Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
Þ JOÐMINJ AS AFN A TIMAMÖTIM
I
I
og nú háttar er það ákvörðun ein-
..Sttakra kennara hvort þetta tilboð
um safnferð er þegið. Það er því
ekki beinn þáttur í kennslunni. Sú
spuming gæti líka vaknað hvort
ekki ætti að hafa þetta tvískipt og
bjóða líka yngra skólafólki upp á
leiðsögn um safnið sem þvi hæfír.
Starfíð hér við Þjóðminjasafnið
má vissulega efla á margan hátt,
bæði hið innra og tengslin út á við.
Safnið hefur upp á margt að bjóða
sem er áhugavert á alþjóðlegan
mælikvarða. Og hér má búa betur
í haginn fyrir gesti, t.d. með því
að gefa fólki tækifæri til að tylla
sér niður með kaffíbolla á litlum
veitingastað.
Við ætlum strax í vor að lengja
opnunartímann sem hefur verið allt
of stuttur. Gestir eru margir hér
allan ársins hring og á sumrin kem-
ur líka mikill fyöldi útlendinga,
bæði á eigin vegum og í hópferðum.
Listsýningum er nú lokið í Boga-
salnum eins og tfðkaðist áður fyrr,
en þær höfðu oft mikið aðdráttar-
afl fyrir safnið. Nú verður sá salur
notaður fyrir sérsýningar á vegum
safnsins og ég vona að þær veki
ekki síður áhuga. Það sýnir reyndar
.'"A
Morgunblaðið/Sverrir
Horft yfir sal með margskonar kirkjugripum.
reynslan undanfarið því mikill fjöldi
hefur komið til að sjá sýninguna á
mununum sem fundust við ’upp-
gröftinn á Bessastöðum."
Þór var að lokum spurður hvort
Þjóðminjasafnið ætti í hans augum
tiltekna sérstöðu.
„í safni sem þessu er að mörgu
að hyggja og mörg mál við að kljást.
Ég get nefnt sem dæmi hversu
mikilvægt er að halda hér réttu
hita- og rakastigi. Gamlir munir,
t.d. úr torfbæ, eiga það til að of-
þoma og springa þegar inn í stofu-
hita kemur. Hitastigi hér þarf því
að tölvustýra svo vel sé. Slíkt er
dýrt en það verður að taka með í
reikninginn þegar gert verður við
húsakynnin. Hér þarf að búa svo
um hnútana af fagfólki að ekkert
fari forgörðum og það er vanda-
samt. Sérstaða slíks safns er senni-
lega aðallega í því fólgin að hér eru
geymdir dýrgripir sem hafa fólgna
í sér menningarsögu þjóðarinnar á
vissan hátt og því þarf að tryggja
að vel takist um varðveislu þeirrar.
Hér er ekki verið að geyma um
stundarsakir — hér er verið að varð-
veita um eilífð."
H.V.
■i
1
t Maðurinn minn og faðir okkar, ELIMAR TÓMASSON frá Skammadal, lést í Landakotsspítala föstudaginn 19. febrúar. Guðbjörg Pálsdóttir og börn.
t Eiginmaður minn, faðir, afi, bróðir og mágur SIGURÐUR Á. SOPHUSSON verslunarmaður, Laufási 1, Garðabse, verðurjarðsunginnfrá Garðakirkju þriðjudaginn 23. febrúarkl. 13.30. Vilborg Jónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson, Vilborg Björnsdóttir, Þóra Sophusdóttir. Björn H. Guðmundsson.
t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og bróður, ELÍSAR HANNESSONAR bónda, Hlfðarási, Kjós. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans fyrir góða umönnun. Sigrún Eirfksdóttir, Óðinn Elísson, Sigrfður Klara Árnadóttir, Guðveig Elísdóttir, Guðmundur Kristjánsson Hilmar Elfsson og systkini.
t ^ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA LOUISE JÓHANNSDÓTTIR, Ljósheimum 2, áður Gnoðarvogi, sem lést í Landspítalanum 12. febrúar sl. verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Sigrfður Lúthersdóttir, Egill Ásgrfmsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sigurður H. Oddsson, Hafdfs Lúthersd. Grundtman, Jan Grundtman og barnabörn.
■ t Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, VIÐARS PÉTURSSONAR. Einnig færum við sérstakar þakkir læknum, hjúkrunarliði og öðr u starfsfólki deildar A5 á Borgarspítalanum fyrir frábæra aðhlynn- ingu í veikindum hans. Vinafélag Borgarspítalans mun njóta andvirðis þakkarkorta. Ellen, Vóný, Vatnar og Örn.
Bjarnheiður Sigur-
rínsdóttir — Minning
Fædd 14. september 1906
Dáin 2. febrúar 1988
Líf alþýðumanna er ekki ólíkt
skáldsögu, enda má segja að hver
skáldsaga sé sönn á sinn hátt ef
hún er góð á annað borð.
Allt það, sem gerist í lífi fólks
frá vöggu til grafar er svo mikið,
flókið og margbrotið, að það er
hreint lyginni líkast. Enginn veit
allt um það. Hljóð virðist ævin líða,
fábrotin við bamastúss, þvotta og
matargerð.
