Morgunblaðið - 08.03.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.03.1988, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Bjór eða ekki bjór eftir Þorvald Veigar Guðmundsson Enn einu sinni er fram komið frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að brugga megi og selja sterkan bjór hér á landi. Eins og við var að búast var strax farið að vara þing- menn við þeim hroðalegu afleiðing- um sem samþykkt frumvarpsins mundi hafa í för eð sér. Þar á með- al birtist áskorun 16 prófessora til þingmanna um að skoða hug sinn vel áður en þeir tækju afstöðu til bjórfrumvarpsins. í áskoruninni var gefið í skyn að samþykkt frum- varpsins myndi leiða til mjög aukinn- ar áfengisneyslu í landinu og marg- falda öll vandamál sem tengjast áfengi. Ekki er að finna rök fyrir þessu í áskoruninni né ábendingar um hvar þau er að finna. Ef til vill eru rökin helst þau að undirritaðir eru prófessorar við læknadeild HÍ. (Raunar sannaði Ólafur Þ. Þórðar- son það í ræðu á Alþingi. Hann kvaðst ekki leggja að jöfnu orð próf- essora og lækna, hann þurfti bara titlana til þess að vita hvorir fara með rétt mál.) Ég var í hópi þeirra lækna, sem töldu að áskorun þessi orkaði tvímælis og því ástæða til þess að benda á nokkur atriði varð- andi málið. Við skrifuðum því álykt- un sem var birt I Morgunblaðinu og bentum á: 1) að ekki er sannað að bjórsala auki heildameyslu áfengra drykkja svo neinu nemi. 2) að samband heildaráfengis- neyslu þjóðar og líkamlegra og fé- lagslegra afleiðinga ofdrykkju væri flókið. 3) að lítið samband væri milli flölda drykkjusjúkra og heildar- neyslu. Ég undrast hvað þessar hógværu ábendingar hafa farið illa í marga. Greinar og bréf hafa birst í blöðum, skrifaðar af tilfinningahita, þar sem reynt er að klekkja á okkur á ýmsan hátt, en lítið reynt að hrekja það sem við sögðum. Það er rétt að fram komi að fyrir allnokkrum árum var ég í hópi þeirra, sem a.m.k. hálf- vegis trúðu flestu því sem andstæð- ingar bjórsins sögðu um samband bjórs og heildameyslu áfengis og vandamál tengd þvi. En svo fór ég að líta á heimildir fyrir fullyrðingum þeirra og þá kom upp efí. Nú eftir að hafa lesið bestu rök þeirra virðist mér þeir grípa hvert hálmstrá og veifa því sem stóru tré, og jafnvel komi fyrir að þeir vilji fremur veifa röngu tré en engu. Eg get því ekki stillt mig um að benda á alvarlega galla í röksemdafærslu andstæðinga bjórsins. Lítum á viðbrögð Afengis- vamaráðs við ályktuninni. Ráðið brást við fljótt og skrifaði stutta svargrein undir fyrirsögninni: „Flyt- ur trúin fjöll? — dregur bjór úr heild- ameyslu áfengis og bætir þjóðar- heilbrigði?" Ekkert ( ályktun okkar gaf ástæðu til þessara spuminga, en fyrirsögnin sýnir aftur á móti til- finningahita ráðsins. Síðan hefi ég efast mjög um að ráðið geti metið hlutlægt upplýsingar um áfengis- mál. í svarpistli ráðsins kom fram aðeins eitt atriði sem átti að afsanna það sem við sögðum, og væntanlega átti það ekki að vera neitt púður- skot, en í grein ráðsins segir: „Sú hliðstæða sem næst stendur okkur íslendingum eru Færeyjar, en þar var sala áfengs bjórs leyfð um mitt sumar árið 1980 með miklum tak- mörkunum eins og menn trúa að yrði raunin á hér. Arið 1979 drukku Færeyingar að meðaltali 5,3 lítra af hreinum vínanda á íbúa 15 ára og eldri. Árið 