Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 41

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Halldór Blöndal alþingismaður: Launamisrétti í landinu úr hófi Mestu skiptir að halda verðbólg'unni niðri Þingsályktunartillag-a Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur (B/Rvk) og fleiri þingmanna um sérstakar launabætur kom til framhaldsumræðu í sam- einuðu þingi í gær. í tillögugrein er „skorað á ríkisstjórnina að und- irbúa nú þegar frumvarp um hækkun persónuafsláttar við álagningu tekjuskatts í 19.360 krónur á mánuði. Jafnframt verði teknar upp launabætur, þannig að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur úr ríkissjóði til launþega". Þetta var þriðji fundur fyrstu umræðu, en henni lauk ekki. Fáeinir efnispunktar úr umræðunni eru raktir hér á eftir. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) sagði kjarasamninga VMSÍ og VSI, sem m.a. hafí verið byggðir á ákvörðunum í ríkisíjármálum, fellda í hvetju stéttarfélaginu á fætur öðru. Launsamisrétti í landinu væri óþol- andi. íslenzkir forstjórar hefðu upp í 470 þúsund krónu mánaðartekjur. Munur lægstu og hæstu launa væri dijúgum meiri en tífaldur. Fólk er tilbúð til að beijast fyrir hærra kaupi, sagði Svavar; það sýna at- kvæðagreiðslur í stéttarfélögunum. Sýna verður pólitískan kjark til tekjujöfnunar, sagði Svavar, meðal annars með því að skattleggja í ríkara mæli er gert væri, hæstu laun. Ríkissjóður er í raun kjarajöfnunar- sjóður, sagði þingmaðurinn. Svavar sagði tillögu þá, sem til umræðu væri, ekki nægilega út- færða. Athuga þurfi, hvor aðrar tekjujöfnunarleiðir hentuðu ekki bet- ur. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) kvaðst andvíg því að ríkissjóði væri gert að greiða laun fyrir atvinnurek- endur, eins og tillagan fæli í sér. Leið Kvennalistans til að draga úr launamisrétti væri sú að lögfesta lægstu laun. Reynsla væri og fyrir því að lögákveðnar láglaunabætur hafi ekki einungis lent hjá láglauna- fólki, heldur jafnframt ratað í vasa, sem ekki vóru aldeilis tómir fyrir. Arni Gunnarsson (A/Ne) sagði skýringuna á því að stéttarfélög felldu nú kjarasamninga, hvert af öðru, ekki sízt þá, að almenningur væri að mótmæla peningastreymi frá undirstöðuatvinnuvegum, frá landsbyggðinni, inn á peningamark- aðinn í Reykjavík, sem rætur ætti í nýfijálshyggju. Jafnvel Morgunblað- inu þætti nóg um framvindu mála, enda væri landið að sporðreisast; við blasti hrun byggðarlaga og atvinnu- greina. Halldór Blöndal (S/Ne) sagði skilgreiningu Arna á nýfijálshyggju beinast að núverandi viðskiptaráð- herra, en hún hefði hoidi klæðst og líkamnast í honum. Benti Halldór Ama á að lesa sér til í rökstuðningi ráðherrans, margvíslegum, sem væri að finna í þingtíðindum. Halldór kvaðst geta tekið undir það með Svavari Gestssyni að launa- misrétti, sem lengst af hafi verið lítið í landinu, væri nú úr hófi gengið. Hitt hafi reynzt erfíðaðra að hækka lægstu laun, án þess að sú hækkun gengi upp launakerfið allt, og end- aði í því að kjarabætur hinna lægst launuðu væru að engu orðnar. Sökin yrði ekki einvörðungu hengd á snaga ríkisstjómarinnar. Stéttarfélögin væru mörg orðin. Hver otaði sínum tota. Samstaðan með þeim verst settu væri ekki jafn mikil og áður, því miður. Kjarabaráttan væri breytt að þessu leyti. Halldór sagði tímabært að draga með einum eða öðmm hætti úr laun- amisrétti. Stærsta hagsmunamál láglaunafólks væri þó að ná niður verðbólgu. Óðaverðbólga bitni alltaf harðast á láglaunafólkinu. Karvel Pálipason (A/Vf) sagði tillöguna af hinu