Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra flytur ávarp á sambandsstjórnarfundi LI. Morgunbiaflið/EinarFaiur
Iðnaðarráðherra á sambandsstjómarfundi Landssambands iðnaðarmanna:
Hagsmunum iðnaðaríns má
.ekki tefla í tvísýnu með að-
gerðum fyrir aðrar greinar
Æskulýðssamband
kirkjunnar í Rvíkur-
prófastsdæmi stofnað
Sambandsstjórn Landssam-
bands iðnaðarmanna hélt fund á
laugardaginn, en í stjórninni sitja
40 fulltrúar.
Á fundinum hélt Friðrik Sophus-
son erindi þar sem hann ijallaði Um
j stöðuna í efnahagsmálum og þær
aðgerðir sem ríkisstjómin hefði
gripið til á stuttum valdatíma
sínum. Friðrik sagð að það hefði á
sínum tíma skapað talsverða erfið-
leika að ekki var unnt að mynda
tveggja flokka stjóm og benti á að
hingað til hefði aldrei tekist að
halda saman þriggja flokka stjóm
í heilt kjörtímabil.
í sambandi við aðgerðir ríkis-
stjómarinnar sagði Friðrik að hún
hefði sem kunnugt er að mestu
beitt sér í aðgerðum í fjármálum.
Það hefði verið lögð höfuðáhersla
á að setja hallalaus tjárlög jafn-
framt því sem víðtækar breytingar
yrðu gerðar á tekjuöflunarkerfí
ríkissjóðs. Fólust þær m.a. í veru-
legum breytingum á lögum um
vömgjald og tollskrá en í öllum
umræðunum um matarskattinn
hefðu þær breytingar fallið í skugg-
ann. Sagðist iðnaðarráðherra telja
að þessar breytingar hefðu verið
nauðsynlegar m.a. vegna breytinga
sem orðið hefðu á þeim markaðs-
svæðum sem næst okkur em. ís-
lendingar gætu alls ekki horft fram-
hjá því sem væri að gerast í ná-
grannalöndum okkar og við yrðum
hvort sem okkur lfkaði betur eða
verr að laga okkur að þessum
. breyttu aðstæðum. Ella gætum við
staðið frammi fyrir því síðar meir
að atvinnulíf hér á landi væri byggt
upp í skjóli vemdar sem við vissum
af fenginni reynslu að ekki getur
gengið.
Að undanfömu hefur talsvert
verið ijallað um hvort heimila ætti
erlendum aðilum að fjárfesta hér á
landi í atvinnurekstri hvers konar
og hefur sitt sýnst hverjum í þeim
efnum. Iðnaðarráðherra sagðist
ekki sjá að það væri á nokkum
hátt siðlausara eða óhagkvæmara
að erlendir aðilar tækju áhættu af
fjárfestingum hér á landi en að tek-
gpn væm erlend lán.
Iðnaðarráðherra vék nokkuð að
þeim efíiahagsaðgerðum sem ríkis-
stjómin myndi hugsanlega grípa til
á næstunni. Hann sagðist hafa orð-
ið fyrir nokkmm vonbrigðum með
það hvemig sumir hefðu talað út
og suður um þær efnahagsaðgerðir
æm stjómin stæði frammi fyrir að
• gera. Það væri Ijóst að eftir mikið
góðæri að undanfömu væri nú far-
ið að halla undan fæti, sem m.a.
