Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 26

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Varð neðstur fyrir 10 árum: Fannst vera kominn tími til að snúa blaðinu við segir Jón L. Árnason, signrvegarinn á Reykjavíkurskákmótinu „Þegar ég keppti fyrst á Reykjavíkurskákmóti fyrir 10 árum varð ég neðstur svo mér fannst vera kominn tími til að snúa blaðinu við,“ sagði Jón L. Árnason, sigurvegarinn á XIII Reylqavíkurskákmótinu, sem lauk á sunnudag. Jón endaði með 8V2 vinning, hálfum vinningi fyrir ofan Grikkj- ann Vasilis Kotronias sem var einn í 2. sæti. í 3-6. sæti urðu Margeir Pétursson sem vann tvær síðustu skákir sínar, Sergei Dolmatov, Míkhaíl Gurevítsj og Göran Dizdar með 7V2 vinning og í 7-10. sæti voru Helgi Olafsson, Walter Browne, Zsuzsa Polgar og Andras Adorjan með 7 vinninga. í 11-17. sæti urðu Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson, Halldór G. Einarsson, Lev Pólúgajevskíj, Judit Polgar, Zsofía Polgar og Einar Gausel með 6V2 vinning, og í 18-23. sæti urðu Hannes Hlífar Stefánsson, sem fékk sinn antjan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, Sævar Bjamason, Carsten Hoi, Ralf Ákeson, Wolfram Schön og Berge Östenstad með 6 vinninga. Sigur Jóns L. Ámasonar virtist vera frekar fyrirhafnarlítill, en hann vann 6 skákir í röð í 3.-8. umferð. Hann sagði þp við Morgunblaðið að þetta hefði ekki verið svo i raun, því alltaf væri erfítt að leiða mót. „Ég hef stundum líkt þessu við Morgunblaðið/Olafur K. Magnússon Tveir efstu menn á Reykjavíkurskákmótinu, Jón L. Arnason og Vasilis Kotronias með lopapeysur sem Handprjónasamband Islands færði þeim að gjöf. Með þeim á myndinni er Þráinn Guðmundsson forseti Skáksambands íslands. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Polgarsysturnar frá Ungverjalandi vöktu mikla athygli á Reykjavík- urskákmótinu. Zsuzsa Polgar, sem er lengst til hægri á myndinni, varð í verðlaunasæti, 7-10. sæti ásamt þremur stórmeisturum. Yngri systur hennar, Judit og Zsofia sem eru 11 og 13 ára gamlar, voru aðeins hálfum vinningi neðar. hljólreiðakeppni. Þar er verst að vera fremstur því þar er loftmót- staðan mest," sagði Jón. Það fór einnig svo að Jón tapaði óvænt í 9. umferð fyrir Kortonias, lítt þekktum ungum Grikkja sem náði sínum fyrsta stórmeistara- Skáksamband íslands: Eínnar nulljón krónu gjöf til unglinga- og útbreiðslustarfs SKÁKSAMBANDI íslands hef- ur borist vegleg gjöf, einnar milljón króna framlag til ungl- inga- og útbreiðslustarfs Skák- sambandsins. Gefandi er einn af velunnurum sambandsins, sem vill ekki láta nafn síns getið, en gjöfinni fylgir sú von að framtak hans verði Skák- sambandsmönnum hvatning og öðrum velunnurum skákhreyf- ingarinnar gott fordæmi. I frétt frá Skáksambandinu segir að mikið starf sé nú fyrir höndum í kjölfar afreks Jóhanns Hjartarsonar. Meðal annars þurfí að leiðbeina þeim mörgu ung- mennum sem nú eru að heija skákiðkanir. Pramangreint fram- lag sé því uppbyggingarstarfí Skáksambandsins afar mikils virði um leið og sá hugur, sem að baki býr, sé_ forráðamönnum Skáksambands íslands hvatning til dáða. (Úr fréttatilkynningu.) Norðurland vestra: Mótmæla skerð- ingu á Jöfnunarsjóði SAMTÖK þéttbýlisstaða á Norð- urlandi vestra hafa sent frá sér ályktun þar sem ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að skerða lög- bundin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er harðlega mót- mælt. Þess er krafist að þing- menn landsbyggðarinnar komi í veg fyrir skerðingu á sjóðnum. Orðrétt segir í ályktuninni: „Jafnframt er því mótmælt að ríkis- valdið ráðstafi verulegum hluta tekna sjóðsins umfram það sem upphaflega var gert ráð fyrir í lög- um m.a. til Innheimtustofnunar sveitarfélaga og fleiri þátta sem Jöfnunarsjóðnum eru óviðkomandi. Sérstaklega er því mótmælt að ríkisstjómin skuli nú hrifsa til sín hundruð milljóna króna úr Jöfnun- áfanga á mótinu. Kotronias tefldi á 1. borði fyrir Grikki á síðasta Ólympíuskákmóti en Jón sagði þó að Kotronias hefði tefld mun betur en hann bjóst við. „Það kom aldrei í minn hug að bjóða honum jafn- tefli því mér fannst að fyrst ég væri búinn að vinna 6 skákir gæti ég eins unnið þá sjöundu,“ sagði Jón. Tapið setti aftur spennu í mótið, því Kotronias var þá aðeins hálfum vinningi á eftir Jóni sem þurfti að tefia við tvo sovéska stórmeistara í tveimur síðustu umferðunum, þá Dolmatov og Gúrevitsj. Báðum þeim skákum lauk með jafntefli