góða. Löng reynsla benti til þess að ekki væri hægt að leiðrétta hlut hinna verst settu gegn um hefðbundna kjarasamninga. Þar af leiði að Alþingi beri að láta málið til sín taka. Karvel sagði óróann á kjaravett- vangi af ýmsum toga. Hvern veg hinir lægst launuðu hafi verið skyld- ir eftir, úti í kuldanum, í jólaföstu- samningum. Launaskriðið, sem á eftir fór, hafi komið öllum öðrum en þeim lægst launuðu til góða. Nefna mætti og ýmsar opinberar hækkanir. Iðgjöld bifreiðatrygginga. Hækkað orkuverð úti á landsbyggð- inni, en dæmi væri um að það kost- aði um 30 þúsund krónur á mánuði að kynda stórt einbýlishús með raf- magni í köldum mánuði. Karvel sagði að það hafi út af fyrir sig verið rétt, að vísa málum með þeim hætti sem gert hafi verið til atkvæða í verkalýðsfélögunum, og fá þannig frfim hina almennu afsöðu til mála. Ýkjur veikja málstaðinn Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra sagði þessa umræðu gagnlega. Óþarfi væri hinsvegar að grípa til ósanninda, þó þarfur málstaður ætti í hlut. Það hjálpaði engum að aka út af, þó hugur væri í ökumanni. Tölur Karvels um kostnað við hús- hitun færu fram úr veruleikanum, sem væri þó áhyggjuefni í réttri stærð. Ráðherra vitnaði til annars þingskjals, sem tíundaði húshitunar- kostnað með raforku kr. 5.000 á mánuði. Ráðherra sagði það mál málanna að ná tökum á verðbólgunni. Verð- bólgan skekkti rekstrarstöðu at- vinnuveganna, ekki sízt undirstöðu- greina á landsbyggðinni, léki alla grátt en verst láglaunafólk. Skúli Alexandersson (Abl) sagði einkennandi fyrir ráðamenn, þegar rætt væri um stöðu láglaunafólks, að setja upp heilagsandasvip og fara að tala um verðbólgu. Þeim gleymd- ist að láglaunafólk væri nú að fella kjarasamninga til að vetjast verð- bólgu, sem það ætti minnsta sök á. Launamisrétti væri mikið. Sem og misrétti atvinnugreina. Undirstöðu- atvinnugreinum væri gert ókleift að starfi meðal annars með verðlags- hækkunum umfram verðþróun framleiðslu. Svart-hvíta myndin er ósönn Einar K. Guðfinnsson (S/VI) Stuttar þingféttir: Framsal botnfiskkvóta milli kjördæma 1984-1987. (Tonn af slægðum fiski þorskígildum talið.) 1984 1985 1986 1987 Frá Til Frá Til Frá Til Frá Til Reykjanes 2 749 1058 9 122 2 892 970 1 844 972 1 029 Reykjavík 1 415 60 4 686 0 532 1 585 561 1 197 Vesturland 548 959 697 1 909 1 122 2 785 188 2 410 Vestfiröir 200 2906 248 4 189 2 549 968 673 705 Nordurland v. 2 092 2 824 1 469 2 175 4 191 666 1 634 507 Noröurland e. 534 3 571 316 5 030 1 226 3 200 1 338 3 345 Austurland 2 586 3 391 856 2 550 824 860 743 1 050 Suðurland 5 050 404 1 870 519 1 389 895 4 373 239 15 174 15 174 19 264 19 264 12 803 12 803 10 482 10 482 Framsal botnfiskkvóta milli kjördæma. Störf og starfshættir umboðsmanns Alþings Framsal botnfiskkvóta — Auglýsingar fógeta Þorvaldur Garðar Kristjánsson og sjö aðrir þingmenn úr öllum þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu um störf og starfs- hætti umboðsmanns Alþingins. Samkvæmt 1. grein tillögunnar skal hlutverk umboðsmanns Al- þingis vera „að gæta þess að stjórnvöld virði rétt einstaklinga og samtaka þeirra. Hann hefur í því skyni eftirlit með því að jafn- ræði sé virt í stjórnsýslustörfum og að stjórnsýsla sé að öðru leyti í samræmi við lög og góða stjórn- sýsluhætti". Undanþágur Starfssvið umboðsmanns Alþingis tekur til stjómsýslu ríkis og sveitar- félaga. Nokkrar undantekningar eru tilgreindar: 1) Störf Alþingis og stjórnsýsla sem háð er eftirliti þing- forseta, 2) Störf nefnda Alþingis, 3) Starf yfirskoðunarmanna ríkis- reikninga og