslan var sterki aðilinn í samstarfí fiskverkenda og útgerð- ar. Þótt fískiskipin væm rekin með tapi var hagnaður á fískvinnslunni, sem oft hélt útgerðinni gangandi, þegar erfíðleikar steðjuðu að. Nú hefur þetta snúizt við. Nú er það útgerðin, sem er sterki aðilinn í þessu samstarfí. í fyrsta lagi á útgerðin nú kvóta, sem er gulls ígildi. I annan stað eiga útgerðarmenn nú þijá kosti. Þeir geta selt fiskinn til útlanda í gámum eða siglt sjálfír, þeir geta selt fískinn á físk- mörkuðum innanlands eða samið við físk- verkendur. í góðæri síðustu tveggja ára hefur út- gerðin grætt verulega og veitti ekki af. Utgerðarfyrirtækin hafa borgað upp lang- an skuldahala frá fyrri árum. Jafiiframt hefur baráttan um hráefni milli físk- vinnslustöðva hérlendis og erlendis leitt til þess, að fískverð hefur hækkað mjög. Útgerðin hefur því hagnýtt sér góðærið til hins ýtrasta. Það hefur vissulega einnig verið góðæri á fískmörkuðum okkar erlendis, en það hefur komið fískvinnslunni að takmörkuð- um notum. Hún hefur átt í erfíðleikum með að fá nægilegan físk til vinnslu til þess að selja frystan erlendis. Hún hefur orðið að greiða hátt verð fyrir fískinn á fiskmörkuðum hér heima. Jafnframt hefur gengi dollars lækkað mjög. Fiskvinnslan hefur því verið pínd á báða bóga. Segja má, að það gangi kraftaverki næst hversu lengi hún hefur haldið út. Það er m.a. vegna þess, hversu hátt verð hefur fengizt fyrir ftystar fískafurðir erlendis, en nú sjást fyrstu merki þess, að verðlag fari lækkandi í Bandaríkjunum sbr. frétt í Morgunblaðinu í dag, laugardag, um lækk- un á þorskblokk. Fiskvinnslan á hins vegar engan kvóta og hún er því háð útgerðarmönnum og sjómönnum um hráefni. Þeir aðilar hafa ekki verið tilbúnir til að hverfa frá út- flutningi á ferskum físki, ef það hefur verið hagkvæmt. Þess vegna hafa við og við komið fram raddir um það hjá frysti- húsamönnum, að eðlilegt sé að skipta kvót- anum milli útgerðar og sjómanna og físk- verkenda og landverkafólks. Þær hug- mjmdir hafa ekki fengið hljómgrunn. Af- leiðingin er sú, að t.d. í sjávarplássi eins og Vestmannaeyjum fer þriðjungur af öll- um físki til útlanda ferskur í gámum eða með öðrum hætti, en frystihúsin fá það sem afgangs er, sem er yfirleitt lélegri fískur og verðminni. Þessar aðstæður allar hafa leitt til þess, að á samá tíma og út- gerðin hefur hagnazt verulega hafa frysti- húsin verið rekin með tapi. Nú fínnst mörgum full ástæða til að leggja mat á rekstrarstöðu útgerðar og fískvinnslu í heild sinni vegna þess, að þessi fyrirtæki séu í ríkum mæli í eigu sömu aðila, þótt þau séu ekki endilega rekin undir sama hatti. Lengst af hefur heildardæmið litið þannig út, að hagnaður hefur verið á sameiginlegum rekstri út- gerðar og fískvinnslu, en síðustu fréttir herma, að nú sé þessi sameiginlegi rekstur kominn í tap. A.m.k. er ljóst, að fískvinnsl- an býr ekki yfír neinum þeim fyrningum frá góðæri undanfarinna ára, sem hún getur gripið til nú. Krafan um gengislækkun Þá vaknar sú spuming, hvort nokkuð almenn krafa frystihúsamanna um gengis- lækkun sé líkleg til þess að leysa vanda- mál frystiiðnaðarins til einhverrar fram- búðar. Það er eftirtektarvert, að þegar rætt er við stjómendur þessara fyrirtækja em skoðanir mjög skiptar um það, hvort gengislækkun komi þeim að einhveijum notum. Vissulega em margir í þeirra röð- um, sem