Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 45
MORGUNBLAJDIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
45
milli miðlunar á verðbréfum og
vörslu, þannig að ekki sé sami að-
ili, sem gefur út einingar og selur
sjóðnum verðbréf. Aftur á móti er
það spuming hversu dýru og full-
komnu kerfi sé hægt að koma upp
hér á landi á ekki stærri markaði.
Varla mun vera hægt að gera kröfu
til þess að hver verðbréfasjóður sé
með eigin skrifstofu, forstjóra og
starfslið. Þá er hætt við að neytand-
inn tapi. Hér eins og annars staðar
verða menn að sníða sér stakk eft-
ir vexti og gæta ýtmstu sparsemi,
líka í setningu reglna.' Það er enda
hægt að komast hjá verstu agnúun-
um með skynsamlegum reglum um
að sami maðurinn miðli ekki verð-
bréfum jafnframt því sem hann
kaupir inn fyrir verðbréfasjóði.
Þau verðbréfafyrirtæki, sem
starfrækt hafa verðbréfasjóði hér á
landi undanfarin ár hafa hvert um
sig þróað reglur, sem miða að því
að koma í veg fyrir hagsmuna-
árekstra og að óhöpp geti hent eig-
endur fjárins. Um mitt síðastliðið
ár hófu Fjárfestingarfélagið, Kaup-
þing og Verðbréfamarkaður Iðnað-
arbankans að samræma þær regl-
ur, sem hvert fyrirtækjanna hafði
þróað fyrir sig. Niðurstöðumar voru
starfsreghir fyrir verðbréfasjóði,
sem aðallega grundvallast á upplýs-
ingagjöf til þeirra, sem keypt hafa
bréf sjóðanna eða hafa kaup í huga.
Þessi upplýsingagjöf skal vera und-
ir eftirliti löggiltra endurskoðenda.
Það er mat mitt að þessar reglur
feli í sér miklu víðtækari neytenda-
vemd en heyrst hefur að felist í
margumræddu fyrirhuguðu frum-
varpi.
Það er nokkuð merkilegt, að þeir,
sem em að smíða lagafrumvarp um
verðbréfasjóði hafa ekki haft nein
samráð við þá, sem vinna daglega
á verðbréfamarkaðinum. Þó mætti
ætla, að einhveija reynslu eða þekk-
ingu mætti finna hjá þeim aðilum.
Ofangreindar saméiginlegar regiur
verðbréfasjóðanna sýna, að þessum
aðilum er ljós þörf fyrir samræmdar
regiur eða lög um starfsemi sjóð-
anna til þess að gæta hags neyt-
enda.
Hafi löggjafinn raunvemlega
neytendavemd í huga, ætti hann
að huga vel að þeim regium, sem
þeir sem vinna á markaðnum hafa
komið sér niður á að fenginni
reynslu. Og það ber að varast að
setja löggjöf um verðbréfasjóðina,
sem setur þá f hlekki eða jafnvel
gengur af þeim dauðum, því þeir
em ómetanlegir bæði sparifjáreig-
endum, lántakendum og lánamark-
aðnum í heild.
Höfundur er framkvæmdasijóri
Kaupþings hf.
Námskeið fyrir for-
eldra/aðstandendur
fatlaðarabarna
SJÁLFSBJÖRG LANDSSAMBAND FATLAÐRA,
LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJÁLP,
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA,
STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA.
EFTIRTALIN NÁMSKEIÐ ERU í BOÐI:
I. FORSKÓLAALDUR
- fyrstu skólaðrin.
Fyrirlesarar eru:
Stefán Hreiðarsson læknir,
Vilhelm Norðfjörð sálfræðingur,
María Ingvadóttir félagsráðgjafi,
Guðlaug Sveinbjamardóttir foreldri.
Námskeiðin eru helgamar 19. -20. mars og 23. -24
apríl.
II. UNGLINGAHÓPUR
Fyrirlesarar em:
Sveinn Már Gunnarsson læknir,
Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur,
Lára Bjömsdóttir félagsráðgjafi,
ÁstaB. Þorsteinsdóttir foreldri.
Námskeiðin eruhelgamar 16.-17. apríl og 7.-8.
maí.
Námskeiðsstaður er
REYKJADALUR í MOSFELLSSVEIT
Þetta em helgarnámskeið ætluð 15 foreldrum eða ein-
staklingum.
Námskeiðsgjald er kr. 1.200,- innifalið í því er fæði,
gisting og námskeiðsgögn.
Ferðakostnaður fyrir fólk utan af landi er greiddur.
Öll námskeiðin eru haldin í Reykjadal í Mosfellssveit.
Mæting er kl. 8.45 á laugardegi.
Ath. Allar nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma
91-32961 millikl. 17.30og 19.30.
Ath. Qeymið auglýsinguna.
Námskeið fyrir foreldra/aðstand-
endur f atlaðra barna.
FJARHAGSBÚKHALD
SKULDUNAUTAKERFI
LANADROTTNAKERFI
BIRGÐAKERFI
FRAMLEGÐARKERFI
VERKBÚKHALD
SÚLUNÚTUKERFI
LAUNAKERFI
TILBOÐSKERFI
GAGNAGRUNNSKERFI
SAMHCFSUR HUG8ÚNAQUR
MS-DOS. ZENIX. UNIX
HUG6ÚNAOUR-TOLVUR-HONNUN
KENNSLA-WÖNUSTA-RAOGJÖF
KERFISÞRÚUN HF.
Armúll 38.108 Reyk|ivifc
Simir: 688055 -687466
ÖFLUGUR - EINFALOUR I NOTKUN - ÚOÝR - STÆKKAR MEÐ FYRIRTÆKINU
Herraleikfími
HEILSURÆKTIN SÓLSKIN, SÍM146055
Gaufa,
Ijós,
nudd,
Hitamælinga-
miðstöðvar
Fáanlegar fyrir sex, átta, 1
tíu, tólf, sextán, átján
eða tuttugu og sex
mælistaði.
Ein og sama miðstöðin
getur tekið við og sýnt
bæði frost og hita, t.d.
Celcius+200+850 eða
0+1200 o.fl. Hitaþreifarar
af mismunandi lengdum
og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar.
Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur.
Ljósastafir 20 mm háir.
Þáð er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns-
hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum,
lestum, sjó og fleira.
-LnL-
Sötuiiriliiwigjyir (§? ©®
VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680 21480
E> SKEIFUNA
BÍLVID SITT HÆFt!