Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 39 12 skip búinn með kvótann LOÐNUSKIPIN halda áfram að fylla sig jafnóðum og þau koma á miðin og landa oft daglega, en það fer þó eftir því hve langt þau þurfa að sigla til löndunar. 12 skip eru búin með kvóta sinn og um 100.000 tonn eftir af leyfilegum afla. Loðnan veiðist nú á svæðinu frá Stokksnesi að Vestmannaeyjum. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á fimmtudag: Víkurberg GK 500 til Hjaltlandseyja, Þórshamar GK 300 og Harpa RE 260 til Grindavíkur, Beitir NK 1.150 til Neskaupstaðar-, Guðmundur Olaf- ur ÓF 600 til Ólafsfjarðar og Súlan EA 750 í Krossanes. Innan við 100.000 tonn eftir óveidd ganga 100.000 LOÐNUVEIÐARNAR jafnt og þétt. Innan við tonn eru eftir óveidd og liklega lýkur vertíðinni í kringum 10. apríl. Þegar eftirfarandi tafla var gerð annan marz höfðu 10 skip lokið kvóta sínum og fjöl- mörg áttu þá eftir örfáa túra. Aðeins helmingur flotans verður því eftir er líða fer á næstu viku. Flesta túra eftir eiga Galti og Dagfari, Helga III, Huginn og Guðmundur. Með kvótakaupum munu tvö skip ná meira en 30.000 tonna afla. það eru Börkur, sem er með 31.401 tonn, og Sigurður, 32.706 tonn. Hér fer á eftir listi yfir stöðu mála: Á föstudag tilkynntu eftirtalin 14 skip um afla, samtals 9.100 tonn: Eskfirðingur SU 400 og Júpí- ter RE 1.340 til Eskifjarðar, Dag- fari ÞH 530 til Sandgerðis, Þórður Jónasson 680 í Krossanes, Húna- röst ÁR 620 til Hjaltlandseyja, Huginn VE 580 og Gígja VE 750 til Vestmannaeyja, Helga III RE 430 og Galti ÞH 420 til Horna- fjarðar, Keflvíkingur KE 300 og Gísli Ámi RE 260 til Grindavíkur, Eldborg HF 1.250 til Danmerkur, Rauðsey AK 620 til Þórshafnar og Höfrungur AK 920 til Reyðar- fjarðar. Á laugardag tilkynntu skipin um samltals 9.370 lesta afla: Guð- mundur VE 880, Pétur Jónsson RE 1.020, Sigurður VE 1.400 og Gullberg VE 620 til Seyðisfjarðar, Eskfirðingur SU 620 til Þórshafn- ar, Galti ÞH 530 og Börkur NK 1.200 til Neskaupstaðar, Huginn VE 450, Sighvatur Bjamason VE 670 og Hilmir SU 650 til Vest- mannaeyja, Harpa RE 200 og Þórshamar GK 200 til Grindavík- ur, Helga III RE 400 til Eskifjarð- ar og Dagfari ÞH 530 til Sandgerð- is. Á sunnudag voru 4 skip með 2.810 tonn: Hilmir SU 800 til Akraness, Sighvatur Bjarnason VE 680 til Bolungarvíkur, Huginn VE 580 og Gígja VE 750 til Seyðis- fjarðar. Síðdegis á mánudag höfðu 9 skip tilkynnt um 7.410 tonna afla: Beitir NK 1.150 til Neskaupstað- ar, Galti ÞH 550 og Pétur Jónsson .RE 1.050 óákveðnir, Sjávarborg GK 800 til Sandgerðis, Þórður Jónasson EA 680 og Hákon ÞH 980 í Krossanes, Guðmundur VE 880 til Vestmannaeyja, ísleifur VE 700 til Færeyja og Rauðsey AK 620 til Þórshafnar. Landað úr Beiti NK. N eskaupstaður: Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Mikill afli berst á land - Beitir NK búinn að afla um 17 þúsund tonnum frá áramótum MIKILL afli hefur borist á land hér að undanförnu. Togararnir þrír, sem gerðir eru út héðan, hafa aflað vel og afli smábáta hefur verið ágætur en nokkuð misjafn. Loðnuskipið Beitir NK, sem ekki hóf veiðar fyrr en eftir áramót, hef- ur aflað mjög vel og er komið með á milli 16 og 17 lestir af um 21 þúsund tonna kvóta sínum. Frá áramótum hafa borist hingað 40 þúsund lestir af loðnu en á sama tíma í fyrra hafði verið landað hér um 30 þúsund lestum. Mikil vinna er því við vinnslu alls þessa sjávar- afla og ekkert uppgjafarhljóð í mönnum