Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 68
PykkmœjM Þar vex sem vel er sáð! SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. FERSKLEIKI ÞEGAR MESTÁ REYNIR Morgunblaðið/Sig. Jóns. Dollar hef- ur hækkað Meðalgengi krón- unnar óbreytt frá áramótum GENGI íslensku krónunn- ar hefur sigið niður á við gagnvart bandarikjadollar undanfarið. Skráð sölugengi dollarans er nú 5,2 % hærra en það var um áramót. Um síðustu áramót var sölu- gengi bandaríkjadollars kr. 35,72, en var á föstudag kr. 37,57, sem er 5,2 % hækkun. Nokkrir aðrir gjaldmiðlar hafa einnig hækkað, t.d. kanadadoll- ar um 7,2 % og norska krónan um 1,6 %, en aðrir lækkað, t.d. vesturþýska markið enska pundið ogjapanskayenið. Með- algengi íslensku krónunnar hefur því haldist sem næst óbreytt frá áramótum. Skipverja af Ófeigi III bjargað í Þyrlu Landhelgisgæslunnar. > ___________ Ofeigur m strandaði við Hafnamesvita í Þorlákshöfn Áhöfniimi var bjargað með þyrlu Gæslunnar Selfoss, Þorlákfthöfn. björguðust þeg- 'ar vélbáturinn Ófeigur III frá J'JÓRIR menn bjö feigur Vestmannaeyjum strandaði rétt vestan við Sporið við Hafn- arnesvita í Þorlákshöfn á sjötta tímanum í gærmorgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti áhöfnina í land og tók björgunin skamman tima. Björgunarsveit Þorlákshafnar kom fljótt á staðinn og kom björg- unarlínu um borð í bátinn. Skip- veijar, sem voru aldrei í hættu, ákváðu að nota þyrluna við að komast í land, því nokkur fyrir- höfn var að komast í björgunar- stólinn. Stórstreymt var, vindur af suðvestri og mjög hásjávað. Báturinn kastaðist til í fjörunni undan öldunni og komst fljótt leki að honum. Ófeigúr III stendur mjög hátt í fjörunni við Hafnarnesvita og óvíst að honum verði bjargað. Báturinn var á leið á kolaveiðar en erindið til Þorlákshafnar var að sækja einn skipveija áður en haldið væri á miðin. Ófeigur III er einn af elstu stálbátum flotans, hollenskur og hefur reynst mjög farsælt skip. Sig. Jóns., -áj., J.H.Sigm. Sjá frásögn á bls. 4. Óvissa um sölu á frystum fiski til Sovétríkjanna 1500 milljón króna tilboði Islendinga ósvarað SAMNINGAR um sölu á frystum fiskafurðum, einkum ufsa og karfa, til Sovétríkjanna hafa dregist mikið, að sögn Gylfa Þórs Magnússonar, framkvæmdastjóra hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, en hann sagðist vænta þess að samningaviðræður myndu hefjast á ný um næstu mánaða- mót. í fyrra var samið um sölu á 12.600 tonnum að verðmæti um 950 milljónir íslenskra króna. í nóvember síðastliðnum gerðu SH og sjávarafurðadeild Sambands- ins Sovétmönnum tilboð um kaup á 15.000 tonUum á um 1.500 millj- ón krónur, en ekkert ákveðið svar • hefur borist frá Sovétmönnum. Gylfi sagðist ekki vita af hveiju þessi dráttur á svari stafaði, en venjulega hafa samningar við Sovét- menn náðst í desember eða janúar. „Það er mikið af netaufsa sem veiðist fyrri hluta vetrarvertíðar sem fer til Sovétríkjanna og við missum fram hjá okkur þennan físk sem hentar best í þessa vinnslu, ef ekki fer að komast einhver skriður á þetta fljótlega," sagði Bjami Lúðvíksson, framkvæmdastjóri SH. Aðspurður sagði Bjami að ef ekki semdist væri ekki hægt að gera mikið annað við ufsann en að salta hann, en það væri takmarkaður markaður fyrir saltaðan ufsa og stóraukið framboð myndi líklega lækka verð á honum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.