ríkisendurskoðunar, 4) Dómsathafnir, 5) Ákvarðanir stjórn- valda, sem bera skal undir dómstóla samkvæmt lagafyrirmælum, 6) Stjórnsýsla sveitarfélaga, nema ákvarðanir, sem skjóta má til ráð- herra eða annars stjómvalds ríkisins. Umboðsmaður tekur annars mál til meðferðar eftir kvörtun eða að eigin fmmkvæði. Sala veiðileyfa „Sala veiðileyfa er með öllu óheimil, enda er úthlutun þeirra bundin í lögum. Hins vegar geta útgerðir fiskiskipa framselt veiði- kvóta ef um er að ræða tvö fiski- skip er bæði hafa valið veiðileyfi með aflamarki. Framsal er í mörgum tilvikum háð því að fiskiskipið, sem framselt er til, landi aflanum í heimahöfn þess fiskiskips sem fram- seldi. Ráðuneytið telur að listi með nöfnum aðila eða skipa þar sem skráð væri hver einstök færsla á aflakvóta, sem átt hefur sér stað á unanfömum árum, varpaði litlu ljósi á eðli og umfang þess máls. Listinn yrði langur, mikla vinnu kostaði að útbúa hann og hæpið að birta nöfn aðila að einstökum færslum á afla- kvóta án þess að nánari skýring fylgdi í hveiju einstöku tilviki. . .“ Þannig segir í svari sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspurn Óla Þ. Guð- bjartssonar (B/Sl) um sölu veiði- leyfa. Svari ráðherra fylgir hinsvegar tafla er sýnir botnfiskkvóta í þorsk- ígildum sem framseldur hefur verið milli landsvæða 1984-1987. Auglýsingar fógeta og sýslumanna Dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Níelsi Árna Lund (F/Rn) um auglýsingar á vegum fógeta og sýslumanna. í svari ráð- herra kemur fram að heildarauglýs- irigakostnaður embættanna árið 1987 var kr. 3.638.814.-. £1 Forseti og ritari sameinaðs þings hlusta á umræðu um kjaramál. sagði fimmtán ár síðan fram hafi komið tillaga um neikvæðan tekju- skatt, sem væri hliðstæð fyrirliggj- andi tillögu Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur um hækkun persónuafsláttar og tilkomu launabóta. Hinsvegar vantað rökstuðning með tillögunni nú. Til þess að hægt sé að taka af- stöðu til hennar verði að fá upplýst: * 1) Hvaða áhrif framkvæmd tillög- unnar hafi á stöðu ríkissjóðs. * 2) Hvaða hópar eigi að njóta launa- bóta, ef samþykktar verði, hvar mörkin eigi að setja. * 3) Hvemig eigi að afla ríkissjóði tekna til að standa undir bótunum, — eða hvaða útgjaldaliði aðra eigi að lækka eða fella niður, ef ekki eigi að mæta fjármagnsþörf með lántökum. Einar sagði að sú svart/hvíta mynd, sem sumir þingmann hafi dregið upp, annarsvegar af fjöl- mennri lágtekjustétt, sem byggi nánast við örbirgð, og hinsvegar fámennum hópi milljónera, væri ósönn. Flestir íslendingar byggju við góð kjör. Allar utanlandsferðir seld- ust. Allur innflutningur seldist, m.a. bifreiðir. Veitingastaðir væru yfir- fullir o.s.frv. Hinsvegar hafi launamisrétti aukizt. Afmarkaðir hópar þyrftu leiðréttingar við. Sú leiðrétting hafi í gegn um tíðina ekki sízt strandað á því að allar launabætur til hinna verst settu hafi verið færðar upp launastigann. Einar vitnaði og til kjarasamninga á Vestfjörðum þar sem hlutur fískvinnslufólks hafí veri réttur verulega. Árni Johnsen (S/Sl) fjallaði með- al annars um ráðstefnu sjálfstæðis- manna í Suðurlandskjördæmi um launamisrétti. Nauðsynlegt væri að ræða þennan vanda, málefnalega, í stað þess að nota hann mestpart til árása á ríkisstjómina. Stefna beri að ásættanlegri aðstöðu í þjóðfélag- inu, bæði að því er varðar laun, laun- amismun og stöðu atvinnugreina og landshluta. Karvel Pálmason (A/Vf) bað iðnaðarráðherra spyija flokksbróður sinn, formann stjórnar Orkubús Vestfjarða, um húshitunarkostnað þar vestra. Sá