1986 var neyslan kom- in í 6,1 lítra." Til þess að lesendur geti sjálfir gert samanburð birti ég tölur (tafia 1) um árlega áfengis- neysiu í nokkrum löndum reiknað í lítrum vínanda á hvem íbúa 15 ára og eldri á 20 ára tímabili, 1966 til 1986. Tölumar em fengnar úr „Ye- arbook of Nordic Statistics". Til að sanna mál sitt kýs ráðið að bera saman tölur tveggja ára. Ekki þarf nema renna augum yfir töfluna til að sjá, að áfengismagnið sem dmkk- ið er, sveiflast töluvert frá ári til árs og með því að velja árin er hægt að fá ýmsar útkomur. Ef borin em saman árin 1978 og 1984 (í stað 1979 og 1986) er útkoman sú, að áfengisneysla Færeyinga minnkar eftir að bjórsalan er rýmkuð. Til þess að gera sér grein fyrir hvert stefnir þarf auðvitað að líta yfir lengra tímabil. Í töflu 1 em allar tölur, sem var að finna um Færeyjar í áðumefndum bókum, en betra væri að líta yfir enn lengra bil. Ef litið er á tvö árin fyrir rýmkun bjór- sölu var neyslan 5,72 og 5,27 lítrar en í flögur ár á eftir var neyslan 5,48 til 5,92 lítrar. Ég tel að breyt- ingin sé ekki marktæk. Árið 1985 eykst drykkja Færeyinga vemlega. Að álykta, að sú aukning sem kem- ur fram á 5. ári eftir að rýmkað var um bjórsöluna, sé einkum að kenna frjálsari bjórsölu, er ótrúlega bama- legt, sérstaklega með tilliti til þess, að borið saman við árið á undan, er aukningin í drykkjunni öll í léttum og sterkum vínum, en ekki bjór. Ekki meira um Áfengisvarnaráð. Samanburður við Færeyinga er líka ein megin uppistaðan í rök- semdafærslu tveggja lækna, sem hafa skrifað í Morgunblaðið og ætti því ekki að þurfa að ræða það frek- ar. Þó má benda á að annar þeirra leggur mikið upp úr því að rétt ár séu borin saman. Það má ekki bera saman neysluna árin 1978 og 1984, niðurstaðan er „staðlausir stafir". Á hinn bóginn er samanburður á ámn- um 1979 og 1985 góð vísindi. Það hentar honum að líta til Grænlands og bera þar saman neysluna árin 1980 og 1985, þá vom þar dmkknir 8,45 1 og 13,95 1 af vínanda á íbúa á hvom ári. Þess er ekki getið að á ámnum 1979 til 1982 vom sérstak- ar hömlur á sölu áfengis í Grænl- andi. Það hentar ekki að bera saman tölur áranna 1978 (þ.e. fyrir höml- ur) og 1985, því þá var drykkjan 12,911 á móti 13,95 lítmm. (Ath. að í töflu 1 er reiknað með lítrum vfnanda á 15 ára og eldri og því hærri tölur, en hlutfallið er nánast eins.) Til að sýna skaðsemi bjórs hentar að segja frá því að á ámnum 1980 til 1985 óx bjórdrykkja um 50%, en neysla sterkra vína ekki, en það hentar ekki að geta þess, að á sama tíma óx neysla léttra vína um 155%. Annað stórt atriði I málflutningi bannmanna er reynsla Svía af sölu milliöls. Svíar hófu sölu milliöls á árinu 1966. Það var selt ( matvöm- verslunum með svaladrykkjum og léttöli, en allt annað áfengi, þar með talinn sterkur bjór, var selt í einka- sölu ríkisins. Í fyrsta lagi varð þetta fyrirkomulag til þess að fólk leit ekki á milliölið se_m áfengi og notaði það því öðmvfsi. í öðm lagi opnaðist leið fyrir unglinga til að kaupa sér áfengi milliliðalaust. Þær aðstæður em í engu sambærilegar við það sem lagt er til að verði hér og því um tómt mál að tala að bera það sam- an. Á hinn bóginn er það fyrirkomu- lag sem fmmvarpið gerir ráð fyrir alveg hliðstætt því sem nú er í Svíþjóð og því gæti þróun áfengis- mála þar