Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
23
Karlina Hólm
„Hvernig- væri að fara
að huga að gerð grunns
og hætta að byggja of-
aná í það óendanlega,
ofaná spilaborgina er
riðar til falls?“
ekki í betri launum, né fjölgun,
nema til hæstlaunuðu stéttanna.
Stéttabilið breikkar inni á stofnun-
um. Og nú er talað um að til þurfi
að koma enn ein stétt í heilbrigðis-
geirann — að erlendri fyrirmynd —
aðstoðarhjúkrunarfræðingar, með
styttra nám en hjúkrunarfræðing-
ar, og þá væntanlega lægri laun.
Húrra... En á bilið að breikka
milli „hjúkrarans" og hins sjúka.
Hjúkrunarfræðingurinn hyrfi þá
væntanlega bak við skrifinnsku-
staflana fyrir fullt og allt.
Það virðist enginn endir ætla
að verða á „villigötuleiknum".
Ráðamenn setja upp „umburðar-
lyndisbrosið" og halda áfram að
reisa sér minnisvarða er eiga að
tryggja langlífi þeirra en nú er
mál að linni. Peningarnir flæða en
á vitlausum stöðum. Svo köllum
við okkur menningarsinnað fólk.
Hringdansinn um mammon virðist
ekki í rénum. Karlinn sá er nú í
essinu sínu. Hefur það bara gott
og heldur upp á það. Allt hámennt-
aða fólkið með tölvuútreikningana
sína, forritin og „statistikina" er
eðlilega upptekið við sitt. Það virð-
ist lítillar hjálpar að vænta úr
þeirri átt. Jú, raddir eins og „við
þurfum að kosta meiru til fyrir-
byggjandi þátta“ hafa verið hávær-
ar, en á meðan hækkar 'meðalaldur
íslendinga og hinn aldni einstæð-
ingur hefur ekki raddstyrk til að
hrópa á athygli. Er búinn að leggja
árar í bát. Þeir sem hæst hrópa
og þrýsta hvað fastast fá oftast
sitt í gegn. Við, sem eigum að
kallast heilbrigð, göngum á lagið
og heyrum bara það sem við viljum
heyra. Samstaða okkar er með
ólíkindum.
Þessi fámenna þjóð hefur sýnt
margoft að hún getur þjappað sér
saman er erfiðleikar steðja að, sú
sama þjóð hleypur til er ka.ll berst
erlendis frá um fjárstuðning. En
er kallið kemur innanlands frá, þá
er heimsmaðurinn í okkur stein-
sofandi. Sefur vært. Öll skilningar-
vit lokuð. Það er nefnilega svo
skelfing þægilegt að hjakka bara
í sama farinu, og snúast í hringi.
Eða ýta vandanum á undan sér.
En grátbroslegt er að við förum
afturábak í þessum málum, okkur
ber hratt af leið.
A meðan blómstrar, í mörgum
tilfellum, ófaglegt einkaframtakið,
fær byr undir báða vængi, í formi
rekstraleyfa, í sumum tilfellum,
gegnum „klíku“ úr hinu háttvirta
ráðuneyti. Þár eru menn að vonum
fegnir yfir því að einhveijir skuli
sýna dug og þor í framfaraátt...
Þá skipta gæðin ekki máli lengur.
Slíkir staðir hljóta alltaf að
verða fyrst og fremst geymslustað-
ir þar sem eingöngu er hægt að
sinna frumþörfum einstaklingsins.
Það er tímaskekkjan.
Við verðum aldrei menningar-
þjóð meðan við geymum í felum
aldraða og lasburða, sem einskis
mega sín. Við pössum okkar á að
þegja yfir þessu við útlendinga.
Látum nægja að sýna þeim hallirn-
ar okkar. Þær verða víst að rísa
svo við getum státað af stórborgar-
brag. Við viljum ekki sjá „illgre-
sið“. Það dafnar líka alltaf best í
skugganum. Og svo er bara hægt
að rífa það upp með rótum og
henda því í ruslatunnuna. Við vilj-
um ekki vita af þessu olnboga-
bami. Það samræmist ekki fallegu
líkamsdýrkuninni í dag. Eitthvað
er það óþægilegt og ljótt. Heldur
ekki nógu spennandi og skemmti-
legt umræðuefni manna á meðal.