Lífsbarátta, sem virðist svo lík
frá einum til annars. Engu að síður
stafar þessi missýn af því hversu
blindur maður er á gildin í lífí og
starfí fólks.
Við emm alin upp við það að
skima eftir því stóra, við lesum um
hetjur og „mikilmenni sögunnar",
sem em þó helst fræg fyrir það,
að hafa komið af stað átyijöldum,
lagt undir sig lönd, kúgað .stéttir
og þjóðir og hlotið dýrð sína af
valdinu, þessu skelfilegu valdi, sem
einatt hefur hótað alþýðunni þján-
ingu og dauða, og hótar nú öllu
jarðlífí, bæði stóm og smáu. Upp-
eldi okkar hefur þannig öðm frem-
ur verið fólgið í því að skima eftir
fílunum, en sjá ekki það smáa og
yndislega, sem af eljunni einni sam-
an byggir upp í kringum sig sam-
félag, með þeirri Iist, sem því er
einu lagið.
Þannig er fslensk alþýða, í þús-
Blómmtofa
Friúfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöid
til kl. 22,- eínnig um helgar.
Skreytlngar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Kk
und ár hefur hún skrifað söguna
ósýnilegu letri, hún hefur haldið við
og skapað þann jarðveg sem íslensk
menning hefur alla tíð nærst í og
þroskast af. íslensk alþýða hefur
verið sú rótsterka jurt, sem byggði
skjól fyrir allt annað að vaxa í og
dafna.
íslensk alþýðukona, sem kveður
sitt fólk, hefiir á löngum og starfs-
rfkum degi miðlað þjóð sinni ríku-
legri ávöxtum en margir hinna
„miklu" manna, sem fá nöfn sín
skráð á spjöld sögunnar. Hún hefur
eijað garð sinn á þann hátt, að í
hann geta eftirlifendur komið og
sáð, hún hefur skapað fordæmi,
sem margt ungmennið getur ekki
gleymt, hún hefur lagt margan
steinbít á dyrahellu náungans, án
þess að ætlast til að þess væri get-
ið. Þannig hafa íslenskar konur lagt
metnað sinn í að lifa lffínu f kær-
leika og umhyggju fyrir náunga
sfnum, bömunum og þjóðinni allri.
Svik og fals var þessu fólki verra
guðlast en allt annað, enda hefur
það aldrei tíðkast meðal þess.
Lífsbaráttan var meginverkefni
alþýðunnar um aldir, það var ekki
unnt að leyfa sér neitt bruðl með
efni né tíma, fólk varð að halda vel
á, ef hag fjölskyldunnar skyldi
borgið með sæmilegu móti.
Auðsöfnun var aldrei markmið,
enda veit enginn það betur en ijöl-
skylda verkamannsins að slík hugs-
un er utan við líf hennar, aðeins
það eitt, sem unnt var að afla með
höndunum einum í daglegu starfí
gat orðið fjölskyldunni til lífsbjarg-
ar. Útsjónarsemi og nýtni var þess-
ari kynslóð í blóð borin, nfskuna
þekkti hún ekki nema af afspura,
enda er nískan dóttir auðlegðarinn-
ar.
Skreytum
við öll tækifæri
••
IMH.4,
Reykiavíkurveflí 60, sfml 63848.
AHheimum 8, sími 33978.
Bœjertirauni 26, sfml 60202.
Bjamheiður Sigurrínsdóttir var
sannur fulltrúi þessarar kynslóðar,
sem ég hefí lýst hér að framan.
Ég leyfí mér að halda því fram
að fáar konur hafí haft eins djúp
áhrif á mig og Bjamheiður. í mörgu
spjalli, sem við áttum saman í þau
rúm 20 ár, sem við þekktumst, kom
ætíð fram manneskjuleg heimspeki,
sem byggðist á lífsskilningi og
djúpri virðingu fyrir tilfínningum
annarra.
Við alla kom hún fram sem jafn-
ingja, þar skipti ekki máli hvort hún
bar á borð fyrir borgarstjóra
Reykjavíkur eða skar niður súrmat-
inn fyrir hinn minnsta í samfélag-
inu, við eldhúsborðið heima í Skip-
holti 32, enda samrýmdist það ekki
lífsskoðun hennar né lífsskilningi
að dilka fólk eftir metorðum eða
auðlegð.
Mér er ómögulegt að enda þessa
litlu grein án þess að minnast á
hversu ungu fólki þótti ákaflega
gott að koma f Skipholtið til þeirra
Páls og Bjarnheiðar, mín böm sótt-
ust eftir þvf að hitta þau, þiggja
góðgerðir og spjalla.
Helst varð alltaf að koma við
væri á annað borð skroppið í Bæinn.
Þessi staðreynd er í sjálfu sér svo
áhrifamikil og frásagnarrík að
engra skýringa er þörf.
Góð kona er horfín úr samfélagi
okkar mannanna, við getum ekki
gleymt henni, enda hefur hún mark-
að djúp spor f okkur öll í gegnum
tíðina, við erum í dag betra fólk,
vegna þess að við fengum tækifæri
til þess að sitja á tali við hana Bjam-
heiði f Skipholti 32.
Jón Hjartarson,
Kirkjubæjarklaustri.