Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 1

Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 1
88 SIÐUR B 64. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Atlantshafsbandalagið: Dræm viðbrögð við tillögnm Gorbatsjovs Brussel, Reuter. EMBÆTTISMENN í höfuðstöðv- uin Atlantshafsbandalagsins í Brussel sögðu í gær að nýjustu tillögur Míkhafls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga um slökun á spennu á Miðjarðarhafi virtust við fyrstu sýn óraunhæfar. Var einkiun nefnt að umsvif flota Bandaríkja- manna á þesssiun slóðum væru mun meiri en hins sovéska og þvi myndi takmörkun þeirra fyrst og fremst þjóna hagsmunum Ráð- stjórnarríkjanna. Gorbatsjov kynnti tillögur þessar í gær í Belgrað er hann ávarpaði júgóslavneska þingmenn, fyrstur leíðtoga Sovétríkjanha. í þeim er m.a. gert ráð fyrir að fjöldi herskipa á Miðjarðarhafi verði „frystur" frá og með 1. júlí næstkomandi og að ríki austurs og vesturs skuldbindi sig Vopnasölumálið: Poindexter og North form- lega ákærðir Washington, Reuter. ÁKÆRUSKJAL var í gær lagt fram á hendur fyrrum öryggis- ráðgjafa Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta, John Poindexter, og Oliver North, starfsmanni örygg- isráðs forsetans. Eru þeir ákærðir fyrír aðild að leynilegu vopnasöl- unni til írans og ólögmætan flutn- ing ágóða af henni til kontra- skæruliða í Nicaragua. Oliver North ofursti, John Po- indexter og tveir samstarfsmenn þeirra, Richard Secord og Albert Hakim, voru í gær opinberlega ákærðir fyrir aðild sína að vopnasölu- hneykslinu. Lawrence Walsh sak- sóknari sagði, að mennimir væru ákærðir fyrir að hafa svikið fé af Bandaríkjastjóm og fyrir að hafa notað það ólöglega til að styrkja kontra-skæruliða í Nicaragua. til að skýra fyrirfram frá ferðum herskipa og fyrirhuguðum flotaæf- ingum. Ónafngreindir embættismenn í höfuðstöðvum NATO sögðu að 6. floti Bandarílq'amanna, sem heldur uppi vömum og eftirliti á Miðjarðar- haii, væri bæði mikilvægur hlekkur í vömum bandalagsins auk þess sem honum væri ætlað að gæta hags- muna Bandaríkjamanna í Mið-Aust- urlöndum. Nefndu menn í þessu sam- hengi að floti Sovétmanna á Ind- landshafi gegndi sams konar hlut- verki en flotaumsvif þeirra á Miðjarð- arhafi væru mun minni en viðbúnað- ur Bandarílq'amanna. Einnig voru uppi getgátur um að Gorbatsjov vildi með tillögum þessum sefa ótta stjómvalda í Júgóslavíu sem hefðu áhyggjur af vaxandi spennu á þess- um slóðum. Væri því óvíst hvort full alvara væri að baki hugmyndum þessum. Menn virtust þó almennt þeirrar skoðunar að „frysting" Qölda her- skipa á Miðjarðarhafi myndi tæpast raska vígbúnaðaijafnvæginu. Hins vegar var nefnt að fækkun herskipa þar, sem gert er ráð fyrir í tillögum Sovétleiðtogans, myndi án nokkurs vafa fyrst og firemst þjóna öryggis- hagsmunum Sovétmanna. Sjá einnig „Nýjar tillögur ... á bls. 32-33 Reuter Stjórnarandstæðingar báru eid að bifreið í grennd við verslunarhús í Panamaborg í gær með þeim afleiðingum að húsið hrundi, ibúar færðu sér þetta í nyt og sjást hér fjarlægja það sem eftir var af vörum verslunarinnar. A innfelldu myndinni sést Noriega hers- höfðingi veifa til blaðamanna eftir uppreisnartilraunina í gær. Misheppnuð uppreisn gegn Noriega herstjóra Panama: Höfuðborgin myrkvuð en eldar loga á götum úti Panamaborg, Washington. Reuter. SKOTHVELLIR heyrðust frá höfuðstöðvum Manuels Antonios Noriegas herforingja í Panama í gærmorgun að sögn nær- staddra. Fregnir hermdu að Noriega hefði brotið á bak aftur Nicaraguaher sakaður um innrás í Hondúras: Fregnir um að bandarískt herlið verði sent á vettvang Washington, Managua, Tegucigalpa. Reuter. Bandaríkjastjórn sakaði Nicaraguaher í gær um að hafa ráðist inn í Hondúras í átökum við kontra-skæruliða. Segir í yfirlýsingu stjórnarínnar að hún íhugi að beita hervaldi gegn innrásarliði Nicaragua en hins vegar séu ekki uppi nein áform um að ráðast inn í Hondúras. Hermdu óstaðfestar fréttir seint í gærkvöldi, að 2000 til 3000 manna bandariskt herlið yrði sent til Hondúras til að sýna samstöðu með stjórnvöldum þar. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti sagði blaðamönnum í gær að stjómin hefði fengið upplýsingar um að her Nicaragua hafi farið yfir landamæri Hondúras. Þegar forsetinn var spurður að því hvort bandarískur her myndi grípa inn í atburðarásina svaraði hann: „Við höfum átt viðræður við stjómvöld ( Hondúras, en ég get ekki sagt til um það hvort herinn verði kallaður til.“ Talsmaður hersins í Managua, Rosa Pasos, sagði í samtali við fZeuters-fréttastofuna að til átaka hefði komið milli sandinista og kontra-skæruliða við landamæri Hondúras en neitaði hún öllum ásökunum Bandaríkjamanna um að Nicaraguaher hafi ráðist inn í Hondúras. Marlin Fitzwater, talmaður Hvíta hússins, sagði að um 1.500 manna herlið Nicaragua hefði far- ið yfir landamæri Hondúras þegar her landsins gerði árás á bæki- stöðvar kontra-skæruliða. Breska útvarpið BBC sagði í gærkvöldi, að talið væri að 2000 til 3000 mannna bandarískt herlið yrði sent til Hondúras til að sýna sam- stöðu með stjómvöldum þar. Fyrr um kvöldið hafði Howard Baker, nánasti samstarfsmaður Banda- ríkjaforseta, borið til baka fréttir um að 3000 manna bandarískt herlið yrði sent til Hondúras. uppreisnartilraun yfirmanna innan hersins. Miklar óeirðir brutust út í Panamaborg eftir að fréttist af uppreisnartilraun- inni. Herínn lokaði aðalinngangi bandarísku herstöðvarinnar í Panama og símasamband hefur verið rofið við stjórnstöðvar Bandarikjamanna sem starfa við Panama-skurðinn. Fólk sem búsett er í nágrenni við höfuðstöðvar hersins í Panama sagði að um klukkan sjö í gærmorg- un hefði hafist skothríð sem staðið hafi í um 15 mínútur. Sjúkrabifreið sást fara frá höfuðstöðvunum eftir að skothríðinni lauk. Andstæðingar Noriegas í Panama segja að yfir- menn í hemum hafi gert misheppn- aða tilraun til að steypa honum og stjóm hans. Talsmaður hersins sagði að skothvellirnir hefðu verið vegna æfínga í höfuðstöðvunum. Að sögn hans slasaðist enginn við æfingamar sem stóðu í 20 mínútur. Noriega sást í höfuðstöðvunum um klukkan tíu í gærmorgun að staðartíma. Hann veifaði til blaða- manna og hóps fólks sem hafði safnast saman úti fyrir byggingum hersins. Blaðamenn kölluðu til hans og spurðu hvers vegna skipst hefði verið á skotum. Hann kallaði á móti, „hvaða skothríð er verið að tala um?“ Noriega staðfesti í gær að yfírmenn innan hersins hefðu reynt að steypa honum af stóli. Sagði hann að Leonidas Macias ofursti hefði staðið að baki upp- reisninni ásamt með mönnum sem nýlega sném til Panama eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum. Að sögn vestrænna sendimanna í Panama særðist einn lögreglumað- ur í átökum sem áttu sér stað í höfuðstöðvum hersins. Astand í borginni er afar slæmt, eldar loga víða á götum. Stjórnarandstæðing- ar hafa lokað miðborginni með götuvígum úr sorptunnum og úr- gangi. Hundruðir manna em á göt- um úti í borginni sem er að miklum hluta rafmagnslaus vegna verkfalls starfsmanna rafveitu og ríkisins. William Gianelli, stjómarformað- ur yfirstjómar Panama-skurðarins, greindi frá því á bandaríska þinginu í gær að símasamband hefði verið rofið við bandaríska starfsmenn skurðarins. Sagði hann að svo virt- ist sem herinn í Panama hefði lokað aðalleiðum að bækistöð Bandaríkja- manna sem starfa við Panama- skurðinn. Aðspurður sagði Gianelli að „afar auðvelt væri að kalla til“ bandarískt herlið ef á þyrfti að halda. Bandarísk yfirvöld hvöttu í gær bandaríska borgara í Panama til þess að halda sig innan dyra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.