Svona hugsum við, en segjum
fallegu orðin. Höldum að þau fleyti
okkur áfram. Svo eru bara reist
fleiri skjól og skýli en mannúðinni
er bara ekki hleypt inn. Hún kem-
ur að læstum dyrum. Harðlæstum.
Þar sem margir aðstandendur
eru til staðar er oft hægt að taka
höndum saman og vinna átak. En
hvað um hina er eiga sér engan
málsvara?
Viljum við breyta þessum hugs-
unarhætti, viljum við bæta kjör
þeirra lægst launuðu í heilbrigðis-
stétt? Og hvenær? Er von að spurt
sé.
Ætlum við að bíða þar til þessi
blettur á þjóðinni hefur stækkað
enn frekar og rotnunardauninn
leggur um byggð ból?
Það er til fullt af góðu fólki á
Islandi sem og annars staðar, sem
vill nýta krafta sína. Við þurfum
ekki að flytja það inn.
Hvernig væri að fara að huga
að gerð grunns og hætta að byggja
ofaná í það óendanlega, ofaná
spilaborgina er riðar til falls? Ætl-
um við bara að hlusta á hrikta í
undirstöðum með hendur í skauti
og láta þar við sitja?
Þetta átti ekki að verða grein
full af tölum. Þeir staflar eru þeg-
ar nægilega háir og liggja nú
óhreyfðir og rotna oní fínum ma-
hónískúffum á fyrirmyndarstöð-
um. Það fer vel um þá, þó að
steindauðir séu, en við erum að
tala um fólkið er enn dregur
lífsandann. Það hlýtur að eiga
annað og betra skilið en afskipta-
leysi yfirvalda og undanbrögð.
Bíðum ekki eftir því að finna rotn-
unarþefinn leggja að vitum. Það
er hægt að breyta þessu en allt
vantar ef viljann og samstöðuna
vantar.
Hlúum að okkar fólki í heilbrið-
isstétt, þá mun okkur vél farnast
sem smáþjóð við ysta haf.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og starfar að öldrunarmálum.
Verslunin SKOVAL hefur
fíutt starfsemisína af
Óðinstorgiyfírá Skóla-
vörðustíg22
SKÓVAL þakkar viðskiptavinum sínum áralöng
samskiptiá gamla staðnum og býðurþá velkomna
ínýju verslunina á Skó/avörðustíg 22.
Sfcóval
SKÓLA VÖRÐUSTÍG 22,
SÍMI 14955.
ORBYLGJUOFNAR
Glugginn auglýsir
Rýmingarsala á peysum og
blússum.
Mikill afsláttur.
Glugginn,
Laugavegi 40,
Kúnsthúsinu.
VILTU LETTAST
UM 2-3KG
Á EINNI VIKU?
Reyndu þá 5 daga megrunarkúrinn, sem inni-
heldur 15 bragðgóðar kexkökurúr 100% trefjaefni.
Hver kaka kemur í stað heillar máltíðar og þú
borðar aðeins 550 hitaeiningar í stað 2—3000.
íslenskur leiöarvisir fylgir.
§------------------------------------------
Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu:
__ pk. á kr. 995.- Iivern pakka____
Nafn:-------------------—— ----------—
Heimili:-------------------------------
Sveitarfélag:--------------------------
ö ^
Sendist til Póstval, Pósthólf 91 33,
o 1 29 Reykjavík.
Vinningstölurnar 5. mars 1988.
Heildarvinningsupphæð: 4.794.282,-
1. vinningur var kr. 2.401.762,- Aðeins einn þátttakandi var
með fimm réttar tölur.
2. vinningur var kr. 718.848,- og skiptist hann á milli 256
vinningshafa, kr. 2.808,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.673.672,- og skiptist á milli 6.776 vinn-
ingshafa, sem fá 247 krónur hver.
Upplýsingasími: 686111
$SMÉ532