hér þrátt fyrir sífelldan söng í fjölmiðlum um að allt sé að fara í kalda kol í útflutningsfram- leiðslugreinunum. - Ágúst Umsj ónarmaður „Manns vik- unnar“ vísar ásökunum á bug VEGNA kæru Gylfa Thorlacius f.h. Lögreglufélags Reykjavíkur vegna „Manns vikunnar" þann 27. febrúar hefur Baldur Hermanns- son, umsjónarmaður þáttarins, sent frá sér greinargerð um þátt- inn og tildrög hans og vísar hann ásökunum Gylfa á bug. Helstu forsendur þáttarins segir Baldur í fyrsta lagi hafa verið að nú hafi sá höggvið sem síst skyldi; lögreglan og limlesting hennar á Sveini Jónssyni hafí skapað alvarleg- Skip Kvóti Fyrirfr. Frams.+ Frams.+ Kvóti 2/3 Eftir Túrar eftir 2/3 Albert GK 31 18.016 0 18.016 17.018 998 2 Beitir NK 123 24.302 2.556 831 20.915 16.436 4.479 4 BergurVE44 17.189 590 16.599 14.003 2.596 5 Bjami Ólafson AK 70 22.234 383 21.851 21.933 82 0 BörkurNK 122 22.482 581 9.500 31.401 26.308 5.093 5 Dagfari ÞH 70 17.354 0 17.354 8.407 8.947 18 EldborgHF 13 26.370 3.618 22.752 22.562 190 1 Erling KE 45 16.527 1.055 15.472 12.830 2.642 4 Eskfirðingur SU 9 17.933 363 17.570 14.708 2.862 5 Fífíll GK 64 18.182 1.269 16.913 15.213 1.700 3 Galti ÞH 320 17.685 0 17.685 8.153 9.532 18 GígjaVE340 19.174 650 - 18.524 17.239 1.285 2 GtsliÁmiRE375 18.182 360 17.827 14.339 3.483 2 Grindvíkingur GK 606 22.234 1.738 500 20.996 19.097 1.899 2 Guðmundur VE 29 20.663 0 8.592 400 28.855 19.104 9.751 11 Guðmundur Ólafur ÓF 91 17.851 478 17.373 15.129 2.244 4 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 19.174 741 700 19.133 19.384 251 0 Gullberg VE 292 18.016 0 806 18.822 15.265 3.559 6 Harpa RE 342 18.347 995 17.352 14.933 2.413 5 Hákon ÞH 250 19.670 1.305 18.365 11.923 6.442 7 Heimaey VE 1 17.354 0 17.184 170 170 Helgall RE 373 17.520 669 4.276 12.575 8.943 3.632 7 Helga IIIRE 67 16.610 7.500 9.110 2.132 6.978 16 Hilmir SU171 24.219 1.077 831 23.973 21.707 2.266 3 Hilmirll SU 177 17.768 834 16.934 17.405 471 0 Hafn GK 12 18.512 12 1.776 20.276 21.729 453 0 Huginn VE 55 18.016 1.421 3.806 12.789 6.179 6.610 12 HúnaröstÁR 150 18.264 1.433 16.831 15.894 937 2 Höfrungur AK91 20.580 1.281 19.299 16.855 3.695 5 ísleifur VE 63 19.174 1.315 17.859 15.119 2.740 4 Jón Finnsson RE 506 18.016 79 1.500 19.437 20.095 658 0 Jón Kjartansson SU 111 22.152 0 1.500 700 22.952 23.302 350 - 0 JúpíterRE 161 23.971 2.549 21.422 13.082 8.340 7 KapII VE4 18.678 240 18.438 15.564 2.878 5 Keflvíkingur KE 100 17.272 1.274 15.998 14.626 1.372 3 Magnús NK 72 17.354 1.368 15.986 16.345 359 0 Pétur Jónsson RE 69 19.753 1.956 17.797 11.557 6.240 7 Rauðsey AK 14 17.768 430 17.338 16.576 762 2 Sighvatur Bjamason VE 81 18.678 249 18.429 14.810 3.619 6 Sigurður RE 4 24.798 684 8.592 32.706 24.446 8.260 7 Sjávarborg GK 60 19.670 0 19.670 19.288 382 1 Skarðsvík SH 205 18.016 85 17.931 18.371 440 0 Súlan EA 300 19.670 847 18.823 17.822 1.001 2 SvanurRE45 18.678 98 18.580 13.267 5.313 8 Víkingur AK 100 24.219 2.063 22.156 23.175 1.019 0 VíkurbergGK 1 17.437 676 16.761 15.661 1.100 3 Þórður Jónasson EA 350 17.106 1.044 16.062 14.369 1.693 3 ÞórshamarGK75 17.933 1.360 16.573 14.221 2.352 4 Öm KE 13 17.851 2.013 400 16.238 16.802 564 0 an trúnaðarbrest, sér í lagi vegná þess að frásögnum lögregluyfirvalda og ráðherra beri ekki samán. Þá hafí lögreglan fengið tækifæri til að tjá sig í sjónvarpi en drengur- inn ekki. Nöfn þeirra starfsmanna lögregl- unnar sem hlut eigi að