síðan um 1980 verið nokk- ur vísbending um væntanlega þróun hér, verði bjórfrumvarpið samþykkt (sjá töflu 1). Oft er bent á að mikið er dmkkið af bjór í Belgíu. Ámi Gunnarsson sagði á Alþingi að 70% áfengisneyt- enda þar séu bjórdrykkjumenn og stærsti hluti drykkjusjúklinga þar í landi séu öldrykkjumenn. Það er óvenjulegt. En þar í landi gilda sér- stök lög — Vanderwalde-lög — sem banna sölu sterkara áfengis en 22% á opinberum stöðum. Sterkara áfengi má drekka í heimahúsum, en það er dýrt. Alkóhólistar drekka að jafnaði ódýrasta áfengið. Þegar þingmenn setja óvenjuleg lög er út- koman líka oft óvenjuleg. Það er enginn vafi á því að áfengi er mikill bölvaldur og skaðsemi of- neyslu þess er bæði óbein og bein, læknisfræðileg og félagsleg. Þegar kemur að því að meta skaða áfengis á líkama og sál em læknar manna best færir um það og þeir þekkja llka félagslegar afleiðingar of- drykkju betur en flestar aðrar stétt- ir. Um ekkert af þessu er deilt og ekki er heldur deilt um hvort leyfa eða banna eigi áfengissölu. Væri svo, þá ættu upplýsingar um skað- semi áfengis mjög mikið erindi inn í umræðuna, og þá kæmi sérþekking lækna að góðu gagni. En það sem um er deilt, er hvort minnkuð höft á bjórsölu muni auka við áfengis- vandamálið eða ekki, eða jafnvel draga úr því. Menn reyna að kom- ast að niðurstöðu einkum á tvennan Þorvaldur Veigar Guðmundsson „Ég get því ekki stillt mig um að benda á al- varlega galla í rök- semdafærslu andstæð- inga bjórsins.“ hátt: 1) skoða tölulegar upplýsingar um neyslu áfengis ( ýmsum löndum og bera þær saman, og 2) líta á drykkjusiði annarra þjóða, sem neyta bjórs, og út frá því spá um hvað muni gerast hér, ef bjór verður seldur í Ríkinu. Sú forspá hefur lítið Áfengisneysla: lítrar á íbúa, 15 ára og eldri, á ári. Reiknað sem hreinn vinandi. Tafla 1 hr Danmörk Island Norequr Svíþjóð Grænland Færeujar 1966 6.94 3.62 3.79 6.07 1967 7.21 4.00 1968 7.33 3.13 4,?7 6.58 1969 8.03 1919 8.60 7.16 1971 9.31 4.08 1972 9.97 4.15 5.00 7.26 1973 10.90 4.13 5,1.2 7.00 18.33 1974 10.67 4.30 5.48 7!43 19.70 1975 11.74 4.Ö4 5.54 7.61 19.15 1976 11.92 4.06 5.60 7.70 18.91 1977 11.48 '""4732 5.67 7.32 19.1S 1978 10.97 4.11 5.10 7.01 19.10 5.72 1979 11.51 4.46 5.63 7.10 14.21 5.27 1980 11.68 4.33 5.91 6.75 12.06 5.56 1981 5 26 6.29 13.98 5.49 1982 12.31 4.25 4.76 6.41 21.79 5.48 1983 12.78 4.39 4.80 6.10 21.29 5.92 1984 12.60 4.46 4.92 6.01 20.05 5.50 1985 12.11 4.32 5.14 6.07 18.52 6.59 Árlegur mismunur á neyslu áfengis milli íslands annars vegar og Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hins vegar. með læknisfræði að gera og eru læknar því ekki færari ýmsum öðr- um sérfræðingum um að gera hana. Því vil ég minna á grein, serr Snjólf- ur Ólafsson skrifaði í Morgunblaðið þann 17. febrúar síðastliðinn, yfir- vegaða grein og án stóryrða, Hann mat tölfræðilega þær upplýsingar, sem hann hafði varðandi áhrif bjórs á heildarneyslu áfengis og niður- staða hans varð ( stuttu máli sú: „að enginn hefur getað sýnt mér tölur sem styðja þá fullyrðingu að sala á sterkum bjór muni auka heildará- fengisneysluna". Hann tekur sérs- taklega fram að hann hafi fengið tölur frá Áfengisvamaráði. Niður- staða mín er sú sama. Ef menn á hinn bóginn eru á móti sölu bjórs af því þeir hafa séð danska verka- menn