Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
'-t!
n
Þakskeggið setur svip á margar byggingar Bofills í hverfi Antigonu
í Montpellier og varpa birtu og skuggum á torgið í þessari suðlægu
borg .
Nýtt hverfí eftir EOFILL
yngir upp gamla borg
Ljósar byggingar í hverfi Antigonu eru kring um skjólgóð steypt
torg. Engar svalir leifðar, en ætlast til að fólkið blandi geði úti á
torgunum. Stigagangar eru í súlunum.
aldarinnar með 198 hektara svæði
fyrir þennan iðnað. IBM hefur verið
þar síðan 1965 og á 20 árum vaxið
upp í það að ná yfir þriðjunginn
af okkar iðnaði. Á 80 hektara svæði
norðaustur af borginni, milli IBM
með rúma stækkunarmöguleika og
flugvallarins, er svokallaður Parc
du Millinaire og þar eru nú 20 önn-
ur fyrirtæki af þessu tagi að koma
sér fyrir. Auk þess sem annað svæði
er þar líka fyrir nýju fjölmiðlana,
Parc Nouveau Medias. Jafnframt
erum við að gera átak í fræðslumál-
um, til að þjálfa í samvinnu við
þessi fyrirtæki fólk sem þau þurfa
á að halda."
Þriðja svæðið fyrir valinn iðnað
til framtíðarinnar er Parc Agro-
polis, þar sem tækni og iðnaði á
sviði jarðræktar er ætlaður staður
norðan við borgina. Montpellier er
frá fomu fari miðstöð gróðurrann-
sókna á Miðjarðarhafssvæðinu og
í hitabeltinu. Richter de Belleval
setti þar upp fyrsta grasagarðinn
árið 1593, sem er enn stolt borgar-
innar. Og í aldir hefur þama verið
blómlegt vínræktarhérað. 1985 var
þessu átaki hleypt af stokkunum
með ráðstefnuhaldi um rannsóknir
á fæðuvandamálum heimsins. Nú
eru margar alþjóðlegar og franskar
stofnanir á því sviði þama. Gera
borgaryfirvöld allt til að búa í hag-
inn fyrir iðnaðarfyrirtæki á sviði
jarðræktar í beinum tengslum við
rannsóknastofnanir háskólans í
landbúnaði, matvælaframleiðslu og
umhverflsvísindum. „ Við lítum á
þetta sem framtíðaruppbyggingu
fyrir næstu aldamót og 21. öldina.
Og veðjum því ekki á gamla iðnað-
inn.“
Gamla borgin o g
umferðin
Við víkjum talinu að gömlu borg-
inni. Ég hefí veitt því athygli að
þrátt fyrir þrengsli og erfíðleika er
þar enn býsna mikið líf. Montpellier
hafði byijað að byggjast upp á 10.
öld, þegar leiðir pílagríma og kaup-
manna lágu þar um, og eins og
aðrar slíkar borgir þróaðist hún í
að verða hringlaga þéttbyggð borg
innan borgarmúra, þar sem götum-
ar hlykkjast milli hárra húsa. Ekki
til að aka- um á bílum heldur til
þess að beijast þar í návígi og veij-
ast með sverðum götu úr götu.
Ekki er ætlunin að fóma þessum
gamla arfí og 1970 hófst átak til
að styrkja viðgerðir á gömlum hús-
um, sem hefur rejmst æði dýrt.
Borgin orðið að kaupa mikið af
húsum. En miðbærinn var að
óbreyttu orðinn of lítill til að þjóna
600 þúsund héraðsbúum til viðbótar
240 þúsund íbúum. Verkefnið var
því að bæta gömlu borgina svo hún
gæti tekið við þessu hlutverki.
Akveðið var að gera þetta bæði í
sjálfu hjarta borgarinnar og út frá
því. í byijun hafði verið reynt að
leysa málið með því að byggja íbúð-
ir fyrir alla en úr því varð stór
svefnbær norðvestan við borgina,
La Palliade. Ekki leist núverandi
borgarstjóm á það og ákvað að
taka upp nýja stefnu og breyta íbúð-
arhverfum í lifandi hverfí, eins og
Dugrand orðar það. Og jafnframt
lögð áhersla á að þrengja ekki á
hveiju sem gengi að grænu svæð-
unum í miðborginni, sem varðveita
þyrfti tii framtíðarinnarinnar. Nóg
sé til af góðu vatni og lungu borgar-
innar séu einfallega of mikilvæg.