lýsti sér f vanda útflutningsatvinnu-
veganna. Og þrátt fyrir aukningu
kaupmáttar, sem ekki ætti sér hlið-
stæðu í nágrannalöndum okkar,
væm gerðar svipaðar kaupkröfur í
kjarasamningum og á áttunda ára-
tugnum þegar verðbólgan var sem
mest. M.a. af þessum ástæðum
sagði Friðrik að útilokað væri að
hans mati að grípa til efnahagsað-
gerða fyrr en komin væri einhver
mynd af því á hvaða nótum kjara-
samningar yrðu. Lagði Friðrik sér-
staka áherslu á að þær aðgerðir sem
gripið yrði til mættu ekki vera sér-
tækar, t.d. eingöngu fyrir sjávarút-
veg og fískvinnslu. Með því yrði
mikil hætta á að hagsmunum ein-
stakra greina, t.d. iðnaðar yrði
raskað. Það væm ekki ný sannindi
að miklar sveiflur í undirstöðugrein
á borð við sjávarútveg kæmu óhjá-
kvæmilega niður á öðmm atvinnu-
greinum. Kvaðst iðnaðarráðherra í
þv$ sambandi taka undir það, að
athugaður yrði rækilega sá mögu-
leiki að koma hér á veiðileyfasölu
til útgerðar, sem myndi draga vem-
Iega úr þessum sveiflum. Þyrfti þá
að sjálfsögðu að grípa til hliðarráð-
stafana til þess að koma í veg fyrir
að sú breyting hefði íþyngjandi
áhrif á sjávarútveg.
Á fundinum svaraði Friðrik fyrir-
spumum fundarmanna. M.a. var
hann spurður um skert framlög til
Iðntæknistofnunar. Svaraði hann
þvf til að hann hefði á sínum tfma
tekið alvarlega þann ásetning ríkis-
stjómarinnar að skila hallalausum
fjárlögum en svo virtist sem önnur
fagráðuneyti, eins og t.d. land-
búnaðarráðuneytið, hefðu ekki gert
það. Skýringin lægi trúlega að hluta
til í því hversu landbúnaðurinn ætti
marga fylgismenn á þingi í skjóli
þess hvemig núverandi kjördæma-
skipan væri háttað. Viðurkenndi
Friðrik að Iðntæknistofnun hefði
farið verr út úr fjárlögum enjefni
hefðu staðið til en nú væri unnið
að því að reyna að bæta úr því. í
þessu sambandi gat iðnaðarráð-
herra þess að aðrar atvinnugreinar
en iðnaður tækju engan þátt í
kostnaði við rekstur sinna rann-
sóknastofnana og nefndi Hafrann-
sóknastofnun sem dæmi. Sagðist
hann telja það f góðu lagi að iðnað-
urinn borgaði fyrir sínar stofnanir
að einhveiju leyti svo framarlega
sem aðrar atvinnugreinar gerðu
slíkt hið sama. Taldi Friðrik mikil-
vægt að koma á viðræðum milli
atvinnugreinanna um þessi mál.
BOÐAÐ var til stofnfundar
Æskulýðssambands kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmi mið-
vikudaginn 17. febrúar.
Fundurinn var haldinn í safnað-
arheimili Bústaðakirkju og bauð
dómprófastur, séra Ólafur Skúla-
son, fundarmenn velkomna og lýsti
mikilli ánægju sinni yfír því, sem í
vændum var. En séra Solveig Lára
Guðmundsdóttir hafði orð fyrir und-
irbúningsnefndinni og lýsti aðdrag-
anda stofnunár sambandsins og
væntingum af starfí þess. Hefur
hópur forystumanna komið saman
reglulega til fundar um æskulýðs-
mál og stutt við starfíð og varðað
nýjar leiðir.
Á stofnfundinum voru mættir
prestar, fulltrúar sóknamefnda og
ungt fólk úr æskulýðsfélögum, en
þau eru hú fímm starfandi í söfnuð-
um prófastsdæmisins. Rfkti mikill
einhugur um stofnunina og bjart-
sýni um framtíð. Lög voru sam-
þykkt, þar sem fram kemur, að til-
gangur sambandsins á að vera að
styðja og efla æskulýðsstarf safn-
aðanna í prófastsdæminu og vera
vettvangur bama og unglinga til
samfélags og fræðslu. Þessum
markmiðum hyggst æskulýðssam-
bandið ná með leiðtoganámskeið-
um, æslulýðsmótum og rekstri sum-
arbúða. En sumarbúðir hafa verið
reknar á vegum prófastsdæmisins
undanfarin sumur í heimavistar-
skólanum að Laugagerði á Snæ-
fellsnesi.
Eftir að búið var að ganga frá
ÁFORMAÐ er að stofna for-
eldrafélag vegna barna með
þroskavandamál.