telja, að einhver gengisbreyting sé óhjákvæmileg og að það sé útilokað að fínna nokkum rekstrargmndvöll fyrir frystihúsin án þess. En það segir líka sína sögu, að margir þessara manna telja, að vandinn sé djúpstæðari og taka verði á honum með öðmm hætti. Þannig em t.d. sterkar raddir meðal frystihúsamanna sem segja sem svo: Það skiptir ekki mestu máli fyrir frystihúsin, að gengið verði lækkað, þótt einhver lag- færing á gengi sé óhjákvæmileg. Hitt skiptir öllu máli, segja þessir menn, að slegið verði rækilega á þensluna í þessu þjóðfélagi og verðbólgan keyrð niður í einu höggi. Þeir segja sem svo, að hin mikla framkvæmdagleði á suðvesturhomi lands- ins sogi til sín bæði fólk og fjármagn. Þessar framkvæmdir séu íjármagnaðar með lánsfé erlendis frá og að þjóðin lifí á skuldasöfnun. Þeir segja, að fískvinnslan í landinu geti aldrei þrifízt nema þjónustu- greinar, sem standi fyrir launaskriðinu og geti velt kostnaðarhækkunum út í verðlag- ið endalaust, verði stöðvaðar í því að bjóða í vinnuaflið og knúnar til að búa við sama aga og fiskvinnslan verði að búa við. Þeir spyija af hveiju ekki megi loka langlána- nefnd í eitt ár. Þeir spyija líka hvers vegna sé nauðsynlegt að ráðast í allar þær stór- framkvæmdir sem fyrirhugaðar em í Reykjavík og nærliggjandi byggðarlögum á þessu ári og því næsta. Aðrir frystihúsamenn segja ljóst, að gengisbreyting breyti engu um þau vanda- mál, sem þeir eigi við að stríða. Það er t.d. augljóst, að gengisbreyting gerir MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 20. febrúar Frá Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigurgeir frystihúsin í Vestmannaeyjum ekki sam- keppnisfærari um fískinn en þau eru nú, en eins og fram kom hér fyrr fer um þriðj- ungur af þeim físki, sem Eyjamenn afla, í gámum til útlanda eða skipin sigla sjálf með hann. Nú er svo komið í Vestmanna- eyjum, að þessi stórglæsilegu frystihús, sem þar hafa haldíð uppi atvinnu áratugum saman og verið kjölfestan í atvinnulífínu þar, geta með naumindum haldið uppi fullri dagvinnu. Það er alveg sama hvem- ig menn snúa þessu dæmi við, fram og til baka, gengisbreyting breytir engu um þessa stöðu og þennan vanda. Þá er það líka ljóst, að þau frystihús, sem hafa safnað miklum skuldum m.a. vegna þess, að ráðizt hefur verið í of mikl- ar fjárfestingar á liðnum árum, bjargast ekki með gengisbreytingu nema þá í stutt- an tíma, kannski út þetta ár. Þegar á þetta er litið þarf engan að undra, þótt menn velti því fyrir sér í alvöru, hvort gengisbreyting ein og út af fyrir sig geri nokkurt raunverulegt gagn. Grundvallarvandi? Eins og mál hafa þróazt á undanfömum vikum má vel vera, að stjómvöld komizt ekki hjá því að verða við mjög eindregnum og almennum kröfum fískvinnslunnar um einhveija lagfæringu á gengi. Hitt er alveg ljóst, að það er orðið tímabært að ræða það í fullri alvöru, hvort þessi helzta undir- stöðuatvinnugrein okkar íslendinga eigi við grundvallarvanda að etja í rekstri, sem nauðsynlegt sé að takast á við. Svo að dæmi sé tekið af Vestmannaeyjum, sem hægt er að líta á sem ísland í hnotskum, eru þar starfrækt 4-5 myndarleg frysti- hús. Þegar svo er komið, að þau eiga í erfiðleikum með að halda uppi fullri dag- vinnu má spyija, hvort sameining frysti- húsa í Vestmannaeyjum á þann veg að 2-3 í stað 4-5 verði starfrækt, geti orðið til