Enda mengun mikil í þröngum göt-
um sem vindurinn nær ekki að blása
um.
„Gamla miðaldaborgin getur ekki
á bílaöld staðist sem nútímaborg
með þessum örmjóu götum", sagði
M. Dugrand.„Farið var að gera þar
bflastæði neðanjarðar og í bflahús-
um í útjaðri gömlu miðborgarinnar
á árunum 1977-78. Þegar hefur
bflaþörf 11 þúsund íbúa verið full-
nægt þannig. Einu 700 bíla stæði
var komið fyrir undir götu endi-
langri. Og aðalbraut var lögð gegn
um borgina undir gamla Comedie-
torgið. Jafnframt er reynt að fækka
bílum með auknum str^etisvagna-
ferðum á svæðinu, m.a. með fríu
fari í vögnum sem aka þar hring-
ferð. Hefur tekist að auka far-
þegafjölda vagnanna um 6 þúsund
á ári. En heilmikið verkefni er þar
eftir."
Hið nýja hverfi
Antigonu
Það er spennandi að koma í nýja
hverfíð og umdeilda, Antigone, sem
svo víðfrægt er orðið, eins og mörg
af verkum spænska arkitektsins
Ricardos Bofílls . víðs vegar um
heiminn. Hveiju eru þessar stóru
ljósu og samfelldu byggingar líkar?
Við fyrstu sýn kann manni að detta
í hug massívu húsaraðimar í Berlín
frá Hitlersárunum eða húsagerðar-
list Fom Grikkja. En við nánari
kynni verður ljóst að þetta er frum-
legt, sjálfstætt verk. Óneitanlega
var það djarft af borginni að leggja
þetta verk í hendur Spánveijans
Ricardos Bofílls, þessa fræga al-
þjóðlega arkitekts sem sveigði
af„post-modemisma“ leið félaga
sinna og tók að fella tröllslegan og
hástemmdan stíl fortíðar að tækni
nútímans, og er nú orðinn einn
frægasti arkitekt í Frakklandi og
víðar. Á þekkt verk, Walden 7 í
Madrid, Les Halles í París, Boume-
dienneþorpið í Alsír o.s.frv. M.
Dugrand viðurkennir að það hafi
verið dyrfska. En hver vegna hann?
„Við vildum ekki fá hefðbundna
arkitekta eða úr enska heiminum.
Við vildum fá arkitekt sem á hér
rætur, eða skilur gömul tengsli.
Bofííl er Katalóníumaður og Kata-
lónía nær í raun yfir landamærin
og inn í okkar hérað. Engir tungu-
málaerfíðleikar em þegar hann á í
hlut. Svo var hann lengi í fangelsi
hjá Franco og við sósíalistamir
börðumst gegn honum og því sem
hann var fulltrúi fyrir. Þannig er
Bofíll okkar maður. Hann var
postmodemisti, en nútímabygging-
arlistin er í hans huga komin á
leiðarenda. Hér hentar okkur ekki
það sama og stórborgunum, viljum
ekki skýjakljúfa. Leituðum annarra
lausna. Antigona er rökrétt svar.
Hverfíð minnir að ýmsu leiti á
gríska fommenningu, en forðum
fóm Grikki og Rómeijar hér um.
Antigona var í harmleik Sófoklesar
persóna, sem var á móti stjóm-
völdum og við viljum ekki kerfí
þama heldur líf.“
„ A fimm ámm er búið að byggja
90% af því sem vera á í þessu stóra
hverfí. Þar em yfír 2000 íbúðir
fyrir 7500 íbúa, 30% af þeim niður-
greiddar fyrir láglaunafólk, 30%
kaupleiguíbúðir og 40% eftirsóttar
söluíbúðir. Þar em göngustígar,
verslanir, kaffíhús með útiaðstöðu
á torginu á neðstu hæðum við torg-
in og útivistarsvæði. Á þessu
gríðarstóra steisteypta torgi í skjóli
milli húsanna em stundum hljóm-
leikar, sem fólk sækir. Þeir sem
þama búa kusu að njóta þess að
vera í nánd við miðborgina og vissu
fyrirfram að þá væri aðstaðan ekki
ætluð þeim einum. Engar svalir em
á íbúðunum en ætlast til að hverfis-
búar noti samkomutorgin og blandi
geði. Á miðöldum vom engar svalir
á húsum. Fólk blandaði geði utan-
dyra. íbúðimar em ódýrari en
áðrar, af því að allt er forsteypt í
einingum. Byggingamar em 6-7
hæðir og geta farið yfír 15 metra
á hæð. Forhliðar ýmist beinar eða
sveigðar, og neðsta hæð getur
myndast af bogum, en framhlið
húsanna snýr inn að torgunum.
