Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 9
Sauðárkrókur
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
9
Fjárhagsleg staða
Ut gerðarf élags
Skagfirðinga traust
Sauðárkróki.
AÐALFUNDUR Útgerðarfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki var
haldinn nýlega. Fram kom á
fundinum að fjárhagsleg staða
félagsins er traust. Þrír togarar
félagsins, Drangey, Hegranes og
Skafti öfluðu vel á árinu og úr-
tök vegna bilana iítil sem engin.
í ræðum þeirra Ágústs Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra,
Marteins Friðrikssonar, stjómar-
formanns og Símonar Kjæmested,
endurskoðanda kom fram að rekst-
ur félagsins á árinu hefur gengið
vel, aflabrögð ágæt og rekstrar-
hagnaður sfðastliðins árs 19,1 millj-
ónir.
Togaramir fóru alls 86 veiðiferð-
ir á árinu og lönduðu samtals
10,094 tonnum, sem gerir í brúttó-
tekjum 332,5 milljónir. í skýrsu
Fiskifélags íslands er gerð úttekt á
brúttóaflaverðmæti skipa eftir
landsijórðungum, og em tvö af
þrem skipum Útgerðarfélagsins,
Hegranes og Skafti í öðm og þriðja
sæti hvað þetta varðar. Á 'arinu
1986 fóm fram gagngerðar endur-
bætur á skipum félagsins, og meðal
annars var þá settur í Drangey hluti
búnaðar til alfrystingar og full-
vinnslu alls afla um borð. Sá búnað-
ur hefur á þessu ári verið tekinn í
notkun til heilfrystingar á undir-
málsþorski, grálúðu og karfa.
Nú er stefnt að endurskipulagn-
ingu á úthaldi skipanna og auka
vemlega vinnslu um borð í Drang-
ey. í framhaldi af þessu þarf að
gera nýjan samstarfssamning milli
Utgerðarfélagsins annarsvegar og
frystihúsanna og sjómanna hins-
vegar, svo og að skipuleggja flutn-
ing á kössum til löndunarhafna og
fleira. Þá kom fram að félagið er
í skilum við alla sína stærstu lána-
drottna, svo sem Byggðasjóð og
flein aðila.
Á launaskrá hjá Útgerðarfélagi
Skagfirðinga vom á síðasta ári 157
og greidd laun 127,5 milljónir.
Allmargar fyrirspumir bámst frá
fundargestum, en síðan urðu al-
mennar umræður þar sem lýst var
mikilli ánægju með góðan rekstur
og ágæta afkomu félagsins.
- BB
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar sími 686988
VEXTIR Á VERÐBRÉFAMARKAÐI
Víkan 17.— 23. apríl 1988
Vextir umfram Vextir
Tegund skuldabréfa verðtryggingu % alls %
Bningabréf
Bningabréf 1 12,7% 31,7%
Ðningabréf2 10,2% 28,8%
Bningabréf3 25,0% 46,1%
Lífeyrisbréf 12,7% 31,7%
Spariskírteini ríkissjóðs
lægst 7,2% 25,3%
hæst 8,5% 26,8%
Skuldabréf banka og sparisjóða
Iægst 9,7% 28,2%
hæst 10,0% 28,6%
Skuldabréf stórra fyrirtækja
Lind hf. 11,0% 29,7%
Glitnir hf. 11,1% 29,8%
Sláturfélag Suðurlands
l.fl. 1987 11,2% 30,0%
Verðtryggð veðskuldabréf
lægst 12,0% 30,9%
hæst 15,0% 34.4%
Fjárvarsla Kaupþings mismunandi eftir samsetn-
ingu verðbréfaeignar.
Heildarvextir annarra skuldabréfa en Einingabréfa eru sýndir
miðað við hækkun lánskjaravísitölu síðastiiðna 3 mánuði.
Raun- og nafnávöxtun Einingabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd
miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði.
Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Ein-
ingabréf er ínnleyst samdægurs gegn 2% ínnlausnargjaldi hjá
Kaupþingi og nokkrum sparisjóðanna. Spariskírteini ent seld á
2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í
Fjárvörslu Kaupþings er oftast hægt að losa innan viku.
MICROSOFT
HUGBÚNAÐUR
g&EQjH
pHra reikninga minna
Bankaleynd meiri i orði
en á borði:
|Upplýsingar á lausu
jjjjjistæðurmannai
Trúnaðarbrestur banka við sparendur?
„Svo virðist sem upplýsingar um innistæður manna í innláns-
stofnunum séu ekki verndaðar fullkomlega af bankaleynd þeirri
er bankakerfið státar af. Tíminn hefur fyrir því heimildir að upp-
lýsingar um vaenlega sparifjáreigendur berist til „gráa markaðar-
ins“ sem einkum höndlar með verðbréf." Þetta eru upphafsorð
forsíðufréttar í Tímanum um meintan „upplýsingaleka" banka-
kerfisins um sparifjáreign einstaklinga. Staksteinar staldra við
þetta alvarlega mál í dag.
Leki í banka-
kerfinu?
