Morgunblaðið - 08.03.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
9
Ræðumennska og mannleg samskipti.
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haidinn annað kvöld kl.
20:30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðan-
verðu.
★ Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö:
★ Öðlast HUGREKKI
og meira SJÁLFSTRAUST.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann-
færingarkrafti í samræöum og á fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér
VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU.
★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu
komin undir því, hvernig þér tekst aö um-
gangast aðra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI
— heima og á vinnustaö.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum
og draga úr kvíöa.
Fjárfesting í menntun
gefur þér arð ævilangt.
Innritunogupplýsingarísíma: 8241 1
0
STJQRIVUI\IARSKÓUI\II\I
c/o Konráö Adolphsson. Einkaumboö fyrlr Dale Carnegie námskeiöin"
AÐEINS FYRIR
SÖLUMENIM
Viltu njóta starfsins betur?
Ljúka sölunni á auðveldari hátt?
Svara mótbárum afmeira öryggi?
Dale Carnegie söiunámskeiðið ®
er einu sinni í viku í 12 vikurfrá kl. 9.00-12.30 og er
eingöngu ætlað starfandi sölumönnum.
Námskeiðið er metið til háskólanáms í Bandaríkjunum.
Námskeiðið getur hjálpað þér að:
• Gera söluna auðveldari.
• Njóta starfsins betur.
• Byggja upp eldmóð.
• Ná sölutakmarki þínu.
• Svara mótbárum af öryggi.
• Öðlast meira öryggi.
• Skipuleggja sjálfan þig og söluna.
• Vekja áhuga viðskiptavinarins.
FJÁRFESTiNG ÍMENNTUN SKiLAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMA
82411
0
STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM
9ó Konráö Adolphsson. Einkaumboö fyrir Dale Carnegie námskeiöin*
Framganga Thatcher
í frásögnum
blaða af leið-
togafundi Atl-
antshafs-
bandalagsins í
Brussel í
síðustu viku
kemur glöggt
fram, að
Margaret
Thatcher, for-
sætisráðherra
Bretlands,
hefur verið þar mjög í sviðsljósinu. Raun-
ar er því haldið fram, að hún hafi í senn
verið helsti hvatamaður að því, að fund-
urinn var haldinn, og sá leiðtoganna, sem
réð mestu um niðurstöðu hans. Hefur
hún og setið lengst í háu embætti af
þeim, sem fundinn sóttu. Eftir heimkom-
una til Bretlands varð rimma milli Thatc-
her og Neils Kinnocks í breska þinginu
vegna framgöngu hennar á NATO-fund-
inum. Er staldrað við þetta í Staksteinum
Hvor sigraði?
Oft þegar lesnar eru frá-
sagnir blaða af fundum
og þeim atriðum, sem
blaðamenn leggja
áherslu á í fréttaflutn-
ingi sinum, kann lesand-
anum að detta i hug, að
verið sé að segja frá
tveimur ólíkum fundum
í tveimur ólíkum blöðum.
Er þó aðeins um það að
ræða, að ekki lita allir
sömu hluti sömu augiun.
Þannig mátti annars veg-
ar sjá það í breskum blöð-
um eftir leiðtogafund
Atlantshafsbandalagsins
í Brussel, að Margaret
Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, hefði náð
öllu þvi fram, sem hún
kaus á fundinum. Hefði
Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, orðið
að láta í minni pokann
þegar komist var að nið-
urstöðu um framtið
þeirra kjaraorkuvopna,
sem senda má með flug-
skeytum eða með fall-
byssum skemmri vega-
lengd en 500 km og eru
í Vestur-Þýskalandi. í
þýska blaðinu Die Welt
var þvi hins vegar haldið
fram, að Helmut Kohl
hefði fengið allt sitt fram
á N ATO-fundinum og
hann og þýska sendi-
nefndin hefðu haldið
þannig á málum, að frú
Thatcher hefði orðið að
láta undan, sem sé, eins
og allir vita, henni þvert
um geð.
Deilan snerist um
orðalag í lokaályktun
fundarins og það, hvort
nota ætti ensku sögnina
modemize þ.e. end-
uraýja herafla banda-
lagsþjóðanna hvort held-
ur hefðbundinn eða
kjaraorkuvopn. Þegar
ekki var vilji til að gera
það, þá lögðu Bretar til
að notuð yrðu ensku orð-
in up to date til að lýsa
gæðum heraflans, sem
þýtt er á íslensku: af
nýjustu gerð. Þetta orða-
lag er notað i enska text-
anum og síðan var að ósk
Þjóðveija bætt við orðun-
um where necessary, þ.e.
þar sem það er nauðsyn-
legt. Og á islensku er
sctningin þannig: Sú
áætlun [þ.e. vamarstefna
bandalagsins] felst i þvi
í dag.
að byggja fælingu á við-
eigandi hlutföllum nægi-
legs og skilvirks kjaraa-
vædds og hefðbundins
herafla sem áfram verði
af nýjustu gerð þar sem
það er nauðsynlegt.
