Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Kanada: Fá sjávarafurðir forskot inn á Bandaríkjamarkað? Sjávarútvegsráðherra Kanada hrifinn af fríverslunarsanikomulaginu eftir Sigmar Þormar Tom Siddon, sjávarútvegsráð- herra Kanada, hefur lýst yfír mik- illi hrifningu á fríverslunarsam- komulagi Kanada og Banda- ríkjanna. Hann telur að þegar til lengri tíma sé litið muni þetta auð- velda Kanadamönnum að ná físk- mörkuðum af íslendingum og öðr- um samkeppnisþjóðum. FVíverslunarsamkomulagið hefur verið afgreitt hjá leiðtogum land- anna, en á þó eftir að hljóta stað- festingu þjóðþinga Bandaríkjanna og Kanada. Fríverslunarsamkomu- lagið felur í sér niðurfellingu tolla, meðal annars á öllum sjávarafurð- um sem fara milli Kanada og Bandaríkjanna. íslendingar og aðr- ar fískvinnsluþjóðir sem selja á Bandaríkjamarkað verða áfram að greiða- tolla, en þeir eru hæstir á mikið unnum sjávarafurðum. Kanadískur sjávarútvegur Kanadískur sjávarútvegur hefur á undanförnúm árum verið á leið úr mikilli lægð. Þrátt fyrir auðug fískimið hefur fískvinnslan, ekki síst vinnsla á botnfíski, átt við ára- tuga langa erfíðleika að stríða. Ófullkomnar framleiðsluaðferðir og lélegt gæðaeftirlit eru m.a. ástæður þess að greitt er lægra verð fyrir frystan botnfísk frá Kanada, heldur en þann sem kemur frá íslandi. Sjávarútvegsráðuneytið í Ottawa hóf fyrir nokkrum árum átak til að bæta gæði kanadískrar sjávarvöru. Gæðabótaátakið ásamt endurskipu- lagningu á rekstri fiskvinnslunnar virðist hafa skilað árangri. Forskot á íslendinga Tom Siddon, sjávarútvegsráð- herra, telur tollfríðindi á Banda- ríkjamarkaði einn lið þess að ná forskoti fram yfír helstu samkeppn- isþjóðir. Það er ekki síst um að ræða samkeppnina á sviði botnfisk- tegunda. I nýútkominni skýrslu um þetta mál segir ráðherra orðrétt: „Það áþreifanlegasta í sambandi við fríverslunarsamkomulagið er að fískvinnslan mun öðlast samkeppn- isforskot gagnvart aðalkeppinaut- um okkar, Norðmönnum, Dönum og íslendingum" (bls. 17). Ráðherra tekur fram að Kanada- menn séu stærstu fiskútflytjendur í heimi. Útflutningur á þessari vöru nemur 2,4 milljörðum Kanadadoll- ara (um 70 milljarðar ísl. króna) á ári, en 60% útflutningsins fer til Bandaríkjanna. Það hljóti að koma sjávarútveginum til góða ef banda- rískum tollahindrunum sé rutt úr vegi. Ekki háir tollar á íslenskum fiski Nú er það svo að tollar eru ekki háir á þeim fiski sem íslendingar flytja mest til Bandaríkjanna. Tollur á fimm punda pakkningum er óverulegur og fískblokkir eru toll- fijálsar. Tollar eru hins vegar hærri á unnum fiski, fískstautum og fisk- réttum, eða frá 10 til 15%, enda vinna íslensku físksölusamtökin fískinn í Bandaríkjunum til að sleppa við þessa tolla. Tollalækkanirnar koma ekki allar strax Þó fríverslunarsamkomulagið verði staðfest á þjóðþingum Banda- ríkjanna og Kanada á þessu ári koma ákvæði samkomulagsins ekki öll strax til framkvæmda. Tollar af nokkrum sjávarafurðum verða felldir niður strax um næstu ára- mót, af öðrum hinsvegar í áföngum á fímm árum og af enn öðrum i áföngum á tíu árum. Eftirfarandi tafla sýnir niðurfell- ingu tolla á sjávarafurðum skv. fríverslunarsamkomulagi Banda- ríkjanna og Kanada. Auðveldar vöruþróun Þrátt fyrir bjartsýni Kanada- manna verður ekki í fljótu bragði séð að áhrif af þessum tollalækkun- um verði veruleg fyrir