þekkti dæmi um nær 30.000 krópa húshitunarkostnað. Guðni Ágústsson (F/Vl) sagði dæmi launamisréttis finnast í þing- sölum. Dæmi væri um það að ein- stakir þingmenn hefðu allt að tvö- föld ráðherralaun að viðbættum „bitlingum og störfum úti í sam- félaginu". Guðni sagði laun landsbyggðar- fólks 20% til 40% lægri en á höfuð- borgarsvæðinu. Vöruverð nauðsynja væri þar og verulega hærra. Nefndi hann dæmi frá Austfjörðum (Egils- stöðum) um verulega hærri matar- kostnað en hér syðra. Þingmaðurinn sagði ekki við hæfi að ýmsir í ríkisgeiranum hafi allt að tvöföld forsætisráðherralaun. Laun ættu hvergi að vera hærri en laun forseta lýðveldisins og forsætis- ráðherra. Svavar Gestsson sagði tímabært að mynda nýja ríkisstjórn. Hér hafi flestir talað í þá veru að stand mála undir núverandi ríkisstjóm væri nán- ast óþolandi. Hreggviður Jónsson (B/Rn) taldi tímabært að samþykkja þá tillögu, sem rædd væri. Þeir, sem viðurkenndu þörf leiðréttingar en drægju fætur gagnvart ábentri leið, þyrftu að benda á aðrar leið- ir. Júlíus Sólnes (B/Rn.) hvatti þingheim til að samþykkja tillöguna. Launamisrétti, sem lengi hafi verið lítið hér á landi, væri komið úr hófi, samanber fréttir um launamál SIS- manna. Fjölmennustu láglaunahóp- arnir væru á höfuðborgarsvæðinu. Laga yrði íslenzkt atvinnulíf að þeim veruleika að fólk þurfi að geta lifad af dagvinnukaupi sínu. Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) kvaðst hafa samúð með þeim málstað, sem fram kæmi í til- lögunni, sem flutt væri af reyndum verkalýðsfrömuði. Hins vegar væri vart hægt að treysta því, miðað við fyrri reynslu, að bætumar gengjú ekki með einhveiju móti upp launa- stigann. Guðmundur taldi það hluta af vandamálinu að það væri ekki rætt einangrað, heldur notað, af stjórnar^ andstöðu, til að koma höggi á ríkis- stjómina. Sökin væri þó ekki síður, og máske einkum þeirra, er samn- inga gerðu, aðila vinnumarkaðarins. Það kæmi og fram í greinargerð til- lögunnar að hún væri flutt vegna þess að það hafi ekki tekizt í 70 ára kjarabaráttu að rétta hlut hinna lægst launuðu, vegna þess að hver ávinningur, sem þeim félli í hlut, færi upp allan launastigann. Ellert Eiríksson (S/Rn) kvaðst geta tekið undir þann rökstuðning flutningsmanns, að áratuga kjara- barátta hafi ekki rétt hlut þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. Ellert sagði andstöðu við gerða kjarasamninga m.a. stafa af óánægju fiskvinnslufólks með það að hafa ekki, eftir 3, 5 eða 7 ár hærri byijunarlaun en 16 ára ungl- ingur í byggingariðnaði. Fisk- vinnslufólk bæri sig saman við ann- að hliðstætt launafólk, ekki SÍS- forstjóra. Eg er stuðningsmaður ríkisstjórn- arinnar, sagði Ellert, en get vel ímyndað mér að verðþyngjandi skattar og gengislækkun hafi haft áhrif á afstöðu fólks. En vandi út- flutningsgreina er mikill. Hvernig eiga þær að keppa við vinnuafl í Kína, en þangað er lopi fluttur til vinnslu, þar sem starfsfólk hefur um eða innan við einn Bandaríkjadal í dagkaup, eða við vinnuafl í Kanada, þar sem fímm punda þorskblokk er seld á nálægt eitt hundrað krónur? Alþingi: 12 vara- þingmenn Fimm varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær: Jón Bragi Bjarnason (A/Rvk), Ólafur GrSnz (B/Rn), Sveinn Gunnar Hálfdánarson (A/Vl), Jóhann Geir Sigur- geirsson (F/Ne), Jóhann A. Jónsson (SFJ/Ne). Nú sitja 12 varaþingmenn á Alþingi. Ástæðan er fyrst og fremst íjaravera þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandar- áðs í Osló. Fimm ráðherrar eru erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.