Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 34

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÁMAMENN greiddu nýlega at- kvæði um, hvort aflétta skyldi yfirvinnubanni, sem hófst fyrir fimm mánuðum. Samþykkt var með 58% greiddra atkvæða að aflétta banninu, en 42% voru á móti. Þessi niðurstaða gengur þvert á ráðleggingar Arthurs Scargills, forseta Sambands námamanna. Um 86.000 námamenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, en niðurstöð- ur úr henni voru birtar síðastliðinn sunnudag. Tæplega 35.000 voru hlynntir því að aflétta yfirvinnu- banninu, 25.000 á móti. Breska kolafyrirtækið sagði þetta vera vísbendingu um, að námamenn vildu ekki lenda í átökum, sem sköð- uðu þá sjálfa og fyrirtækið. Nú væri hægt að heQa viðræður við samband námamanna um ýmis vandamál, sem blöstu við kolaiðnað- inum. Arthur Scargill sagði, að þessi úrslit kæmu ekki á óvart. Flest þau félög, sem stutt hefðu yfirvinnu- bannið fyrir fimm mánuðum, hefðu viljað aflétta því nú. Hann lagði áherslu á, að þessi niðurstaða þýddi ekki, að námamenn hefðu fallist á agareglur kolafyrirtækisins, og nú yrði fyrirtækið að semja um hækk- un launa án nokkurra skilyrða. 4,2% hækkun, sem koma átti á laun námamanna í nóvembermán- uði síðastliðnum, getur komið til framkvæmda nú, en Breska kola- fyrirtækið setti sem skilyrði, að yfirvinnubanninu lyki. Það sagði hins vegar, að hækkunin yrði ekki afturvirk, nema um það yrði samið sérstak(ega. Aðalástæðan til þess að náma- menn vildu aflétta banninu er talin vera sú, að það hafi haft lítil áhrif á framleiðslu fyrirtækisins, en námamenn orðið af umtalsverðum launum. Næsta ágreiningsefni námamanna og kolafyrirtækisins verður sex daga vinnuvika við nýjar stómámur. Kolafyrirtækið telur þá vinnutilhögun nauðsynlega til að rekstur námanna verði hagkvæmur. Scargill hefur barist af hörku gegn sex daga vinnuviku. Persaflóastríðið: Handalögmál á þingi Suður-Kóreu Reuter Lyðræðislegi réttlætisflokkurinn, flokkur Rohs Tae- woos, forseta Suður-Kóreu, fékk í gær samþykkt frumvarp sem gerir ráð fyrir breytingum á kosninga- löggjöf landsins. Vakti þetta takmarkaða hrifingu meðal stjómarandstæðinga. Kom til handalögmála á þingi er Kim Jung-kil, einn þingmaður stjórnarand- stæðinga, hugðist stíga í pontu og mótmæla fram- ferði stjómarliða við afgreiðslu málsins. Myndin sýnir hvar þingmenn stjórnarflokksins reyna að halda aftur af Kim. Flugskeytum og fallbyssu- kúlum rignir yfir bæði ríkin Fjölmenn mótmæli í Teheran vegna vopnasölu Sovétmanna. Námamenn sam- þykkja að aflétta yfirvinnubanni Bretland: Kúba: Pólitísk- ir fangar í hungur- verkfalli Havana, Reuter. SEXTÍU og átta pólitískir fangar hófu hungurverkfall á fimmtu- dag í siðustu viku til að mót- mæla yfirlýsingu stjórnvalda þar sem þau segja að mannréttindi séu virt i fangelsum á Kúbu. í yfirlýsingu sem send var til fréttastofa við upphaf hungurverk- fallsins segir að fangamir í Comb- inado del Este fangelsinu austur af Havana hafi ákveðið að fara í hungurverkfall til að mótmæla yfir- lýsinum sem gefnar voru í Genf í Sviss í síðasta mánuði af alþjóða- samtökum sem betjast gegn pynt- ingum. Talsmenn samtakanna sem gáfu yfírlýsinguna, Paolo Parra og Amanda Castello, sögðust hafa heimsótt fangelsið og talað við fanga og hafí af því ályktað að mannréttindi væri í heiðri höfð. Fangamir 68 neita að klæðast fangabúningum og gegna störfum sem .fangar fá greitt fyrir. Þeir krefjast þess að segulbandsupptök- ur, kvikmyndir og önnur gögn sem Parra og Castello lögðu fram sem sönnunargögn verði gerð opinber. Yfírlýsingunni um að mannréttindi væru virt í fangelsum á Kúbu var beint til Armandos Valladares formanns bandarísku sendinefndar- innar hjá mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðunum í Genf. Valladeres eyddi yfír 20 árum í fangelsi á Kúbu og lýsti nýverið fyrir blaða- mönnum þeim hörmungum sem hann upplifði þar. Nikósíu, Moskvu, Reuter. ÍRAKAR skutu tveimur flug- skeytum að Teheran, höfuðborg Irans, í gær í hefndarskyni við árasir írana á borgir í írak. Eft- ir því^ sem næst verður komist hafa írakar skotið um 40 eld- flaugum að skotmörkum í íran þar af hafa þrjár hæft hina helgu borg Qom. Ima, hin opinbera fréttastofa írans, skýrði frá því í gær að 61 óbreyttur borgari hefði fallið í árásum íraka á 16 bæi og borgir í íran á sunnudag. Ekki færri en 230 manns hafa fallið í íran undanfarna viku og um 800 særst. Á sunnudag kom til mótmæla við sovéska sendi- ráðið í Teheran