samkeppnis- stöðu íslendinga á þessum mark- aði. Tollar á helstu sjávarafurðum okkar eru óverulegir og skiptir okk- ur því litlu þó rýmkað sé til fyrir Kanadamönnum. í máli kanadíska sjávarútvegs- ráðherrans kemur þó fram atriði sem skiptir líklega höfuðmáli. Með tollfríðindum hafa Kanadamenn væntanlega meira svigním en aðrar fiskvinnsluþjóðir varðandi vöruþró- un og möguleika á að fullvmna sjáv- arafla sinn. Margþættar tilraunir eru stundaðar bæði hérlendis og annars staðar til að þróa útflutning á tilbúnum fískréttum eða matar- skömmtum. Hugsanlegt er að þetta verði mikilvæg útflutningsvara í framtíðinni. Ef svo fer eiga Kanada- menn mun auðvetdara en við íslend- ingar með að þróa og selja slíkar vörur á hinum gríðarstóra Banda- ríkjamarkaði. Sigmar Þormar Lokaorð Bandaríkin hafa lengi verið mik- ilvægt viðskiptaland okkar íslend- inga. Útflutningur þangað var lengi nær 30% af útflutningsverðmæti íslands. Hér er um traustan markað að ræða sem bagalegt yrði að missa tökin á. I fyrra dróst útflutningur þangað verulega saman og fór nið- ur í rúm 18% af verðmæti vöruút- flutnings. Hérlendis hefur verið hvatt til aukins útflutnings á íslenskum sjáv- arafurðum til Bandaríkjanna. Þessi markaður þarf að vera tryggur ef erfiðleikar koma upp á Evrópu- mörkuðum. Fylgjast verður vel með samkeppnisaðstöðu annarra sjávar- útvegsþjóða sem selja á Bandaríkja- markaði. Þrátt fyrir bjartsýni kanadíska ráðherrans er óvíst hvort fríverslun- arsamningur Bandaríkjamanna og Kanada hafí teljandi áhrif á verslun með sjavarafurðir og samkeppnis- aðstöðuna á Bandaríkjamarkaði. Ef samningurinn verður hinsvegar staðfestur á næstu mánuðum af þjóðþingum Bandaríkjanna og Kanada, hafa Kanadamenn fengið ákveðið forskot sem þeir geta vænt- anlega nýtt sér þegar til lengri tíma er litið. Jliifundur nam þjóðfélagsfræði í Kanada. Hann starfarnú hjá Verzlunarráði íslands. Helsta heimild: „The Canada-U.S. Free Trade Agreement and Fisheries: an assesment." Ministcr of Supply and Services, Canada, 1988. Niðurfelling bandarískra tolla á kanadískum sjávarvörum 1. Tollar felldir niður strax um næstu áramót Ferskur/frosinn flatfiskur (ekki þó flök) 1,1 sent á kg. . Fiskimjöl 0 til 6% Fiskolíur og lýsi 0 til 5% 2. Tollar felldir niður í áföngum á fimm árum Fersk/frosin botnfiskflök 4,1 sent á kg eða 6% Lax 3 til 12% Skelfiskur . 3,5 til 14% 3. Tollar felldir niður í áföngum á tiu árum Túnfískur 1,1 sent á kg eða 35% Fiskstautar (sticks) 10 til 15% Fiskréttir 10% Sardínur 2,5 til 20% Síld 4 til 8% Krabbi 5 til 11% (The Canada-U.S. Free Trade Afjreement" bls. 22) Afmæliskveðja: Kristján P. Guð- mundsson, Akureyri Vinur minn, Kristján P. Guð- mundsson, fyrrum útgerðarmaður á Akureyri, er 75 ára í dag. Það gefur mér tilefni til að senda honum og Úrsúlu hlýjar kveðjur, en þau kjósa að vera ekki heima á Brekkugötu heldur njóta dagsins í kyrrþey. Minn kæri vinur og gamli tengda- faðir, þegar ég hugsa nú til liðinna daga og ára er erfitt að gera upp við sig hvar á að byrja og hvar á að enda. Endurminningamar hvolf- ast yfír mig allar götur síðan við Renata kynntumst og giftum okkur, þó svo að okkur hafi ekki verið skap- að nema að skilja. Og nú er önnur lítil Renata í heiminn borin og hleyp- ur upp um hálsinn á afa sínum og ömmu þegar þau koma í borgina. Svona heldur lífíð áfram sinn gang. Nýtt