Sumar byggingar hafa stóra boga-
glugga og aðrar ferkantaða sex
rúðu glugga, sem munu vera reikn-
aðir hlutfallslega eftir jrfírborði
veggjanna. Saman mynda þessar
miklu byggingar hrynjandi, þar sem
fjölbreytni er í samræmingunni,
sem m.a. felst í því að allar bygging-
amar og allt hverfíð er með sama
drap-hvíta litnum, lit undirstöðu-
bergsins á staðnum. Byggingarnar
liggja um tengd hringlaga torg.
Hugmyndafræðilega liggur skipu-
lagið frá miðborginni gegn um
lokaðan hring íbúðarhúsanna niður
að opnu svæði við ána, en á bakkan-
um á móti taka við grænar gmndir.
Frá daglegu amstri borgarinnar og
vinnusvæðum og síðan áfram milli
íbúðarhúsanna út að grænu svæð-
unum. Handan árinnar er svo að
rísa mikið Héraðsráðshús.
Montpellier er vissulega borg í
umsköpun, hvort sem maður kann
að meta Poligone eða ekki. Lofts-
lagið á þessum slóðum hjálpar þar
til, á kannski sinn þátt í því að
Montpellierborg hlaut 1972 Grand
Prix lífsgæðaverðlaunin og 1975
var hún verðlaunuð fyrir græn
svæði í þéttbýli.
Texti og myndir:
ELÍN PÁLMADÓTTIR
ÆUAAEMA
Þvær og þurrkar á mettíma
Árangur í hæsta gæðaflokki
SfiU/WfiÆftÁS SJWiMttSn* iSSS
o
ÆU/I/IENIA - engri lík
Rafbraut
Bolholti 4 ■S» 681440.
BORGARAFUNDI
jT IvLíj 1AU
íbúar í Hvassaleiti, Háaleiti, Foss-
vogi, Bústaðahverfi og Blesugróf!
Kynningarfundi um hverfaskipulagborgarhluta 5,
þ.e. Háaleiti, Hvassaleiti, Fossvogshverfl, Bústaóa-
hverfi og Blesugróf, sem fyrirhugaður var miðviku-
daginn 24. febrúar 1988 í samkomusal Réttar-
holtsskóla, er hcr mcð frestað.
u I BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, sími 26102 105 Rcykjavík
Alþjóðleg ungmennaskipti:
Viðurkenning fyrir
störf 1 þágu friðar
Alþjóðlegu skiptinemasamtök-
in ICYE veittu nýlegu viðtöku
sérstöku viðurkenningarskjali
frá aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna, Perez de Cuellar, fyrir
starf í þágu friðar á friðarárinu
1987. Islandsdeild samtakanna
hefur verið starfrækt frá árinu
1960.
I fréttatilkynningu frá Islands-
deildinni, sem ber heitið Alþjóðleg
ungmennaskipti, AUS, segir að ár-
lega haldi um 20 íslensk ungmenni
á vegum samtakanna til ársdvalar
í öðru landi, þar sem þau taki þátt
í félagslegri vinnu, setjist á skóla-
bekk og sæki ráðstefnur og fundi
um mikilvæg málefni. Alþjóðlegu
samtökin starfa nú í um 30 þjóð-
löndum í Evrópu, Asíu, Afríku,
Rómönsku Ameríku og Banda-
ríkjunum, en heildaifyöldi skipti-
nema árlega er um 600 manns.
Á þingi alþjóðasamtakanna, sem
haldið var í Noregi í nóvember sl.
var fyrrverandi starfsmaður AUS á
Islandi, Hólmfríður Garðarsdóttir,
kosin formaður framkvæmdastjóm-
ar alþjóðasamtakanna til tveggja
ára. Hún er fyrsta konan sem kosin
hefur verið í þá stöðu.
(Fréttatilkynning)