Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
55
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Trésmiðir vanir
kerfismótum
Óskum að ráða samhenta trésmíðaflokka
vana kerfismótum til starfa við bygginga-
deild Hagvirkis.
Upplýsingar veitir Ólafur Pálsson,
sími 673855.
I I HAGVIBKI HF
SfMI 53999
Reykjavíkurhöfn
óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing eða
byggingatæknifræðing til starfa ítæknideild.
Verkefni: Tæknideild Reykjavíkurhafnar sér
um byggingu, viðhald og rekstur hafnar-
mannvirkja og annarra eigna hafnarsjóðs.
Starfssvið: Starfið er m.a. fólgið í undir-
búningi verka, framkvæmd verka með starfs-
mönnum og verktökum og eftirliti með fram-
kvæmdum.
Nánari upplýsingar um starfið gefur aðstoð-
arhafnarstjóri í síma 28211.
Umsóknir um starfið skulu hafa borist fyrir
27. febrúar nk.
Hjúkrunarfræðingar
Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar á
lyfjadeild og hjúkrunar- og endurhæfingar-
deild sem fyrst á Sjúkrahús Akraness.
Góð vinnuaðstaða og mjög góður starfs-
andi. Kynnið ykkur málin.
Nánari upplýsingar gefur Sigríður Lister
hjúkrunarforstjóri í síma 93-12311.
Norrænt
samvinnuþróunar-
verkefni í Kenya
(The Kenya/Nordic Co-operative Develop-
ment Sector Programme)
Frá 1. júlí nk. er áætlað að hefja nýja 5 ára
þróunaraðstoð við samvinnuhreyfinguna í
Kenya með sameiginlegum stuðningi stjórn-
valda og samvinnufélaga fjögurra Norður-
landa.
DANIDA (Danish International Development
Aid) og SCC (Swedish Co-operative Center)
hafa með höndum stjórn verkefnisins sem
fyrst um sinn samanstendur af 10 ráðgjöfum
um rekstur samvinnufélaga. Nú er óskað
eftir umsóknum um þrjár stöður ráðgjafa og
eru tvær þeirra á vegum DANIDA en ein á
vegum SCC. Allar umsóknir eru háðar sam-
þykki yfirvalda á Norðurlöndum og í Kenya.
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar:
1. Forstöðumaður verkefnisins (DANIDA)
(Nordic Programme Co-ordinator)
Starfssvið: Yfirumsjón verkefnisins og
umsjón með ráðstöfun framlags Norður-
landanna.
Aðstoð við ráðuneyti samvinnuþróunar
(Ministry of Co-operative Development
MOCD) og við samvinnufélögin vegna
gerðar áætlana um val og framkvæmd
einstakra verkefna.
Ráðningarskilyrði: Áralöng reynsla af
störfum í ábyrgðarstöðum að hluta í þró-
unarlönum. Mjög góð enskukunnátta.
Ráðningarkjör: DANIDA starfskjör.
Starfsvettvangur: NAIROBI - MOCD.
2. Stjórnunarráðgjafi - verkstjóri (DANIDA)
(Management Specialist-Team Leader)
Starfssvið: Umsjón með störfum stjórn-
unarráðgjafa verkefnisins hjá hinum ýmsu
samvinnufélögum.
Skipuleggja aðstoð við stjórnun samvinnu-
félaga sem búa við erfiðar aðstæður.
Skipuleggja starfsþjálfun og stjórnunar-
fræðslu.
Ráðningarskilyrði: Menntun og starfs-
reynsla á sviði stjórnunar og reiknings-
halds. Reynsla af tölvunotkun æskileg.
Ráðningarkjör: DANIDA - starfskjör.
Starfsvettvangur: NAIROBI MOCD.
3. Ráðgjafi um bankastarfsemi (SCC)
(Banking Field Specialist)
Starfssvið: Aðstoð við uppbyggingu inn-
lánsdeilda sem sjálfstæðra innlánsstofnana.
Aðstoð við daglegan rekstur og stjórnun
þessara stofnana og skipulagning á eftir-
liti með starfsemi þeirra.
