Morgunblaðið - 21.02.1988, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
Amold hleypur á toppinn
fyrir stjómendur
Fjölbreytt og vandað námskeið fyrir stjórnendur
og ljármálamenn.
Á námskeiðinu er kennd notkun töflureiknis við
ákvarðanatöku og þátttakendur fá góða yfírsýn
yfir kosti og galla við tölvuvæðingu fyrirtækja.
Dagskrá:
• Hvað þarf stjórnandi að vita um tölvur?
• Notkunarmöguleikartöflureikna.
• Grunnatriði við notkun töflureiknisins Multiplan.
• Fjármálaútreikningar.
• Fjárhags- og rekstraráætlanir.. Leiðbeitiendun
• Tölvuvæðingfyrirtækja.
• Hugbúnaðarval.
• Umræöurogfyrirspurnir.
Halldór Kristjánason, Quðmundur Arnaldsson,
verkfrœðingur. viðskiptafræðingur.
Tími: 27. og 28. febrúar kl. 9-16.
Innritun í símum 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
BORGARTÚN! 28 Á
Kvlkmyndir
Arnaldur Indriðason
Þrumugnýr („The Running
Man“). Sýnd í Bíóhöllinni.
Bandárísk. Leikstjóri: Paul Mic-
hael Glaser. Handrit: Steven E.
de Souza eftir sögu R.chard
Bachmans (dulnefni á Stephen
King). Framleiðendur: Tim
Zinnemann og George Linder.
Kvikmyndataka: Thomas Del
Ruth. Tónlist: Harold Faltermey-
er. Helstu hlutverk: Arnold
Schwarzenegger, Maria Con-
chita AJonso, Yaphet Kotto og
Richard Dawson.
Amold Schwarzenegger (bara
nafnið er eins og vélbyssuhrina)
heldur áfram að fást við illfyglin,
sprengja og skjóta í nýjustu mynd-
inni sinni Þrumugnýr („The Runn-
ing Man“), sem sýnd er í Bíóhöll-
,inni. Það gera það fáir með sama
léttlyndinu og látunum og Schwarz-
enegger og Þrumugnýr er ein af
betri mjmdum hans. Að goðinu
Eastwood slepptu er ekki eins gam-
an að neinum og honum í hinum
léttvægari geira hasarmyndanna.
Það er eins og hann hafi jarðað
alla samkeppni; Stallone er enn að
reyna að finna leið til að láta ekki
hlægja að sér í Rambó III; Chuck
Norris er eins og misheppnaður
skátahöfðingi, sifellt týndur í Víet-
nam.
Fyrir framtíðar-vísindaskáld-
skaparfýkla er Þrumugnýr
Schwarzeneggers kjörin skemmt-
un. Hún gerist í Los Angeles í
Bandaríkjunum árið 2019 og bygg-
ir á smásögu Richard Bachmans
sem er annað nafn á horrormeister
Stephen King. Hún segir frá Benj-
amin Richards (Schwarzenegger)
sem er þyrluflugmaður og neitar
að skjóta á mótmælagöngu fólks
sem er að heimta mat. Hann er
yfírbugaður, fólkið er dritað niður
Vandao og hagnýtt
eins mánaðar nám
fyrir þá, sem vilja
auka þekkingu sína og ná góðum árangri með PC-tölvum, í
fyrirtækjum, stórum sem smáum. ítarlegar kennslubækur á
íslensku.Fjölbreytt námsefni.
Námsgreinar:
Almenn tölvufræöi.
Stýrikerfió MS-DOS
Tölvufjarskipti
Ritvinnsla
Gagnagrunnur
Töflureiknir
Tölvubókhald
Timi: 01. mars
Innritun og nánari upplýsingar
í simum 687590 og 687590
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28.
FYRIR FRAMTIÐINA
fyrir
Arnold Schwarzenegger i myndinni Þrumufleygur, sem sýnd er í
BióhöUinni.
og honum er kennt um. Hann lend-
ir í fangelsi en tekst að sleppa.
Eftir allt þetta hætta titlarnir fyrst
að birtast og myndin getur byijað.
í Þrumufleyg eru Bandaríkin
orðin að Stóra-bróðurmartröð, ein-
ræðisríki sem beitir ógnarstjóm og
skelfingu, og að sjálfsögðu sjón-
varpinu, til að halda fólki frá því
að gera uppsteyt og hugsa um sfn
bágu lqor. Sjónvarpið er fyrst og
fremst múgsefjunartæki og vinsæl-
asti þátturinn er ^The Running
Man“ (Hlauparinn). I hann eru vald-
ir fangar sem fá tækifæri tii að
sleppa við dauðadóm eða fangelsis-
vist ef þeir komast undan drápurum
sjónvarpsstöðvarinnar í villtum elt-
ingarleik í beinni útsendingu í
rústum „skjálftans mikla ’97“.