Mikilvægt er að trún-
aður megi ríkja milli
sparenda, sem ávaxta
spamað sinn i lánastofn-
unum, og viðkomandi
stofnana. Ef marka má
fréttír Tímans um upp-
lýsingaleka úr banka-
kerfinu um innistæður
einstaklinga til „gráa
markaðarins", sem blaö-
ið kallar svo, er um alvar-
legan trúnaðarbrest að
ræða. í Tímafréttinni
segir m.a.:
„Við ræddum við einn
slikan sparifjáreiganda,
sem fékk upphringingu
frá verðbréfasala og vissi
sá siðamefndi allt um
innistæður okkar manns.
Fyrirspumir hafa borizt
bankaeftirlitinu varðandi
vitneskju verðbréfasala
um innistæður einstakra
sparifjáreigenda. Þó
ekki takist að finna lek-
ann úr bankakerfinu
virðist hann til staðar og
„grái markaðurinn ‘ ‘ nýt-
ur góðs af.“
„Útskrift af
öllum mínum
reikningum“
Tíminn birtír viðtal við
sparifjáreiganda máli
sínu tíl stuðnings. Þar
segir hann:
„Gangur málsins er sá
að einn af sölumönnum
fjárfestingarfélags fékk
útskrift af öllum minum
reikningum hjá banka-
stofnun minni í gegnum
sambönd sín við einn
deUdarstjóranna. Sagðist
hann hafa fengið útskrift
þessa i hendur og fundið
út frá hvaða skjá bank-
ans hún var prentuð.
Óskaði hann siðan eftir
þvi við bankastjóm að
þessi deUdarstjóri yrði
rekinn frá störfum án
tafar. Eftir langa og
stranga fundi með fyrir-
mönnum féllst viðskipta-
vinurinn á að kæra málið
ekki til lögreglu. Fékk
hann á mótí loforð
bankamannanna að und-
ir engum kringumstæð-
um yrði slikur listí af-
hentur öðrum en honum
sjálfum eða borgarfóg-
eta að sér látnum."
Samkeppni
um sparnað
almennings
Mjög mikUvægt er að
efla innlendan peninga-
spamað. Máske er það
eitt mikUvægasta mark-
miðið í efnahagsmálum
þjóðarinnar i dag. Auk-
inn spamaður dregur úr
þeirri eyðslu og spennu,
sem skekkir efnahagslíf
okkar, og kemur meðal
annars fram i hættulega
miklum viðskiptahalla
við umheiminn. Aukinn
spamaður gerir atvinnu-
vegi okkar og þjóðarbú-
skap síður háða erlendri
skuldasöfnun, en
greiðslubyrði erlendra
skulda rýrir — meir en
góði hófi gegnir — þjóð-
artekjur, það sem tíl
skiptanna er.
Stjómvöld geta haft
ríkuleg áhrif á þróun
peningaspamaðar, með-
al annars með hvetjandi
eða letjandi skattastefnu
að því er spamað varðar.
Sá sem sparar á ekki að
þurfa að tvi- eða marg-
borga skatta af aflatekj-
um, fyrir þá „sök“ eina
að leggja hluta þeirra tíl
hliðar, meðan sá sem öUu
eyðir er aðeins skattlagð-
ur einu sinni.
Samkeppni aðila, sem
ávaxta almennan spam-
að, er og af hinu góða.
Hinsvegar verður trún-
aður að ríkja milli pen-
ingastofnana, eins og
banka og sparisjóða, og
þess sem sparar. Spari-
fjáreigendur verða að
geta treyst svokallaðri
bankaleynd. Það er
einkamál þeirra og við-
komandi banka, hver
innistæða þeirra er.
Upplýsinga-
skylda
bankanna
Tímabært er, þegar
fréttir af þessu tagi eru
birtar, að lánastofnanir
geri grein fyrir þessum
málum, eins og þau horfa
við frá þeirra sjónarhóli.
Upplýsingaskylda bank-
anna er við það fólk, sem
treyst hefur þeim fyrir
spamaði sinum, og öðr-
um viðskiptum. Ekki á
bak þess við utanaðkom-
andi, eins og frétt
Timans lætur að liggja
að gerzt hafi. Á undan-
fömum árum hefur orðið
mikil tölvuvæðing í
bankakerfinu. Spuming
er, hvort sú tæknivæðing
hefur leitt tíl þess, að
ekki er eins auðvelt að
gæta þess að réttum regl-
um sé fylgt, eins og áður
var.
Það er ekki vænleg
leið í samkeppni um tak-
markaðan spamað í sam-
félaginu að bregðast
trúnaði viðskiptavin-
anna. Það er heldur ekki
hvatí til almenns pen-
ingaspamaðar ef trúnað-
arbrestur verður milli
almennings og lánastofn-
ana. Fréttir Tímans hafa
vakið upp spumingar,
sem bankamir verða að
svara.
Hesthúsa-
lóðir
Hestamannafélagið Fákur hefur til úthlutunar lóð-
ir undir hesthús á Víðivöllum, austan við Faxaból II.
Hér er um að ræða tólf fjögurra hesta einingar.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 1988 og umsóknir
skilist á skrifstofu félagsins fyrir þann tíma.
Hestamannafélagið Fákur.
ASEA Cylinda
þvottavélar ★ sænskar og sérstakar
Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun,
vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis-
gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki
betri vélar!
iFQniX
■■■—rmrn lauim-imEki.—