kviknar og þá hlýnar um hjartarætumar undir gömlum rifj- um. Það er ekki svo skrýtið að hugur- inn skuli óðar kominn austur að Laxá. Svo mörgum stundum höfum við eytt á bökkum hennar eða við Mývatn. Þú kenndir mér fyrstu staf- ina í orðalyklinum sem gengur að leyndardómi árinnar, laxins og veiði- mannsins, og ég lærði að skilja smátt og smátt, að sá sem hefur einu sinni meðtekið leyndardóminn, verður aldrei laus við hann. Laxá sleppir aldrei neinum sem kynnist henni. Þess vegna skildi ég þig svo vel í hitteðfyrra hversu glaður og stoltur þú varst þegar þú, gamli maðurinn, skaust öllum þeim ungu ref fyrir rass með því að fá fímm stórlaxa sama morguninn, 14, 17, 19, 20 og 22 punda og alla á flugu! Hann líður þér aldrei úr minni, dagurinn sá. Útivistarmaður, veiðjmaður og ferðagarpur, allt i senn. Eg hef fáum kynnst sem eins njóta þess og þú að vera úti í náttúrunni á öllum árs- tíðum og hvemig sem viðrar. Síðasta sjóferðin okkar út á Eyjafjörð stend- ur mér ljóslifandí fyrir hugskotssjón- um. Við vorum svo lengi búnir að ætla okkur í sjóstangaveiði saman án þess að nokkuð yrði úr því, að við létum það ekki aftra okkur þó hann væri að ijúka upp. Og svo brast hann á að vestan, hvínandi rok. Við lágum við stjóra undir Blómsturvöllum og alltaf hélt hann áfram að hvessa, svo að þér þótti öruggara að renna bátnum upp í fjöruna. En þá vildi vélin ekki í gang. Við höfum verið gæfulegir þá, eða hitt þó heldur, ég við austurtrogið og þú bograndi yfír vélinni og veð- rið enn að færast í aukana. En svo hrökk vélin í gang, eins og allar vélar hafa orðið að gera sem þú hefur bograð yfir á annað borð, og þú keyrðir upp í fjöruna, þar sem við sátum af ok'-ur veðrið, sem datt niður eins skyi. .ilega og það hafði brostið á. Þannig hefur þetta gengið til, að við höfum lent í smáævintýr- um saman, sem okkur þykir vænt um. í fari þínu er sá þáttur ríkjandi að vilja búa að sínu og fara sínar eigin leiðir. A unglingsárunum varðstu fyrir því áfalli að vera skor- inn upp við sprungnum botnlanga og lást rúmfastur í átta mánuði. Mér hefur alltaf fundist það í sam- ræmi við þinn lífsstíl, að þú kaust að snúa ekki aftur í menntaskólann eftir að vera búinn að missa af félög- unum heldur freistaðir gæfunnar erlendis og settist í verslunarskóla í London, Kaupmannahöfn og Ham- borg. Þar hittirðu Úrsúlu haustið 1937 og aldrei hafa hamingjudísirn- ar brosað við þér eins og þá. Eg held meira að segja að þótt hálf öld sé liðin sértu enn að skilja það betur og betur að það er satt sem ég segi um ykkur Úrsúlu. Mesta áhugamál þitt núna er að byggja raðhús með þremur vinum þínum uppi á Brekku í vernduðu umhverfi aldraðra. Stóra húsið á Brekkugötunni passar ykkur ekki lengur með alla stigana og rangal- ana. En þá kemur kerfíð til skjal- anna, uppáþrengjandi og lokað og vill byggja húsið fyrir ykkur, vill ekki leyfa ykkur að gera það sjálf- um. Þetta áttu erfítt með að þola og það skil ég vel. Einstaklingseðlið er svo ríkt í þér, nauðsynin að bjarga sér sjálfur. Og ég trúi ekki öðru en þú hafir þitt fram í þessu og flytjir í nýja húsið í haust. Þess vildi ég og við Kristrún óska ykkur Úrsúlu á þessum degi um leið og við þökk- um ykkur fyrir að heimili ykkar á Brekkugötu hefur staðið okkur opið. Við metum það og vináttu ykkar mikils. Halldór Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.