Morgunblaðið - 17.03.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.03.1988, Qupperneq 1
88 SIÐUR B 64. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Atlantshafsbandalagið: Dræm viðbrögð við tillögnm Gorbatsjovs Brussel, Reuter. EMBÆTTISMENN í höfuðstöðv- uin Atlantshafsbandalagsins í Brussel sögðu í gær að nýjustu tillögur Míkhafls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga um slökun á spennu á Miðjarðarhafi virtust við fyrstu sýn óraunhæfar. Var einkiun nefnt að umsvif flota Bandaríkja- manna á þesssiun slóðum væru mun meiri en hins sovéska og þvi myndi takmörkun þeirra fyrst og fremst þjóna hagsmunum Ráð- stjórnarríkjanna. Gorbatsjov kynnti tillögur þessar í gær í Belgrað er hann ávarpaði júgóslavneska þingmenn, fyrstur leíðtoga Sovétríkjanha. í þeim er m.a. gert ráð fyrir að fjöldi herskipa á Miðjarðarhafi verði „frystur" frá og með 1. júlí næstkomandi og að ríki austurs og vesturs skuldbindi sig Vopnasölumálið: Poindexter og North form- lega ákærðir Washington, Reuter. ÁKÆRUSKJAL var í gær lagt fram á hendur fyrrum öryggis- ráðgjafa Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta, John Poindexter, og Oliver North, starfsmanni örygg- isráðs forsetans. Eru þeir ákærðir fyrír aðild að leynilegu vopnasöl- unni til írans og ólögmætan flutn- ing ágóða af henni til kontra- skæruliða í Nicaragua. Oliver North ofursti, John Po- indexter og tveir samstarfsmenn þeirra, Richard Secord og Albert Hakim, voru í gær opinberlega ákærðir fyrir aðild sína að vopnasölu- hneykslinu. Lawrence Walsh sak- sóknari sagði, að mennimir væru ákærðir fyrir að hafa svikið fé af Bandaríkjastjóm og fyrir að hafa notað það ólöglega til að styrkja kontra-skæruliða í Nicaragua. til að skýra fyrirfram frá ferðum herskipa og fyrirhuguðum flotaæf- ingum. Ónafngreindir embættismenn í höfuðstöðvum NATO sögðu að 6. floti Bandarílq'amanna, sem heldur uppi vömum og eftirliti á Miðjarðar- haii, væri bæði mikilvægur hlekkur í vömum bandalagsins auk þess sem honum væri ætlað að gæta hags- muna Bandaríkjamanna í Mið-Aust- urlöndum. Nefndu menn í þessu sam- hengi að floti Sovétmanna á Ind- landshafi gegndi sams konar hlut- verki en flotaumsvif þeirra á Miðjarð- arhafi væru mun minni en viðbúnað- ur Bandarílq'amanna. Einnig voru uppi getgátur um að Gorbatsjov vildi með tillögum þessum sefa ótta stjómvalda í Júgóslavíu sem hefðu áhyggjur af vaxandi spennu á þess- um slóðum. Væri því óvíst hvort full alvara væri að baki hugmyndum þessum. Menn virtust þó almennt þeirrar skoðunar að „frysting" Qölda her- skipa á Miðjarðarhafi myndi tæpast raska vígbúnaðaijafnvæginu. Hins vegar var nefnt að fækkun herskipa þar, sem gert er ráð fyrir í tillögum Sovétleiðtogans, myndi án nokkurs vafa fyrst og firemst þjóna öryggis- hagsmunum Sovétmanna. Sjá einnig „Nýjar tillögur ... á bls. 32-33 Reuter Stjórnarandstæðingar báru eid að bifreið í grennd við verslunarhús í Panamaborg í gær með þeim afleiðingum að húsið hrundi, ibúar færðu sér þetta í nyt og sjást hér fjarlægja það sem eftir var af vörum verslunarinnar. A innfelldu myndinni sést Noriega hers- höfðingi veifa til blaðamanna eftir uppreisnartilraunina í gær. Misheppnuð uppreisn gegn Noriega herstjóra Panama: Höfuðborgin myrkvuð en eldar loga á götum úti Panamaborg, Washington. Reuter. SKOTHVELLIR heyrðust frá höfuðstöðvum Manuels Antonios Noriegas herforingja í Panama í gærmorgun að sögn nær- staddra. Fregnir hermdu að Noriega hefði brotið á bak aftur Nicaraguaher sakaður um innrás í Hondúras: Fregnir um að bandarískt herlið verði sent á vettvang Washington, Managua, Tegucigalpa. Reuter. Bandaríkjastjórn sakaði Nicaraguaher í gær um að hafa ráðist inn í Hondúras í átökum við kontra-skæruliða. Segir í yfirlýsingu stjórnarínnar að hún íhugi að beita hervaldi gegn innrásarliði Nicaragua en hins vegar séu ekki uppi nein áform um að ráðast inn í Hondúras. Hermdu óstaðfestar fréttir seint í gærkvöldi, að 2000 til 3000 manna bandariskt herlið yrði sent til Hondúras til að sýna samstöðu með stjórnvöldum þar. