Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 53

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 53
markvisst að sínu og halda hópinn, þarf engan að undra þótt andófið sé heldur máttvana. Jafngóðan ár- angur Nemendaleikhússins má áreiðanlega að verulegu leyti rekja til þess hvað einstaklingarnir, sem mynda útskriftarhópana hverju sinni, eru samstiga eftir 3—4 ára nána samvinnu í skólanum. Auk þess eru verkin, sem tekin eru til sýninga, valin eða skrifuð í samráði við þau og með það í huga að þau henti hópnum sem best. Og síðast en ekki síst geta þau einbeitt sér óskipt að leiknum, laus við áhyggjur yfir því hvernig fjármagna eigi sýn- ingamar og hvar eigi að sýna. Svo sakar auðvitað ekki að þetta er nýtt og ferskt kjöt í augum gamalla leikhúsrefa sem verma áhorfenda- bekkina. Við þær aðstæður, eða öllu heldur aðstöðuleysi, sem leikhóparnir búa við, er tómt mál að tala um að þeir geti skapað sinn eigin stíl eða fylgt góðum hlutum eftir á þann hátt sem þeir hefðu helst kosið. Skjaldbaka Egg-leikhússins, Reykjavíkursög- ur Kjallaraleikhússins, Beisk tár Alýðuleikhússins, sem spurðust mjög vel út og fengu menningar- verðlaun Dagblaðsins, þó að ég hafi ekki séð þau og nú Heimkoma Pé-leikhópsins, allt prýðilegar sýn- ingar, en hvað svo? Það ræðst meira og minna af ytri aðstæðum hafi hóparnir ekki verið stofnaðir um tilteknar uppfærslur. Haldi þeir starfseminni áfram standa þeir í sömu sporum og þegar þeir byrjuðu, peninga- og húsnæðislausir og leik- ararnir komnir út um hvippinn og LORIA dufttækið fæst 6 og 12 kg. GLORIA er alhliða slökkvitæki. Jafnt gegneldi í fitu, olíu, timbri, húsgögnum eða af völdum rafmagns. GLORIA duftslökkvitækið hentar því alls staðar. Sérþjálfaðir starfsmenn frá verksmiðju sjá um allt eftirlit og þjónustu á öllum gerðum handslökkvitækja. VIÐURKENND ÞJÓNUSTA KOLSÝRUHLEE)SLAN VAGNHÖFÐA6 SÍMI 671540 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 53 hvappinn. Meðan ekki þykir ástæða tii að styðja þá meir og betur, en nú er gert, er ósennilegt að þeim takist að hækka standardinn á sýn- ingunum hjá sér svo nokkru nemi, því miður. En af hverju í ósköpunúm reyna atvinnuleikhúsin ekki að nýta sér þann kraft og það frumkvæði sem er þrátt fyrir allt til staðar hjá leik- hópunum? Af hveiju gefa þau ung- um og metnaðarfullum leikstjórum ekki tækifæri á að spreyta sig á verkefnum sem þeir veldu sjálfir eða í samráði við húsin? Af hveiju stofna þau ekki sína eigin hópa sem væru að mestu sjálfráðir um hvað þeir tækju sér fyrir hendur og gætu þessvegna haft samstarf við rithöf- unda sem skrifuðu fyrir þá? Það þyrftu ekki að vera dýrar uppsetn- ingar, fremur en oft er hjá fijálsu leikhópunum og þóttu t.a.m. Inúk og Grænjaxlarnir ekki lukkast nokkuð vel? Auk hins listræna hagn- aðar, sem leikhúsin gætu haft af slíkum tilraunum, því nú verður að græða á öllu, þá ætti þetta að tryggja áhuga leikaranna á því sem þeir væru að gera. Eða hvernig í veröldinni stendur á því að þeir góðu listamenn, sem vissulega eru margir í báðum húsunum, nýtast þeim ekki nema endrum og eins til átakamikilla sýninga? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Að vísu er betri tíð með blóm í haga í vændum hjá Leik- félagi Reykjavíkur, því nú er til- gangurinn með starfsemi þess mörg undanfarin ár orðinn að steinsteypt- um veruleika sem bráðum er hægt að flytja inn í og þá .. . Og maður setur saklausa svipinn á andlitið og bláu linsurnar í augun og spyr síðan eftirvæntingarfullum rómi, hvað þá? Höfundur starfar sem nætwvörðw. Samtök kvenna á vinnumarkaði: Samningar fyrir ríkis- stjóm og vinnuveitendur í tilefni nýgerðra kjarasamninga Verkamannasambandsins og at- vinnurekenda hafa Samtök kvenna á vinnumarkaði ályktað eftirfar- andi: Ekki eru margar vikur liðnar frá yfírreið formanns og varaformanns Verkamannasambandsins um landið. Skilaboðin frá félögunum voru skýr: Engip laun undir skatt- leysismörkum. Útkoman varð hins- vegar samningur sniðinn að þörfum ríkisstjórnarinnar sem er fjandsam- leg verkafólki. Almenn ákvæði samningsins ná ekki einu sinni að vega upp á móti gengisfellingunni sem samið var um á sama tíma í Garðastrætinu. Það er vitað að umsamdir launataxtar Verka- mannasambandsins nægja ekki til framfærslu. Og vinnutímaákvæðin sem samið var um koma engum til góða nema atvinnurekendum. Sorglegast er þó þegar reynt er að þvinga þessa samninga inná fólk með bolabrögðum. Úrslit at-' kvæðagreiðslu í Dagsbrún eru mót- andi fyrir smærri félögin innan V erkamannasambandsins. (FVéttatilkynning.) r 29. JANÚAR 1988 VAR STÓR DAGUR í SÖGIT SLYSAVARNA Á ÍSLANDI. PANN DA0 VARÐ SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS 60 ÁRA. j 'ÉLAGSINS ÉR VERNDÚfTMANNSLÍFA OG MÉÐ SAMSTILLTU ATAKI GEGN SLYSUM OG AFLEIÐINGUM ÞEIRRA MÁ NÁ VERULEGUM ÁRANGRII PEIRRI BARÁTTU ^N TIL ÞESS ÞARF FÉLAGIÐ ÞINN sjUÐNÍNG: ------ — VINNINGAft: ,~J--------- J ÍBÚÐARVINNINGUR AÐ VERÚMÆTI 2.000.000,00 KR, TVEIR TOYOTA LANDCRUIESER 4WD AÐ VERÐMÆTI KR: 1.129.000,00 ÚVER NÍTJÁN TOYOTA COROLLA BIFREIÐÁR AÐ VERÐMÆTIjKR. 456.080,00 HyER. ~ -DREGIÐ VERÐUIUÞANN 12. APRÍL •V'itv '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.