Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 18

Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Útígangsmennirnir og lögreglan Leiðréttmg vegna greinar Guðmundu Helgadóttur fangavarðar eftir Jórunni Sörensen Guðmunda Helgadóttir, fanga- vörður í lögreglustöðinni í Reykjavík, ritar grein í Morgun- blaðið 5. mars sl. Guðmunda telur að öll lögreglumannastéttin hafi verið látin gjalda þess þegar lög- reglumenn handtóku ungan pilt án heimildar og handleggsbrutu síðan í fangageymslunni. Guðmunda not- ar orðið „mistök" yfír þennan at- burð. Guðmundu verður tíðrætt um hin ýmsu störf lögreglunnar. Hún telur það frásagnarvert að mikill hluti starfa lögreglumanna sé alls konar aðstoð og fyrirgreiðsla. A hveijum degi þurfí lögregian að sinna fjölda útkalla þar sem t.d. fólk hafí læst lyklana inni í bílnum sínum. Það er rétt að vekja athygli á því að þessi „þjónustulipurð“ lögreglu- manna á ekki eingöngu rætur að rekja til manngæsku þeirra sjáifra heldur eru fyrirmæli þessa efnis í lögum um meðferð opinberra mála. Þar segir m.a. í 34. grein: „Hiut- verk þeirra er að halda uppi lögum og reglu, greiða götu manna, þar sem það á við...“ Einnig þykir mér rétt að vekja athygli á eftirfar- andi klausu úr greininni vegna þeirrar umræðu sem á sér stað um störf lögreglunnar um þessar mundir. Þar segir: „Lögreglumönn- um ber að sýna árvekni í starfa sínum og kunna glögg skil á ábyrgð þeirri, sem starfa þeirra fylgir.“ (Leturbreyting mín.) En það er ekki vegna drama- tískra lýsinga Guðmundu á störfum lögreglunnar vegna óveðurs, þaka- klifurs, umferðarslysa og sjálfsvíga, sem ég tek mér penna í hönd. I greininni ræðir Guðmunda önnur atriði sem ég vil ekki láta ósvarað. Hún segir orðrétt: „Enn er þó einn þáttur löggæslu- starfsins ónefndur en það er ýmiss konar fyrirgreiðsla við hina svo- kölluðu „útigangsmenn" sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Margir þessara manna eru þegar orðnir „heimilisfastir“ á lögreglustöðinni. Þar er tekið á móti þeim, þeir eru baðaðir og þeim gefið að borða og klæddir í hrein föt.“ (Leturbreyting mín.) Eg hef átt þess kost að kynnast allmörgum mönnum sem eru í þeim flokki er Guðmunda nefnir „úti- gangsmenn". Enginn þeirra hefur nokkru sinni sagt mér frá því að hann hafi fengið föt, mat eða verið baðaður í höndum lögreglunnar í Hverfísteini. Aftur á móti hafa \margir þeirra sagt mér að föt þeirra hafí rifnað „í átökum" við lögregl- una, varir þeirra sprungið, úlnliðir og ökklar stokkbólgnað eftir hand- og fótjárnin og húðin á baki þeirra skrapast og holdið marist, eftir að þeir hafa verið dregnir á fótunum eftir göngum fangavistarinnar. Ég segi „í átökum" við lögregluna. Þessir menn sem ég er að tala um eru engir „úrsusar“ að líkamlegum burðum — margir þeirra eru horað- ir og veikburða eftir langvarandi drykkjuskap og aðra misþyrmingu á eigin líkama. Grein Guðmundu rifjaði upp fyrir mér aðra sögu. Fyrir mörgum árum fannst einn af náfrændum mínum ískaldur og meðvitundarlaus í óupp- hituðu gróðurhúsi um hávetur. Hann var umsvifalaust fluttur í fangaklefa. Þegar hann seint um * „Eg hef átt þess kost að kynnast allmörgnm mönnum sem eru í þeim flokki er Guðmunda nefnir „útigangs- menn“. Enginn þeirra hefur nokkru sinni sagt mér frá því að hann hafi fengið föt, mat eða verið baðaður í höndum lögreglunnar í Hverf i- steini.