Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 63

Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 ,63 er hún færði þeim litla systur í jóla- gjöf. Voru þau þá 6 og 4 ára. Kamb- amir og heiðin voru ófær vegna hálku, en í engu skyldi það aftra ykkur. Þið voruð jú á Willisjeppa og með keðjur! Allt gekk vel, þar til í brekkunni fyrir ofan Lögberg. Þar slitnuðu keðjumar, en fljúgandi hálka var, ís og vatnselgur yfír. Voru þá góð ráð dýr. Stýrðir þú bílnum út fyrir veg og stöðvaðir á rafmagnsstaur, skelltir litla gutta (4 ára) ofan á bremsumar og bann- aðir honum að hreyfa sig, stóra systir skyldi reyna að fínna steina og setja fyrir hjólin meðan þú lagð- ist í vatnsflauminn og bast keðjum- ar saman með snúm öðru megin og beltinu þínu hinum megin. Belt- ið þitt virðist hafa verið mesti þarfa- gripur á þessum vetrarferðum yfír heiðina. Eitt sinn varð að vísa síðbúnum þjóðleikhúsgestum frá Selfossi inn á miðja leikhússýningu og varst þú þar kominn ásamt tveimur öðmm heldri mönnum frá Selfossi og frúm. Vom þið myrkrinu í salnum fegnastir, því buxunum urðuð þið að halda uppi með hönd- um í vösum, þar eð buxnabeltin héngu blaut og skemmd í keðjunum á bflnum fyrir utan. Léstu það í engu aftra þér frá því að njóta þess hluta sýningarinnar, sem eftir var. Eins og við nefndum fyrr, emm við blandaður hópur, sem lengur eða skemur hefur dvalið erlendis. Um tíma vom þrjú af fjórum böm- um þínum ásamt íjölskyldu erlendis samtímis, sonur í Bretlandi, dóttir í Danmörku og dóttir í Bandaríkjun- um. Síðar fór svo þriðja dóttirin ásamt fjölskyldu til Svíþjóðar til dvalar. Ótul vomð þið hjónin ætíð að heimsækja okkur, þótt langt þyrfti að fara. Alltaf varst þú þá tilbúinn til að taka þátt í útivist, leik og gleði, hvort sem var yngri kynslóðarinnar eða eldri og lagðir ríkulega af mörkum til að gera þær samvemstundir sem aðrar ógleym- anlegar. Enn minnast bamaböm þín t.d. þeirrar kátínu sem það vakti, er afí lét sig detta í sjóinn við Kristineberg í Svíþjóð, þegar fara átti í bátsferð og afi var að ýta bátnum út, en hrúðukarlarlar á botninum vom óblíðir við berar ilj- amar, svo best var að lyfta báðum fótum í einu með þeim afleiðingum sem það hafði og spyma bátnum út. Sömu kátínu vöktu tilraunir þínar í Danmörku til að nýta öll fyrirfinnanleg leiktæki á „róló“ til jafns við dótturdóttur þína. Þannig hefur þú alltaf átt hug og hjörtu okkar allra. Margar ánægjulegustu útivistarstundimar sem við höfum átt með þér, em þó samverustund- imar á Snæólfsstöðum við Nauta- vakir við Hvítá í Grímsnesi, eða með öðmm orðum, uppi í sumarbú- stað. Hann byggðir þú ásamt konu þinni og bömum við Nautavakimar í Grímsnesi fyrir tæpum 30 ámm síðan. Var við það verk mikið á sig lagt, erfíðar göngur og burð efnivið- ar. En árangurinn er stórkostlegur. Snæólfsstaðir, eins og bústaðurinn okkar heitir, er okkur öllum mikill unaðsreitur, sem við sækjum heim eins oft og við getum, hvort sem er sumar eða vetur. Við segjum „bústaðurinn okkar" af því, að þú hefur ætíð lagt á það ríka áherslu, að hann er eign okkar allra til dval- ar og ánægju. Þökkum við þér það alveg sérstaklega. Elsku Matthías, viljum við nú ekki hafa þessi orð fleiri, en óskum þér aftur hjartanlega til hamingju með daginn og biðjum guð, að þú megir enn njóta margra góðra ára. Með innilegustu kveðju. Börn, tengdabörn og bamaböm. „Að byrja aftur“ sýnd í Regri- boganum Kvikmyndaklúbburinn Hi- spania sýnir á sunnudag spænsku kvikmyndina „Volver a empez- ar“- Að byija aftur, eftir spænska leikstjórann José Luis Garci. Myndin hlaut Óskarsverð- launin sem besta erlenda myndin árið 1982. Að byija aftur, er ljúfsár mynd um ást og eftirsjá og leika nokkrir af þekktustu leikurum Spánar í henni. Hún Qallar um spænskan prófessor sem starfar í Banda- ríkjunum og fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Að lokinni verð- launaafhendingunni í Stokkhólmi fer hann á æskuslóðir en þangað hefur hann ekki komið síðan í Borg- arastyijöldinni. Hann hittir æsku- ástina auk gamals vinar og minn- ingamar hrannast upp. Aðalhlutverkin eru í höndum Antonio Ferrandis og Encama Paso en tónlistin eftir Johann Pachelbel og Cole Porter. Myndin verður sýnd í F-sal Regn- bogans kl. 15,17,19.30 og 21.30! OTTlROn AFGREIÐSLUKASSAR FATASKAPAR MARGAR STÆRÐIR HENTA ALLSTAÐAR VERÐ FRÁ KR. 6.084.— Grelðslukiör vlð allra hæfl! C LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐf SÍMI 50022 IMudd Einkatímar: Djúpt, þægilegt og afslappandi nudd, gott fýrir þá sem hafa slæmt bak, vöðvabólgu gott gegn stressi o.fl. Nuddkennsla hefst 27.- 28.mars. Hringið og fáið upplýsingar í síma 17923 í allan dag, sunnudag og virka daga frá kl. 16.30-18.30. Lone Svargo Riget, rebalancer. Heímílistækí sem bíða ekki! wwwwvA &æmimssBSí mmm m f n iwn s tr.i iiiunrii'iM lnirrkari , cUlavcT g frystikíscá Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftirneinuaðbíöa. *. \ TAKMARKAÐI . \ MAGN E 1 M. 9 m á þessum kjömma ^SAMBANDSINS .. GCCOOO "T

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.