Morgunblaðið - 08.03.1988, Side 32

Morgunblaðið - 08.03.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Hryðjuverkamenn felldir á Gíbraltar London, Reuter. Tékkar krefjast trúfrelsis Um eitt þúsund Tékkar söfnuðust í gær saman fyrir utan liöllu kaþólska kardinálans í Prag og kröfð- ust trúfrelsis í landinu. Atburður þessi átti sér stað eftir að um 10.000 manns höfðu verið við messu, sem kardínálinn, Frantisek Tomasek, söng í dómkirkju Prag til þess að knýja á um um aukið trúfrelsi þar. Samskipti ríkis og kirkju eru með versta móti í Tékkóslóvakíu. Fólkið hrópaði ýmis slagorð svo sem: „Við viljum trúfrelsi!“, „Við viljum biskupa!", „Við viljum páfann!" og „Lengi lifi kardínálinn!" Kardínálinn kom fram á svalir hallarinnar og flutti stutta tölu. Minnti hann lýðinn á að Kristur væri styrkur þeirra, vissa og jafnframt sigurvon. Aður en messan var sungin handtóku yfirvöld um tuttugu menn, sem standa framarlega í baráttu fyrir auknum mannréttindum í Tékkóslóvakíu. Ályktunum leiðtoga NATO vísað á bug Moskvu, Reuter. SOVÉSKUR hershöfðingi, Nikolaj Tsjervov að nafni, sagði i viðtali við sovésku fréttastofuna Tass á sunnudag að lokaályktun leiðtoga- fundar aðiidarrikja Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var i síðustu viku, hefði valdið ráðamönnum í Sovétrikjunum vonbrigðum. Þá vísaði hershöfðinginn á bug þeirri fullyrðingu leiðtoganna að Sovétmenn nytu yfirburða á sviði hins hefðbundna herafla. BRESKIR _ hermenn skutu þijá liðsmenn írska lýðveldishersins (IRA) til bana á Gíbraltar á sunnudag. Talsmenn bresku ríkisstjórnarinnar skýrðu í fyrstu frá því að sprengja hefði fundist í bifreið, sem fólkið hefði áformað að sprengja í loft upp Reuter Tveir irsku hryðjuverkamann- anna féllu fyrir byssukúlum bre- skra hermanna við bensínstöð þessa á Gíbraltar á sunnudag er þeir voru á leið til spænsku landamæranna. Bangladesh: Sljórnin ritskoðar erlend dagblöð Strikað yfir fréttir af kosningaúrslitum Dhaka, Reuter. STJÓRNVÖLD í Bangladesh þurrkuðu út úr erlendu dagblaði upplýsingar um úrslit þingkosn- inganna í síðustu viku. Blaða- menn fóru i verkfall á föstudag til að mótmæla fréttabanni af mótmælum fyrir kosningarnar. Háttsettur opinber starfsmaður sagði að samkvæmt beiðni inn- anríkisráðuneytisins hefði verið strikað út úr þriggja dálka frétt um kosningamar sem birtist í Intem- ational Herald Tribune. Á blaðsíðu tvö í öllu upplagi laugardagsblaðs- ins, sem kom á götumar degi of seint í Bangladesh, vom stórar svartar prentsvertu-skellur. Þingkosningar fóm fram í Bangladesh síðastliðinn fimmtu- dag, að sögn yfirvalda vann flokkur forsetans stórsigur. Miklar óeirðir vom dagana fyrir kosningamar og virtu stjómarandstæðingar þær að vettugi og segja að úrslitin séu föls- uð. Eftir að kjörstöðum var lokað sagði innanríkisráðherrann, Abdul Matin á blaðamannafundi, að inn- lendum blaðamönnum væri fijálst að skýra frá því sem þeir sæju svo lengi sem .þeir væm hlutlausir. Blaðamenn, sem halda því fram að þeim hafi verið hótað með því að dagblöð verði bönnuð, fóm í verk- fa.ll á föstudag til að mótmæla því að þeim var meinað að skýra frá mótmælum fyrir kosningar. í dag, þriðjudag. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði hins vegar í gær að engin sprengja hefði enn fundist þrátt fyrir mikla leit. Bifreið, sem fólkið ók, hafði ver- ið lagt um 500 metra frá bústað Sir Peters Terry, ríkisstjóra Gíbralt- ar, en þar verður skipt um varð- menn úr röðum breska hersins í dag við hátíðlega athöfn. Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði á sunnu- dag að 227 kílóum af sprengiefni hefði verið komið fyrir í bifreiðinni. Geoffrey Howe bar. fréttir þessar til baka í gær og sagði ekkert sprengiefni enn hafa fundist þrátt fyrir mikla leit, sem haldið yrði áfram. Að sögn sjónarvotta á Gíbraltar vom hryðjuverkamennimir skotnir án viðvörunar er þeir vom á leið' til spönsku landamæranna. Tveir þeirra vom felldir á bensínstöð og hinn þriðji var skotinn til bana er hann hugðist flýja. Talsmenn Irska lýðveldishersins fullyrtu í gær að fólkið hefði verið óvopnað en Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að breskum her- mönnum hefði verið ógnað. Útvarpsstöð á Norður-írlandi, sem skýrði frá atburðinum, vitnaði til tilkynningar frá írska lýðveldis- hemum þar sem sagði að fólkið, tveir karlar og ein kona, hefðu ver- ið liðsmenn hans. Þetta er í fyrsta skipti sem hryðjuverkamenn láta til sín taka á Gíbraltar en að sögn breska dagblaðsins The Guardian halda Bretar þaðan uppi eftirliti með vopnaflutningum á Miðjarðar- hafi. Var getum að því leitt í frétt blaðsins að írski lýðveldisherinn hefði ákveðið að láta til skarar skríða á Gíbraltar af þessum sökum. Talsmaður