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti sagði blaðamönnum í gær að stjómin hefði fengið upplýsingar um að her Nicaragua hafi farið yfir landamæri Hondúras. Þegar forsetinn var spurður að því hvort bandarískur her myndi grípa inn í atburðarásina svaraði hann: „Við höfum átt viðræður við stjómvöld ( Hondúras, en ég get ekki sagt til um það hvort herinn verði kallaður til.“ Talsmaður hersins í Managua, Rosa Pasos, sagði í samtali við fZeuters-fréttastofuna að til átaka hefði komið milli sandinista og kontra-skæruliða við landamæri Hondúras en neitaði hún öllum ásökunum Bandaríkjamanna um að Nicaraguaher hafi ráðist inn í Hondúras. Marlin Fitzwater, talmaður Hvíta hússins, sagði að um 1.500 manna herlið Nicaragua hefði far- ið yfir landamæri Hondúras þegar her landsins gerði árás á bæki- stöðvar kontra-skæruliða. Breska útvarpið BBC sagði í gærkvöldi, að talið væri að 2000 til 3000 mannna bandarískt herlið yrði sent til Hondúras til að sýna sam- stöðu með stjómvöldum þar. Fyrr um kvöldið hafði Howard Baker, nánasti samstarfsmaður Banda- ríkjaforseta, borið til baka fréttir um að 3000 manna bandarískt herlið yrði sent til Hondúras. uppreisnartilraun yfirmanna innan hersins. Miklar óeirðir brutust út í Panamaborg eftir að fréttist af uppreisnartilraun- inni. Herínn lokaði aðalinngangi bandarísku herstöðvarinnar í Panama og símasamband hefur verið rofið við stjórnstöðvar Bandarikjamanna sem starfa við Panama-skurðinn. Fólk sem búsett er í nágrenni við höfuðstöðvar hersins í Panama sagði að um klukkan sjö í gærmorg- un hefði hafist skothríð sem staðið hafi í um 15 mínútur. Sjúkrabifreið sást fara frá höfuðstöðvunum eftir að skothríðinni lauk. Andstæðingar Noriegas í Panama segja að yfir- menn í hemum hafi gert misheppn- aða tilraun til að steypa honum og stjóm hans. Talsmaður hersins sagði að skothvellirnir hefðu verið vegna æfínga í höfuðstöðvunum. Að sögn hans slasaðist enginn við æfingamar sem stóðu í 20 mínútur. Noriega sást í höfuðstöðvunum um klukkan tíu í gærmorgun að staðartíma. Hann veifaði til blaða- manna og hóps fólks sem hafði safnast saman úti fyrir byggingum hersins. Blaðamenn kölluðu til hans og spurðu hvers vegna skipst hefði verið á skotum. Hann kallaði á móti, „hvaða skothríð er verið að tala um?“ Noriega staðfesti í gær að yfírmenn innan hersins hefðu reynt að steypa honum af stóli. Sagði hann að Leonidas Macias ofursti hefði staðið að baki upp- reisninni ásamt með mönnum sem nýlega sném til Panama eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum. Að sögn vestrænna sendimanna í Panama særðist einn lögreglumað- ur í átökum sem áttu sér stað í höfuðstöðvum hersins. Astand í borginni er afar slæmt, eldar loga víða á götum. Stjórnarandstæðing- ar hafa lokað miðborginni með götuvígum úr sorptunnum og úr- gangi. Hundruðir manna em á göt- um úti í borginni sem er að miklum hluta rafmagnslaus vegna verkfalls starfsmanna rafveitu og ríkisins. William Gianelli, stjómarformað- ur yfirstjómar Panama-skurðarins, greindi frá því á bandaríska þinginu í gær að símasamband hefði verið rofið við bandaríska starfsmenn skurðarins. Sagði hann að svo virt- ist sem herinn í Panama hefði lokað aðalleiðum að bækistöð Bandaríkja- manna sem starfa við Panama- skurðinn. Aðspurður sagði Gianelli að „afar auðvelt væri að kalla til“ bandarískt herlið ef á þyrfti að halda. Bandarísk yfirvöld hvöttu í gær bandaríska borgara í Panama til þess að halda sig innan dyra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.