máli séu ekki kunn og það sé markviss að- ferð til kæfa umræðuna á frum- stigi. Þannig hafí verið búið um hnúta að engin meiðyrði hafi heyrst í þættinum. Baldur segir að sér hafí verið kunnugt um að Sveinn bæri ekki þungan hug til lögreglunnar heldur eingöngu þeirra er hefðu lim- lest hann. Þetta hefði komið skýrt fram í þættinum. Frásögnin hafi hafist á hinni óleyfilegu handtöku, þar sem það sem á undan hafi gengið hafi ekki skipt máli. Áhugi þjóðarinnar á þess- um atburði hafí beinlínis krafist þess að Sveinn yrði valinn í þáttinn. Málflutning Gylfa Thorlacius í bréfí til Utvarpsráðs segir Baldur fráleitan: Gylfí segi t.d. að kynning þáttarins sé ærumeiðandi fyrir lög- reglumenn. Því vísar Baldur á bug og segir að undir inn gangsmyndum hafi verið lesinn texti um vaxandi harðneskju í þjóðlífinu. Lögregla eða lögreglumenn hafí ekki verið nefndir einu orði í þeim texta. Þá setji Gylfi innan gæsalappa orð sem aldrei hafi verið sögð. ' Ekki sé gefíð til kynna að lögregl- an í Reykjavík hafi handleggsbrotið manninn eins og Gylfi fullyrði í bréfi sínu, það sé staðreynd sem hvorki lögreglan né aðrir geti hrakið. Baldur segir þá fullyrðingu Gylfa rökleysu, að „þátturinn sé fullur af„- rangfærslum og dylgjum sem ekki fái staðist, t.d. sé hvergi minnst á ástæðu handtöku mannsins". Það séu ekki rangfærslur að tíunda ekki frekar en gert hafi verið í fjölmiðlum aðdraganda hinnar óleyfílegu hand- töku. Gagnrýni Gylfa á orðalag Baldurs um fjárhagstjón af völdum limlest- ingarinnar svarar Baldur því að það megi vera hverjum manni ljóst að Sveinn hafi nú þegar orðið fyrir til- finnanlegu fjárhagstjóni. Það sé allt annað mál hvort honum verði síðar bætt það að fullu. Um aðfinnslur í sinn gai-ð fyrir að borga ferð Guðrúnar Sveinsdótt- ur, móður Sveins, til Reykjavíkur, segir Baldur að ella hefði þurft aö greiða fyrir ferð þriggja manna aust- ur á Eskifjörð. Sjónvarpið hafi ein- göngu greitt fyrir flugfarið fram og aftur, allan annan kostnað hafi hún greitt. Telur Baldur skrif Gylfa einkum til þess fallin að hræða starfsmenn Sjónvarpsins frá frekari meðferð þessa máls og jafnframt að drepa því á dreif með því að telja mönnum trú um að sjónvarpsþátturinn skemmi æru lögreglumanna meir en verknaðurinn sjálfur og missagnir ráðamanna um framvindu málsins. FFSI: Fisksala erlend- is verði aukin MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands vegna ákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins um að fiskverð hækki ekki. í fréttatilkynningunni er hvatt til aukinnar sölu fersks fisks á erlendum mörkuðum. „Fundur framkvæmdastjórnar FFSI haldinn 7. marz mótmælir harðlega ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins hinn 5. marz síðast- liðinn og þeim vinnubrögðumn, sem viðhöfð voru. Þetta er enn eitt dæmið um hvern- ig ómarkvissar fjárfestingar í fisk- iðnaði á fslandi eru fjármagnaðar. Sjómenn verða alltaf að borga, því verða þeir að sameinast til vam- ar rétti sínum til að tryggja sér sömu afkomu og aðrar stéttir búa við í þessu landi. Farmanna- og fískimannasam- band Islands bendir sjómönnum á ■ mikilvægi fijáls fiskverðs er eykur aðhald að útgerð og fiskvinnslu og mun tryggja bezt kjör þeirra í framt- íðinni. Svar sjómanna við þessari fisk- verðs ákvörðun hlýtur að vera krafa um aukna sölu á ferskum físki á erlendum mörkuðum til að tryggja kjör sín.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.