Umsjón með fræðslu og starfsþjálfun.
Ráðningarskilyrði: A.m.k. 5 ára starfs-
reynsla í banka, að hluta í ábyrgðarstöðu.
Góð enskukunnátta.
Starfsvettvangur: Eitthvert útibúa Sam-
vinnubankans í Kenya utan Nairobi.
Fyrir öll ofangreind störf er krafist háskóla-
prófs eða sambærilegrar menntunar á sviði
viðskipta-, landbúnaðar- eða fjármálastjórn-
unar auk góðrar enskukunnáttu. Reynsla af
störfum hjá samvinnufélögum og í þróunar-
löndum er æskileg.
Ráðningartími er tvö ár frá 1. ágúst 1988 til
31. júlí 1990 og framlenging möguleg. Ráðn-
ingarkjör eru m.a. skattfrjáls laun, greiðsla
férða- og flutningskostnaðar auk trygginga
fyrir ráðgjafa og fjölskyldur þeirra samanber
nánari skilmála um kjör starfsmanna
DANIDA eða SCC eftir því sem við á.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást hjá:
Störf 1 og 2
DANIDA The Ministry of Foreign Affairs
Ref. no. 104 Kenya 4 B
Asiatisk Plads 2, 1448 Copenhagen K
Sími: (01)920968 Birthe Mogensen
Umsóknarfrestur til 11. mars 1988
Starf 3
Ólafur Ottósson
Alþýðubankanum hf.
Sími: 91-621188 eða
Reynimel 23, 107 Reykjavík
Sími: 91-14121 eftir kl. 18.00
Umsóknarfrestur til 18. mars 1988
Sendill
Óskum eftir að ráða sendil til starfa allan
daginn.
Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu.
sími29500.
Frá Dalbæ, heimili
aldraðra, Dalvik
Starf forstöðumanns er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. Miðað
er við að umsækjandi geti hafið störf um
miðjan júní.
Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður
Dalbæjar í símum 96-61379 og 96-61378.
REYKJMIÍKURBORG
Atuc&cvi StöÍMn.
Trésmiðja
Reykjavíkurborgar
óskar að ráða trésmiði.
Þurfa að vera vanir viðhaldi og vélavinnu.
Mikil vinna framundan.
Umsóknum skal skila til starfamannastjóra
borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, sími
18000.
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða konu til að annast rekst-
ur skrifstofu þ.m.t. telexsendingar, ensk
bréfaskipti og útskrift reikninga. Æskilegt er
að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 23. febrúar merktar: „V - 4482“.
REYKJMJÍKURBORG
jiauútix Stöwcn
Hitaveita
Reykjavíkur
óskar eftir að ráða yfirverkfræðing dreifikerfis.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf skal skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðu-
blöðum sem þar fást fyrir 1. mars.
Upplýsingar veitir hitaveitustjóri í síma
82400.
Verkamenn
- smyrjari
Óskum eftir verkamönnum í ýmis störf i olíu-
stöðina í Laugarnesi.
Einnig er óskað eftir starfsmanni í smurstöð.
Mikil vinna. Fæði á staðnum.
Upplýsingar í síma 689800.
O/ís.
Olíuverslun íslands hf.
Vélavörður
óskast á Eldeyjar-Hjalta GK 42 og Eldeyjar-
Boða GK 24 sem róa með línu.
Upplýsingar í síma 92-15111 og 985-27051.
Útgerðarfélagið Eldeyhf.,
Keflavík.
Skráningafulltrúi
Starf skráningafulltrúa í Kópavogi er laust
til umsóknar. í starfinu felst m.a.: Umsjón
með lóðarskrá, álagning fasteignagjalda,
stærðarútreikningar húsa o.fl.
Umsóknarfrestur er til 7. mars nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir bygg-
ingafulltrúi.
ByggingafuUtrúinn í Kópavogi.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarheimilið Sólvangur í Hafnarfirði
auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum til starfa
nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunar-
forstjóri í síma 50281.,