þess að auka mjög hagkvæmni í rekstri þeirra og gert Vestmannaeyingum kleift að reka færri en öflugri frystihús í stað fleiri en veikari fyrirtælga. Það má segja, að það sé svipuð leið og farin var í Reykjavík með sameiningu BÚR og ís- bjamarins. Ef litið er á stöðu frystihúsanna í heild sinni er alls ekki útilokað, að svipuð leið sé til á fleiri stöðum á landinu, þar sem vegalengdir á milli sjávarplássa eru tiltölu- lega stuttar. Talið er, að þau frystihús séu verst stödd, sem kaupa mest allan þann físk, sem þau vinna á fiskmörkuðum, vegna þess hversu hátt fiskverðið er það. Ef svo er hlýtur sú spuming að vakna, hvers vegna þessi fyrirtæki hætta einfald- lega ekki að kaupa físk og draga í þess stað saman seglin. Hvaða vit er í því að kaupa físk á alltof háu verði til þess eins að tapa stórfé á víhnslu hans? Menn geta sagt sem svo, að nauðsynlegt sé að nýta þau verðmæti, sem liggja í húsum og vél- um. Er ekki hugsanlegt að hægt sé að nýta þessi hús með öðrum hætti? Með sama hætti og færa má rök að því, að fískiskipaflotinn sé of stór er hægt að segja að frystihúsin geti verið of mörg og að það valdi engum þjóðhagslegum skaða, þótt einhver þeirra hverfí úr rekstri. Þá fá þau, sem eftir eru meiri físk til vinnslu, nýtingin hjá þeim verður betri og reksturinn hagkvæmari. Fari svo, að stjómvöld neyðist til að verða við kröfum fiskvinnslunnar um gengisbreytingu er eðlilegt að á móti komi krafa frá stjómvöldum til fiskvinnslunnar um, að djúpstæð endurskipulagning fari fram á rekstri hennar með það að mark- miði, að framleiðslugeta þessara iðjuvera verði nýtt mun betur og rekstur þeirra þar af leiðandi hagkvæmari. Það þýðir ekki að segja þjóðinni, að rekstur þessara húsa sé í lagi og þar megi engu breyta. Hitt er svo annað mál, sem augljóst er, að starf- semi frystihúsanna verður að skoða í nán- um tengslum við byggðapólitíkina og að- stæður í hveijum landshluta. Það er t.d. ekkert auðvelt að fínna aðra lausn á físk- vinnslu á Patreksfírði en að þar verði rek- ið frystihús. En spuming er, hvort það er skynsamleg leið að reyna að halda gang- andi fyrirtæki með svo mikla skuldabyrði, sem frystihúsið þar er. Um þessi mál verður ekki rætt án þess að minna á, að þótt fiskvinnslan í landinu kunni að eiga við grundvallarvanda að etja á það ekki síður við um sjávarútveg- inn í heild sinni. Núverandi kvótakerfí getur ekki staðið til frambúðar. Að því hlýtur að koma fyrr en síðar að tekin verði upp sala veiðileyfa. Nú þegar er urgur í fólki í sjávarplássum vegna þess hversu mikill launamunur er milli sjómanna og landverkafólks. Til viðbótar bætist svo það, að fískverkakonan fylgist með ná- granna sínum í næsta húsi, sem var svo heppinn að eiga bát, þegar kvótakerfið kom til sögunnar, og selur kvótann og tekur nokkrar milljónir á þurru. Það kemst aldrei sæmileg skipan á rekstur sjávarút- vegs og fiskvinnslu í landinu fyrr en þetta kerfí er úr sögunni. „Fari svo, að stjórnvöld neyðist til að verða við kröfum fisk- vinnslunnar um g-eng’isbreytingn er eðlilegt, að á móti komi krafa frá stjórnvöldum til f iskvinnslunn- ar um, að djúp- stæð endurskipu- lagning fari fram á rekstri hennar með það að mark- miði, að fram- leiðslugeta þess- ara iðjuvera verði nýtt mun betur og rekstur þeirra þar af leiðandi hagkvæmari.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.