Stundum em þessi böm kölluð
misþroska eða „gloppótt", þar sem
ekki er búið að fslenska það erlenda
hugtak (MBD), sem liggur til
gmndvallar greiningunni. Þessi
böm eiga það langflest sameigin-
legt að þurfa aðstoð talkennara,
iðjuþjálfa eða stuðningsfóstm í leik-
skóla. Síðar, þegar bömin koma í
skóla, þarfnast þau ýmiss konar
stuðningskennslu.
lögum og ræða framtíðina var
gengið til stjómarkosninga og hlutu
þessir kosningu í stjómina. Ur hópi
ungmenna vom kjömir Sigurður
Grétar Sigurðsson og Ólafur Ragn-
ar Ólafsson, en úr hópi hinna eldri,
Unnur Halldórsdóttir, sem var
fyrsta safnaðarsystir íslenzku kirkj-
unnar, séra Gylfí Jónsson og Ragn-
heiður Sverrisdóttir, djákni, og var
hún kjörin formaður Æskulýðssam-
bands kirkjunnar í Reykjavíkur-
prófastsdæmi.
Eftir lokaorð dómprófasts var
sezt að veizluborði og virtist engum
liggja á, enda nóg að ræða um og
bjartsýni góð ríkti.
(Fréttatilkynniiig)
Fleiri farþeg-
ar til landsins
í JANÚAR komu 11.426 far-
þegar til landsins með skip-
um og flugvélum og er það
fjölgun um tæp 14% frá því
á sama tíma í fyrra.
Af þessum Qölda vora 6.570
íslendingar og 4.856 útlendingar
og var svipuð ijölgun í báðum
hópum. Skipt eftir þjóðemi komu
flestir erlendu farþeganna frá
Bandaríkjunum, eða 1.640, frá
Danmörku komu 922 farþegar, frá
Svíþjóð 635, frá Bretlandi 345 og
frá Noregi 305.
Þessi undirbúningsfundur verður
haldinn á Hótel Sögu, B-sal, þriðju-
daginn 23. febrúar kl. 20.30.
Gestir fundarins verða meðal
annarra þeir Sveinn Már Gunnars-
son og Stefán Hreiðarsson bama-
læknir, sérkennslufulltrúi mennta-
málaráðuneytisins, iðju- og þroska-
þjálfar og margir aðrir. Munu þess-
ir aðilar leiða umræður og svara
spumingum.
Ailir áhugamenn um þessi mál
em hjartanlega velkomnir.
(Fréttatilkymung)
Málað á neglur
HERMANN Österby, rakarameistari
á Rakarastofunni Klapparstíg hefur
Morgunblaðið/Sverrir
Þau eru ekki mörg, hárin I penslinum sem
Hermann notar tO að mála á neglur.
tekið upp þá þjónustu að mála á
neglur.
Hermann hefur sótt nokkur myndlist-
amámskeið en segir hugmyndina að nagla-
skreytingunum hafa vaknað þegar Rakara-
stofan hóf að flytja inn nýja tegund gervi-
naglna skömmu fyrir jól. „Þegar við byijuð-
um með neglumar datt mér í hug að skreyta
þær. Ég kynnti mér hvemig það værl gert
og komst að því að yfírleitt em límdir á
alls kyns gullþræðir og örsmáar perlur og
steinar. Það fannst mér ekki nógu persónu-
legt óg reyndi því að mála á þær með akrýl-
litum.
Hermann segir þetta óneitanlega hafa
verið erfitt í fyrstu en skemmtilegt. Hann
er um 10 til 15 mínútur að mála hveija
nögl en hann málar einnig á „venjulegar"
neglur. „Allt milli himins og jarðar," sagði
hann aðspurður hvað hann málaði og á
sýnishomum sem hann hafði meðferðis gat
að líta landslagsmyndir,' sólarlagsmyndir
og teikningar af mönnum og dýmm.
Hvemig litist mönnum nú á að ganga
með mynd af heimahögunum á nöglinni?
Rakarameistarinn og tómstundamálarinn
Hermann Österby.
Börn með þroskavandamál:
Aform um stofn-
un foreldrafélags