“ síðir var lagður á sjúkrahús kom í ljós að hann var með lungnabólgu og mikið hafði blætt inn á heilann. Af hveiju fékk frændi minn slíka meðferð? Eru ekki allir þeir sem 'fínnast meðvitundarlausir fluttir á slysadeild? Jú, en allir eru ekki alveg allir — ekki „góðkunningjar lögreglunnar". Þessi umræddi frændi minn var einn af hinum umkomulausu utangarðsmönnum ogþví beið hans þessi „aðhlynning". Þessi mál er ég tala hér um verða engin „Skaftamál" eða „Sveins- mál“. Af hveiju? Segir ekki í 38. grein áðumefndra laga: „Nú telur maður sig sæta ólögmætum harð- ræði af hendi lögreglumanns, og á hann þá rétt á því að koma fyrir yfírmann lögreglumannsins, svo fljótt sem kostur er, og bera fram kvörtun fyrir honurn." Svarið liggur einfaldlega í því að þessir menn eru svo lágt skrifaðir í íslensku sam- félagi að það trúir þeim enginn. Þeir vita það manna best sjálfir að það þýðir ekki að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér og ákæra lög- regluna fyrir að hafa kýlt sig, tekið sig kverkataki eða stutt á slagæðina í hálsinum á sér þangað til þeir voru að því komnir að missa meðvit- und, dregið sig eftir gólfinu og rifið fötin sín og látið sig liggja alla nóttina í óþægilegum stellingum jámaðir á höndum og fótum. Guðmunda hefur miklar áhyggj- ur af því að títtnefnd „mistök" lög- reglunnar verði til þess að veikja tiltrú almennings á lögreglunni. Segir reyndar orðrétt: „Slíkt (. . .) grefur undan virðingu samfélagsins fyrir lögreglunni og getur beinlínis reynst hættulegt á viðsjárverð- um tímum.“ (Leturbreyting mín.) Þessi dulbúna hótun Guðmundu er umhugsunarefni en ég mun ekki fjalla um hana hér. Viðhorf fólks til lögreglunnar er almennt gott. Það kom a.m.k. fram í könnun er Erlendur Baldursson, afbrotafræð- ingur, gerði á viðhorfi almennings til lögreglunnar fyrir nokkmm ámm. í niðurstöðum hans koma fram ýmsir aðrir athyglisverðir þættir, t.d. telja rúm 27% aðspurðra að það komi fyrir að lögreglan beiji fólk þegar aðrir sjá ekki til. Miklu fleiri telja að lögreglan beiti óþarfa hörku við handtökur — eða tæp 60%. Og tæp 40% em sammála því að lögreglan kunni ekki tökin á því að umgangast dmkkið fólk. Það er stór munur á því hver aldur að- spurðra er með tilliti til hvernig það svarar. Unga fólkið hefur áber- andi oftar þá skoðun að sam- skiptin við lögregluna séu slæm. Það vekur einnig athygli í könn- un Erlendar að fólk með minni menntun og lægri tekjur er óánægðara með samskiptin við lögregluna en þeir sem hafa Jórunn Sörensen meiri menntun og hærri tekjur. Þessar niðurstöður ættu að vera yfírvöldum umhugsunarefni. Því oftar sem ég les grein Guð- mundu því óskiljanlegra er mér hvers vegna hún reynir að nota afskipti lögreglunnar af „útigangs- mönnum" borgarinnar til þess að fegra störf lögreglunnar í augum almennings svo ekki „grafi undan virðingu samfélagsins fyrir lögregl- unni“. Getur það verið að Guð- munda viti ekki betur? Er hún vísvitandi að reyna að blekkja fólk? Treystir Guðmunda því, að enginn, sem veit betur, muni svara og segja frá því sem sannara er? Ég ætla ekki að reyna að svara þessum spumingum en slá einni fram í lok- in: Voru „mistök" lögreglumann- anna e.t.v. fólgin í því að beija rangan mann? Höfundur er nemií félagsfræði við Háskóla íslands. < o Q. Hönnun: Pétur B. Lúthersson. Innanhússarkitekt FHÍ. MAXIS HÚSGÖGN FYRIR FERMINGUNA Dýnu- 191 cm x 100 cmA stæröir: 191 cm x 90 cm B 200 cm x 90 cm C Breidd: 95 cm Hæð: 101 cm Breidd: 95 cm Hæö: 70 cm Breidd: 51 cm Hæö: 59 cm Breidd: 95 cm Hæö: 101 cm Maxis húsgögnin hafa slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Maxis fóstístórverslunum í Evrópu og Bandaríkjun- um þgr sem gerðar eru ströngustu kröfur um gæði og útlit. Sömu kröfur gerir ungt fólk ó Islandi. Ath. I tilefni ferminganna bjóðum við upp ó gjafa- kort. AXIS Smiöjuvegi 9, Kópavogi, sími (91)43500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.