spænska innanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í gær að breskar og spænskar lögreglu- sveitir hefðu vikum saman fylgst með ferðum hryðjuverkamannanna þriggja frá því fyrst sást til þeirra á Costa del Sol á Spáni. Tsjervov, sem oftlega kemur fram sem talsmaður sovéska hersins, sagði í viðtalinu að ríkin austan jámtjalds- ins hefðu einnig áhyggjur af ójöfn- uði á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu. Sagði Tsjervov leiðtogana ekki hafa minnst á þá staðreynd að ríki NATO réðu yfir mun fleiri árás- arflugvélum í Evrópu. Þá hefðu NATO ríkin tvöfalt fleiri þyrlur í þjónustu sinni en ríki Varsjárbanda- lagsins. Bætti hann því við að NATO-ríkin hefðu einnig fleiri her- deildir tiltækar, sem unnt væri að beita gegn rílqum Varsjárbandalags- ins. Tsjervov kvað Sovétstjómina fylgjandi þvl að ríki austurs og vest- urs gerðu með sér griðasáttmála samhliða því sem komið yrði upp 300 kflómetra kjamorkuvopnalausu belti í Evrópu. Bætti hann þvl við að ráða- menn í Moskvu hefðu mestar áhyggj- ur af þeim hluta lokaályktunar leið- togafundarins þar sem lýst væri yflr að ekki kæmi til greina að falla frá kenningunni um fælingarmátt kjam- orkuheraflans. Hershöfðinginn sagði hins vegar gleðilegt að leiðtogarnir hefðu lýst yfir ánægju sinni með samning risa- veldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkueldflauga á landi, sem þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhafl S. Gor- batsjov Sovétleiðtogi undirrituðu í Washington á síðasta ári. Forkosningar í 20 ríkjum í dag: Skoðanakannanir benda til yfirburðasignrs Bush í DAG fara fram forkosningar í 20 ríkjum til útnefningar forseta- frambjóðenda bandarískra stjórnmálaflokka. George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, er talinn sigurstranglegastur þeirra, sem sækjast eftir útnefn- ingu Repúblikanaflokksins, en mjórra er á mununum í herbúð- um demókrata. Þar keppa þeir þeir Michael Dukakis og Jesse Jackson um atkvæðin, en fast á hæla þeirra koma þeir Richard Gephardt og Albert Gore. Vinni Bush umtalsverðan sigur, eins og allt virðist benda til, má líklegt heita að hann hafl tryggt sér útnefningu flokks síns. Fréttaskýr- endur vestra segja reyndar að for- kosningar repúblikana standi ekki einungis um það hver verði fram- bjóðandi þeirra, heldur um það hver verði næsti forseti Bandaríkjanna. Vísa þeir til þess að frambjóðendur demókrata séu í málefnahallæri og að bandarískir kjósendur hafí hneigst til hægri í valdatíð Ronalds Reagans. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum virðist flcst benda til þess að negrinn Jesse Jackson og ríkisstjór- inn Michael Dukakis skipti með sér bróðurparti fulltrúa þeirra 20 ríkja, George Bush. þar sem forkosningar demókrata fara fram, en of mjótt var á munun- um til þess að marktækur munur væri á fylgi þeirra. Þeir Albert Gore og Richard Gephardt keppa um þriðja sæti og er talið að sá sem lýtur í lægra haldi muni væntanlega draga sig í hlé. Flestar skoðanakannanir leiddu í ljós að Bush hefur yflrleitt um 20% meira fylgi en helsti keppinautur hans, Robert Dole, í þeim 17 ríkjum þar sem repúblikanar ieiða saman hesta sína i dag. Sumar kannanir Robert Dole. bentu jafnvel til enn meiri fylgis- munar — sums staðar allt að helm- ingi meiri. Kosningarnar í Suður Karólínu Þessar kannanir voru þó gerðar áður en Bush malaði andstæðinga sína í Suður Karólínu á laugardag. Almennt var litið á forkosningarnar þar sem undanrás kosninganna í dag og þykja lyktimar auka sigurlíkur Bush enn frekar. í Suður Karólínu fékk Bush 48% atkvæða, Dole 21% og síra Pat Robertson 19%. Úrslitin í Suður Karólínu voru sérstakt áfall fyrir prestinn, því hann hafði heitið því að vinna sigur þar. Sagðist hann treysta á „hulduher" sinn til þeirra stórræða, en í þeim hópi eru aðallega heittrúaðir íhalds- menn. Af þessu tilefni sagði Robert- son að til greina kæmi að hann og Dole gerðu með sér bandalag um að bregða fæti fyrir Bush. Kosið um þriðjung landsfundarfulltrúa Aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna hefur verið kosið um jafnmarga landsfundarfulltrúa á einum og sama deginum. Repúblikanar kjósa 735 fulltrúa í dag, en það er þriðj- ungur allra landsfundarfulltrúa, sem alls eru 2.277. Landsfundur repú- blikana verður haldinn í borginni New Orleans í Louisíana-ríki og hefst hinn 15. ágúst. Til þess að hljóta meirihluta atkvæða þar þarf 1.139 fulltrúa og ræðir því um 66% tilskilins meirihluta. Það eykur vægi kosninganna í dag enn meir en ella, að í meirihluta ríkjanna fær sá repú- blikani, sem flest atkvæði hlýtur alla landsfundarfulltrúa þess. Hjí demókrötum er hins vegar hlutfalls- kosning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.