Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 47

Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 47
Selfoss: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 47 Gatnagerð og dagvistar- stofnun á framkvæmda- áætlun Selfossi. Fjárhagsáætlun Selfosskaup- staðar, sem afgreidd var við síðari umræðu í síðustu viku, gerir ráð fyrir 56 milljónum króna til framkvæmda. Heildar- tekjur eru áætlaðar 225,5 miljj- ónir og útgjöld 169,5 milljónir króna. Fjárhagsáætluninni er stillt upp samkvæmt nýjum bókhaldslykli frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Helstu framkvæmdaþættir á þessu ári verða bygging dagvistarstofn- unar fyrir 18,5 milljónir og gatna- gerð 22,4 milljónir. Gatnagerðar- áætiunin skiptist þannig að 6,4 milljónir eru ætlaðar til gangstétta- framkvæmda, 7,7 til stofnræsa, 5,3 í nýbyggingar og 8,0 í bundið slit- lag. Aðrir framkvæmdaþættir eru við félagsmiðstöð sem gerir ráð fyrir 3,2 milljónum, hönnun grunn- skóla 2,0 milljónir og framlag til byggingar Fjölbrautaskóla Suður- lands 7,8 milljónir er inn í fram- kvæmdafénu. Gert er ráð fyrir nokkrum fram- kvæmdum hjá hitaveitu, byggingu nýs miðlunartanks og endumýjun á borholu, alls fyrir 38 milljónir, sem fyrirhugað er að framkvæma fyrir eigið fé veitnanna. Sig. Jóns. Aspirín kemur í veg- fyrir fósturlát Amsterdam, Reuter. LITLIR skammtar af aspiríni geta komið í veg fyrir að konur missi ófullburða fóst- ur, að þvi er fram kemur í skýrslu hollenskra lækna. sem birt var á dögunum. Talsmaður Dijkzigt-sjúkra- hússins í Rotterdam sagði að læknar hefðu rannsakað 50 vanfærar konur, sem hefðu aldrei getað fætt fullburða böm, heldur misst fóstur, og látið þær taka inn 60 milligrömm af aspiríni á degi hveijum. Árangurinn hefði orð- ið sá að allar nema tvær þess- ara fimmtíu kvenna hefðu eign- ast fullburða böm. Ástæðan væri sú að aspirín yki fram- leiðslu líkamans á hormóninum prostocyclin, og það kæmi blóð- streyminu í legkökunni, sem nærir fóstrið, í samt lag aftur. UM HELGINA - LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13-17 BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG BÍLL FRÁ HEKLU BORGÁR SIG BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG minu AFTURI SVIÐSUÓSINU meM ÍFYR ÍSLANPI Gleymdirðu einhverrí gjöf? Engar áhyggjur - þú fœrð bestu merkin ítískuheiminum, tollfrjálst um borð hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.