en Sovétmenn eru sagðir selja báðum ríkjunum eldflaugar af gerðinni „Scud“, sem geta borið allt að eitt tonn af sprengiefni. Þúsundir manna söfnuðust sam- an við sovéska sendiráðið í Teheran á sunnudag til að mótmæla meintri vopnasölu Sovétmanna til íraks. Að sögn sovésku fréttastofunnar Tass grýtti fólkið bygginguna og ógnaði starfsfólki sendiráðsins. Ekki var frá því greint hvort slys hefðu orðið á mönnum en þess var getið að mótmælum hefði verið komið á framfæri við stjómvöld í Iran og fullyrt að unnt hefði verið að koma í veg fyrir árásina á sendi- ráðið. Sagði einnig í fréttinni að mótmælin hefðu blossað upp vegna ásakana íranskra fjölmiðla þess efn- is að Sovétmenn seldu írökum eld- flaugar. Voru fyrri yfírlýsingar Sov- étstjómarinnar þar sem þessu er vísað á bug ítrekaðar. Fréttastofan Irna skýrði frá mót- mælum við skrifstofu sovéska ræð- ismannsins í Esfahan um 360 kíló- metra suður af Teheran. Sagði í fréttinni að lögreglumenn hefðu þurft að beita táragasi til að dreifa mannflöldanum. írakar kveðast beita eigin flug- skeytum í árásunum en sérfræðing- ar, sem fylgst hafa með átökunum undanfama viku, segja að bæði ríkin notist við sovéskar eldflaugar af gerðinni „Scud“, sem em sér- hannaðar til árása á hemaðarskot- mörk svo sem flugvelli langt að baki víglínunnar. Flugskeytaárásimar hófust 29. febrúar en tveimur dögum áður höfðu íranir mótmælt loftárásum íraka á borgir í íran, sem legið höfðu niðri í tæpt ár. íranir hafa heitið því að halda árásunum áfram allt þar til írakar viðurkenna að þeir hafí átt upptökin að Persa- flóastríðinu, sem nú hefur staðið í tæp átta ár. írakar hafa hins vegar fallist á ályktun Örýggisráðs Sam- einuðu þjóðanna þar sem ríkin eru Tíbet: hvött til að semja um vopnahlé. Á sunnudag mögnuðust átökin enn er eldflaugum, sprengjum og sprengjukúlum rigndi yfir borgir og bæi í báðum ríkjunum. írakar skutu fjórum eldflaugum að Teher- an auk þess sem flugher þeirra gerði loftárásir á 12 skotmörk í Iran. Stóðu árásir þessar linnulítið í Qórar klukkustundir. Að sögn Irna, hinnar opinberu fréttastofu írans, féll 61 óbreyttur borgari í árásum þessum og 427 særðust. íranir svöruðu með því að skjóta flugskeyti að Baghdad, höfuðborg Iraks. Þá réðust íranskar orustuþot- ur á tvær borgir í norðurhluta íraks auk þess sem áfram var haldið uppi stórskotaliðsarásum á hafnar- borgina Basra. írakar hafa ekki birt tölur um mannfall en talsmaður herstjómarinnar sagði fjölda manns hafa fallið í gagnárásum írana á sunnudag. Þúsundir manna mót- mæla yfirráðum Kínverja Peking, Reuter. ÓEIRÐIR hafa brotist út að nýju í Tíbet og herma fréttir að níu manns hafi beðið bana í þeim. Að sögn vestrænna sendimanna sem komu frá Lhasa, höfuðborg Tíbet á sunnudag, söfnuðust þús- undir manna þar saman um helg- ina til að krefjast sjálfstæðis og kom til átaka við sveitir lögreglu- manna. Að sögn vestrænna stjómarer- indreka fóm þúsundir Tíbetbúa hamfömm á götum Lhasa á laugar- dag. Kveikti fólkið í bifreiðum og grýtti opinberar byggingar. Lög- regla beitti táragasi til að dreifa manníjöldanum og skothvellir heyrðust í höfuðborginni eftir að myrkur var skollið á. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því að einn lögreglumaður hefði fallið í átökun- um og ekki færri en 28 manns hefðu slasast. Dagblað Alþýðunnar skýrði frá því á sunnudag að kyrrð væri komin á að nýju en ekki reyndist unnt að staðfesta þá frétt. Vestrænir stjórnarerindrekar telja líklegt að eftirlit allt verði hert til muna í Lhasa eftir óeirðir þessar. Sex manns féllu í miklum óeirðum í Lhasa í október á síðasta ári. L kjölfar þeirra hefur kínverskt ry Kínverskir slökkviliðsmenn að störfum í Lhasa á laugardag. Þúsund- ir manna söfnuðust þá saman í borginni til að mótmæla yfirráðum Kinveija. Kveikt var í bifreiðum auk þess sem fólkið grýtti opin- berar byggingar. herlið verið í viðbragðsstöðu í ná- grenni borgarinnar. Lögreglusveitir halda uppi eftirliti í klaustmm og munkar sem þátt tóku í mótmælun- um á síðasta ári hafa verið skyldað- ir til að sitja námskeið í „pólitískri endurhæfingu". Wu Xueqian, utanríkisráðherra Kína, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og er talið að óeirðimar í Tíbet muni setja mark sitt á viðræður hans við bandaríska ráðamenn. Á síðasta ári gagnrýndu bandarískir þingmenn harðlega meint mannréttindabrot kínverskra stjómvalda í Tíbet og fór sambúð ríkjanna nokkuð kóln- andi af þeim sökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.