Dráparamir em þjóðhetur eins og
Frosti, Hjólsög, Eldkúla og Rafall,
vopnin þeirra em íshokkíkylfa, vél-
sög, eldvarpa og rafmagnsstuð. Og
munið, allt er leyfilegt. Það þarf
ekki mikið til að lenda í morðingja-
þættinum; vinkona Ben Richards
svindlaði á prófi og var með þremur
karlmönnum á sama árinu.
Bakersfíeld-slátrarinn, eins og
Richards er kallaður, er fangaður
aftur eftir flóttann og settur í þátþ-
inn ásamt félögum sinum tveimur
úr fangelsinu og áðumefndri vin-
konu, sem Maria Conchita Alonso
leikur, og eins og við mátti búast
fer leikurinn fljótlega að snúast
sjónvarpsmönnum í óhag.
Leikstjóri Þrumufleygs er
líttþekktur bandarískur sjónvarps-
leikari að nafni Paul Michael Glaser
og honum tekst nokkuð vel upp
með það að leiðarljósi að láta helst
ekki líða andartak á milli hasarat-
riðanna. Reyndari og vandaðri leik-
s.tjóri hefði sjálfsagt getað gert bet-
ur. Handritið eftir Steven E. de
Souza er líka ansi gott og sér
Schwarzenegger bæði fyrir viðeig-
andi bröndumm og gefur spennandi
mynd af sjónvarpsbijálæðinu í
framtíðarríkinu uppúr sögu Kings.
Risavaxnir sjónvarpsskermar em á
götum úti og fólk safnast undir þá
til að fylgjast með, þátturinn „The
Running Man“ heyrir undir
skemmtideild dómsmálaráðuneytis-
ins, yfirvöld fara með staðreyndir
eins og þeim sýnist til að blekkja
fólk og beita til þess ráðum sem
Göbbels væri stoltur af. Allt snýst
um dauða og limlestingu. Einn þátt-
urinn í sjónvarpinu heitir „Klifrað
fyrir dollara" og sýnir fólk klifra
kaðal eftir dollumm en undir þeim
em snaróðir hundar.
Richard Dawson, sem er frægur
sjónvarpsmaður vestra, persónu-
gerir hina trylltu sjónvarpsmenn-
ingu framtíðarinar á frábæran hátt
í hlutverki hins miskunnarlausa
þáttastjómanda Damon Killians.
Schwarzenegger fer eins og allt-
af frekar létt með andstæðingana
sína, myndin beitir stundum frekar
ódýmm brögðum sem eiga að hrella
mann án þess að gera það sérstak-
lega og það er eins og reynt hafi
verið að komast af með sem minnst-
an tilkostnað við hana. En hún virk-
ar skemmtilega á sínu plani, kitlar
og skemmtir og þá er tilganginum
náð.
Brids
Arnór Ragnarsson
Flugleiðamót Bridsfélags Reykjavíkur 1987—1988
A-RIÐILL: [l 2 3 4 5 6 7 8
1. Jón Þorvarðarson 14 00 C\J 8 12 22 10 89
2. Delta 16 24 25 17 15 24 121
3. EstherJakobsdóttir 7 6 21 13 5 7 59
4. Bragi Hauksson 22 5 9 4 4 13 57
5. Flugleiðir 18 13 25 16 14 21 107
6. Samvinnuf.-Landsýn 8 17 25 14 13 21 98
7. Verðbr.m. Iðnaðarb. 15 25 17 16 17 i 19 109
8. GuðmundurSveinss. 20 6 23 g 9 11 1 78
B-RIÐILL: 1 2 3 4 5 6 7 8
1. Eiríkur Hjaltason 17 12 11 15 19 17 91
2. Bragi Erlendsson 13 18 11 18 11 8 79
3. Georg Sverrisson 18. 12 15 18 10 19 92
4. Pólaris 19 19 15 25 25 22 125
5. HallgrímurHallgr. 15 12 0 7 6 6 46
6. Björn Theódórsson 11 12 3 23 4 1 54
7. Atlantik 19 20 8 24 25 §314 110
8. Fataland 13 22 11 24 25 16 | 111
C-RIÐILL: I 1 2 3 4 5 6 7 8
1. Magnús Eymundss. 13 13 10 8 20 18 82
2. Kristófer Magnúss. 17 25 21 15 10 25 113
3. Snæbjörn Friðrikss. 17 5 15 16 15 16 84
4. RagnarJónsson 20 9 15 3 25 5 77
5. Jón Páll Sigurjónss. 22 15 25 17 8 24 111
6. Lúðvík Wdowiak 10 14 4 13 6 13 60
7. ÞorlákurJónsson 20 15 25 22 24 ij25 131
8. Guðm. Þóroddss. 12 5 14 6 17 1 55