drekka bjór í vinnutíma, eða séð dauðadrukkna sænska unglinga á sumarskemmtunum með bjórdós í hendi og vilja koma í veg fyrir að svipað geti hent hér, þá á að ræða málið á þeim grundvelli. Sumir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og banna bjórinn þótt engar tölur gefi til kynna að rýmkuð heimild til bjórsölu muni auka áfengisvandann, þeir vilja ekki eiga neitt á hættu því of mikið er í húfi. Þetta er í sjálfu sér virðing- arverð afstaða. Aftur á móti er ekki virðingarvert að hylja málið í taln- aryki og óskyldum læknisfræðileg- um rökum. Já, margnefnd ályktun okkar hef- ur svo sannarlega haft ýmis áhrif. Til dæmis sá Ólafur Þ. Þórðarson ástæðu til að lesa hana upp ásamt nöfnum okkar allra, sem undirrituð- um hana, á hinu háa Alþingi og var honum mikið í mun að nöfnin varð- veittust á spjöldum sögunnar. Á hinn bóginn vakti það athygli mína að honum fannst ekki ómaksins vert að nefna nöfn þeirra prófessora sem studdu málstað hans. Andstæðingar bjórsins eru miklir málþófsmenn og mig grunar að raunverulegur til- gangur Ólafs með upplestri nafna okkar og greinar Flosa Ólafssonar hafi verið að tefja málið. Það hefur lengi undrað mig, að það skuli þykja góð þingmennska að beita öllum klækjum til að koma í veg fyrir að vilji þingsins komi fram í atkvæða- greiðslu. Á öðrum fundum væri það talin hin versta óhæfa ef lítill minni- hluti beitti ofbeld til þess að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu. En þó upp sé hafið málþóf vona ég að Ál- þingi beri gæfu til að taka afstöðu í bjórmálinu, greiða atkvæði um það svo niðurstaða fáist, hver sem hún verður. Rétt þegar ég var að ljúka þessum skrifum mínum birtist grein eftir prófessor Tómas Helgason í Morg- unblaðinu. Þó þetta sé þegar orðið lengra en ég ætlaði ! upphafi, get ég ekki látið hjá líða að gera fimm stuttar athugasemdir við grein Tóm- asar, eina almenna og Qórar við ákveðin atriði. (Ég hefði gert þessu betri skil ef grein Tómasar hefði birst fyrr.) 1. Mikill hluti greinar Tómasar, eins og þeirra fleiri sem skrifa gegn bjómum, fer í að ræða mál sem liggja utan við umræðuefnið. Ég er hissa á því hvað Tómas gerir lítið úr áhrifum verðstýringar á heildar- neyslu, en hann bendir þó á, að þeg- ar kaupmáttur minnkar, dragi úr neyslunni. Það er gleðilegt að fleira en bjórinn er tekinn inn í umræðuna og fari bannmenn að líta málið frá víðara sjónarhomi nálgast eflaust sjónarmiðin. 2. Tómas segir: „Nýlega hafa birst tvær greinar í Morgunblaðinu þar sem bjórmenn reyna að gefa mál- flutningi sínum fræðilegt yfirbragð (Grétar Sigurbjömsson 10. febrúar og Snjólfur Ólafsson 17. febrúar).“ Hér er hlutunum alveg snúið við. Bannmenn hafa reynt að styðja skoðanir sínar með „rökum", sem höfðu á sér fræðilegt yfirbragð, en þeir Grétar og Snjólfur sýndu fram á að „rökin" em ekki fræðileg. 3. a) í áskomn sinni til alþingis- manna sögðu prófessorarnir 16: „Öll vandamál sem tengjast áfengi vaxa margfalt með aukinni heildar- neyslu." b) Tómas segir: „Öll vandamál, sem tengjast áfengisneyslu, vaxa með aukinni heildameyslu einslakl- inga og þjóðar, sum í beinu hlut- falli, önnur enn meir (World Health Organization 1980). Þetta á bæði við félagsleg vandamál og hvers kyns sjúkdóma, sem tengjast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.