og % Morgunblaðið/Olafur K. Magnússon Það þættu daufleg alþjóðleg skákmót á íslandi ef þessir menn kæmu ekki og spáðu í stöðuna. Þeir Ottó Jónsson, Sæmundur Pálsson og Helgi Sæmundsson voru að sjálfsögðu mættir á siðustu umferð Reykjavíkurskákmótinu. sagðist Jón reyndar hafa verið heppinn með að hafa hvítt í báðum skákunum. Jón sagðist hafa reiknað með að jafnteflin dygðu til sigurs, sérstaklega fyrir síðustu umferðina því Kotronias nægði þá jafntefli til að tryggja sér stórmeistaraáfang- ann. Það fór líka svo að Kotronias og Dizdar gerðu stutt jafntefli og Jón gat því einbeitt sér að jafntefli gegn Gúrevitsj sem hann náði án fyrirhafnar. Skákmótið í Linares: Erfiður róður hjá Jóhanni Linares, frá Leifi Jósteinssyni fréttaritara Morgunblaðsins. JÓHANN Hjartarson tapaði fyrir næsta ári og hefur Jóhann fengið arsjóðnum í tengslum við sérstakar efnahagsráðstafanir umfram þá skerðingu sem gert var ráð fyrir í nýsamþykktum fjárlögum.“ Þá segir að fjöldi sveitarstjóma standi frammi fyrir því að rekstrar- tekjur þeirra nægi ekki fyrir út- gjöldum, en það sé afleiðing þess að innheimtuprósenta útsvara hafí verið einhliða ákveðin af ríkisstjóm- inni, auk skerðingarinnar á Jöfnun- arsjóði nú. í lok ályktunarinnar seg- ir. „Að undanfömu hefur ekkert tillit verið tekið til sjónarmiða sveit- arfélaganna af hálfu ríkisvaldsins. Afleiðingin sem nú blasir við eftir síðustu aðför að Jöfnunarsjóðnum er algjör trúnaðarbrestur milli þess- arra aðila, ríkisvaldsins og sveitar- félaganna, vegna yfírgangs og for- ræðishyggju ríkisstjómarinnar." Ljubojevic í 9. umferð skákmóts- ins í Linares en gerði jafntefli við efsta mann mótsins, Jaan Timman, í 10. umferðinni. Fyrir síðustu umferðina, sem var í gær, var Jóhann í 10. sæti með 4. vinninga en Timman var efstur með 7*/2 vinning. Jóhann tefldi mjög illa gegn Ljubojevic. Hann hafði hvítt og missti bytjunina út úr höndunum á sér og var kominn með tapaða stöðu eftir 10 leiki. Þegar Jóhann gafst upp í 25. leik var mát yfirvofandi. Skákin við Timman var mun betur tefld. Þar kom upp lokað afbrigði af drottningarbragði og Jóhann hélt sinu og vel það með svörtu. Jafnteflið var samið eftir 36 leiki. Biðskákir voru tefldar á sunnu- dag og þá vann Maja Tsjiburdanid- ze Lajos Portsch, Beljavskíj vann Nunn og gerði jafntefli við Illescas, Ljubojevic vann Chandler en tapaði fyrir Georgiev, Chandler og Port- isch gerðu jafntefli 0g einnig Jú- supov og Nunn. Þá gerði Illescas jafntefli við Tsjiburdanizde og Nic- olic. Í síðastnefndu skákinni hafði Ulescas mun betri stöðu, var tveim- ur peðum yfír, en taugamar bmgð- ust og hann bauð jafntefli. Það kom síðan í ljós að hann taldi sig með því hafa náð stórmeistaraáfanga en það var ekki rétt og hann varð að ná jafntefli gegn Júsupov í síðustu skákinni til að fá áfangann. Spánveijar erti þegar byijaðir á að hyggja að skákmóti í Linares á munnlegt boð um að tefla þá. Auk hans verður Karpov, Kasparov, Kortsjnoj, Larsen, Short, Seirawan og Júsupov boðið á mótið, svo ein- hveijir séu nefndir, og Timman hefur þegar þekkst boð um að tefla þar. Hraðskákmaður hugsar meira en heilt fótboltalið - segir Walter Browne formaður Alþj óðahraðskáksambandsins ÞÓTT sumum þyki hraðskák eigi lítið skilt við venjulega skák er bandaríski stórmeistarinn Walter Browne ekki á sama máli. Hann stofnaði samtökin World Blitz Association eða Alþjóða- hraðskáksambandið fyrir nokkr- um vikum, og í lokahófi Reykjavíkurskákmótsins sagði Browne að fleiri hugsanir fædd- ust í heila skákmánns í einni 5 mínútna skák en fótboltaliðs á heilu keppnistímabili. Browne hefur sennilega átt við amerisk- an fótbolta. Browne var að kynna hraðskák- mót sem hann stóð fyrir í Garða- skóla í gærkvöldi en hann hefur / skipulagt hraðsákmót víða um heim undanfarið, þar á meðal heims- meistaramótið í hraðskák sem hald- ið var í St. John í Kanada. Browne minnstist einnig á fleiri keppnisform í skák sem möguleika til þess að gera íþróttina áhugaverð- ari fyrir almenning. Þar á meðal væri „stigvaxandi skák“ sem færi þannig fram að hvítur léki einum leik, svartur svaraði með tveimur leikjum og hvítur léki næst þijá leiki, og þannig stig af stigi. Brow- ne sagðist hafa teflt slíkar skákir við Yasser Seirawan. Þá nefndi Browne Las Vegas afbrigðið en þá er varpað teningum fyrir leiki og þeir ákveða hvaða manni skákmað- urinn má leika!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.