Þegar lesnar eru frá-
sagnir af ágreiningnum
um þetta og Iokaniður-
staðan sjálf, hljóta flest
rök að hniga að þvi að
sjónarmið Thatcher hafi
náð fram að ganga. Sú
spurning vaknar, hvort
jafn hart hafi verið deilt
um þetta atriði eins og
fjölmiðlar bera með sér.
Og einnig er hitt íhugun-
aratriði, hvort ekki eigi
að líta á orðaskiptin nú
sem undirbúning undir
fund varnarmálaráð-
herra bandalagsins í vor,
þar sem rætt verður um
kjaraorkuherafla banda-
lagsins og framtíð hans.
1983 ákváðu varnar-
málaráðherrarnir á
fundi í MontebeUo í
Kanada að enduraýja
skammdrægustu kjara-
orkuvopnin i Vestur-
Þýskalandi og það eru
þeir, sem hljóta að
ákveða breytingu á eigin
samþykktum, að minnsta
kosti var það ekki gert á
leiðtogafundinum i
Brussel.
Deilan við
Kinnock
í umræðum í breska
þinginu á föstudag var
rætt um NATO-fundinn
í Brussel. Þá sagði NeU
Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins og for-
ingi stjórnarandstöðunn-
ar, að Thatcher hefði
farið á fundinn tíl að fá
þar staðfestan stuðning
við enduraýjun vopna og
ekki tekist það. Hann
sagði einnig, að hún
hefði farið á fundinn til
að hindra að skref væru
stigin í þá átt, að skamm-
drægustu kjarnorku-
vopnunum yrði fækkað.
Þetta hefði henni einnig
mistekist. TU þess að
draga athygiina frá
þesSu öUu hefði hún svo
látið falla orð um MikhaU
Gorbatsjov og Sovétrík-
in, þar sem hvað rækist
á annars hora.
Breska blaðið Obser-
ver segir að svör Margar-
etar Thatcher við spura-
ingum og athugasemdum
Kinnocks vegna NATO-
fundarins hafi verið
kröftng, jafnvel á hennar
mælikvarða. Með slíku
orðalagi er þeim gefið tíl
kynna, sem þekkja bar-
áttugleði og orðhvassan
málflutning Thatcher, að
hún hafi sannarlega ekki
látið Kinnock eiga neitt
inni hjá sér. Hún sagði
meðal annars, að á þeim .
tveimur dögum, sem hún
hefði setið og hlustað á
ræður manna i Brussel,
þar með ýmsa sósíalista,
hefði hún ekki heyrt ann-
að eins kjaftæði og
Kinnock hefði í frammi.
Og hún bætti við:
„Staðreyndin er sú, að
í Evrópu allri er þessi
sósíalistaflokkur hér á
landi með allt aðrar skoð-
anir en hinir evópsku
flokkarnir — og það er
kannski engin furða, því
að flokkurinn er í raun
CND-sósialistaflokkur.“
CND er samtök einhliða
afvopnunarsinna í Bret-
landi, helst sambærileg
við Samtök herstöðva-
andstæðinga, og þykja
þau hafa fengið háðu-
lega útreið í breskum
stjómmálaumræðum og
beijast fyrir fráleitri
stefnu.
Eftir þessa dembu
sagði Kinnock, að frú
Thatcher hefði svarað
með svívirðingum og
nöldri spurningum sínum
um leiðtogafundinn. Frá-
sögnin af þessum um-
ræðrnn ber það með sér,
að Thatcher hafi viljað
láta það koma fram með
sem skýrustum hætti,
hveiju hún fékk áorkað
á fundinum. Kinnock
leggi sig á hinn bóginn
fram um að gera hlut
hennar sem minnstan.
En í raun hafi hvorugt
getað haldið umræðun-
um innan marka fundar-
ins heldur hafi þau látið
stjórnast af pólitískum
metingi á heimavelli.
helgina sýndu, að Ihalds-
flokkurinn hefur 11%
forskot fram yfir Verka-
mannaflokkinn. Fylgja
46% Ihaldsflokknum,
36% Verkamannaflokkn-
um og 12% hinum nýja
Frjálslynda jafnaðar-
mannaflokki.
SKAMMTÍMABRÉF
BÐNAÐARBANKANS
Örugg ávöxtun án langs binditíma.
□ Skammtímabréf Iðnaðarbankans bera
9,8% ávöxtun yfir verðbólgu. Þau greiðast
upp með einni greiðslu á gjalddaga.
□ Skammtímabréf Iðnaðarbankans eru
fyrir þá sem vilja njóta öruggrar ávöxtunar
en vilja ekki binda fé sitt lengi.
□ Velja má um gjalddaga frá 1. júní nk.
og síðan á tveggja mánaða fresti til 1.
febrúar 1990.
□ VIB sér um sölu á skammtímabréfum
Iðnaðarbankans. Komið við að Ármúla 7
eða hringið í síma 91-68 15 30 og fáið
nánari upplýsingar.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 1530