Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 29

Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 29 Ráðstefna um stærðfræðikennslu í framhaldsskólum ÍSLENZKA stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara í framhaldsskólum standa fyrir ráðstefnu um stærðfræðikennslu og menntun kennara í fram- haldsskólum laugardaginn 19. mars. Ráðstefnan verður haldin í hátíðarsal Verslunarskólans við Ofanleiti og hefst hún kl. 10.00. Tilefni ráðstefnunnar er að mik- ill skortur er á menntuðum stærðfræðikennurum og allt of fáir stærðfræðingar útskrifast frá Háskóla íslands. Vonast er til þess að á ráðstefnunni komi fram raunsæ lýsing á ástandinu og jafnframt að reifaðar verði nýjar hugmyndir um úrbætur. Frumrrtælendur á ráðstefnunni verða núverandi og fyrrverandi kennarar við framhaldsskóla og háskóla landsins. Þeir eru Guð- mundur Amlaugsson, fyrrv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Kristján Jónasson, leiðbeinandi og stundakennari, Sigurður Sigur- sveinsson, áfangastjóri, Fjölbrauta- skóla Suðurlands, Kristín Halla Jónsdóttir, dósent, Kennaraháskóla íslands, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talrtakönnunar, Eggert Briem, prófessor, Háskóla íslands, Halldór I. Elíasson, pró- fessor, Háskóla íslands, Halldór Halldórsson, starfsmaður Verk- og kerfísfræðistofunnar hf. og Hörður Lárusson, deildarstjóri, mennta- málaráðuneytinu. Ráðstefnan er öllum opin. (F réttatilky nning) Kynningarfundur um steypuviðgerðir FOSTUDAGINN 18. mars gengst fyrirtækið Steinprýði hf. fyrir kynningarfundi í húsakynnum Byggingarþjónustunnar að Hall- veigarstíg 1, á steypuviðgerðar- efnum og aðferðum við viðgerðir á steinsteypu. Til fundarins er sérstaklega boðið arkitektum, verkfræðingum, múrarameistur- um og ýmsum öðrum, er vinna við slík verkefni. Þá verður kynning á gólfefnum fyrir iðnað- arhúsnæði. Gunnar Fremo, verkfræðingur frá Thoro-verksmiðjunum í Belgíu, kynnir þar m.a. ný gólfefni og ræð- ir um viðgerðir á steinsteypu og kynntar verða niðurstöður á saman- burðarrannsóknum á steypuvið- gerðarefnum, sem gerðar voru í belgískri rannsóknarstofu. Jim Moore, efnaverkfræðingur frá ICI í Bretlandi, kynnir Ucrete- gólfefnin, sem hafa mjög rutt sér til rúms víða um heim á síðustuu árum. Ennfremur verða kynnt ELGO- gólfefni og ýmis önnur ELGO-efni, sem Steinprýði hefur framleitt og verið hér í notkun sl. 16 ár. Fundurinn hefst kl. 16 síðdegis. (Fréttatilkynning) Eymundsson: Bandarískur bóka- markaður opnaður BÓKAVERSLUN Sigfúsar Ey- mundssonar opnar bandarískan bókamarkað í versluninni föstu- dagsmorguninn 18. mars kl. 10.00. Mun Nicholas Ruwe^ sendi- herra Bandaríkjanna á Islandi, opna markaðinn og síðan verður boðið upp á kaffi og kleinu- hringi. Þessi bandaríski bókamarkaður í Eymundsson er sá fyrsti sinnar Karlakór Reykjavíkur: Styrktar- félagstón- leikar í Lang- holtskirkju KARLAKÓR Reykjavíkur heldur árlega styrktarfélags- tónleika sína í Langholts- kirkju þessa dagana. Fyrstu tónleikarnir voru í gærkvöldi, 15. mars, en næstu tónleikar verða 16., 18. og 19. mars. Tónleikarnir hefjast allir kl. 20.30 nema tónleikamir 19. mars og er sérstök athygli vakin á því að þeir færast fram um eina klukkustund frá því sem áður hefur komið fram og hefj- ast kl 18.00. Lausir aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á öllum tónleikunum. (Fréttatilkynning) tegundar á íslandi. Meirihluti bók- anna hefur ekki áður sést í bóka- verslunum landsins. Titlamir skipta þúsundum og verðið er eins og það gerist hagstæðast í New York. Fjöl- breytileikinn sýnir þverskurð bandarískrar bókaútgáfu. Má til dæmis fullyrða að aldrei hefur sést jafnmikið úrval á einum stað á ís- landi af listaverkabókum og bókum um matargerðarlist. Allar eru bæk- umar á markaðnum innbundnar og flestar myndskreyttar. Pöntunarþjónusta verður allan sólarhringinn sjö daga vikunnar á meðan markaðurinn stendur yfir og er póstkröfukostnaður enginn. (Úr fréttatilkynningu) miœ STERKI TÓMÍl - fær stöðugt meiri hljómgrunn. Ástæðurnar eru augljósar. SPRED LATEX er ný og endurbætt innan- hússmálning meö 25% gljástigi en var áöur 15%. SPRED LATEX er vatnsþynnanleg akrýl- málning, afar slitsterk og auðveld í þrifum. þess vegna notar þú hana þegar þú málar eldhúsiö, baðið og ganginn eöa aöra fleti sem mikið mæöir á. SPRED LATEX fæst í 10 staðallitum en litamöguleikarnir eru margfalt fleiri. SPRED LATEX innan þinna veggja HARPA lífinu lit. AUK hi. 111-11/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.